Morgunblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRUAR 1978 27 Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar: Suðurlandaferðum fjölg- að fyrir eldri borgara „Sérstakar ferðir fyrir alla borgara eldri en 67 ára” - segir Hildur Bernhöft ellimálafulltrúi Við hótelið sem ^ist er á. Hotel Columhus. hjón er að ræöa, að annar aðilinn hafi náð þeim aldri. í samtali Morgunblaðs- ins við Hildi sagði hún að n.k. mánudag kl. 4,30 yrði kynningarfundur um þessar ferðir að Norð- urbrún 1 í íbúðarhúsi borgarinnar fyrir eldri borgara í Reykjavík. Fé- lagsmálastofnun Reykja- víkurborgar hefur skipu- lagt þessar ferðir í sam- vinnu við Ferðaskrifstof- una Úrval og verður fyrri Mallorkaferðin far- in 7. apríl, en sú síðari 28. apríl. Báðar ferðirnar taka 22 daga og er miðað við dagflug báðar leiðir. í þessum ferðum eru inni- faldar flugferðir fram og til baka, flutningur til og frá flugvelli, gisting og fæði og fararstjórn, en fararstjórar verða frá Félagsmálastofnuninni og þar af er einn hjúkr- unarfræðingur. Gist er á glæsilegu hóteli, Hotel Columbus í St. Ponsa, sem er skammt frá höfuðborginni Palma, og er fjölþætt aðstaða í hótelinu fyrir gesti. „Haustferðin í fyrra tókst það vel,“ sagði Hild- ur, ,,að það var ákveðið að fjölga ferðum, en þeir sem þekkja bezt telja að vorió sé enn hentugri tími fyrir eldra fólk til FÉLAGSMALASTOFN- UN Reykjavíkurborgar efnir til tveggja ferða fyrir eldri borgara Reykjavíkur til Mallorka í apríl og maí n.k., en Reykjavíkurborg stóð fyrst fyrir skipulagningu slíkra ferða s.I. haust er 120 eldri borgarar Reykjavíkur fóru í sum- arleyfi til Spánar og tókst sú ferð mjög vel samkvæmt upplýsingum Geirþrúðar Hildar Bern- höft alþingismanns og ellimálafulltrúa Reykja- víkurborgar. Nú var hins vegar ákveðið að fjölga þessum ferðum vegna mikils áhuga eldri borg- ara, en miðað er við að þessar ferðir sem eru með sérstökum kjörum séu fyrir fólk eldra en 67 ára. Þó er nægilegt ef um Nokkrir úr ferðahóp eldri borgara I bálsferð á Mallorkas.l. haust. ferðalaga á suðlægum slóðum. Þá er fegursti tíminn á Mallorka t.d., allur gróður í fullum skrúða og hitastigið mjög þægilegt, eða 20—24 stig. Þá er flugan heldur ekki komin, en hún var það eina sem hrjáði okkur í ferðinni s.l. haust. Þá tel ég einnig hentugra að koma heim í hlýtt lofts- lag að vorinu hér heima heldur en að koma beint úr hitanum í haustkæl- una sem oft vill vera hér.“ Aðspurð kvaðst Hildur Geirþrúður Hildur Bernhöft. fara á undan hópnum eins og í fyrra og undir- búa komu þeirra og dvelja með þeim um tíma en nánari upplýsingar kvaó hún gefnar á fund- inum í Norðurbrún eða hjá Úrvali, en á fundin- umm verða sýndar mynd- ir frá Mallorka. — Ráðstefna Framhald af bls.'2 samtakanna er að beita sér fyrir samstarfi um skipulag og þróun byggðarinnar á höfuðborgarsvæð- inu og vinna að öðrum sameigin- legum hagsmunum sveitarfélag- anna“. Ennfremur segir stjórn samtakanna hafi málið þótt drag- ast nokkuð, þar eð enn vanti sam- þykki tveggja aðildarfélaga að nefndu skipulagssamstarfi. Hafi því x nóvember sl. verið ákveðið að koma á ráðstefnu um skipu- lagsmál svæðisins þar sem allir sveitarstjórnar- og skipulags- nefndarfulltrúar ættu aðgang og freista þess að þoka málinu áfram. — OECD Framhald af bls. 1 áhrif á vörueftirspurn þar sem núverandi visitölukerfi bæti launþegum upp hækkanir óbeinu skattanna i verðlaginu. 