Morgunblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRUAR 1978 Dayan ræddi vid V ance í gærkvöldi — Begin til Bandaríkjanna um midjan marz Washington, Jerúsalem, 16. feb. AP. Reuter. MOSHE Dayan, utanríkisráð- herra Israels, ítrekaði í viðræðum við Cyrus Vance, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, hversu mikilvægt það væri tilveru Isra- els að njóta óskoraðs styrks Bandarfkjanna. Þetta hefði ekki breytzt þrátt fyrir umdeilda vopnasölu tii Saudi-Arabíu og Egyptalands. Hann sagði þó, að stjórn hans hefði óneitanlega miklar áhyggjur af þessu. Fyrir fáeinum dögum harDayan hinum bandaríska starfsbróður sínum það á brýn, að hann væri hlut- drægur og hefði tekið afstöðu með Aröhum. Að fundinum f dag loknum var Dayan mun jákvæð- ari f garð Vance og fagnaði því að Bandaríkin myndu áfram gegna hlutverki sáttasemjara í deilunni. Þá lýsti Carter Bandaríkjafor- seti þvi yfir, að hann og Begin forsætisráðherra ísraels myndu hittast í Washington 14. og 15. marz næst komandi. Lét hann í ljós von um að það yrði til góðs fyrir þróunina í Miðausturlönd- um. Mjög mikil reiði hefur brotizt út í Israel vegna þessa og Mena- chem Begin forsætisráðherra hef- ur lýst megnustu andúð á þessari ákvörðun Bandaríkjastjórnar, og hótað því að ísrael muni hefja mikla diplomatíska herferð til að vekja athygli á þessu. Formaður utanríkismálanefnd- ar fulltrúadeildar Bandaríkja- þings, Clarence Long, lagði fram frumvarp er bannaði vopnasöl- una. Þar sagði að sá dagur gæti runnið upp að ^þjóðirnar þrjár berðust innbyrðis með bandarísk- um vopnum. Long segir í greinar- gerð með frumvarpinu: „Höfum við ekki lært neitt á því að her- væða báða aðila í Indlands- og Pakistandeilunni, og Kýpurdeilu Tyrkja og Grikkja." Moshe Dayan mun í fyrramálið eiga fund með Carter forseta en honum er lýst sem kurteisisfundi, en búizt er þó við að vopnasalan verði að einhverju leyti til um- ræðu. Fréttastofufregnum ber saman um að Bandaríkjastjórn hafi í dag byrjað sína herferð til að verja þessa fyrirhuguðu vopna- sölu. Gaf utanríkisráðuneytið meðal annars út af þessu tilefni tíu síðna greinargerð um málið þar sem skýrð eru skilyrði Banda- ríkjastjórnar fyrir vopnasölunni. Bandaríska þingið hefur afl til að beita neitunarvaldi gegn þessari tillögu Carters og er með öllu óljóst hver niðurstaðan á því verður þar eð hugur allra er ekki ljós. Þó er vitað um verulega mótsstöðu gegn vopnasölu til Saudi-Arabiu. Brezka blaðið The Daily Tele- graph sagði í dag að fyrirætlun Bandaríkjamanna um að selja London, 16. febr. AP VERKAMANNAFLOKKURINN beið tvo umtalsveróa ósigra í neðri málstofunni í gærkvöldi fyrir andstæðingum frumvarps stjórnarinnar um takmarkaða heimastjórn Skota. Þingmenn skoskra þjóðernis- sinna hótuðu að hætta stuðningi á þingi við minnihlutastjórn James Callaghans forsætisráðherra. Þótt þjóðernissinnar séu reiðir telia Námuslys í Ungverja- landi Búdapest 16. febr. AP. SAUTJAN námuverkamenn létu lífið og eins manns er saknað í mikilli sprengingu sem varð i hluta af stórri námu í Tatabanya í Vestur-Ungverjalandi síðdegis í dag. Ötilgreindur fjöldi náma- verkamanna er og slasaður. Um orsök sprengingarinnar er ekki vitað. Björgunarsveitir komu fljótlega á staðinn og var I kvöld unnið af miklum krafti við björg- unarstörf á slysstaðnum. Sérfræð- ingar voru einnig komnir