Morgunblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRUAR 1978 26 íbúum fækkar í Vestur-Berlín á næstu áratugum Berlin. 16. febrúar. AP. VESTUR-Berlin, einangruð borg með um 2 milljónir (búa, mun um aldamótin 2000 hafa aðeins 1,4 milljón íbúa ef sú þróun heldur áfram sem hafin er að því er segir í skýrslu sem birt var I dag. Nefnd sú sem hefur gert úttekt á málinu segir að grípa verði til mjög umfangsmikilla aðgerða ef eigi að snúa dæminu við og gerir hvorki meira né minna en 112 tillögur þar að lútandi. Þar í felast m.a. ódýrari flugfar- gjöld til Berlínar og frá borginni og ýmiss konar félagsleg hjálp sem á að draga úr framfærslu- kostnaði stórra fjölskyldna. Um sautján þúsund manns flytjast búferlum frá Vestur-Berlín nú, en ætti að vera þar eðlileg fjölgun þyrfti 20 þúsund manns að flytj- ast til borgarinnar ár hvert. Vest- ur-Berlin er sem kunnugt er 100 mílur inn í Austur-Þýzkalandi og ferðir landleiðina eru oft mjög tafsamar og það<svo að fólk hikar við að takast slíka ferð á hendur. Tíundi hver Vestur- Berlínar-búi er útlendingur og er stærsti hópurinn erlendir verka- menn og fjölskyldur þeirra. Það var árið 1950 sem ibúatala Vestur-Berlinar fór smám saman að skreppa saman, en þegar fjöld- inn var mestur, árið 1950, bjuggu þar 2,2 miljónir manna. Hlutfall aldraðra, þ.e. fólks yfir 65 ára, hefur hins vegar hækkað mjög, eða tvöfaldast síðan árið 1950. Spánverjar neita Sovétum um aðstöðu gegnt Gíbraltar Madrid 16. frbr. AP. SPÁNSKA stjórnin hefur ákveðið að verða ekki við beiðni frá Sovét- ríkjunum um að koma upp meiri- háttar hafnarmannvirkjum gegnt brezku flotastöðinni í Gibraltar. Neitun þessi kemur þrátt fyrir aukin áhrif Sovéta á Spáni f kjöl- far þcss að stjórnmálasamskipti hafa verið tekin upp milli land- anna. Talið er að miklu hafi ráðið andstaða æðstu manna innan spánska hersins. r — Akvæði um óbeina skatta fellt úr frv. Framhald af bls. 48 arendurskoðunar og þar með vísitölugrundvöllinn og vill vinna að þessu máli í samráði við samtökin á vinnumarkaðn- um, þannig að ný skipan geti komið til framkvæmda frá upphafi næsta árs. t samráði við ríkisstjórnina hefur meiri- hluti fjárhags- og viðskipta- nefndar lagt til að 3. gr. frv. um efnahagsmál verði felld burt og vill ríkisstjórnin með þvf sýna, að hún er reiðubúin til samráðs um framtíðarskip- an þessa mikilvæga þáttar f ákvörðun launa.“ Halldór Asgrfmsson (F), for- maður fjárhags- og viðskipta- nefndar, gerði grein fyrir breyt- ingartillögu meirihluta nefndar- innar, í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, svohljóðandi: „3. grein frv. falli niður“. Jafn- framt fylgdi hann úr hlaði nefndaráliti, þar sem lagt er til, að frumvarpið þannig breytt verði samþykkt. Sagði Halldór að efnahagsráðstafanir, sem nú yrði gripið til, væru óhjákvæmilegar, ef tryggja ætti rekstrargrundvöll útflutningsgreina þjóðarbúsins og atvinnuöryggi í Iandinu. Sagði hann ótvírætt, að frumvarpið spannaði mildife^ustu leiðina, sem fær v^eri új,‘4í aðsetjandi vanda, þótt alla:snerti lítitsháttar og tímabundi$..'lygar fram væri horft þyrjti og að eptfurskoða gildandi vísitölukerfi, sem allir væru í raun sammála um, að erfitt væri við að una óbreytt, ef ná ætti árangri í verðbólguhömlum. Miklar umræður urðu um málið og var þeim ekki lokið þegar þessi frétt var skrifuð. Reiknað var þó með að deildin afgreiddi efna- hagsfrumvarpið þannig breytt til neðri deildar á ný, sem þurfti um það að fjalia að nýju, vegna breyt- ingar í efri deild. Jafnframt var gert ráð fyrir því að efnahag?, frumvarpið hlyti lagagildi í með- förum neðri deiidar í gærkveldi. Hefðu Spánverjar orðið við þessari beiðni hefði það þýtt, að um 1500 sovézk skip hefðu farið um þessa höfn