1 skýrslunni er sagt, að geng- isfelling krónunnar geti hjálp- að útflutningsatvinnuvegun- um, en þar segir einnig að geng- isfelling hafi sennilega lítil áhrif í þá átt að draga úr inn- flutningi. Höfundar OECD-skýrslunnar segja, að halda megi fram með rökum að þörf sé á algerri breytingu á vaxtakerfi þvi sem notað sé í sambandi við útlán, hækka þurfi vexti verulega. Segir skýrslan að með því móti megi minnka óvenjumikla eft- irspurn eftir lánum sem stuðl- aði að minnkun verðbólgu. Seg- ir skýrslan að hærri vextir út- lana geti einnig komið í veg fyrir ýmiss konar fjárfestingu sem farið sé út í vegna vonar um verðbólgugróða. Loks kallar skýrsla OECD á breýtingu á skipan stjórnaV Verðjöfnunarsjóðs sjávarút- vegsins, sem skýrslan segir fiskiðnaðinn hafa í höndum sér. Akvarðanir sjóðsins miðast við skammtímasjönarmið, segir skýrslan. — Haldeman Framhald af bls. 1 færðan í bók sinni um að Nixon hafi sjálfur reynt að afmá vissa hluta af leynilegu segulbands- upptökunum sem hann lét fram- kvæma í Hvfta húsinu. Loks segir blaðið að Haldemann segi f bók sinni, að Nixon hafi frá fyrsta degi uppljóstrana um innbrotið verið öllum hnútum kunnugur. Washington Post segir í frásögn sinni, að blaðið hafi komist yfir bók Haldemanns, án þess að skýra frá hvernig, en bókin kemur út 27. febrúar. Segir blaðið bókina fyrstu meiriháttar frásögn „innan frá“ af þeim atburðum er leiddu til falls Nixons sem forseta. Skýr- ir blaðið svo frá, að Haldemann segi að Nixon hafi látið fram- kvæma segulbandsupptökur í Hvita húsinu vegna tortryggni í garð Henry Kissingers. Hvað snertir þátt Nixons í ráð- stöfunum vegna uppljóstrana um innbrotið i Watergate segir Haldemann, að Nixon hafi sagt við sig þremur dögum eftir inn- brotjð, að efnt yrði til samskota handa innbrotsmönnunum. Haldemann hlaut á sínum tíma 2'A til 8 ára fangelsisdóm fyrir aðild sína að Watergate-málinu. A síðasta ári var dóminum breytt í 1—4 ára fangelsi og á Haldemann möguleika á að vera látinn laus úr fangelsi 21. júni næstkomandi. — Trúi bví... Framhald af bls. 48 samráðs ríkisstjórnar við laun- þegasamtök. En þegar tekið er tillit til sjónarmiða þeirra er sagt, að um undanhald sé að ræða. Ég vil að gefnu tilefni undirstrika, aá ekki er um frá- hvarf að ræða frá þeirri stefnu, að óbeinir skattar og þ.m.t. nið- urgreiðslur verði teknir út úr vísitölu en hins vegar er ætlun- in að gefa aðilum vinnumarkað- ar kost á að gera grein fyrir sjónarmiðum sinum og taka allt visitölumálið upp til endur- skoðunar, þ.