Morgunblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 17. FEBRUAR 1978 39 Ferdinand Róbert Eiríksson skósmíða- meistari — Minning F. 13. ágúst 1881. D. 12. febrúar 1978. A mánudaginn kemirr 20. febrúar kveðjum við heiðurs- manninn og öðlinginn Ferdinand Róbert Eiríksson, sem var sonur hjónanna Vigdísar Jónsdóttur og Eiríks Tómassonar, er bjuggu í Eyvindarstöðum á Álftanesi. Var hann yngstur 6 barna þeirra, en móður sína missti hann á öðru aldursári. Var það þess valdandi að heimilið leystist upp og syst- kinunum var komið í fóstur til annarra. Hann faðir minn var afar hepp- inn og alla tíð þakklátur því góða fólki sem ól hann upp og reyndist honum eins Vel og best varð kosið, þar sem hann þurfti á sérstakri umhyggju að halda frá frum- bernsku, vegna húðsjúkdóms sem hrjáði hann alla æfi. Aldrei vissum við hversu grátt þessi sjúkdómur lék hann, fyrr en hans seinustu æviár, þegar hann fór að stunda sjúkrahús þessarar borgar bæði vegna þessa sjúk- dóms og annarra sem á hann lögð- ust. Faðir okkar var að mörgu leyti mikill hamingjumaður í lífinu, hann átti mikla ráðdeildarkonu, Magneu G. Ölafsdóttur frá Ein- arshöfn, Eyrarbakka og 7 heil- brigð börn. Þótt þröngt væri í búi á árunum sem fólkið í landinu bjó við kröpp kjör, var hann alltaf höfðingi í lund. Við munum alltaf geyma i gullkistu minninganna, þegar hann fór með hópinn sinn prúð- búinn á sunnudagsmorgnum og eyddi þá gjarnan aleigunni ef því var að skipta til að gleðja okkur börnin sín. Þetta var honum svo eðlilegt að vera rausnarlegur við okkur, að móðir okkar hefir að sjálfsögðu þurft að hemla hann þarna i brauðstritinu. En það var gott lag sem hún hafði á honum, þar sem.hann var skapmaður mik- ill, en kunni þá list frábærlega vel að temja sitt mikla skap. Betri föður væri ekki hægt að panta eftir lista, svo við erum að sjálf- sögðu henni þakklát fyrir að færa okkur þessa stærstu gjöf lífs okk- ar. Pabbi var mikill trúmaður, sem hann sýndi ávallt í verkum sínum gagnvart þeim sem minna máttu sín, og með því að styrkja öll góð málefni. Hann keypti öll blöð og merki er lutu að trúmálum eða góðgerðarstarfsemi. Hann var af- ar hógvær í skoðunum um menn og málefni. Músikalskur var hann með afbrigðum og hafði frábært skopskyn. Á tyllidögum innan fjölskyldunnar, þegar hann var upp á sitt besta, átti hann oft til að bregða á leik og herma eftir eftirminnilegu fólki og fuku þá brandarar og þá var fjörugt og hlegið dátt. Þrátt fyrir það var hann afar hlédrægur maður og honum óeiginlegt að trana sér fram. $llum er hann deildi geði við var hlýtt til hans og aldrei urðum við vör við að hann bæri óvild í hjarta til manna eða mál- efna. Hans hugarfar var hreint, slíkt fólk hefir ávallt bætandi áhrif á umhverfi sitt. Fyrir hönd móður okkar og fjöl- skyldna viljum við færa alúðar- þakkir hans tryggu viðskiptavin- um, sem biðu í hvert skipti með skóna sína ef þeir gátu, eftir að láta hann hafa forgang með að gera við, þegar hann fór út úr starfseminni, og skildu hve mikils virði það var fyrir hann að ,,föndra“ við sitt gamla fag, er hann kom heim stund og stund úr sínum sjúkdómslegum. Jafnframt erum við þakklát öllum þeim sem gerðu það sem í þeirra valdi stóð til að létta honum seinustu sporin á hans hérvistardögum. Að lokum þökkum við honum öll það sem hann skilur fjölskyld- unni eftir af ógleymanlegum minningum. Þar sem góðir menn fara eru Guðs vegir. Friður Guðs þig blessi. Vigdís Ferdinandsdóttir Minning: Jóhann Kristinn Jakobsson, Setbergi „Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá.