Morgunblaðið - 17.02.1978, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 17.02.1978, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1978 13 Prófkjör Sjálfstædismanna í Reykjavík: U tank j örs taðakosning vegna prófkjörs um skipan framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík við næstu borgarstjórnar- kosningar, verður í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Kosningin hefst miðvikudaginn 22. febrúar og fer fram daglega milli kl. 5—7 e.h. en laugardag frá kl. 10—3 og sunnudag frá kl. 2—5. Utankjörstaðakosningunni lýkur föstudaginn 3. marz. Utankjörstaðakosningin er þeim ætluð, sem f jarverandi verða úr borginni aðalprófkjörsdagana 4., 5. og 6. marz, eða verða forfallaðir. Hverjir hafa atkvæðisrétt? Atkvæðisrétt í prófkjörinu hafa allir stuðningsmenn D-list- ans í borgarstjórnarkosningunum, sem náð hafa 20 ára aldri 28. maí 1978 og lögheimili áttu í Reykjavík 1. des. 1977, svo og allir meðlimir Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, sem lögheim- ili áttu í Reykjavík 1. des. 1977. Hvaða regla gildir um útfyllingu atkvæðaseðils? Á atkvæðaseðli er nöfnum frambjóðenda raðað eftir stafrófs- röð. Kjósa skal fæst 8 frambjóðendur og flesta 12. Skal það gert með því að setja kross fyrir framan nöfn frambjóðenda, sem viðkomandi óskar eftir að skipi endanlegan framboðs- lista. Verða úrslitin bindandi? Til þess, að úrslitin geti orðið bindandi fyrir kjörnefnd, þarf fjöldi þeirra, sem þátt tekur í prófkjörinu að vera 30% af kjörfylgi Sjálfstæðisflokksins við síðustu borgarstjórnarkosn- ingar eða minnst 8092. Auk þess þurfa einstakir frambjóðend- ur að hljóta minnst 50% greiddra atkvæða til þess, að kosning þeirra verði bindandi. Birting úrslita Ef þátttaka í prófkjörinu nemur 30% eða meira af kjörfylgi Sjálfstæðisflokksins við borgarstjórnarkosningarnar 1974, er kjörnefnd skylt að birta opinberlega upplýsingar um úrslit í prófkjörinu, að því er tekur til 12 efstu sætanna. Yfirkjörstjórn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. í Fíat 132. Fíat hefur ekki aðeins gert miklar og jákvæðar breytingar til þæginda fyrir ökumann og farþega heldur einnig stóraukið öryggið með endurbættu bremsukerfi, öryggisgrindum og stálbitum sem finnast vart í dýrustu gerðum bifreiða. Fíat 132 er Luxus bíll í sérflokki hvað verð og sparneytni snertir. Ef þú skoðar Fíat132 að innan og utan þá kemstu að því að hér er á ferðinni bíll sem heillar. fF// ATk FÍAT EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI DAVÍÐ SIGURÐSSON hf SÍÐUMÚLA 35, SÍMI 85855

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.