Morgunblaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1977 25 GERÐI 'URUM — í þessum leik voru þeir Thomas Pazyj og Mogens Jeppe- sen markvörður beztir Dananna og hjá ölium þessum toppliðum er markvarzlan stórkostleg. Allt önnur en við eigum að venjast. Michael Berg, sem á sinn hátt kom Dönum svona langt í keppn- inni, eyðilagði þennan leik fyrir þeim. Skotanýting hans var afleit, en hann var þó markhæstur Dana með 5 mörk. A-Þjóðverjar léku þennan leik án Engels, sem er þeirra reyndasti maður, en það virtist ekki koma að sök. Böhme og Dreibrodt voru stórkostlegir í leiknum og við þeim áttu Danir ekkert svar og- þá heldur ekki mótleik við Woifgang Schmidt markverði, sem varði 4 dönsk vítaskot. — En þó þarna hafi leikið bezta lið keppninnar, þá var bezti leik- urinn, sem ég sá, á milli Júgó- slava og Pólverja um 5. sætið. Júgóslavar unnu þann leik eftir frábæra baráttu. Urslitin urðu 21:19 fyrir Júgóslavíu, en Pólland leiddi í leikhléi 10:8. Leikurinn var mjög jafn og spennandi, en leikmenn þó nægilega afslappaðir til að geta sýnt sinar beztu hliðar. — Ég er víst búinn að telja upp bezta leikinn og bezta liðið, en þá er eftir að geta bezta leikmanns- ins. Að minu mati var þá án tví- mæla Rúmeninn Birtalan, sem er stórkostleg skytta. I leiknum við Svia átti hann frábæran leik og gerði reyndar meira en að skjóta sjálfur. Rúmenar, fjórum sinnum heimsmeistarar og síðast í A- Þýzkalandi 1974, unnu örugglega 25:17 (13:7) og tryggðu sér sjö- unda og siðasta sætið á Ölympíu- leikunum í Moskvu 1980 án und- ankeppni. Svíana vantar tilfinn- anlega góða skyttu, ekki nauðsyn- lega snilling eins og Birtalan, en einhvern leikmann, sem getur skotið að utan. Þar með sláum við botninn í spjall okkar við Steinar Lúðvíks- son, en að lokum fara hér nöfn markaskorara í úrslitaleikum helgarinnar: A-Þýzkaland: Dreibrodt 7, Böhme 7, Gruner 3, Gerlach 1, Hoft 1. Danmörk: Berg 5, Sörensen 2, Pazyj 2, Christensen 2, Jensen 1, Munkager 1, Jakobsgaard 1, Bock 1. Pólland: Klempel 8, Bissinger 4, Przybysz 4, Kaluzinksi 2, Bazosowski 1. Júgóslavía: Radjenovic 6, Pavicevic 5, Jojovic 4, Krivokapic 4, Makaric 1, Delehmetovic 1. Rúmenía: Grabowski 7, Draganita 5, Birtalan 5, Bedivan 3, Folcher 3, Stockl 1, Stinga 1. Svíþjóð: Rasmussen 4, Bo Andersson 3, Eriksson 2, Hansson 2, Ribendahl 2, Jönsson 2, Gustafssop 1, Hákansson 1. í leikjunum um um 9.—12. sæt- in urðu Ungverjar hlutskarpastir eins og vænta mátti og unnu þeir Spánverja síðast 23:19 í hörkuleik á laugardaginn. Hrepptu Spán- verjar þannig 10. sætið í keppn- inni og ættu þeir að geta vel við unað. Tékkarnir náðu 11. sætinu í keppninni með því að gera 25:25 jafntefli við Japani. KLEMPEL OG KOVACS MARKAKÓNGAR Jerzy Klempel frá Póllandi og Peter Kovacs frá Ungverjalandi urðu markahæstir leikmannanna í lokakeppni HM I Danmörku. Báðir skoruðu þeir 47 mörk í leikjunum 6 og hafa einstakir leikmenn ekki áður skorað svo mörg mörk í úrslitakeppni HM. Birtalan skoraði 38 mörk í keppn- inni, Gamo frá Japan skoraði 37 sinnum, Michael Berg gerði 35 mörk og Böhme frá A-Þýzkalandi 34 mörk. —áij. J ISLANDSMÓT unglinga f badminton fór fram I TBR-húsinu við Gnoðavog á laugardag og sunnudag. Þetta er viðamesta badmintonmót, sem fram hefur farið hérléndis. Þátttakendur voru alls um 150 talsins frá 8 félögum og alls voru leiknir á þriðja hundrað <eikir. Greinilegt er að mikil gróska er f badmintonfþróttinni um þessar mundir og f mótinu