Morgunblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 17. FEBRUAR 1978 15 DÓMSMÁL Umsjón: ÁSDÍS RAFNAR laga nr. 71/1966 og því ógilt sam- anber 2. mgr. sömu greinar. Seljandi hefði ekki sýnt fram á aö venjur ættu að leiða til þess að þessu lagaákvæði yrði ekki beitt. Aðilar málsins hefðu ekki byggt á því að öðru vísi eigi að fara með vísitöluhækkun vegna tíma fyrir undirritun kaupsamnings en fyrir tíma eftir undirritun og orðalag kaupsamningsins gæfi ekki sér- stakt tilefni til þess. Var kaupandi sýknaður af kröfum seljanda og seljanda gert að greiða kaupanda málskostnað. Niðurstada önnur í Hæstarétti. I október 1975 skaut seljandi málinu til Hæstaréttar og gerði þær kröfur að kaupandi íbúðar- innar yrði dæmdur til að greiða sér kr. 517.924,- með 9% ársvöxt- um frá 10. febrúar 1974 til 15. júní 1974 auk 13% ársvaxta frá 1. mgr. 1. gr. laga nr. 71/1966: „Eigi er heimilt frekar en leyft er i lögum þess um að stofna til fjárskuldbind inga i islenzkum krónum eða öðrum verðmæli með ákvæð- um þess efnis, að greiðslur, þar með taldir vextir, skuli breyt- ast i hlutfalli við breytingar á visitölum. vöruverði, gengi er- lends gjaldeyris, verðmæti gulls, silfurs eða annars verð- mælis." 2. mgr. 1. gr. sömu laga: ..Ákvæði i fjárskuldbindingum, sem brjóta i bága við ákvæði 1. málsgreinar, eru ógild." 3. gr. sömu laga: „Seðla- banki íslands skal hafa umsjón með framkvæmd laga þessara. Veitir hann heimildir til verð- tryggingar, nema hún sé heim- iluð serstaklega i lögum. Um- sóknir um heimildir til verð- tryggingar skulu sendar banka- eftirliti Seðlabankans." þeim degi til greiðsludags og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Til vara krafðist hann greiðslu á fjárhæð eftir mati Hæstaréttar og málskostnaðar. Kaupandi krafðist staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostn- aÁar fyrir Hæstarétti. 1 dómi Hæstaréttar segir að hús það sem kaupsamningur hefði verið gerður um 4. apríl 1973 hafi þá verið í byggingu. Greiðslur kaupanda skyldu samkvæmt samningnum vera inntar af hendi við lok tiltekinna byggingar- áfanga fram að afhendingu á öðr- um tilteknum tímum, allt þar til 6 mánuðir væru frá afhendingu og tiltekið lán fengið. Akvæði 1. mgr. og 2. mgr. 1. gr. laga nr. 71/1966 um verðtrygg- ingu fjárskuldbindinga verði að skýra svo, að þau ógildi ekki for- takslaust vfsitöiuákvæðin í samningi aðila, sem felur í sér þá skuldhindingu. að þeir inni báðir framlög af hendi á tilteknu tíma- bili eftir samningsgerð með þeim hætti, er í samningnum greinir. I málinu er ekki krafist verðbóta á greiðslur kaupanda , sem voru inntar af hendi eftir afhendingu hússins, og ekki er því haldið fram, að um drátt af hálfu kaupanda hafi verið að ræða á þeim greiðslum sem hann átti samkvæmt framansögðu að inna af hendi i lok tiltekinna bygg- ingaráfanga. Niðurstaða Hæstaréttar var sú, að samkvæmt þessu bæri að taka kröfur áfrýjanda (seljanda) til greina en málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti var felldur niður. í héraði kvað Hrafn Bragason borgardómari upp dóminn en í Hæstarétti dæmdu hæstaréttar- dómararnir Björn Sveinbjörns- son, Logi Einarsson og Þór Vil- hjálmsson og prófessorarnir Arn- ljótur Björnsson og Gaukur Jörundsson. r Þegar viö VEGUM kostina, þá verður svarið ISHIDA Höfum fengið einkaumboð fyrir ishida eiektronískar vogir og flytjum þær beint inn frá framleiðanda í Japan. Til afgreiðslu í maí— júní 1978. SB505 VERÐSTIMPLUNARVOG Fæst eftir óskum með 2 eða 3 dagsetningarstimplum. Pökkunar- dagur, síðasti söludagur, síðasti neysludagur. Standard gerð 2 dag- setningar. Verð áætlað 19.2. 1978: kr. 1.150.000. De luxe gerð 3 dag- setningar. Aætlað verð 19.2. 1978: 1.260.000. Afgreiðslufrestur 2—3 mánuðir frá staðfestingu pöntunar. Verð inni- felur söluskatt og löggildingu AL SJÁLFVIRK VOG Þessi vog tekur frá 10 gr til 18 kg. Verð áætlað 19.2. 1978 með söluskatti og löggildingu kr. 378.000. íslenskur texti á mæla- borði. Leiðarvísir á íslensku fylgir. GRENSÁSVEGI 7 SÍMAR 82655 & 82639 CHRYSLER 78 BÍLASÝNTNG 78 Komið og skoðið úrvalið af bandarískum og frönskum CHR YSLER bifreiðum í CHR YSLER-salnum Suðurlandsbraut 10, n.k. laugardag og sunnudag. Við sýnum hinn glcesi- lega lúxusbíl CHRYSLER LeBARON, ferðabílinn MA TRA SIMCA RANCHO, DODGE ASPEN og PLYMOUTH VOLARE fólksbílana eftirsóttu, rally-sigur- vegarann SIMCA 1508 og síðast en ekki síst SIMCA 1100. Missið ekki af þessari glcesilegu sýningu. Veljið ykkur bíl fyrir vorið. Heimscekið Chrysler-salinn að Suðurlandsbraut 10 og skoðið hina umtöluðu 1978 bíla frá CHRYSLER. Opið laugardag 18.2. kl. 10 til kl. 18. Opið sunnudag 19.2. kl. 14 til kl. 19. CHRYSLER o (HKY.M.KR Vlymoutfi SIMCA 1 Oodgo1 Suðurlandsbraut 10. Símar 83330 - 83454 Vfökull hff.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.