Morgunblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRUAR 1978 Halldór Þórhallsson vagnstjóri - Minning Fæddur 18. september 1919. Dáinn 9. febrúar 1978. Halldór fæddist að Nesi í Aðal- dal 19. september 1919, sonur hjónanna Pálínu Steinadóttur og Þórhalls Baldvinssonar, er þar bjuggu. Hann andaðist á Landa- kotsspítala fimmtudaginn 9. febrúar 1978. Hér verður hvorki rakinn æviferill Halldórs né störf hans tíunduð, það læt ég öðrum eftir, sem betur til þekkja. Hitt þykist ég vita, miðað við kynni mín af Halldóri, að verk hans öll hafi bæði fyrr og síðar verið vel og trúga af hendi leyst. Þann 13. desember 1913 kvænt- ist Halldór eftirlifandi konu sinni, Þórunni Jónínu Meyvants- dóttur, ágætri konu, sem varð manni sínum elskulegur lífsföru- nautur, enda mun hjónaband þeirra hafa verið farsælt og ham- ingjusamt. Mannkostir Þórunnar komu skýrast í ljós eftir að Hall- dór missti heilsu sína og starfs- orku, en þá gerðist hún fyrir- vinna heimilisins jafnframt því að vera ástrík og umhyggjusöm húsmóðir. Þau hjónin eignuðust 5 börn. Það næstelzta, sem var dótt- ir, dó á öðru ári, en hin öll komust til fullorðins ára. Gott og mann- vænlegt fólk. Eina unga dóttur kom Þórunn með inn í hjónaband- ið, sem ólst upp í systkinahópn- um. Henni reyndist Halldór engu síður en sínum eigin börnum, — unni þeim öllum jafnt og var nær- gætinn og umhyggjusamur faðir. Eftir að barnabörnin komu til sögunnar, áttu þau oft erindi heim til afa og ömmu og þar var jafnan gott að koma. Eg kynntist Halldóri fyrst fyrir rúmum 6 árum, er við hjónin fluttumst til Reykjavíkur og sett- umst að í næsta nágrenni við hann. En þótt við þekktumst að- eins þessi fáu ár, leiddu atvik til þess, að kynnin urðu nokkuð náin og með okkur tókst góður kunn- ingskapur. Halldór var um þær mundir hættur öllum störfum vegna vanheilsu og hafði þá um skeið barist við illvígan sjúkdóm, sem þrátt fyrir k^rlmennsku Hall- dórs og :ndlegt þrek, hefir nú borið hærri hlut í viðureign þeirra og lagt hann að velli. Þegar ég nú við andlátsfregn Halldórs lít til baka á hina stuttu samleið okkar, koma mér í hug margar ljúfar og litríkar minning- ar frá stopulum samverustundum og þó oftast á heimili hans, Haga- mel 45. Halldór verður mér ætíð minnisstæður vegna síns opna, einlæga hugar og björtu lífsvið- horfa. Þarna gekk ég til fundar við helsjúkan mann, sem þrátt fyrir veikindin virtist geisla af lífsorku og hjartahlýju, svo þarna segja má að með okkur yrðu óbein hlutverkaskipti, því ég, sem hafði komið í veikri viðleitni til að gleðja og hressa, fór af fundi hans allur annar maður og betur í lífs- stakk minn búinn. Þannig var eðlisfar Halldórs og lífsmáti. Glaður og æðrulaus mætti hann örlögum sínum, trúr og staðfast- ur, sáttur við guð og menn og með heilbrigðar, þroskaðar lifsskoðan- ir, er orkuðu jákvætt á samferða- menn hans og viðmælendur. Hann var vel hagmæltur, eins og hann átti kyn til og sendi oft vinum og vandamönnum hlýjar ljóðkveðjur. Hér í Reykjavík áttum við sam- leið í góðum félagsskap, þar sem hann um árabil hafði starfað sem virkur og virtur félagi, en var nú, vegna veikinda sinna, að mestu hættur að sækja þar fundi. Þrátt fyrir það var félagshyggjan söm við sig og hann fylgdist af alhug með störfum og framgangí félags- ins. Oft bárust inn á fundi þess hlýjar vinarkveðjur frá Halldóri og þá jafnan í bundnu máli. Nú við leiðarlok þakka ég Hall- dóri samfylgdina og bið honum blessunar guðs á nýjum, ókunn- um þroskaleiðum. Þórunni, börn- um þeirra og öðrum nákomnum, vottum við hjónin innilega samúð okkar með orðum skáldsins, Stefáns frá Hvítadal: „Heidur biikar himinn hærri dauðans móðu. — Samúð vora sendum sorgarinni hljóðu, signing bljúgra bæna. bróðurlegan anda. Stvrki börn og brúði blessan Drottins handa.4* Hallgrímur Th. Björnsson. Kveðja frá tengdabörnum og barnabörnum: 