Morgunblaðið - 17.02.1978, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRUAR 1978
Ávarp „lýðræðissinnaðra kommúnista” í Austur-Þýzkalandi
3. hluti
í þessum hluta hins víðamikla ávarps stjórnar- og
flokksandstöðunnar í Austur-Þýzkalandi er haldið
áfram hvassri gagnrýni á þjóðfélagsástandið í Ráð-
stjórnarríkjunum, en í 10. lið ávarpsins draga andófs-
mennirnir saman helztu punktana í kröfum sínum um
gagngerðar pólitískar endurbætur og nýsköpun á hin-
um svonefndu sósíalísku þjóðfélögum Austur-Evrópu,
— og þá alveg sérstaklega á hinu austur-þýzka þjóð-
félagi, sem Flokkurinn Eini, SED, hefur leitt á vægast
sagt vafasamar brautir, að dómi gagnrýnendanna.
Landbúnaðar-
stórveldið
Allt frá því októberbyltingin
var geró hefur engin ný fram-
úrskarandi visindaleg eða
tæknileg uppgötvun komið frá
Ráðstjórnarríkjúnum. Þetta
land, sem á dögum keisaranna
var stórútflytjandi land-
búnaðarafurða, er nú á dögum
háð innflutningi á hveiti frá
Bandaríkjunum og Kanada.
F’úsk manna á borð við
Lyssenko, sem tókst að gjör-
eyðileggja allar frostþolnar
vetrar-korntegundir í öllu Rúss-
landi, sýnir glögglega hin skað-
Iegu áhrif „marxisma-
leninismans,, á visindin. Hinar
forneskjulegu trúarkreddur
hans kæfa alla skapandi hugs-
un og dáð. Það er sama, hvort
um er að ræða afstæðiskenning-
una, vistfræði, gerviefni eða
rafeindaiðnaðinn, sovétmenn
stjórnarríkin framleiða nú eins
og alltaf áður á gamaldags hátt
og með alltof miklum tilkostn-
aði, — og sovétmenn eru að
auki stoltir af þessu. Sámtímis
velta Ráðstjórnarríkin hinum
þungu byrðum, sem íþyngja
þeim vegna skakkrar fram-
leiðslustefnu, í sívaxandi mæli
yfir á hin kommúnistaríkin
með stöðugum verðhækkunum
á sovézkum útflutningsvörum.
Ráðstjórnarríkin setja allt sitt
traust á þyngd og magn, í stað-
inn fyrir gæðin, sem fyrir löngu
hefðu átt að marka framleiðslu-
stefnuna.
Hin ráðandi
sovézka stétt
9. Þær miklu andstæður sem
eru á milli mögulegrar fram-
leiðnigetu og framleiðsluskil-
yrða í Ráðstjórnarríkjunum
krefjast bráðrar úrlausnar.
Kúgunin á þegnum þessa þjóð-
Pólitískt
Skurðgoðadýrkun marxisma-leninismans ...
... orðin að opinberum trúarbrögðum í Þýzka alþýðulýðveldinu.
þrotabú
únista, sósíalista og jafnaðar-
manna í Þýzkalandi, Evrópu og
um víða veröld. Við erum ekki
fylgjendur fyrsta flókks sósíal-
ískra alþjóðasamtaka en annars
flokks alþjóðasamtaka öreig-
anna, heldur aðhyllumst við al-
þjóðasamtök kommúnista eins
og þau birtust á Berlínar-
ráðstefnunni.
Gamall klofningur
Við berjumst fyrir því, að
bundinn verði endir á hinn
óheillavænlega klofning innan
verkalýðshreyfingarinnar, en
það voru einmitt rússneskir
flokksleiðbeinendur, sem ýmist
komu skriði á þennan klofning
eða þá að þeir beittu allsherjar
þvingunum til þess að koma
honum í kring.
Ónothæf flokksdrög
Við lítum svo á, að þau
stefnumarkandi drög, sem Len-
in lagði til að flokkurinn, lýð-
ræðið og sjálft ríkið grundvöll-
uðust á, séu með öllu ónothæf
og einskis nýt. Ef til vill hefði
hann getað notað þessi drög á
farsælan hátt í Ráðstjórnarríkj-
unum. Við hér í Þýzkaiandi
verðum að taka mið af þeim
stáðreyndum og þeirri reynslu
okkar, sem sagan hefur sýnt, að
á beinlínis við okkur.
Viljum frelsi
Við erum fylgjandi lögvernd-
uðu frelsi, sem grundvallað sé í
stjórnarskránni — raunveru-
legu og ótvírætt tryggðu frelsi
til fundahalda, til stofnunar
samtaka, til útgáfu blaða, og
trúfrelsi. Þjónustumenn ríkis-
ins mega ekki hlaupa eftir geð-
þóttafullum metnaðarmálum
fákæns flokksformanns, heldur
apa einfaldlega nú sem áður
eftir allt hið nýjasta í gæða-
framleiðslu vestrænna landa.
