Morgunblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRUAR 1978 7 Ahyggjur varaformanns Dagsbrúnar Þjóðviljinn birtir í gær baksfðuviðtai við Guðmund J. Guðmunds- son, varaformann Dags- brúnar. Blaðið segir, að farið sé að „harðna á dalnum í atvinnumál- um.“ — „Fyrirtæki sem um langt skeið hafi haft fasta yfirvinnu eru nú sum hver búin að af- nema hana mað öllu og önnur hafi dregið nokk- uð úr henni.“ Þessa samdráttarþróun stað- festir varaformaður Dagsbrúnar í samtal- inu. Hann segir: „Mað- ur, sem skiptir um at- vinnu í dag getur ekki búizt við því að geta gengið í aðra atvinnu á stundinni. Það virðist einkenna atvinnulífið í Reykjavík I vetur að það er í vaxandi mæli að verða þrengra á vinnumarkaðinum." Þá segir GJG að „gífurleg- ur fjöldi vcrkamanna héðan úr Reykjavfk hafi leitað út á lands- byggúina eftir vinnu, ýmist til að vinna þar hluta úr ári aða beinlín- is til að setjast þar að um lengri tíma.“ Þessar ábendingar varaformanns Dags- brúnar eru vissulega íhugunarefni. Ef fiskvinnsl- an hefði stöðvast Þann veg var komið rekstrarstöðu fisk- vinnslunnar í landinu, m.a. eftir 60—70% kauphækkanir á liðnu ári og verulegar fisk- verðshækkanir, að nokkur frystihús höfðu hætt rekstri og önnur stefndu í rekstrarstöðv- un að öliu óbreyttu. An gengislækkunar, sem vissulega er alltaf neyðarúrræði og ann- arra fyrirhugaðra ráð- stafana í efnahagsmál- um, sem nú er deilt um í þjóðfélaginu, hefðu undirstöðuatvinnu- grcinar þjóðarbúsins smám saman stöðvast. Þetta viðurkenna allir sæmilega sjáandi og hugsandi menn, ef ekki í orði, þá a.m.k'. með sjálfum sér. Sjávarút- vegurinn cr megin- undirstaða verðmæta- sköpunar, gjaldeyris- öflunar og atvinnu- tekna þjóðarinnar. Stöðvun fiskvinnslunn- ar hefði þýtt ískyggileg- an samdrátt þeirra þjóðártekna, sem lífs- kjör okkar sem heildar og einstaklinga hvíla á; samdrátt gjaldeyrisöfl- unar — en við þurfum að flytja inn u.þ.b. 40% af neyzluvörum okkar — og víðtækt, almennt atvinnuleysi, er smám saman hefði breiðst út til annarra atvinnu- greina, vegna þess hve allir þættir þjóðarbú- skaparins eru tengdir og háðir sjávarútvegi. Verst hefði þó ástandið orðið í fiskvinnslu- bæjunum um gjörvalt landið. Samdráttarleið var réttnefni Sú samdráttarleið, sem st jörnarandstaáan vísar á sem lausn á rekstrarvanda atvinnu- veganna, hefði í raun leitt til svipaðs sam- dráttar í atvinnu og al- gjört aðgerðarleysi af hálfu stjórnvalda. Þessi leið fól í sér 10% gengislækkun á móti 13% gengislækkun í efnahagsráðstöfunum stjórnarinnar. Hún hefði og leitt til stór- felldra skattahækkana eða verulegs rekstrar- halla á ríkissjóði, nema hvort tveggja hefði komið til. Þar er einnig lagt til að „svindla" á vísitölunni með því að taka miiljarð króna með beinum sköttum og nota andvirðið til að lækka vísitöluna með lækkun óbeinna skatta og hækkun niður- greiðslna í stórum stíl, þ.e. aðferðum sem stjórnarandstaðan hef- ur harðlega gagnrýnt áður. Hún fól einnig í sér ennfrekari samdrátt í opinberum fram- kvæmdum og atvinnu- sköpun, sem þó var nokkur fyrir, og vand- Fiskvinnslan er undirstaðan séð, hvar niður átti að bera f því efni. Það versta er þó að þessi samdráttarleið hafði ekki leyst rekstrarvanda fisk- vinnslunnar og þvf stefnt í sama atvinnu- leysið og framundan var að öllu óbreyttu. Nýr veltuskattur á at- vinnureksturinn, eins og Alþýðubandalagið heimtaði að kæmi til, hefði aukið : vandann. Tillögur stjórnarand- stöðunnar báru því, „nafn með rentu“: sam- dráttarleið. Þessi sam- dráttur hefði þó fyrst og fremst borið ávöxt í at- vinnuleysi. 1 Ijósi áhyggna vara- formanns Dagsbrúnar, sem hér að framan var vikið að, hlýtur við- leitni ríkisstjórnarinn- ar, til að tryggja at- vinnuöryggi í landinu, samhliða meðaltals- kaupmætti liðins árs, að mæta skilningi almenn- ings. An þessara ráð- stafana, sem vissulega koma nokkuð við alla, hefði ríkisstjórnin brugðizt skyldu sinni við þjóðina og framtíð- ina. jíoósum í Þórskaffi sunnudaginn 19. febrúar kl. 19-1.00. Júgóslavneskir hátíðarréttir. Ferðakynning og litkvikmynd, þjóðdansar, ásadarts með glæsilegum ferðavinning, bingó með þremur ferða- vinningum til Júgóslavíu. Þeir matargestir sem koma fyrir kl. 20.00 verða sjálfkrafa sveitin Galdrakarlar, stjórnandinn Magnús Axelsson og starfsfólk okkar munu leggjast á eitt til að kynna gestum dásemdir þessa vinsœla ferðamannalands. Borðapantanir í síma 2 33 33 kl. 16-19 daglega. TSamvinnu- ferúir _ AUSTURSTRÆT112 SÍMI 27077 'fjgpr LANDSÝN SKÓLAVÖRÐUSTI'G 16 SÍMI 28899 ÚTIHURÐIR úr teak og furu, ýmsar gerðir. Ávallt fyrirliggjandí. áTá Timburverzlunin Volundurhf. KLAPPARSTIG 1. SÍMI 18430 — SKEIFAN 19. SÍMI 85244 Tilboð óskast A% H m •vtó V# í nokkrar fólksbifreiðar og jeppabifreiðar er verða sýndar að Grensásvegi 9. þriðjud. 21 febr kl ISjl 1 2 — 3. Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl 5. iípf Sala varnarliðseigna Dömur — dömur Fjölbreytt úrval af kuldahúfum, tilheyr- andi treflum og krög- um, ásamt annarri tízkugrávöru Feldskerirm, Skólavörðustíg 18, sími 10840. Furuhúsgögn KOMMOÐUR 4 SKÚFFUR BREIDD 60 CM OG 75 CM 6 SKÚFFUR BREIDD 60 CM OG 75 CM Ólituð fura, brúnbæsaðar Hvítlakkaðar. Skrifborð tvær stærðir, hillueiningar og speglasett. Hagstætt verð. Vorumarkaðurinn hf. Ármúla 1A, húsgagnadeild simi 86112

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.