Morgunblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 23
M'ORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRUAR 1978 23 ÚtfLutnmgsauknmg á iðnaðarvöru 27% í FRÉTT frá Útflutningsmiðstöð iðnaðarins segir að útflutningur iðnaðarvara hafi á árinu 1977 numið 22,3 milljörðum króna og hafi hann þvi aukizt um 27% þar eða hann var 1 7,6 milljarðar árið á undan Af varningi þessum var ál og álmelmi rúmlega 74 þús. tonn á 14,9 milljarða en hafði verið 79 þús. tonn á 12,4 milljarða árið áður. Verðmæta- aukning nam því 20%. Útflutningur iðnaðarvara án áls nam samtals 7,4 milljörðum kr. en hafði verið 5,2. Aukning í útflutningi hinna ýmsu iðnaðarvara landsmanna án áls hefur því verið 42% og er nú þessi útflutningur orðinn hálfdrættingur á við álið, segir í fréttinni. Langmesta aukningin að magni til og verðmæti milli áranna 1 977 og 1978 var í lagmetisiðnaði, en útflutningur hans tvöfaldaðist í verðmæti úr 599 millj. í 1 206 millj. og jókst um 76% að magni eða úr 963 tonnum í 1 702. Eins og áður er ullariðnaðurinn lang- stærsta útflutningagreinin og jókst út- flutningur ullarvara og verðmæti hans úr 2050 millj. í 3441 milljónir Út- flutningur skinnavara dróst litillega samar. milli ára en hér munar mest um birgðir frá 1975 sem fluttar voru út 1976. Annars nam heildarútflutningur 631 tonni á 1253 millj Kísilgúrútflutningur dróst saman af ástæðum, sem öllum eru Ijósar, eins og komizt er að orði. og var nú flutt út tæplega 21 þúsund tonn á 831 millj- ónir kr Samtals nemur útflutningur ofan- taldra vörutegunda um 6 7 milljörð- um 0,7 milljarðar skiptast svo milli um 1 0 vöruhópa og eru stærstir þeirra málning og lökk, 258.7 milljónir. pappaöskjur. 121 milljónir. og veiðar- færi 106 milljónir. en útflutningur síð- astnefndu flokkanna jókst verulega á árinu. í annarri tilkynningu varðandi út- flutning ullar- og skinnavara frá Út- flutningsmiðstöð iðnaðarins segir að heildarútflutningur ullar- og skinna- vöru hafi á árinu 1977 munið samtals 4.577 milljónum króna og hafi hann því aukizt um 42%. eða 1.352 millj- ónir króna á árinu. Útflutningur þess- ara vörutegunda 1976 nam 3 225 milljónum króna Þá segir að þróunin i útflutningi ullarvara 1977 sé á margan hátt ánægjuleg Þar hefur átt sér stað 30% magnaukning en i verðmætum hefur aukningin orðið 67% Af þessari magnaukningu fóru u.þ.b. 1 1 2 tonn til Sovétríkjanna Hér munar mest um sölu á ullartreflum. sem var nýjung á árinu 1977 og nam milli 90 og 100 tonnum Ef litið er á útflutning ullarvara til einstakra landa kemur í Ijós að mesta aukningin hefur orðið til Bandaríkj- anna Af lopa og bandi voru flutt út til Bandarikjanna 1977 80 tonn en árið 1 976 var magnið 49 tonn Verðmæta- aukningin milli ára er 54 milljónir f Evrópu hefur útflutningur prjóna- vöru til tveggja landa litillega dregizt saman á árinu, það er að segja til Danmerkur og V-Þýzkalands Aftur á móti hefur útflutningurinn til Bretlands stóraukizt, eða um 27,9 tonn I þessu er mikið af prjónavoð Útflutningur forsútaðra og loðsút- aðra skinna árið 1977 var 594,7 tonn, sem er um 72.7 tonnum minna en árið á undan Á árinu nam verðmæti vöru, sem unnin er úr loðskinnum, 157.6 milljónum króna og er hér um bil því sama og 1976 Mannaskipti hjá Flugleiðum ytra FLUGLEIÐIR hafa tilkynnt breytingar og tilflutninga sölu- svæðastjóra og skrifstofustjðra félagsinS í þremur borgum Evrópu. Verða breytingar þessar af þvf að Gérard Alant sölu- svæðisstjóri félagsins í Frakk- landi, sem jafnframt stjórnar Gerard Alant skrifstofu Flugleiða í Parfs, hefur sagt starfi sínu lausu og hættir hann störfum 1. apríl. Hann hef- ur að undanförnu undirbúið stofnun eigin fyrirtækis, ferða- skrifstofunnar Alantour, scm opnuð verður í vor. I fréttabréfi frá Kynningar- deild Flugleiða segir að Gérard Alant sé íslendingum að góðu kunriur og hyggist hann leggja sérstaka áherzlu á kynningu Is- lands og skipulagningu ferða hingað og til Bahamaeyja. Jafn- framt hyggst hann skipuleggja ferðir fyrir Islendinga um Frakk- land á sumri komanda. Alant var starfsmaður fyrirtækisins „Lloyd Otremer“ sem árið 1959 tók við aðalumboði fyrir Loftleiðir í Frakklandi. Hinn 1. nóv. 1964 opnaði félagið eigin skrifstofu í París og varð Gérard Alant þá forstöðumaður hennar og svæðis- stjóri í Frakklandi. Segir í til- kynningunni að skrifstofuna og sölustarfið hafi hann rekið með sérstökum myndarbrag og hefur ferðamönnum frá Frakklandi til íslands stórfjölgað síðan skrif- stofan var opnuð. Við störfum Alants í París mun nú taka Antoine Quitard, svæðis- Framhald á bls. 27 Landssamb. vörubifreiðarstjóra: Mótmæla hækkun þungaskatts ’lSií ° W ahlimióri Gtjl /11 k tt MORGUNBLAOINU hefur borizt eft- irfarandi frá stjórn Landssambands vörubifreiðastjóra, þar sem um er að ræða andmæli gegn hækkun þunga- skatts og hafa þau verið send fjár- málaráðuneytinu. ..Landssamband vörubifreiðastjóra leyfir sér að andmæla sterklega hækk un diselskatts af bifreiðum um 82.6% og hækkun mælagjalds um sömu pró- sentu Hér er um að ræða óhóflega skatt- lagningu sem lendir með fullum þunga á atvinnutækjum og eykur þar með framleiðslukostnað atvinnuveganna, er þurfa á flutningsþjónustu að halda Það vekur athygli að hækkun gjald- anna er ríflega tvöfalt meiri en almenn- ar verðhækkanir í landinu voru á síð- asta ári I rauninni má segja að vörubifreiða- eigendur séu lagðir í einelti af hálfu rikisvaldsins með óhóflegum gjaldtök- um og þvingunaraðgerðum í formi vaxtalausra vinnulána. um sömu mundir og atvinnuleysis gætir i æ rikari mæli meðal þeirra Landssam- band vörubifreiðastjóra fer þess ein- dregið á leit að framangreindar gjalda- hækkanir verði teknar til endurskoðun- ar. því annars er rekstri vörubifreiða stefnt i mikla tvisýnu ’ Fyrir fermmgwm Skyttur \ einlitar/mislitar Slaufur og bindi Draktir fínftauel/riflað flauel Blússur einlitar — margir litir Jakkaföt rifflað flauel Stakar buxur terelyne & ull og riftað ftauel Leður stuttjakkar Leðurstigvél á dömur og herra TlZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS Wkarnabær Laugaveg 20. Laugaveg 66. Austurstræti 22. Glæsibæ. Simi 28155.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.