Stoltir af
mistökunum
8. Sovétmann básúna út. að
þeir hafi náð Bandaríkjunum í
sfal-og sementframleiðslu. Um
leið útbreiða þeir þær fréttir,
að Bandaríkjamenn hafi alls
ekki nýtt framleiðslugetu sína í
þessum iðngreinum. Ef í hart
færi gætu bandaríkjamenn þvi
framleitt 50 sinnum meira en
sovétmenn.
Þessi tonna-trú ber vitni um
fullkomið skilningsleysi á
þróuninni til efnisbreytinga,
svo og til breytinga á uppbygg-
ingu og áhrifamætti í nútíma
þjóðarbúskap vesturlanda. Ráð-
félags, vegna þjóðernis eða
trúarskoðana er hneisa fyrir
flokk, sem kallar sig kommún-
ískan, og þykist vinna í þágu
almenningsheilla.
... rotin inn
aö merg
Skýr yfirlýsing okkar er: All-
ar þær þjóðir, sem búa innan
Ráðstjórnarríkjanna, njóta
fullrar samúðar okkar, — en
við hina ráðandi sovézku valda-
stétt, rotin eins og hún er alveg
inn að merg, viljum við ekkert
eiga saman að sælda. Hið sama
gildir um leppa þeirra í Austur-
Þýzkalandi, sem nota tilveru
sína nær eingöngu til að auðga
sig sjálfa með myndarlegum
stórgjöfum til sjálfra sín á
kostnað vinnandi manna í Aust-
ur-Þýzkalandi.
Raunverulegt
lýðræði
10. Við erum fylgjandi gjör
endurbættum kommúnisma,
bæði að því er varðar hinar
fræðilegu kenningar og stjórn-
málastefnu í framkvæmd, við
erum fylgjandi kommúnisma,
sem spannar yfir allt hið bezta,
sem mannkynnið hefur áorkað
hingað tii eftir daga Lenins.
Við erum þess vega
• gegn einræði eins flokks, en
það er einræði klíkunnar
kringum formann F'lokksins
og flokksstjórnina.
• gegn einræði öreiganna,
sem í reynd er einræði skrif-
finnanna yfir öreigunum og
er beint gegn þjóðinni í
heild.
0 fylgjandi kerfi margra-
flokka, því frelsi er, svo vitn-
að sé í Rósu Luxemburg,
alltaf frelsi þeirra manna,
sem hugsa öðru vísi.
0 fylgjendur sjálfstæðis,
óháðs þings, sem kjörið er af
kjósendum með frjálsri
ákvörðun þeirra.
0 fyljgandi óháðum hæstarétt-
ardómstóli, þar sem þegn-
arnir geti borið fram kærur
sínar vegna misbeitingar á
valdi. Jafnvel í Prússlani gat
hvaða Múller sem var unnið
mál gegn konunginum. I
„raunverulegum sósíalisma"
okkar verður hinn valda-
lausi mannsandi að beygja
sig fyrir andlausri valdbeit-
ingu, án þess að njóta nokk-
urrar verndar laganna.
0 fylgjendur sjálfsta'ðrar
ríkisstjórnar, sem sé laus
undan áhrifum steinrunn-
innar miðstjórnar-
flokksbrodda.
0 fylgjandi því, að svokölluð
„lýðræðisleg miðstjórn"
innan Flokksins og í þjóð-
félaginu í heild verði lögð
niður, þar sem hún er í
reynd miðstjórnun gegn
raunverulegu lýðræði.
Við erum fylgjandi tengslum
sem fela í sér samvinnu, og
byggjast á gagnkvæmu trausti,
milli lýðræðissinnaðra komm-
verða þeir að vera skuldbundn-
ir til að þjóna lögunum og al-
menningi í landinu.
Marx yrði líflátinn
Við erum fylgjandi því, að
hin opinberu ríkistrúarbrögð,
marxismi-leninismi, verði lögð
niður. Það má ekki setja skorð-
ur við eðlilega framþróun í vís-
indum, listum, bókmenntum,
né yfirleitt öllu andans lífi.
Mannsandinn má ekki lúta
ómanneskjulegri skriffinnsku,
hin ómannlega skriffinnska
verður að lúta mannsandanum.
Á vorum dögum hefði hinn
hugmyndafrjói Karl Marx fyrir
löngu verið búinn að kasta fyrir
róða kenningum franskra sósí-
alista um stéttarbaráttuna og
sömuleiðis sínum eigin kenn-
ingum um alræði öreiganna,
sem hverju örðu úreltu fjasi.
Það má telja fullvist, að sú
lítilsvirðing, sem Karl Marx
sýndi „yfirvalda-hjátrú hinna
sjálfskipuðu foringja“ fyndi nú
á dögum hafa kostað hann
handtöku, fangelsisdóm eða líf-
lát.
■
Framleiðsiuaðferðir f Ráðstjórnarríkjunum eru ekki einungis
gamaldags og tilkostnaðurinn við framleiðsluna allt of mikill,
heldur eru sovétmenn aukin heldur stoltir af þessu óhagkvæma og
dýra fyrirkomulagi, segja Austur-Þjóðverjar.