“ Þessi kunna setning úr hinni helgu bók kristinna manna kem- ur mér í hug, þegar Jóhann Jakobsson, verður kvaddur frá Stokkseyrarkrikju á morgun, laugardag. Hann andaðist á Landspitalan- um 12. þessa mán. eftir skamma en harða baráttu við þann sjúk- dóm, sem hvað mannskæðastur er hér á landi. Þótt Jóhann ætti að baki tæplega 78 ár, komu hin snöggu vistaskipti eigi að siður á óvart, því hann hafði átt því láni að fagna að vera heilsugóður um sína ævidaga. Jóhann var fæddur að Gróf i Villingaholtshreppi þann 1. okt. 1900 og fluttist nokkrar daga gamall að Vatnsholti í sömu sveit og var þar hjá afa sínum og ömmu sín uppvaxtar- og bernskuár. Upp úr fermingu fór Jóhann að heiman og fór að vinna fyrir sér, ýmist við landvinnu eða þá til sjós. Um það bil 1928 flyst Jóhann að Stokkseyri og kaupir þar húsið Setberg og sest þar að ásamt for- eldrum sínum, þeim Jakobi Þórðarsyni og Guðríði Magnús- dóttir. Voru þau hjá honum til dauðadags. Mikil þáttaskil urðu í lifi Jó- hanns árið 1942, er hann gekk að eiga tryggan lífsförunaut, Mörtu Kjartansdóttur, frá Kílhrauni á Skeiðum, hina mestu sómakonu. Þau bundu tryggð sina við Stokks- eyri og Setberg, þetta litla vina- lega hús, enda voru þau bæði sam- taka um að gera heimilið hlýlegt. Þess nutu þeir mörgu er heim- sóttu þau hjónin og fundu það vinarþel er móti þeim kom. Eg sem þessar fáu línur rita, naut þess sem unglingur að vera á þessu góða heimili um tíma og kynntist þá Jóhanni vel sem vinnufélaga og heimilisföður. Það segir sína sögu hve mikla tryggð þau Marta og Jóhann tóku við Setberg, því frá fyrsta degi til hins síðasta í hjónabandi þeirra voru þau á þessum eina og sama stað í heil 36 ár. Þar nutu þau þess að lifa ham- ingjusömu lífi í traustu og far- sælu hjónabandi. Jóhann var iæddur á fögrum stað í blómlegri sveit með fagran og víðáttumikinn fjallahring. Hann flutti sig aðeins um set og naut þessa sama umhverfis. Það má því með sanni segja að Stokks- eyri átti huga og hönd Jóhanns. Jóhann var sekmmtilegur mað- ur í viðkynningu. Hlýr og glaðvær og átti til hnyttin gamanyrði og andsvör, sem voru græskulaus. Hann var vel lesinn og hafði mikla ánægju af aó lesa bækur um sagnfræðileg efni. Hann var vel minnungur á ýmsa atburði og sagði vel og skilmerkilega frá. Með Jóhanni er genginn ein- stakur öðlingsmaður. Hann var einlægur í hjarta sínu og gekk að hverju því sem honum var falið, með samviskusemi og heiðarleik. Ekki var hann hávaðamaður eða framgjarn. Ekki sótti hann í auð né völd. Ekki hrópaði hann út skoðanir sínar eða tróð þeim upp á aðra, þótt hann héldi þeim fram af festu og rökvísi. Hann gekk sína lífsbraut af hógværð og góðvild til meðbræðra sinna. Slíkir menn marka ávallt djúp spor í hugum þeirra sem eftir standa og slíkum mönnum er gott að mega kynnast. Á öldum ljósvakans barst mér mikil harmafrétt. Örn Arnljóts- son, útibússtjóri Landsbanka Is- lands á Snæfellsnesi, var látinn. Maðurinn með ljáinn er oft á ferð, óvæginn og miskunnarlaus. A einu augabragði var klippt á þráðinn og burtu