Morgunblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 1
40. tbl. 65. árg. FÖSTUDAGUR 17. FEBRUAR 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Finnland: Gengið lækkað um 8% stjórnin segir af sér Helsinki 16. febr. Reuter. KALEVI Sórsa, forsætis- ráðherra Finnlands, til- kynnti í kvöld að sam- steypustjórn hans myndi segja af sér á morgun í kjölfar ákvörðunar um að lækka gengi finnska marksins um átta prósent Mikill ágreiningur var inn an stjórnarinnar um geng islækkunina. Fimm flokk ar eiga aðild að stjórninni Jafnaðarmenn og komm Taugaóstyrkur í gengismálum London. 16. febrúar. Reuler. TAUGAÓSTYRKS gætti aftur á gjaldeyrismörkuðum í Evrópu f dag og dollarinn snarlækkaði um tfma en náði sér nokkuð á strik þegar leið á daginn. Skýringin er talin vera vaxandi efi um þann stuðning sem banda- rfsk yfirvöld séu reiðubúin að veita dollarnum. Dollarinn verð- ur alls staðar fyrir þrýstingi og menn vilja sannreyna hve mikið hann þarf að falla til þess að gripið sé til ráðstafana til stuðn- ings honum. Astandið á gjaldeyrismörkuð- unum hefur verið, tiltölulega ró- legt í nokkrar vikur en vaxandi taugaóstyrkur hefur aftur skotið upp kollinum undanfarna daga. Bezta dæmið um taugaóstyrkinn var óróleiki sem greip um sig í dag vegna ummæla sem voru höfð eftir bandaríska gjaldeyrismála- ráðherranum, Anthony Solomon. Hann lét þau orð falla í París að bandaríski seðlabankinn hefði sama sem ekkert gert til stuðn- ings dollaranum í þrjár vikur. Að- ur en ein klukkustund var liðin frá því Solomon lét þessi orð falla hafði dollarinn snarlækkað í verði og hann sendi frá sér yfir- lýsingu þar sem hann sagði að orð sín hefðu verið rangtúlkuð. Solomon sagðist haf a átt við, að ástandið hefði verið rólegt á gjaldeyrismörkuðunum og að ekki hefði verið þörf á aðgerðum á þessum tfma. Hins vegar hefði markaðurinn verið órólegur síð- ustu daga og skorizt hefði verið í leikinn. Hann kvað enga breyt- ingu hafa orðið á þeirri stefnu að gripa til róttækra ráða ef ókyrrð gerði vart við sig á gjaldeyris- mörkuðum. Lægsta skráning dollarans í ZUrich til þessa var um 1.8950 svissneskir frankar snemma á þessu ári, en um tíma í dag seldist dollarinn á 1.8985 svissneska franka. únistar lögðust gegn geng- islækkuninni. Hún var samþykkt í stjórninni með 8 atkv. gegn 4. Gengisskráning var felld niður i Finnlandi þegar norska krónan var felld um síðustu helgi. Þetta er þriðja gengislækkunin í Finn- landi á ellefu mánuðum. í apríl sl. var gengið lækkað um 5.7 prósent og um þrjú prósent í ágústmán- uði. Forsvarsmenn í ýmsum atvinnurekstri lýstu því yfir þeg- ar frá gengislækkuninni hafði verið sagt að hún hefði þurft að vera meiri til að koma að gagni. Mikið atvinnuleysi er í Finn- landi og draga ýmsir í efa að gengislækkun sem ekki er meiri en 8% dugi til að ráða þar á verulega bót. Leiðtogar kommún- ista hafa krafizt þess að gengis- hagnaði, sem yrði af breyting- unni, yrði veitt í hærri launa- greiðslur en atvinnurekendur leggja kapp.á að hann yrði lagður í fjárfestingu. Hefur deila staðið síðan um helgina að Mauno Koi- visto, bankastjóri aðalbanka Finnlands, sagði að bankinn væri reiðubúinn að mæla með gengis- lækkun allt að átta prósentum í kjölfar svipaðrar lækkunar á gengi norsku krónunnar um þá sömu helgi. m ™™... j* 9mmmmsm!mt mmmmmm • ¦mynw* n ^i Flugvélarnar tvær frá Kenya sem Egyptar nevddu til að lenda á Kairóflugvelli i dag. Var það gerl í hefndarskyni vegna svipaðra aðgerða Kenya gagnvart egypzkri vél sem var á leið til Sómalíu í fyrradag. Egyptar kyrrsetja 2 Kenýa-flugvélar Kaíró. 