á vett- vang til að freista þess að komast að orsökum sprengingarinnar. kunnugir að þeir muni halda áfram stuðningi við stjórnina í von um að fá sem mest út úr frimvarpinu, sem er umdeildasta lagafrumvarp sem komið hefur fram I marga áratugi. Sérfræðing- ar segja að frumvarpið hafi feng- ið slæma útreið, þótt það verði lfklega samþykkt einhvern tíma í sumar. Felldar voru með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða tillögur stjórnarinnar um að breyta eða fella alveg niður ákvæði um að fjörutíu prósent skoskra kjósenda verði að taka þátt í þjóðaratkvæði um heimastjórn til þess að úrslit- in verði bindandi. Þessi tillaga var felld með 298 atkvæðum gegn 243. Önnur tillaga um að kjörsókn megi minnst vera einn þriðji var felld með 285 atkvæðum gegn 240. Nú segja þingmenn skoskra þjóðernissinna að þeir séu að end- urskoða stuðning sinn við stjórn- ina og ætli að halda fund i Glas- gow á mánudaginn um málið. Hamish Watt, þingmaður flokks þjóðernissinna, sagði að lögmæt réttindi Skota yrðu hundsuð og að frumvarpið hefði verið útþynnt. Stjórnin hefur átta sinnum beðið lægri hlut I umræð- um um Skotlandsfrumvarpið, sem stjórnin telur afstýra hættu á| upplausn Bretlands en andstæð-| ingar hennar óttast að leiði til I upplausnar Bretaveldis. orrustuvélar til Saudi-Arabiu og Egyptalands gerðu þessar tvær þjóðir að bandamönnum Banda- ríkjanna. En einnig sagði blaðið í ritst,jórnargrein um hin neikvæðu viðbrögð tsraels við þessari sölu að ísrael ætti ekki á að skipa sterkum leiðtoga. I Egyptalandi hefur verið látin í ljós ánægja með vopnasöluna enda þótt Sadat forseti hafi ekki þótt Bandaríkjamenn gera nóg. í blaðinu A1 Gomhouria segir, að þetta sé framlag til friðar og muni einnig verða til að styrkja valda- jafnvægið. Orrustuvélarnar myndu verða notaðar til að verja Egypta ef á þyrfti að halda fyrir stríðshaukum, hverjir sem þeir væru. Blaðið gagnrýndi þá af- stöðu sem ísraelar hefðu látið í ljós og svo virtist sem það hefði farið fram hjá leiðtogum israels að pólitískt landakort af þessu svæði hefði breytzt eftir Jórsala- ferð Sadats og israelar yrðu að skilja að bandarísk vopn væru ekki þeirra einna. Skotar hóta að fella Callaghan VEÐUR víða um heim stig. . Amsterdam + 5 skýjað Aþena 16 bjart Berlín 0 skýjað Brússel 5 bjart Chicago + 5 skýjað Kaupmannah. + 4 sól Frankfurt 1 snjókoma Genf -f-4 skýjað Helsinki +18 bjart Jóhannesarb. .26 skýjað Lissabon 1S rigning London 4 skýjað Los Angeles 17 skýjað Madrid 9 rigning Miami 23 skýjað Moskva + 8 skýjað New York 0 bjart Osló +13 sól Paris 2 skýjað Rómaborg 4 rigning San Franc. 15 bjart Stokkhólmur + 12 sól Tel Aviv 19 skýjað Tókió 6 sól Vínarborg . 1 bjart Páll páfi og Anwar Sadat Egyptalandsforseti heils- ast er Sadat kom í áhevrn hjá páfa í Vatikaninu nú í vikunni. USA: Fulltrúar kola- iðnaðar fallast á viðræður Washington, 16. fcbr. Rcuter. NAMUEIGENDUR og kolanámu- menn ákváðu í dag fyrir tilstilli Carters forseta að hefja að nýju viðræður til að binda enda á kola- verkfallið, sem hefur staðið í 73 daga. Ákveðið var að hefja við- ræðurnar að nýju undir forsæti Ray Marshall að loknum fundi, sem Carter forseti hélt með deilu- aðilum í Hvfta húsinu f gær- kvöldi. Carter ákvað jafnframt að hitta að máli í dag ríkisstjóra þeirra tólf ríkja, sem hafa orðið harðast úti af völdum verkfalls- ins, og