Morgunblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRUAR 1978 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI a ir un haustdaga s.l. bárust óskir um það frá gatnamálastjóra, að eig- endur ökutækja negldu ekki hjól- barða þeirra og voru færð þau rök fyrir því, að af þvf gæti orðið verulegur sparnaður á viðgerðum gatna á næsta sumri. Nú er gatnamálastjóri ekki að finna neitt nýtt upp þegar hann ber fram þessar óskir, heldur er hér um að ræða viðurkennda stað- reynd frá þjóðum sem búa við vetrarieðráttu og hafa rannsakað þessi mál um árabil, og hafa sum- ar þeirra jafnvel bannað með öllu notkun negldra hjólbarða. svo sterk voru rökin. 1 staðinn bauð gatnamálastjóri það að götum yrði haldið ökufær- um með hálkueyðingu (þ.e. salt- dreifingu). Þeir sem hafa getað fylgst gjörla með þessum rnálum þann tíma sem liðinn er af vetri, geta ekki með neinni sanngirni sagt annað en að vel hafi tekist til. Jafnvel þeir sem leið eiga um gatnakerfi borgarinnar fyrir kl. 7 að morgni, en þeir eVu nokkuð margir t.d. strætisvagnar og ýms- ar bifreiðir sem flytja fólk til starfa hjá fyrirtækjum sem hefja störf á eðlilegum tima. Þessi ökutæki hafa í allflcstum tilfellum getað ekið örugglega og stöðvað á eðlilegan hátt. ef þörf hefur verið á, og verður að telja þessar aðgerðir hafa fækkað slys- um og jafnveeel komið í veg fyrir þau, þrátt fyrir umhleypingasam- an vetur. og að auki hafa ekki orðið teljandi tafir á samgöngum í borginni sakir hólku. Þá skal komið að þætti þeirra sem gera þetta mögulegt, það eru starfsmenn borgarinnar. sem vakna um miðjar nætur til þess að fylgjast með aðstæðum og taka ákvarðanir unt hvort saltbera eigi eða ekki. Að víkjast að þessum mönnurn með heldur leiðinlegum aðdrótt- unum um að þeir séu að gæta hagsmuna saltseljenda, og að störf þeirra sé atvinnubótavinna, verður að tcljast ósmekklegt þó ekki sé meira sagt. Þessir rnenn eru að vinna störf sín eftir bestu sannfæringu og með öryggissjónarmið að lciðar- ljósi á þeim tíma sólarhringsins sem stærri hluti borgaranna sefur ennþá svefni hinna réttlátu. áhyggjuláusir af ábyrgð þess hvort vagni sé ekið heiluni til vinnu eða fró. Um fetð Sveins í Biáfjöll skal aðeins sagt að óheppínn var hann að hafa skroppið þangað þann eina dag sem saltblandaður sand- ur var borinn á brekkur. og hepp- inn var hann að hafa ekki verið á ferð i þeim brekkunt áður en bor- ið var á. þvi margur kappinn. hafði gefist upp i þeim áður en ákvörðun var tekin um aðgcrðir til aðstoðar, og ef til vill hefði hann þá ekki nóð með börnin sín til íjalla og þau þar með misst af dýrlegum útivistardcgi. Ég vtl að lokum óska Sveini þess að hann megi hér eftir sem hingað til nota kunnáttu sina í vetrarakstri sjálfunt sér og öðrum vegfarendum til góðs. þrátt fyrir að salta þurfi fyrirýmsa aðra. t>essir hringdu . . . Sjónvarpinu þakkað Hestaaðdáandi segir: „Ég vil þakka sjónvarpinu fyrir frábæra hestamynd sem var sýnd sl. sunnudag. Ég tel þessa mynd með þeim beztu sem ég hef séð i Sjónvarpínu og vil skora á forráðamenn sjónvarpsins að sýna myndina aftur við tækifæri. Islenzku hestarnir sómdu sér vel á þessu Evrópumóti I Austurríki og knapar sátu vel hesta sina. Ástæða er og til að þakka þulnum fyrir ágæta frammistöðu." % Og síeinarnir hans Mána ... Og P.S. hringdi og viidi fara fram á það við sjónvarpið að það endursýndi barnaleikrit sem flutt var fyrir nokkrum árum og minn- ir að það heiti Steinninn hans Mána. P.S. kveðst þó ekki minn- ast hver höfundur er, en Velvak- andi getur upplýst að leikrit þetta sem flutt var í Stundinni okkar á sínum tima er eftir Ninu Björk Árnadóttur og er þessu hér með komið á framfæri við rétta aðila. HÖGNI HREKKVÍSI ÞU AUGLYSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU AUíiLVSINGA SÍMINN ER: 22480 Eiga þaó aó vera 8 eda þrjár flöskur hér? 53^ SIGSA V/óGA í ^iLVEkAk Múrsprautur fyrirliggjandi verkfœri & járnvörur h.f. DALSHRAUNI 5, HAFNARFIRÐI. SÍMI 53332 Leikhúsgestir I vetur getið þið byrjað leikhúsferðina hjá okkur því um helgar, á föstudögum, laugardögum og sunnudögum munum við opna kl. 18,00 sérstaklega fyrir leikhúsgesti. Njótið þess að fá góðan mat og góða þjónustu í rólegu umhverfl áður en þið farið í leikhúsið. 0 l* BERGSTAÐASTR/f T I 37 SIMI 21011 Stjórnunarfélag Islands UM ÞJÓÐARBÚSKAPINN Stjórnunarfélag íslands gengst fyrir námskeiði um þjóðarbúskap inn dagana 22. — 28. febrúar n.k Eftirtaldir þættir þjóðarbúskaparins verða teknir fyrir. Helstu hugtök og stærðir þjóðhagsreikninga og þjóð- hagsáætlana, svo sem þjóðarfram- leiðsla, þjóðarútgjöld og utanrikis- viðskipti. Skýrslur um afkomu atvinnuvega og rikisbúskapar Áhrif efnahagsað- gerða, svo sem í fjármálum, pen- ingamálum, gengismálum, launa- málum og verðlagsmálum Nám- skeiðið er ætlað öllum þeim sem áhuga hafa á þjóðmálum og mark- mið þess er, að þátttakendur geti hagnýtt sér upplýsingar um þjóðar- búskapinn og auðveldar þátttöku i umræðum um efnahagsmál Leiðbeinandi: Jón Sigurðsson for- stjóri Þjóðhagsstofnunar, Ólafur Davíðsson hagfræðingur og Hall- grímurSnorrason hagfræðingur Skráning þátttakenda fer fram á skrifstofu stjórnunarfélagsins að Skipholti 37, simi 82930.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.