Morgunblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRUAR 1978 Skipulag við Aðalstræti: í gær var afgreidd i borgarstjórn Reykjavikur tillaga að skipulagi aust- an Aðalstrætis. sem mikið hefur verið umrædd og frestað tvisvar sinnum Þarna er umi að ræða endurnýjun og uppbyggmgu á svæðmu meðfram Aðalstræti. frá Hafnarstræti og gamla Kirkjugarðin um. þar sem eru bilastæði og auðar lóðir v.ð bilastöð Steindórs og Hótel íslandsgrunninum. og siðan gamalt hús við Aðalstræti 7 og Miðbæjar- markaðurinn Og jafnframt er þarna tekin með húsaröðin austan við þetta svæði En i skipulagshug- myndum. sem Teiknistofan i Garða- stræti 1 7 hefur unnið er gert ráð fyrir að hægt sé að endurnýja i I 7963 1 WSmtmmpBt Borgarstjórn fjallaði í gær um grófa drætti að skipulagi á þessu svæði, austan Aðalstrætis, milli Hafnarstrætis og Kirkjustrætis. Meira líf í Miðbæinn áföngum og ekki á öllu svæðinu. ef eigendur kjósa það Ekki er í samþykktmm nein ákvorðun um að rifa hús. heldur að veita eigendum leyfi til að gera til- lögur um sameigmlega uppbygg- ingu í samræmi við þessa grófu tillögu Verður siðan áfram unnið að tillögu um uppbyggmgu á grund- velli skipulagshugmyndarinnar. i samvinnu við hlutaðeigandi aðila sem þar eiga hagsmuna að gæta. og koma teikningar siðan aftur fyrir skipulagsnefnd til endanlegrar ákvorðunar Reykjavikurborg á um helmmg umræddra lóða eða Hótel íslands lóðina og Austurstræti. Bún- aðarbankinn á eina lóð og Póstur og simi aðra. aðrar lóðir og hús eru i einkaeign Skipulagshugmyndin. sem nú var afgreidd i borgarstjórn. er i grófum dráttum og byggingarnar ekki teikn- aðar eða útlit þeirrð ákveðið En i húsunum. sem þarna risa á að verða hægt að koma fyrir 80 íbúðum. i þeim tilgangi að fá aftur ibúa i miðbæinn. þar sem varla búa lengur nema húsverðir i skrifstofubygging um Einmg að»leysa vandann með bif reiðastæði Verða þau neðanjarðar á einni hæð undir Hótel Islands lóð- inni En þar mætti koma fyrir ekki færri en 140 bílastæðum. sem ekið yrði inn i frá Aðalstræti Þar gæti fólk lagt bilum sinum og farið gang- andi í verzlanir og þjónustufyrirtæki sem verða á fyrstu og annarri hæð byggmganna og á yfirbyggt torg eða opið svæði Þannig mætti glæða miðbæjarlif og umferð frá fótaferða- tima til háttatíma Nyrst á svæðmu er gert ráð fyrir litlu torgi meðfram Hafnarstræti. til að ekki verði þrengt of mikið að hinu gamla Fálkahúsi og yrði gengið beint ^yfir á svæðið úr Fischerssundi Vrði fyrsta hús sunn- an Hafnarstrætis þvi i 20 m fjarlægð frá Fálkahúsinu Áformað er að byggmgar séu á fimm hæðum og eru fjórar þeirra alls staðar mn- dregnar. það er götuhæðm og siðan aftur þriðja hæðin og allar þar fyrir ofan Bygging er ráðgerð við Austur- stræti norðanvert Þá tekur við fyrr- nefnt torg yfir bilastæðum á Hótel íslandslóðmm Yfirbyggt torg Torgið við Aðalstræti er áætlað um 1000 fermetrar að stærð og yfirbyggt. en kring um það smá- verzlanir. kaffisala og fleira Þarna myndast möguleikar fyrir ibúa höf- uðborgarsvæðisins til að koma sam- an í skjóli á yfirbyggðu torgi En þetta er annað yfirbyggða torgið af þeirri gerð. sem áformað er i borg- inni Hitt er að visu minna. en þegar í byggingu á Helmmi Húsalinan er inndregin frá Aðalstræti. þar sem torgið er. en það