kallaður maður á bezta starfsaldri. Mig langar til að minnast þessa ágæta vinar míns og samstarfsmanns með nokkrum orðum. Örn var liðlega 41 árs gamall þegar kallið korh. Hann var fædd- ur i JReykjavík 31, október 1936. Sonur hjónanna Agústu M. Figved og Arnljóts Davíðssonar. Hann naut ástríkis i foreldrahús- um og í hópi glaðra systkina. I uppeldinu bar margt á góma. Á barnsárum var örn glaður, kaldur og eftirsóttur leikfélagi. Hann var glaðsinna og hrókur alls fagnaðar á góðra vina fundum. Þessir eðlis- kostir fylgdu honum alla tíð. Örn gekk ekki menntaveginn, eins og kallað er, en hann stundaði nám í Samvinnuskólanum og lauk þar brottfararprófi árið 1956. Að námi loknu réðst hann fljótlega í þjónustu Landsbanka Islands og starfaði þar til dauðadags, eðá í tuttúgu ár. Örn vaf glaður i við- móti, en skapstór og fljótur til, ef svo bar undir. Hins vegar fór skapið sjaldan með hann í gönur. En þeir sem eru þannig skapi farnir, að vera bráðir og hlaupa upp af litlu tilefni, hafa þá eðlis- kosti, að skipta fljótt um skap og segja ýmislegt i fljótræði og hugsunarleysi, en eru að öðru jöfnu tiibúnir að afturkalla mis- klíðarefnið. Þegar upp var staðið var smá hnífilyrðum gleymt. Örn var ekki hávaxinn en svar- aði sér vel. Hann var kvikur og snarráður. Hálfvelgja átti ekki heima í hans skaplyndi. Alla jafna var hann dagfarsprúður, en Blessuð sé minningin um Jóhann Jakobsson. Þorsteinn Alfreðsson. skapmikill og var ómyrkur að tjá sig í umræðum. Við vinir hans og samstarfsmenn vissum yfirleitt hvar við höfðum hann. Hann var hreinn og beinn í skoðunum. Eins og fyrr segir var Örn þegar á æskuárum allfyrirferðarmikill og kallaði ekki allt ömmu sína. Hann var kátur og gamansamur í um- gengni. Hafði forustu í meinlaus- um gleðskap og lét ekki hlut sinn á þvi sviði, ef hann á annað borð tók þátt í gleði og leikjum með vinum sínum. Eins og fyrr segir réðist Örn í þjónustu Landsbanka Islands 18. marz 1957. Starfaði hann í bank- anum við ýms störf til dauðadags. Fyrstu árin starfaði Örn í ýmsum deildum Aðalbankans í Reykja- vik, en lengst af í Verðbréfadeild bankans. Þá starfaði hann um árabil sem fulltrúi og deildar- stjöri í Austurbæjarútibúi Lands- bankans. Síðar var hann á Vest- fjörðum við Eyrarsparsjóð, Patreksfirði. Þá réðst hann sém forstöðumaður útibús Landsbank-' ans í Keflavík, með aðsetri á Keflavíkurflugvélli. Þegar útibú Landsbanka Islands var stofnað á Sriáfefellsnesi, var Örn ráðinn úti- bússt|ðri óg gegndi því til dauða- dags: örn Vár vaxandi sfarfsmað- ur og bankastjórn Landsbanka Is- lands sýndi honum mikinn og verðskuldaðan trúnað. Jafnframt því að vera útibússtjóri hins nýja bankaútibús, sem hefir að starfs- vettvangi Ólafsvík og Hellissand, sá örn um undirbúning að stofn- un hins nýja útibús. Örn var vax- andi starfsmaður og vinsæll í starfi. Það er mikill missir að missa hann í miðju starfi. Örn var kvæntur Höllu G. Gisla- dóttur. Attu þau fjögur börn og eru þrjú þeirra á lifi. Örn var umhyggjusamur heimilisfaðir og var ánægjulegt að koma á heimili Minning: Orn A rnljótsson bankaútibússtjóri Afmælis- og minnmgargreinar Aö marggefnu tilefni skal athygli vakin á því, aó afmælis- og minningargreinar verða aó berast bláðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast i síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera i sendibréfsformi eöa bundnu máli. Sé vitnað til ljóða eða sálma skal höfundar getið. Greinarnar þurfa að vera vélritaðar og með góðu linubili. þeirra hjóna. Eg vil þakka þær mörgu ánægjustundir, sem ég hefi notið á heimili þeirra hér í Reykjavík, Hafnarfirði, Kefla- víkurflugvelli og síðast en ekki sízt í Ólafsvík. Á fertugsafmæli Arnar hafði ég þá ánægju ásamt fleiri gestum og heimilisvinum að fagna með hon- um. Það var mikil hátíð og gleð- skapur. Þá eins og ávallt áður var mikil gestrisni á heimilinu. Halla var þá, sem áður, hin bezta hús- möðir og stjórnaði veizluhöldum ásamt afmælisbarninu með mik- illi prýði og reisn. Það kvöld verð- ur ógleymanlegt. Ævistarf liðlega fertugs manns, sem Arnar, var allmikið að vöxt- um. Landsbankanum helgaði hann starf sitt og verður sæti hans vandfyllt. Auk þess að helga ; bankanum starf sitt fékkst Örjn, nokkuð við félagsmál. Hann var virkur félagi í Félagi starfsmanna Landsbanka Islands og félags- maður í Kiwanishreyfingunni um margra ára skeið. Fyrst var hann félagi i Kiwanisklúbb hér i Reykjavík, síðar i Hafnarfirði og loks í Ólafsvík. Þar var hann góð- ur liðsmaður og lagði þar alltaf gott til málanna. Ég veit að sorg Höllu er mikil og þverbrestur er kominn í allt heimilislif. Við sem notið höfum vináttu þeirra hjóna, eigum ekki orð til að létta henni harminn. Það var beiskur bikar þegar kall- ið kom, en það eitt er vitað, að leið okkar allra liggur yfir móðuna miklu. Tíminn er liknandi hönd, sem græðir öll sár. Við vinir Arnar og samstarfs- menn i Landsbanka Islands kveðjum hann með sárum sökn- uði. Óskum honum góðrar heim- ferðar. Heimilisfólki hans vottum við samúð og árnum heilla. Bjarni G. Magnússon. Kiwanishreyfingin er ung, en hefur náð að festa rætur víða. Hér var fyrsti Kiwanisklúbburinn stofnaður 1964. I raun höfum við Kiwanismenn reynt að vinna að okkar markmiðum með þvi að leggja góðum málum lið og með því að stofna til kynna á milli manna. Þau kynni hafa síðan oftast leitt til náinnar vináttu. Sérhver félagsskapur byggir á einstaklingnum. Kiwanishreyf- ingin hefur átt því láni að fagna, að eiga góða og heilsteypta ein- staklinga setn sína félaga. Hún er hvorki sterkari né veikari en hver og einn félagi innan hennar vébanda. Einn okkar góðu Kiwanis- bræðra var Örn Arnljótsson. úti- bússtjóri Landsbankans í Ólafs- vík. Hann var ungur eins og okk- ar félagsskapur, fullur eldntóðs og orku, ávallt reiðubúinn til að leggja sitt af mörkum i öllum störfum. Örn var skarpur í hugs- un og hirspurslaus að setja fram sinar skoðanir. A stundum naut hahn þeás að ýTirský-g'gja allt :bg alla; hieð sihh'H ihikíú’ gléttni. (Jll- ''um órðuih hans fylgdi samt utid- iralda. I okkar félagsskap \lar hann metinn af öllum sem hifin einlægi góði vinur, sem öllúm þótti vamt um. Sæti hans stendur nú autt. Örn lézt skyndilega 11. þ. m. að heimili sínu í Olafsvik. Slikur er fallvaltleiki lífsins. Rétt 41 árs gamall fjölskyldufaðir. vinur og félagi hverfur yfir landamæri lifs og dauða á einni morgunstund. „Dauðínn má svo með sanni. samlíkjast þykir mér. Slyngum þeim sláttumanni, sem sher allt sem fyrir ér. Grösin og jurtir grænar, glóandi blómstrið l'rilt. Framhald á hls. 37.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.