Morgunblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 31
— Kvittað fyrir Framhald af bls. 12 bændur fara að stússast í allra- handa bölvuóum óþarfa, og svo bætist nú það við, að ég er ekki eins þaulvanur ritgerðasmíðum og þú, og þar að auki er ég latur í verunni og tek oft undir með uppáhalds skáldinu þínu, Þorst. Erl. „Ég byrja það oftast með ógeði í dag, sem unnt er á morgun að gera“. Þess vegna er ekki vist, að ég megi vera að því, eða nenni, að svara næstu bréfum þínum, efnið líka komið út fyrir upphaf- legan kjarna málsins. — En ég held, að það sé ekki rétt, að þú sendir mér meira af myndum af þér, því konan gæti farið að verða afbrýðisöm. — Vona svo, að þú getir í framtið- inni notið náða, fyrir hinum „sifr- andi (! !) sultarsöng og barlóms- væli“ sveitafólksins, eins og þú orðar það svo fagurlega, og að þín „hógværu orð“ um það fái að sjá. dagsins ljós i Mogganum, eftiríeið- is, sem hingað til, en „ef hann bregst, þá eigið þér, aðganginn að hinum“. Mundu svo, að nota þér útsölu- verðið ásmjörinu.— Með flokkskveðju, Benedikt. — Við útgerð Framhald af bls. 36. frá Reykjavik. Það var upp úr þessu að a-þýzku skipin fóru að tíðkast. Þetta voru mjög dýr skip og ekki á eins manns færi að reiða fram silfrið. Það varð líka endirinn á að bæjarfélagið á Dalvík og Kaupfélagið gerð- ust hluthafar. Var kostnaðar- verð hvers skips þá um 8 millj- ónir króna. Ég fór utan og sótti tvö skip, Björgólf og Björgvin. Þessi skip gerði ég svo út unz ég hætti fyrir um 10 árum. Þau gáfust vel og sóttum við á síld á sumrin, en notuðum troll á vet- urna. Það eru breyttir tímar fyrir útgerð nú en áður var og gildir þá einu þótt kveinstafir þeirra, sem við hana fást, láti hærra í eyrum en oft áður. Þá var ekki um það að ræðá að hlaupa í skjólhús hjá ríkinu þegar verst lét. Menn urðu að spjara sig sjálfir og ekki sizt þegar fiskur féll hvað mest í verði á kreppu- árunum. Þá er aðstaða til vinnu allt önnur en við áttum að venj- ast, sem komnir erum á efri aldur. Á smábátunum urðu menn t.a.m. að leggjast til svefns í lest eða að því var einfaldlega ekki komið við ef báturinn fylltist. Ég minnist þess þó ekki að nokkur kvart- aði. Nú sitja hægindin í fyrir- rúmi og menn kvarta aldrei meir“. Eiginkona Sigfúsar er Ás- gerður Jónsdóttir, fædd árið 1895 í Grímsgerði í Fnjóskadal. Þau eiga þrjú börn á lífi og eina fósturdóttur og eru barnabörn- in níu talsins. Heitir fósturdótt- ir Sigfúsar og Ásgerðar Ragn- heiður Sigvaldadóttir en börnin Hlín, Hörður og Kári. MORGUNBLÁÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17 FEBRÚAR 1978 . 31 Iðja, félag verksmiðjufólks heldur félagsfund í Lindarbæ mánudaginn 20. febrúar, kl 5 e.h Dagskrá: 1. Uppsögn samninga. 2. Kosning fulltrúa á 3. þing Landssambands iðnverkafóiks. Stjórn /ðju. Skagfirðingamótið 1978 að Hótel Sögu, Súlnasal föstudaginn 24. febrúar og hefst kl. 19.30 með borðhaldi. Húsið opnar kl. 19. Dagskrá: Mótið sett Form. félagsins Gestur Pálsson Mynni Skagafjarðar. Haukur Hafstað Karlakór Reykjavikur, eldri félagar, stjórnandi Snæbjörg Snæbjarnar Einsöngur og dúettar, Sigurður Björnsson og Sieglinde Kahmann Visnakeppni hagyrðinga, Stjórnandi Sveinn Pálmason Veizlustjóri: Snæbjörg Snæbjarnardóttir. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar. Aðgöngumiðasala i anddyri Súlnasalar, miðvikudaginn 22. febrúar kl. 17—19. Borð tekín frá gegn framvisun aðgöngumiða. \ Góða skemmtun. Skagfirðingafélagið i Reykjavik ( C r~.----------------------; \ Ahuga á flugvirkjun, flugi?? í Spartan getið þér lært: Atvinnuflugmaður Flugvirkjun Með þjálfun og kennslu í hinum fræga skóla James Haroldson, Spartan School of Aeronautics, 8820 East Pine St Tulsa Oklahoma 741 51 U.S.A Skrifið strax í dag eftir nánari upplýsingum upplýsingabæklingur, mun verða sendurtil yðar, nýir nemendur teknir inn mánaðarlega Yfir 30 íslendingar stunda nú nám í Spartan. INNFLYTJENDUR ENGLAND - ÍSLAND Flytur þú inn vörur frá Englandi? — Ef svo er þá hafið samband við okkur, við erum stærstu útflytjendur með flugi frá Englandi til íslands Við sjáum um öll útflutningsskjöl og að varan komi á réttum tíma Næst þegar þið komið til Englands, þá hafið samband við okkur og við getum rætt ykkar útflutningsmál NEATWORTH LTD., Mr. D. Cadman eða Mrs. A. Jacques, Rear of 229, Southend Lane, London S.E. 6, sími 01 697 4223, Telex 896727, ENGLAND Lauqaveqi 24, stmi 18670 Vesturveri, sími 12110 THE ALBUM Abba labba lá mikið liggur á því nú er nýja Abba platan komin aftur í verzlanir vorar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.