sýndu margir unglínganna að þeir eiga eftir að láta verulega að sér kveða á næstu árum ef þeir halda áfram að stunda fþrótt sfna kappsamlega. Eins og oftast áður hlaut TBR flesta meistaratitla eða 11, IA hlaut 4, KR 3 og Valur 2 titla. Mótsstjóri var Sigurður Ágúst Jensson. Úrslit í einstökum flokkum urðu sem hér segir: Piltaflokkur, 16—18 ára, einliða- leikur: Broddi Kristjánsson TBR vann Sigurður Kolbeinsson TBR 15:5 og 15:11. Stúlknaflokkur, 16—18 ára, ein- liðaleikur: Guðlaug Sverrisdóttir IA vann Elínborgu G-uðmundsdóttur BH 8:11 — 11:4 og 11:6.' Pilta- og stúlknaflokkur, tvendar- leikur: Broddi Kristjánsson og Inga Kjartansdóttir TBR unnu Guð- mund Adólfsson og Kristinu Magnúsdóttir TBR 15:12 — 9:15 og 15:9. Piltaflokkar, tvíliðaleikur: Guðmundur Adólfsson og Broddi Kristjánsson TBR unnu Björn Björnsson og Aðalstein Huldarsson IA 15:2 og 15:9. Drengjaflokkur, 14—16 ára, ein- liðaleikur: Gunnar Jónatansson Val vann Þorgeir Jóhannsson TBR 11:3 — 3:11 og 11:8. Telpnaflokkur, 14—16 ára, ein- liðaleikur: Kristín Magnúsdóttir TBR vann Örnu Steinsen KR 11:1 — 8:11 og 11:5. Drengjaflokkur, tvfliðaleikur: Þorgeir Jóhannesson TBR og Gunnar Jónatansson Val unnu Skarphéðinn Garðarsson og Gústaf Vifilsson TBR 15:7 og 15:3. Telpnaflokkur, tvfliðaleikur: Arna Steinsen og Sif Friðleifs- dóttir KR unnu Kristínu Magnús- dóttur og Bryndísi Hilmarsdóttur TBR 17:14— 11:15 og 15:12. Drengja- og telpnaflokkur, tvendarleikur: Þorgeir Jóhannsson og Bryndis Hilmarsdóttir TBR unnu Skarp- héðin Garðarsson og Drífu Daníelsdóttur TBR 15:5 og 15:6. Sveinaflokkur, 12—14 ára, tví- liðaleikur: Þorsteinn Hængsson og Haukur Birgisson TBR unnu Þórhall Ingason og Gunnar Mýrdal ÍA 15:11 og 15:9. Meyjaflokkur, 12—14 ára, ein- liðaleikur: Þórunn Öskarsdóttir KR vann Ingunni Viðarsdóttur ÍA 11:8 og 11:6. Sveinaflokkur, einliðaleikur: Þorsteinn Hængsson TBR vann Hauk Birgisson TBR 11:5 og 11:5. Meyjaflokkur, tvfliðaleikur: Aðalheiður og Þórunn Óskars- dóttir KR unnu Ingu Kjartans- dóttur og Þórdísi Erlingsdóttur TBR 12:15— 15:12 og 15:12. Sveina- og meyjaflokkur, tvendarleikur: Þorsteinn Hængsson og Mjöll Danfelsdóttir TBR unnu Þórhall Ljósm. Sig. Ág. Jen'sson. KRISTtN Magnúsdóttir, 15 ára stúlka úr TBR, gerði sér lítið fyrir á dögunum og sigraði Lovisu Sigurðardóttur i einliðaleik. en Lovisa hafði þá ekki tapað í keppni fyrir islenzkri badmintonkonu í heil 16 ár. Kristín lét einnig mikið að sérkveða á unglingamótinu um helgina. Ingason og Ingunni Viðarsdóttur TBR 15:12 og 18:13. Hnokkaflokkur, undir 12 ára, ein- liðaleikur: Árni Þór Hallgrímsson ÍA vann Harald Sigurðsson TBR 11:4 og 11:2. Tátuflokkur, undir 12 ára, ein- liðaleikur: Þórdfs Erlingsdóttir TBR vann Þórdísi Klöru Bridde TBR 11:0 og 11:3. Hnokka- og tátuflokkur, tvendar- leikur: Árni Þór Hallgrímsson og Katy Jónsdóttir ÍA unnu Harald Sigurðsson og Þórdfsi Erlings- dóttur TBR 15:17 — 15:9og 15:11. Hnokkaflokkur, tvfliðaleikur: Arni Þór Hallgrímsson og Ingólfur Helgason ÍA unnu Karl Guðlaugsson og Jón Asgeir Blöndal TBR 15:3 og 15:12. Tátuflokkur, tvfliðaleikur: Rannveig Björnsdóttir og Þór- dfs Klara Bridde TBR unnu Irfsi Smáradóttur og Katy Jónsdóttur ÍA 14:17—15:13 og 15:5. _ S.S. Ingemar Stenmark sigraði bæði f svigi og stðrsvigi heimsmeistaramóts skíða- manna og þessi hógværi Svíi er óumdeilanlega mesti skíðamaður í heimi. AP-mynd. gerði það að verkum að Svíar urðu aðrir í þjóðakeppninni. V- Þjóðverjar urðu þriðju