á m. ýmis önnur atriði en óbeina skatta, sem rétt er að taka til meðferðar. — Hvað viltu segja um álykt- anir ASl og BSRB? — Um þær vil ég aðeins segja það, að krefjast verður þess að menn fari eftir lögum landsins. Þvi verður ekki trúað, að launþegar meti ekki meir atvinnuöryggi og þau lifskjör, sem bezt hafa verið á íslandi eins og var að meðaltali á sið- asta ári en vilji fremur atvinnu- leysi, kaupmissi og hömlu- dlausa verðbólgu. — Rhódesía Framhald af bls. 1 átta atriðum virðist í fljótu bragði binda enda á stjörn hvítra manna í Rhódesíu sem var nýlenda Breta en sagði sig úr lögum við Bretland fyrir þrettán árum. En fréttaskýr- endur benda á, að þrátt fyrir sam- komulagið muni hvítir menn i Rhódesíu, sem eru 268 þúsund á móti 6 milljónum svei'tingja, enn hafa veruleg forréttindi, m.a. með því að þeir skuli fá um þriðjung sæta á þingi landsins. Búizt er við þvi að Smith og blökkúmannaleiðtogarnir muni nú snúa séé að því að ræða um væntanlega stjórnun og ýmis framkvæmda- og skipulagsatriði í því sambandi, fyrst svo snurðu- laust gekk að fá samstöðu um framkvæmd öryggisþjónustu landsins. Fari allt að líkum má búaát við þvi að samkomulag hafi náðst um öll þau atriði sem koma málinu við fyrir mánaðamót og verði þá gengið frá því skriflega og endan- lega. Robert Mugabe, annar förystu- maður Föðurlandsfylkingarinnar, sagði i Tripoli í dag, að hann vísaði öllu þessu samkomulagi á bug og hann ítrekaði að samtök sín myndu halda áfram baráttu sinni unz fullur sigur ynnist. Joshua Nkomo, annar tveggja for- svarsmanna samtakann, hefur einnig fordæmt samkomulagið og hótað áframhaldandi skæruhern- aði — Rangtúlkun segir borgar- stjóri Framhald af bls. 48 tektafélagsins hefði fjallað um málið. Þegar Morgunblaðið hafði síð- ast fregnir frá borgarstjórnar- fundinum stóðu umræður um þetta mál enn en nánar vei'ður greint frá þeim umræðdum síðar. — Egyptar Framhald af bls. 1 fengið lendingarleyfi í Kenya og heimild til að taka eldsneyti og fara að svo búnu. Hann kvaðst i upphafi hafa sagt yfirvöldum i Kenya, að hann væri á leið til Mogadishu, hþfuðborgar Sómalíu. Báðar flugvélarnar sem egypzk yfirvöld kyrrsettu voru af gerð- inni Boeing 707. Önnur var á leið til London frá Nairobi en hin frá London til Nairobi. Farþegunum var leyft að yfirgefa flugvélarnar og ferðast með öðrum flugvélum á áfangastað. Egyptar segja að þeir reyni að miðla málum í striði Sómala og Eþíópíumanna þótt þeir hafi stutt Sómala i átökunum. Egyptar hafa sent létt vopn, fallbyssur og skrið- dreka til Sómalíu samkvæmt vest- rænum heimildum og ef til vill tæknifræðinga. Heimildamenn Reuterfrétta- stofunnar á Kairóflugvelli sögðu að farþegar í Lundúnaflugvélinni hefðu nokkru siðar fengið að halda áfram og farið með Air Francevél. Farþegar í hinni vél- inni voru meðal annars 40 Bretar, nokkrir Kenyamenn, Italir, Vest- ur-Þjóðverjar, Svíar, Bandaríkja- menn og Kanadamenn. Um áhafn- ir vélanna var ekki vitað, en talið að þeim hefði verið búinn staður á flugvallarhóteli Kairó og var bannað að tala við blaðmenn. — Mannaskipti l'ramhald af bls. 22 stjóri í Belgíu sem jafnframt hef- ur veitt skrifstofu félgsins í Brussel forstöðu. Hann starfaði einnig áður á skrifstofu. sern hafði aðalumboð fyrir Loftleiðir í Frakklandi. Hann tók við starfi svæðisstjóra í Belgíu fyrir fjórurn árum. Skrifstofustjóri félagsins í Nissa, Yves Bei tino, mun nú flytj- ast frá Nissa til BrUssel og taka við starfi Antonie Quitard. Hann var umsjónarmaður söluskrifstof- unnar í Paris unz hann tók við skrifstofustjórn í Nissa fyrir tveimur árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.