árlega og hefði þetta o|> opnað möguleika á eftir- liti af hálfu Sovéta með ferðum Polaris-kafbáta við Cadiz, að því er vestrænir diplómatar skýrðu frá. Formleg beiðni um þetta var lögð fram fyrir rösklega sextán mánuðum. Vitað er að Bretar og Bandaríkjamenn hafa haft nokkr- ar áhyggjur af málinu en embætt- ismenn segja að engin mótmæli hafi verið lögð formlega fyrir spönsku stjórnina. — Viðræður um hækkun lána Framhald af bls. 25. eftir í eldri hverfunum. Aldurs- skipting eftir hverfum borgarinn- ar er orðin mjög mikil og er mjög brýnt að snúa þessari þróun við. Auk þess er hér um stórkostlega fjármuni að ræða fyrir það opin- bera þar sem byggja þarf allar þjónustustofnanir frá grunni í nýjum hverfum á sama tíma og þær nýtast takmarkað í eldri hverfum. Ö hætt er að fullyrða að því fé sem varið yrði til að auð- velda ungu fólki að kaupa og endurbæta eldra húsnæði, myndi skila sér fljótt í sparnaði á öðrum mjög kostnaðarsömum mann- virkjum. Ég vona því að þær vióræður sem nú eru að hefjast um þetta þýðingarmikla mál milli borgar- stjórnar og húsnæðismálastjórnar beri verulegan árangur og það sem fyrst,“ sagði Magnús að lok- um. Væntanlegt framboð á Vesturlandi AÐALFUNDUR fulltrúafélaga Sjálfstæðisflokksins í Snæfells- og Hnappadalssýslu var haldinn f Ölafsvík síðastliðinn þriðjudag. Var hann mjög vel sóttur. Um- ræður voru miklar um væntanleg- an framboðslista flokksins í Vest- urlandskjördæmi með hliðsjón af því prófkjöri sem fram fór f haust. Er stefnt að því að ganga frá listanum á næstunni. Bjarni Ölafsson, sem undanfar- ið hefur verið formaður fulltrúa- ráðsins, baðst undan endurkosn- ingu og í hans stað var kjörin Soffía Þorgrímsdóttir yfirkennari í Ölafsvík og varaformaður var kjörinn Arni Helgason söðvar- stjóri í Stykkishólmi. — Fréttaritari. (Ljósm. Mbl. Fridþjófur) Ég ætla að verða lögregluþjónn þegar ég verð stór. Gríski utan- ríkisráðherr- ann til Sovét Aþenu, 16. febr. AP. UTANRlKISRAÐHERRA Grikk- lands Panajotis Papaligouras hef- ur þegið boð um að koma í opin- bera heimsókn til Moskvu á næst- unni, en ekki hefur verið ákveðið hvenær. Þetta verður fyrsta opin- bera heimsókn grísks utanrfkis- ráðherra til Sovétríkjanna og þykir tíðindum sæta að sögn AP- fréttastofunnar. Fiskideila Spánverja og Marokkóbúa ley st Vladrid, 16. febrúar. AP. NEÐRI deild spænska þingsins hefur staðfest fiskveiðisamning til fimm ára við Marokkó þrátt Sex nýir ráðherrar Bonn, Vestur-Þý/.kalandi, 16. febr. AP. SEX nýir ráðherrar í stjórn Hel- muts Schmidts kanslara Vestur- Þýzkalands sóru Scheel forseta embættiseið í dag. Mennirnir voru tilefndir í embætti hinn 3. febrúar eftir meiriháttar breyt- ingar á stjórninni. Þessir sex eru Hans Apel varn- armálaráðherra, Hans Matthoefer fjármálaráðherra, Dieter Haack skipulagsráðherra, Volker Hauff vísinda- og rannsóknarmálaráð- herra, Juergen Schmude mennta- málaráðherra og Rainer Offer- geld efnahagsmálaráðherra. Eins og frá hefur verið sagt var mál Georgs Leber fyrrv. varnar- málaráðherra upphaf þess að breytingar voru gerðar á stjórn Schmidts. fyrir harða mótstöðu stjórnarand- stæðinga. Samkvæmt samningnum fá 1.000 spænsk fiskiskip að veiða i landhelgi Marokkó þangað til í febrúar 1983. Samningurinn var samþykktur með 174 atkvæðum gégn 142 en átta sátu hjá. Þingmenn sósíalista og komm- únista héldu því fram í umræðum' um frumvarp stjórnarinnar um samninginn að hann skaðaði hags- muni sjávarútvegsins á Kanari- eyjum. Þingmenn Miðflokksins, flokks Adolfo Suarezar forsætis- ráðherra, sögðu að samningurinn væri öllum spænskum fiskimönn- um til hagsbóta. Sósíalistaþingmaðurinn Manuel Marin sagði að aðeins einokunar- aðilar, stórútgerðarfyrirtæki ög skipaeigendur hefðu hag af