með ein gullverðlaun og fern silfurverð- laun. Liechtenstein, sem er minnsta ríki Evrópu með 24 þús- und íbúa varð fjórða i þjóða- keppninni — þökk sé Wenzel- fjölskyldunni. Fékk Liechten- stein tvenn silfur- og tvenn brons- verðlaun í keppninni. Á laugardaginn tókst Mariu Epple frá V-Þýzkalandi að skíða betur en nokkru sinni fyrr á æv-- inni og sigra í stórsvigi kvenna. Samanlagður tími hennar var að- eins 5/100 úr sekúndu betri en Lisu Mariu Morerod, en það nægði til sigursins. Maria Epple er þó enginn nýgræðingur meðal þeirra beztu í stórsviginu, en meiðsli höfðu að undanförnu sett strik í reikninginn og gert það að verkum að hún var ekki talin eiga möguleika. Marie Epple, eldri systir Irenu, hafði beztan tima eftir fyrri ferð- Tvö gull til Stenmarks Eins manns herdeildin faerði Svíum annað sætið í þjóðakeppninni í HM HINN ótrúlegi Ingemar Stenmark vann á sunnudaginn glæsilegan sigur í stórsvigi heimsmeistaramóts skfðafólks f Garmisch Parten- kirchen f V-Þýzkalandi. Eftir fyrri ferðina hafði Piero Gros hálfri sekúndu betri tfma en Stenmark. I seinni ferðinni lék Stenmark sér hins vegar að þvf eins og að drekka vatn að ná langbeztum tfma og samanlagður tfmi hans var hálfri sekúndu betri en Gros, sem mátti sætta sig við annað sætið í stórsviginu. Stenmark vann einnig f svigkeppninni og það fer ekki á milli mála að hann er bezti skfðamað- ur f heimi. Að keppninni lokinni var Sten- mark spurður að því hvort hann hefði ekki hugsað um frammi- stöðu sína á siðustu Ólympfuleik- um er hann var talinn sigur- stranglegastur í svigi og stórsvigi, en náði aðeins einum bronsverð- launum. Stenmark svaraði því til að minningarnar um frammistöð- una þá hefðu ekki haft nein áhrif á keppnina nú. — Eg hugsaði alls ekki um þá keppni sagði Sten- mark. Hann sagði að fyrstu hliðin i brautinni hefðu verið erfió og kallað á varkárni. Piero Gros tók í sama streng, en báðir sögðu þeir að brautin hefði alls ekki verið erfið. Övenju margir keppendur heltust úr lestinni í stórsvigs- keppninni og þá sérstaklega i fyrri ferðinni. Þannig hlekktist köppum eins og Phil Mahre og Gustavo Thoeni á og af rúmlega 100 keppendum skiluðu rúmlega 40 sér I mark. Gros sagði að keppninni lokinni að hann hefði orðið að ná í verð- laun í stórsviginu. Italska liðinu hefði gengið illa i mótinu og hann hefði ekki viljað opna ítölsku blöðin á mánudag ef hann hefði ekki náð verðlaunum. Silfurverð- laun Piero Gros voru einu verð- laun Itala í keppninni. Austurrík- ismenn voru sigurvegarar þessar- ar keppni og fengu fern gullverð- laun og tvenn bronsverðlaun. Frammistaða Stenmarks, eins manns herdeildarinnar sænsku, ina, en stóð sig ekki eins vel í •þeirri seinni og hafnaði í 4. sæti. I þriðja sæti varð Annemarie Mos- er Proell og það sæti tryggði henni örugglega sigur i þríkeppn- inni, en hjá körlunum sigraði Andreas Wenzel. TlMAR I STÓRSVIGI KARLA: Ingemar Stenmark, Svíþj. 1:39.54 Piero Gros, ítalfu 1:40.20 Paul Frommelt, Liechtenst. 1:40.47 Anton Steiner, Austurr. 1:40.74 Mauro Bernardi, ítalíu 1:42.20 Christian Neutreuther, VV-Þýzkal. 1:42.74 Toshihiro Kaiwa, Japan 1:43.20 Steve Mahre, Bandar. 1:43.76 Torstein Jakobsen, Svíþj. 1:44.16 Peter Ellig, Sviss 1:44.44 Hans Enn, Austurr. 1:44.75 Frank Worndl, V-Þýzkal. 1:45.33 Sigurður Jónss. Isl. 1:45.75 Knut Erik Johanness. Noregi 1:46.32 Unglingamót Islands í badminton: TBR HLAUT FLESTA MEISTARA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.