ræða við þá um aðgerðir ttil að ráða bót á ástandinu. Þetta er lengsta námuverkfall í sögu Bandarikjanna og nær til 160 þúsund námumanna. Það hef- ur valdið verulegum rafmagns- skorti í nokkrum austur- og mið- ríkjum Bandaríkjanna, bitnað á iðnaðarframleiðslu og haft í för með sér hættu á uppsögnum margra milljóna verkamanna. I sumum ríkjum er tali að tvær vikur munu líða frá því verkfallið leystist og þar til rafmagnsmálum verði komið í eðlilegt horf. Enn fjölgar Kúbön- um í Eþíópíu Nairobi, 16. fcbr. Rcutcr. FIMMTÁN hundruð kúbanskir hermenn til við- bótar þeim sem fyrir eru Þetta gerðist 17. febrúar munu koma lok febrúar samtals um kúbanskir berjast við til Eþíópíu í og verða þá átta þúsund hermenn að hlið Eþíópíu- 1976 Gerald Ford Bandaríkjaforseti gef- ur til kynna umfangs- miklar skipulags- og starfsháttabreytingar á bandarísku leýni- þjónustunni. 1973 Henry Kissinger ráðgjafi Bandaríkja- forseta ræðir við Mao ,Tse-Túng formann og Chou en-Lai forsætis- ráðherra í Peking. 1965 Bandaríska geimfarinu Ranger áttunda skotið á loft frá Kennedy-höfða i Florida. Þremur dög- um síðar brotlenti far- ið á tunglinu, en hafði áður sent 7 þúsund myndir til jarðarinn- ar. 1962 Bandarísk sendi- nefnd kemur til París- ar til að fá lönd At- lantshafsbandalagsins til að minnka eða hætta verzlun við Kúbu. 1934 Albert fyrsti Bel- gíukonungur lætur lif- ið í fjallgönguleið- angri. 1874 íhaldsflokkur- inn brezki vinnur 83 sæta meirihluta á þingí, en það er i fyrsta sinn frá 1841 að flokkurinn er í meiri- hluta á þinginu. 1813 Friðrik Wil- hjálmur þriðji Prúss- landskeisari lýsir striði á hendur Frökk- um. 1801 Bandaríkjaþing kýs Thomas Jefferson forseta landsins, en í kosningum höfðu hann og Aaron Burr skilið jafnir. 1720 Fjórveldabanda- lagið undirritar friðar- sáttmála við Spán. 1676 Charles annar Bretakonungur og Lúðvík fjórtándi stofna með sér leyni- bandalag. manna í landinu að sögn diplómatískra heimilda. Er búizt við að hermennirnir fimmtán hundruð komi sjóleiðis til Aden og þaðan fari þeir flug- leiðis til Eþíópíu. Eþiópíustjórn hefur viðurkennt að í landinu séu bæði Kúbumenn og Sovétar þeim til aðstoðar en hefur hins vegar neitað því að þeir taki þátt í bardögum. Aftur á móti hafa diplómatískar heimildir það fyrir satt, að Kúbumenn séu flestir á aldrinum 18—21 árs og því sé með öllu útilokað, að þeir hafi aflað sér þeirrar tæknilegu reynslu sem þurfi til að geta gegnt hernaðarlegu ráðgjafa- starfi. Forvext- ir lækka i Svíþjóð Stokkhólmur, 16. fcbr. AP. FORVEXTIR í Svíþjóð verða lækkaðir um hálfan af hundr- aði í sjö og hálfan af hundraði frá og með föstudegi, að því er sænski seðlabankinn tilkynnti í dag. Bankinn ákvað einnig að hækka langtíma vexti á fjár- magnsmarkaði um hálfan af hundraði úr níu I nfu og hálf- an af hundraði. Gösta Bohman efnahagsráð- herra sagði að þessar ráðstaf- anir miðuðu að því að auka bilið á milli skammtíma og langtímalána. Hann minnti á að þegar núverandi stjórn kom til valda í október 1976 hefði verið nauðsynlegt að hækka forvexti úr sex af hundraði í átta af hundraði en það hefði einnig i för með sér of lítinn mun á skammtima og lang- tímavöxtum og það þyrfti að laga núna. Forvextir eru til- tölulega lágir i Svíþjóð miðað við önnur iðnriki í V-Evrópu. ERLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.