nær yfir Hótel íslands grunninn og hluta af Austur- stræti En uppi yfir þessu torgi eru göngusvalir kring um það til að auðvelda aðkomur á aðra hæð bygg- inganna í kring En þaðan er hægt að horfa niður yfir torgið. þar sem gert er ráð fyrir að hægt sé að hafa ýmiss konar smásamkomur og bæði þar uppi og niðri á torginu hægt að koma fyrir kaffisölu Sunnan við torgið er áformuð bygging af sömu gerð og fyrr er lýst. með inndreginni fyrstu hæð og öll- um hæðum ofan við þriðju hæð. og að byggja megi til samræmis ofan á Miðbæjarmarkaðshúsið Sama gildir um húsin sem rísa kunna í stað gömlu húsanna austan við torgið. ef eigendur kjósa að byggja þar upp Kostnaður við allt byggingamagnið, ef af verður, er nú áætlaður 1 500 milljónir eða á við stórt fjölbýlishús í Breiðholti Gönguleið út á Austurvöll Milli torgsins yfirbyggða og bygg- mgarmnar við Aðalstræti 7 er ætlun- in að opna aftur gangstig. sem áður var þarna. þ e meðfram Hótel Vik og gamla Sjálfstæðishúsinu og út á Austurvöll. þannig að greið göngu- leið verði bemt úr Bröttugötu og út á Austurvöll Sem fyrr er sagt. er gert ráð fyrir að byggja megi i áföngum og kallar það út af fyrir sig því ekki á að hús séu rifin. nema eigendur óski Er skipulag þetta gert i samræmi við óskir. sem fram hafa komið frá eig- endum um uppbyggmgu Hafa full trúar eigenda allra lóðanna komið saman og verið kynntar þessar hug- myndir. m a. i Höfða 9 feb sl og lýstu þeir áhuga á málinu Þykir eðlilegt að borgaryfirvöld hafi frum- kvæði um byggingci torgsins og bif- reiðastæðanna. til að tryggja að það verði stefnumarkandi um svæðið Ekki þyrftu sömu arkitektar að teikna allar byggingarnar. sem þó þyrfti að samræma vel með samvinnunefnd Borgarsjóður á lóðirnar við Austur- stræti 1. 2 og 3. Búnaðbankinn lóðina nr 5 við Austurstræti. Póstur og simi lóðirnar sem liggja út að Austurvelli. en einkaeigendur eru að öðrum lóðum og yfirleitt margir að hverri eign Skipulagshönnuður, Hilmar Ólafsson arkitekt. telur nauðsynlegt. ef vel eigi að takast til um þessa uppbyggingu. að borgaryfirvöld leiði þetta verk frá upphafi til enda og haldi úrslitavaldi um öll mikilvæg atriði Einnig að niðurrif húsa á þessu svæði verði ekki heimilað fyrr en byggingarnefndarteikningar af væntanlegum mannvirkjum hafi ver- ið samþykktar En benda má á. að þó ekki sé krafist leyfis byggingar- nefndar áður en byggingar eru rifnar í byggingarsamþykkt Reykjavikur- borgar, liggur nú fyrir alþingi frum- varp til byggingarlaga. þar sem gert er ráð fyrir að ekki megi rífa hús fyrr en að fengnu leyfi byggingarsam- þykktar Og skipulagsnefnd Rykja- víkur hefur gert ráð fyrir að einstök gömul hús megi flytja og koma fyrir. Beint á móti Fischerssundi er gert rád fyrir audu svæði, með tilliti til þess að ný bygging komi ekki of nærri gamla Fálkahúsinu, en sunnan við það rís svo bygging með inndreginni götuhæð og inndregnum hæðum frá þriðju hæð. Horft norður eftir Aðalstræti. Beint á móti Morgunblaðshús- inu er ekið niður í bílageymsl- ur, en þar innan við er yfir- hyggt þorp. Beint á móti Bröttugötu verður göngustígur út á Austurvöll. t d í Grjótaþorpi, ef þau þurfa að víkja þarna í tillögu þeirri. frá skipulagsnefnd sem borgarstjórn afgretddi igær um framkvæmdir við A^alstræt^ segir ma j jop it> m:>níBd eJermi/n & lo Landnotkun £ Uppbygging fari fram ánöðöVvunl* ^Aðalstræti 3. 