Morgunblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 17. FEBRUAR 1978 5 „Leikbrúðuland“ er jafnt fyrir unga sem aldna. Leikbrúðuland f er aftur af stað Lúðrasveitin Svanur leikur FÝRIRHUGAÐ er að frumsýna fjóra nýju brúðuleikþætti í „Leikbrúðulandi" nk. sunnudag, 19. feb. Er þetta 6. árið, sem „Leikbrúðuland" hefur reglu- bundnar sýningar á Fríkirkju- vegi 11, að því er segir í frétt frá forráðamönnum þess. Jafnframt eru 10 ár síðan það var stofnað. 1 fréttinni segir að brúðuleik- hús á Islandi eigi sér ekki langa sögu, en hafi að undanförnu átt sívaxandi vinsældum að fagna, einkum meðal yngstu kynslóðar- innar. Margt fullorðinna hefur þó sótt sýningarnar og virðast þeir ekki skemmta sér síður en yngri áhorfendurnir. „Vonandi tekst ís- lenzku brúðuleikhúsi að hasla sér völl sem leikhús hinna fullorðnu ekki siður en leikhús barnanna," segir í fréttinni. Allt er á huldu um uppruna þessarar listgreinar, segir enn- fremur. Ljóst er þó að hún var lengi framan af tengd trúariðkun- um. „Sennilegt er, að vagga henn- ar sé í Asíu, en þó er ekki víst að allar tegundirleikbrúða séu þar upp runnar. Grikkir stunduðu leikbrúðulistina fyrstir í Evrópu og þaðan barst hún með Rómverj- um norður um álfu.“ Fyrsti þátturinn af þeim fjór- um, er sýndir verða, fjallar um strák, sem dreymir ferðalag til Kvennakór Suðumesja tíu ára KVENNAKÓR Suðurnesja var stofnaður 22. febr. 1968 í Kefla- vík, af um 40 konum af Suður- nesjum. Fyrsta stjórnin var skip- uð þessum konum, form. Jöhanna Kristinsdóttir, María Bergmann, Sólveig María Kristinsdóttir, Rósa Helgadóttir, Kristín María Waage. Kórinn hefur haldið árlega vor- tónleika í Keflavík i þessi 10 ár og auk þess sungið víða um land, tekið þátt i alþjóðlegri söng- keppni á Irlandi og á síðastliðnu sumri var kórnum boðið að syngja á Islendingadeginum að Gimli Manitoba. Söng kórinn viða í Kan- ada, ennfremur í Seattle i Banda- ríkjunum. Söngstjóri hefur verið frá upp- hafi Herbert H. Agústsson. Undir- leikari kórsins hefur lengst af verið frú Ragnheiður Skúladóttir. Kórinn hefur notið leiðsagnar þekktra söngkennara sVÖ sem Snæbjargar Snæbjarnardóttur og Elíasbetar Erlingsdóttur, núver- andi raddþjálfari er Hreinn Lín- dal. Kórinn heldur afmælistónleika fyrir styrktarfélaga á afmælisdag- inn 22. febr. kl. 21 í Félagsbióí í Keflavík og föstud. 24. febr. kl. 21 á sama stað. Efniskrá er fjölbreytt þar kem- ur fram söngflokkurinn Ekki Neitt, Hlíf Káradóttir syngur ein- söng með kórnum og tvísöng með Sverri Guðmundssyni. Þá verður frumflutt lag eftir söngstjórann sem tileinkað er Kvennakór Suð- urnesja í tilefni af 10 ára afmælis- ins. annarra stjarna. Erna Guðmunds- dóttir gerði brúðurnar og leik- stýrði, en Guðmundur Guðmunds- son sá um tónlist og hljóðupp- töku. Næsti þáttur er byggður á kvæðinu um litlu Gunnu og litla Jón eftir Davíð Stefánsson og er með brúðum Hallveigar Thor- lacius og leiktjöldum. Þórunn Magnea Magnúsdóttir syngur kvæðið en leikstjóri er Hólmfríð- ur Pálsdóttir. Síðan kemur leik- þáttur eftir Arne Mykle, sem ætl- aður er yngstu börnunum. Fjallar hann um dreka, sem rænir prins- essu, og hetjuna sígildu, sem bjargar henni. Leikstjóri er Hólmfríður Pálsdóttir, en leik- tjöld eftir Þorbjörgu Höskulds- dóttur. Síðasti þátturinn er byggður á ævintrýi Grimms- bræðra um Eineygu, Tvíeygu og Þríeygu. Kristján Arnason og Hólmfríður Pálsdóttir sömdu leiktexta. Brúður gerði Helga Steffensen og leikstjöld eru eftir Þorbjörgu Höskuldsdóttur. ,,Þá hefur „Leikbrúðulandi" bætzt nýr liðsmaður, gríaffinn Girfinnur Gírmundsson, kallaður Gíri. Hann sér um að kynna atrið- in og samdi Guðrún Helgadóttir texta hans. Ýmsir kunnir leikarar hafa ljáð þessari sýningu raddir sínar en það eru: Bríet Héðins- dóttir, Guðrún Asmundsdóttir, Baldvin Halldórsson, Karl Guð- mundsson, og Þórunn Magnea Magnúsdóttir. 1 „Leikbrúðulandi" eru: Erna Guðmarsdóttir, Hallveig Thorlaci- us og Helga Steffensen. Sýningar verða á hverjum sunnudegi kl. 3 á Fríkirkjuvegi 11. LÚÐRASVEITIN Svanur heldur tónleika á skemmti- kvöldi í félagsheimilinu Festi í Grindavík laugar- daginn 18. febr. n.k. Hinn 4. mars heldur lúðrasveitin sína árlegu tónleika í Há- skólabíói kl. 14. Þá er fyrir- hugað að sveitin haldi tón- leika í Stykkishólmi 11. mars n.k. Einleikarar á tónleikum lúðrasveitarinn- ar eru Englendingurinn Brian Carlile, sem leikur á Túbu og Norðmaðurinn Arne Björhei, sem leikur á trompet. Stjórnandi lúðra- sveitarinnar er Sæbjörn Jónsson, en formaður Eiríkur Rósberg. 1 lúðra- sveitinni eru 34 hljóðfæra- leikarar og á meðal þeirra eru nokkrir unglingar úr unglingadeild lúðrasveitar- innar. Þessar upplýsingar komu frá í fréttatilkynn- ingu frá lúðrasveitinni. Þú mátt bara alls ekki missa af útsölumarkaðnum Að Laugavegi 66 2.hæð Hafir þú gert góö kaup á útsölunni munt þú gera enn betri kaup núna St. Terelyne buxur frá 5.900 Kakhibuxur frá 3.900 Riflaðar flauels buxur frá 4.900 St. sport jakkar ... frá 1.000 Dömupeysur frá 1.900 skyrtur frá 1.790 Blússur frá 1.790 Bolir frá 500 Kápur frá 6 900 Kjólar frá 3.500 Jakkaföt kakhi og mfl. frá 12.900 LAUGAVEG 66 SÍMI FRÁ SKIPTIBORÐI 28155 ! 1 J a A A A A k . . A .11 i i J 4 A A * 1 1 i Í i 11 1 t k A . á fffw www ' W’ f V* w w WW w w f' f w w w * w w

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.