samn- ingnum og að réttindi verka- manna hefðu gleymzt. Victor Moro úr Miðflokknum kvað samn- inginn tryggja framtíð spænskra fiskimiða og hann kæmi til góða öllum spænskum fiskiskipum, meðal annars fiskiskipum frá Kanaríeyjum, Suður-Spáni og borgum Spánverja í Norður,- Afríku, Ceuta og Melilla. Embættismenn segja að samn- ingurinn tryggi atvinnuöryggi 50.000 spnæskra fiskimanna og 20.000 milljóna peseta tekjur. Laker óttast ekki nýtt fargjaldaboð Pan Am London, 16. feb. AP. FREDDIE Laker sem innleiddi ódýr fargjöld á flugleiðinni yfir Atlantshaf, sagðist ekki hafa nokkrar áhyggjur þótt Pan Skemmdarverk unnin á olíuleidslunni yfir Alaska Fairbanks. 16. feb. AP—Reuter. SKEMMDARVERKAMENN sprengdu í gær gat á olfuleiðsl- una sem liggur yfir þvera Alaska og varð að stöðva rcnnsli um hana um tíma, að því er lögregluyfir- vald skýrði frá í dag. Flugmaður sem flaug yfir leiðslunni í gær tilkynnti um lekann, sem ijemur nokkrum þúsundum tunna. Olfan dreifðist yfir svæði sem er um 180 metrar að þvermáli. Ekki er nákvæmlega vitað um hvenær gatið var sprengt á leiðsl- una frá Prudhoe-flóa til Valdez, en lögreglan skýrði frá í dag að ljóst væri að skemmdarverk hefði verið unnið á leiðslunni þar sem nokkrir metrar af kveikiþræði hefði fundist á staðnum. Næmt kerfi sem gefur leka á leiðslunni til kynna virkaði ekki, héldur varð einkaflugmaður á ferð yfir leiðslunni lekáns var í gter. Gatið sem myndaðist á leiðsl- una er um 5 sentimetrar í þver- mál. Ekki er vitað um hversu mik- ið magn þykku hráolíunnar hefur spillst út yfir viðkvæman heim- skaupagróðurinn í nágrenni leiðslunnar, þó er sagt að um sé að ræða nokkur þúsund tunnur af olíu. Alls flytur léiðslan um 40 þúsund tunnur af olíu á sólar- hring, en hún er 1,2 metrar í þvermál og 1280 km að lengd. Lekinn sem kom að leiðslunni að þessu sinni er á stað um 50 kilómetra fyrir austan bæinn Fairbanks. Er viðgerðarmenn komu á staðinn tók um 5 klukku- stundir að gera við lékann og reiknað er mgð að fullt flæði verði í leiðslunni á morgún. Lékinn f gær er fjórði umtals- verði elkinn sem kemúr að olíu- leiðslunni yfir þvera Alaska. Fyrri lekar eru taldir eiga rætur sínar að rekja til mannlegra mis- taka. Skemmdarverk voru unnin á leiðslunni í júlí í fyrra, skömmu eftir að hún var tekin í notkun. Ekki voru þau þó þéss eðlis að stöðva þyrfti rennslu olíunnar um leiðsluna, eins og nú varð að gera. Alaska-leiðslan er í eign átta stórra olíufyrirtækja og kostaði um átta milljarði dollara. Tók nokkur ár að leggja leiðsluna og hanna, vegna erfiðra aðstæðna. Einnig áttu nokkur átök sér stað milli umhverfissinna og olíufélag- anna. American-fiugfélagið hefði boðið samkeppni með sérstakri far- gjaidalækkun á flugleiðinni. Laker sagðist fagna ákvörðun Pan Am um að sækja um leyfi til verulegra fargjaldalækkunar á flugleiðinni frá London til átta bandarískra borga. „Þetta eykur fjölda þeirra sem ferðast," sagði Laker, en hugmynd Pan Am er að lækka venjuleg „sparnaðar" far- gjöld sín um helming. Fargjöld þau sem Pan Am nú boðar munu verða svipuð og í „Lest“ Freddie Lakers. Þó verður að bóka þær ferðir með þriggja vikna fyrirvara, en hjá Laker ganga menn nánast um börð án þess að panta nokkurt far, að því er segir í fréttaskeytum. Nú þegar hafa flugfélögin Trans World Airlines, British Airways og Pan Am á boðstólum fargjöld sem eru örlítið dýrari en fargjöld Lakers. Þau eru svoköll- uð „standby" fargjöld, þ.e. fólk getur mætt á flugvelli upp á von og óvon um að fá far falli til laust sæti. Laker segist m.a. ekkert ótt- ast nýtt fargjaldaboð Pan Am þar sem hann segir „standby" far- gjöld flugfélaganna ekki hafa haft nokkur áhrif á „Lest“ sína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.