7 og 9 AusturstrætP 1 . 2 og 3. Hafnarstræti 2 og 4. Vallarstræti 4 og Veltusundi 3A og 3B Á fyrstu og annarri hæð fari fram verzlunar- og þjónustustarf- semi. samtals um 4900 ferm að gólffleti Á efri hæðum verið íbúðir ca 80 talsins. ca 5800 ferm að gólffleti Auk þess verði byggt yfir torg á lóðinni Austurstræti 2 (Hótel íslands lóðin) Torg þetta verði opið svæði til fjölbreyttra athafna borgar- anna Til athugunar er hvort hús þetta skuli rúma nokkra starfsemi á annarri hæð (á e k svölum) Umferð Við nánari úrvinnslu á byggingar- forsögu skal hafa tvo valkosti varðandi umferð um Austurstræti að leiðarljósi í fyrsta lagi Umferð haldist um Austurstræti vestur i Aðalstræti Þá verður 2 hæð torgs tengd yfir Aust- urstræti i 2 hæð norðanvert við götuna I öðru lagi Umferð um Austurstræti haldist vestan að Veltu- sundi en síðan eftir Veltusundi yfir i Hafnarstræti Þegar leiðsögu- teikningar skv báðum valkostum liggja fyrir skal taka afstöðu til um- ferðar Bifreiðastæði. Mælt er með að gert sé bifreiða- stæði neðanjarðar á einni hæð sem er að mestu undir Hótel íslands lóðinni Stefna skal að ekki færri stæðum en 140 Reikna skal með. að húsbyggjendur kosti eitt bifreiða- stæði pr íbúð og eitt stæði pr 1 50 fm i gólffleti verzlunar- og þjónustu- húsnæðis í þessari bifreiðageymslu. sbr ákvæði aðalskipulags 1975—1995 Aðkoma að bifreiða- stæði verði frá Aðalstræti Tryggja verður. að bifreiðastæði þetta sé öllum opið á almennum verzlunar- tíma og engin stæði séu merkt nein- um ákveðnum aðila Byggingarákvæði í meginatriðum er sktpulagsnefnd sammála þeirri stefnu. sem mörkuð er í tillögu B frá Teiknistofunni. Garðastræti 1 7. þ e að mesta hæð bygginga sé 5 hæðir. að frá og með 3ju hæð skulu hæðir inndregnar. að öðru leyti vísast í uppdrætti. sbr kafla I a. svo og nánari ákvæði um stjórnun hönnunar í næsta kafla hér á eftir Stjórnun ítreka skal eftirfarandi sjónar- mið. sem fram koma í bókun skipu- lagsnefndar frá 26 júlí 197 7 ..Nefndin telur eðlilegt. að nánari ákvæði um framkvæmd þessa skipulags þróist i meðförum starfs- hóps, sem skipaður væri fulltrúum lóðaeigenda og borgaryfirvalda. enda hljóti skipulag svæðisins þá fyrst endanlega afgreiðslu nefndar- innar." Lagt er til. að starfhópur þessi verði þegar myndaður og vinni hann að gerð byggingarforsagnar í sam- ræmi við hugmyndir lóðaeigenda Um nýtingu einstakra lóða og sam kvæmt liðum II —1 V hér að fram- an LÓðahafar skulu hafa forgöngu . um skipan þessa vinnuhóps (frarp- kvæmdástjórn) og kalla hana til starfa Þá fyrst er'frámkværhdastjðfh -.bgb ihöhflúnaraðilar hennar hafa ' -enduVsköðað byggingarmöguleika svæðisins skal það að nýju kynnt skipulagsnefnd og tekur hún þá endanlega afstöðu til uppbyggingar- innar Framkvæmdastjórmn skal vinna í náinni samvinnu við borgar- yfirvöld Skipulagsnefnd hefur ekki á móti því. að hönnunaraðilar verði fleiri en einn. enda starfi þeir i anda skipulagsins og í náinni samvinnu innbyrðis og á vegum framkvæmda- stjórnarinnar Fulltrúar lóðaeigenda i framkvæmdastjórn skulu koma fram f.h lóðaeigenda gagnvart borgaryfirvöldum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.