1 dag er til moldar borinn okkar ástkæri tengdafaðir og afi, Hall- dór Þórhallsson, Hagamel 45, en hann lést í Landakotsspítala aðfaranótt 9. þ.m. eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Ætlunin er í línum þessum að rifja upp kynni okkar af þeim sæmdar- og heiðursmanni. Ut í ævilýsingu eða ættfræði verður ekki farið, það eftirlátum við öðr- um. Hér verður því rætt við Hall- dór sem tengdaföður og afa, því þannig kynntumst við honum og þannig munum við hann. Það ein- kenndi Halldór og lífshlaup hans allt var hógværð, alúð, drengskap- ur og þolgæði. Gefur því auga leið að það verður seint fullþakkað að hafa kynnst og umgengist mann sem slíkum höfuðkostum var bú- inn. Jafnskjótt og þú hafðir tengst honum var þér tekið eins og þú værir eitt af börnum hans. Eftir fyrstu kynni bar aldrei svo mikið sem skuggablett á þessi samskipti og eru þær ófáar unaðs- stundirnar sem við áttum í sam- neyti við þennan greinda og glaða mann. Ekki spillti þar um að við hlið Halldórs í blíðu og stríðu stóð hans yndislega eiginkona Þórunn J. Meyvantsdóttir, sem bjó manni sínum unaðslegt heimili, fyrst að Eiði v/Nesveg og síðar að Haga- mel 45. Þau hjón eignuðust fimm börn en misstu eitt þeirra í bernsku, auk þess gekk Halldór dóttur Þórunnar í föðurstað og reyndist henni ávallt sem besti faðir. Halldór og Þórunn voru til sannrar fyrirmyndar hvað sam- lyndi og ástríki snerti, því á heim- ili þeirra rfkti jafnan gagnkvæm t Föðursystir mín, ELÍNBORG BENEDIKTSDÓTTIR Vesturgötu 56. andaðistá Borgarsjúkrahúsinu 15 þ m Sigriður Kristjánsdóttir. t Sonur okkar og bróðir, JÓN GÚSTAF SKÚLASON, Sunnuvegi 10, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju. laugardaginn 18 febrúar kl 14 00 Foreldrar og systkini. t Ástkær eiginmaður. faðir og tengdafaðir, FERDINAND RÓBERT EIRÍKSSON. skósmíðameistari, Grettisgötu 19, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 20 febrúar, kl 1 30 e.h Magnea G. Ólafsdóttir, GunnarÓ. Ferdinandsson, EiríkurR Ferdinandsson, ArniG. Ferdinandsson, Gísli Ferdinandsson, JónJ. Ferdinandsson, Ferdinand Þ. Ferdinandsson t Innilegar þakkir fynr auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför litlu dóttur okkar og systur ÞORBJARGAR ÁRNADÓTTUR. Margrét Þórðardóttir. Árni Guðmundsson. og dætur. Eiginmaður minn + GUNNAR EIRÍKSSON. húsasmiður. Ránargötu51, lést að Landspítalanum að kvöldi 14 febrúar Bodil Friðriksdóttir. t Elskuleg eiginkona og móðir. dóttir. tengdadóttir og systir. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR. Birkiteig 29, Keflavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 20 febrúar kl 3 Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna, Marel Einarsson og böm, Margrét Eggertsdóttir, Sigurður Sigurðsson, ______________ Jónína V. Eiríksdóttir, Einar Símonarson. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar. tengdafaðír og afi, RAGNAR MAGNÚSSON. Álfaskeiði 45. Hafnarfirði, lé/t að heimili sínu 16 þ m Jarðarförin auglýst siðar Ingibjörg Jósefsdóttir. Óskar Ásgeirsson, Elinborg Ragnarsdóttir, Erla Ásgeirsdóttir, Magnús Ragnarsson, Örn Halldórsson, Hjördis Ragnarsdóttir, Margrét Ragnarsdóttir og barnabörn. t Eiginmaður minn HALLDÓR ÞÓRHALLSSON, Hagamel 45, R. sem lézt i Landakotsspitala 9 febrúar verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 1 7 febrúar kl. 1 5 Þeim sem vildu minnast hins látna er vinsamlega bent á S Í.B S Fyrir hönd vandamanna. Þórunn Meyvantsdóttir. Vigdís Ferdinandsdóttir, Hrefna Guðbrandsdóttir, Steinunn Eiríksdóttir, Steinunn Karlsdóttir, Sólrún Þorbjörnsdóttir, Helga Óskarsdóttir, Marsibil Jónsdóttir. Lokað í dag vegna jarðarfarar ARNAR ARNLJÓTSSONAR. Reiðhjólaverkstæðið Baldur, Vesturgötu 5. Lokað verður í dag eftir hádegi vegna jarðarfarar ARNAR ARNLJÓTSSONAR, útibússtjóra. Verzlunin Kúnigúnd, Hafnarstræti 11. virðing og sönn ást. Verður