16. febrúar AP. EGYPTAR kyrrsettu í dag tvær farþegaflugvélar frá Kenya f hefndarskyni við þá ráðstöfun Kenyamanna í gær að neyða egypzka þotu til þess að lenda í Nairobi þar sem hún hafði flogið inn f kenýska lofthelgi á leið sinni til Sómalfu með 19 lestir af sprengjum. Sendiherra Kenya í Kaíró, Rafael Kilo, gekk strax á fund Butros Ghali utanríkisráðherra til þess að reyna að koma því til leiðar að flugvélunum yrði leyft að fara ferða sinna. Sendiherrann var kvaddur í egypzka utanríkis- ráðuneytið í gærkvöldi til að gefa skýringu á því hvers vegna egypzka flugvélin hefði verið neydd til að lenda. Flugstjóri egypzku flugvélar- innar, sem var af gerðinni Boeing 707, sagði fréttamönnum í Nai- robi að hann hefði ekki gert sér grein fyrir því að farmurinn var sprengiefni og að hann hefði í ógáti flogið inn í lofthelgi Kenya. Hann hélt því fram að hann hefði Framhald á bls. 27 Rhódesía: Ahöfn Sabena-vélarinnar sem eyðilagðist f eldi á Tenerifeflug- velli í fyrradag. Myndin var tekin f Santa Cruz skömmu eftir að fólkið kom þangað. Er talíð að eldurinn hafi brotizt út vegna bilunar í lendingarbúnaði véiarinnar. Með vélinni voru 189 farþegar og sjö manna áhöfn og komust allir lifandi út. Samstaða um skipulagn- ingu öryggisþjónustu — ólík afstaða Breta og Bandarikjamanna til samkomulagsins? London, Salisbury 16. febr. AP. Reuter. UM SVIPAÐ leyti og tilkynnt var í Rhódesíu að leiðtogar svartra og hvítra manna hefðu náð sam- komulagi um hvernig skipulag skyldi haft á öryggisþjónustu hins væntanlega ríkis Zimbawe, bárust fréttir frá London sem gáfu til kynna að Bretar og Bandaríkjamenn væru ósammála í afstöðu sinni til samkomuiags- ins sem var gert í gær. David Owen, utanríkisráðherra Breta, sagði á þingfundi að þetta samkomulag Smiths við blökku- mannaleiðtogana væri „mikil- vægt skref á leið til meirihluta- stjórnar". Að vísu þótti Owen mjög hófsamur i hrifningu sinni en þetta bar samt með sér að hann deildi ekki skoðun Andrews Young, sendiherra Bandarikj- anna hjá Sameinuðu þjóðunum, sem lýsti vandlætingu sinni með samkomulagið er meginatriði þess voru birt í gær. Owen sagði í ræðu, að það væri óviturlegt að kveða upp dóma fyrr en nánari málsatvik lægju fyrir. Þegar íhaldsflokksþingmenn gerðu hróp að honum fyrir að vilja ekki taka Sérfræðingar OECD: ísland verður að brey ta stef nu sinni í emahags- og vaxtamálum til að ná valdi á verðbólgunni Parfs, 16. feb. AP. t SKYRSLU, sem OECD sendi frá sér f dag, cr lagt til að tslendingar geri meiriháttar brcytingar í cfnahags- og vaxta- málum svo að ná megi valdi á verðbólgunni í landinu sem er önnur hæsta meðal aðildar- þjóða OECD, segir i frctta- skeytum. I árlegri skýrslu OECD um efnahagsmál á íslandi segir, að kaupsamningar á árinu 1977 hafi gengið alltof langt. Segir að samningarnir á síðasta ári hafi kynt undir verðbólguálinu á ný. Geta skýrsluhöfundar sér til, að verðbólgan á íslandi 1977 hafi verið meiri en það 31% sem opinberlega hefur verið gizkað á, og bera það saman við verðbólguna 1976 sem var 32,2% og 1975 er hún var49%. . I skýrslu OECD segir, að skortur á fastmótaðri stefnu og ákvarðanatöku hafi leitt til þess, að laun hækkuðu um 40% á árinu '77, og á sama tíma hafi fjölskyldutekjur hækkað um 42% að meðaltali. Segir að auk verðbólguáhrifa launahækkan- anna hafi aukinn kaupmáttur launþega leitt til aukins inn- flutnings og að neikvæður við- skiptajöfnuður við útlönd hafi farið vaxandi með auknum kaupmætti. Aukinn viðskipta- halli hlýtur að vera áhyggju- efni þar sem reikna mætti með hagstæðu ári hvað snertir út- flutningsverð -sjávarafurða og aflamagn. I skýrslunni segir um vísi- tölubindingu launa að nauðsyn- legt kunni að reynast að taka óbeina skatta út úr visitölunni enda hafi breyting á þeim lítil Framhaldábls. 27 afstöðu sagði Owen síðan að fagna bæri því að þetta gæti stuðlað aó því að sanngjörn meirihlutastjórn kæmist á í Rhódesíu. Samkomulag Smiths sem er í Framhald á bls. 27 Bók Haldemanns: Nixon höfuð- paurinn í Watergate- innbrotinu Washington. 16. feb. AP. HALDEMANN, einn helzti að- stoðarmaður Nixons f forsetatfð hans, segir í bók scm hann er að senda frá sér, „The Ends of Pow- er'Vað Nixon hafi sjálfur verið frumkvöðull að innbrotinu í Wat- ergate, höfuðstöðvar demókrata í Washington, að því. cr Washing- ton Post skýrir frá í dag. Einnig segir blaðið Haldemann sann- Framhaldábls.27 Haldemann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.