að segja að betra veganesti er ekki hægt að veita börnum sinum en hina réttu fyrirmynd hvað verðar heimilislíf, virðingu og trúna á Guð. Alla vega erum við sem gift erum börnum þeirra þess fullviss að Halldóri og Þórunni hefur ekki mistekist í uppeldi barna sinna, því í þeim er að finna þá horn- steina sem vel sóma slíku ágætis- fólki og þökk sé þeim. Halldór var hagyrtur vel og eru þær ófáar ljóðaperlurnar sem hann helgaði ýmist börnum sín- um, tengdabörnum eða barna- börnum. Ber þar hæst minningar- ljóð sem hann orti að Guðna Vigfússyni dóttursyni Þórunnar látnum, var það fellt að laginu Ö þá náð að eiga Jesú og var sungið við útför hans. Var það dýrmæt minningarperla foreldrum og ást- vinum. Þá ber að geta þess að meðan afa entist heilsa áskotnað- ist barnabörnunum visa frá hon- um sem ort var i tilefni af fæð- ingu þeirra og er það óbrotgjarn minnisvarði. Ennfremur voru gerðar tækifærisvísur sem felldar voru að auðlærðu lagi og mátti því oft heyra afabörnin syngja hástöf- um lofvísur um sjálfa sig. Það sem einkenndi allmjög ljóðagerð Halldórs var trú hans á Guð og hans æðri forsjá. Ber þar til að nefna að vart höfum við lesið fall- egri texta en þann sem hann orti okkur hjónum hverju fyrir sig í tilefni af brúðkaupsdegi okkar. Þar getur að líta heilræði sem eru dýrmætari en allur veraldlegur auður og það var í þeim anda sem hann sjálfur lifði og ætlaði öðrum að lifa. Trúrækni og þolgæði Hall- dórs komu best í ljós í þeim þung- bæru veikindum sem á hann voru lögð, fyrst sem berklasjúkling og síðar haldinn ólæknandi sjúk- dómi sem gerði það m.a. að verk- um að hann varð að vera stöðugt á súrefnisgjöf síðustu tvö árin sem hann lifði. Aldrei heyrðist Hall- dór mæla æðruorð og þeir voru víst flestir sem áttu bágra en hann að hans áliti. Allt vram und- ir það síðasta var Haildór manna glaðastur í góðra vina hópi og nutu blessuð afabörnin þess ríku- lega að vera í nácist afa. Bindindismaður var Halldór bæði á vín og tóbak og þeir kostir sem hann mat mest í fari annarra voru reglusemi, stundvísi og heiðariki. Ekki minnumst við þess að hafa nokkurn tíma heyrt Halldór tala illa um nokkurn mann og gæti maður ímyndað sér að ljótt orði væri ekki til í hans orðabók. En nú er komið að leiðarlokum í þess- ari samfylgd okkar. Hann kominn í himnasali, en við gistum enn um sinn móður jörð. Það er einlæg vissa okkar að eigi einhver greið- an aðgang að hinni himnesku sælu þá er það Halldór, sem þjáð- ist meira af veikindum en flestir aðrir þann tima sem hann dvaldi með okkur og sem með líferni sínu öllu var til sannrar fyrir- myndar. Við þökkum tengdaföður og afa samfylgdina og þá hlýju og alúð sem hann veitti okkur. Hjá okkur mun lifa hin fagra og fullkomna minning um góðan og göfugan mann. Blessuð sé minning hans að eilífu. Megi Guð líkna þeim sem hann unni mest, hans ástkæru eigin- konu og börnunum hans elsku- legu. Að lokum viljum við þakka öll- um þeim sem léttu Halldóri byrgðina bæði fyrr og síöar, ekki síst læknum og starfsliði gjör- gæsludeildar Landakotsspítala sem báru hann á höndum sér síð- ustu ævidagana. Ennfremur alúðarþakkir til starfsmanna Strætisvagna Reykjavíkur, sem ávallt voru reiðubúnir til aðstoðar þegar á þurfti að halda. Guð launi þeim öllum gott hugarþel. „Vinir mínir fara fjöld," sagði Bólu-Hjálmar eitt sinn er hann frétti lát vinar. Þessi orð hafa mér oft komið í hug nú síðustu vikurn- ar, því að svo vill til að óvenjulega margir félagar minir og vinir hafa kvatt þennan heim á röskum tveim mánuðum. Siðastur í röðinni var Halldór Þórhallsson, bílstjóri, Hagamel 45, sem verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag. Við Halldór höfum starfaö í sama félagi röskan aldarfjórðung og okkur var vel til vina þó aldursmunur væri nokkur. Fóru Framhald á bls. 32.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.