Morgunblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 48
AlICiLÝSINÍiASÍMINN ER: 22480 2H#rí)tinbI«íiiö FÖSTUDAGUR 17. FEBRUAR 1978 / Birgir Isl. Gunnarsson um svæðið austan Aðalstrætis: Það er gott að hvíla lúin hein. (Ljc'nrt MbL RAX). Rangtúlkun að skipulagið sé endanlegt LANGAR og heitar umræður urðu í borgarstjórn í gærkvöldi um deiliskipulag austan Aðal- strætis. Ólafur B. Thors, formað- ur skipulagsnefndar, sagði í ræðu sinni að hér væri ekki verið að samþykkja endanlegt skipulag heldur hvernig tillaga að skipu- lagi yrði unnin. Þorbjörn Brodda- son, borgarfulltrúi Alþýðubanda- lagsins, sagði að ef þessi tillaga yrði samþykkt, væri með því ver- ið að kveða upp dauðadóm yfir 10 Yfirlýsing ríkisstjórnar á Alþingi í gær: Ákvæði um óbeina skatta fellt úr frv. húsum í miðborg Reykjavikur. Borgarstjóri Birgir Isl. Gunnars- son las upp bókun frá borgarfull- trúum Sjálfstæðisflokksins, og þar segir m.a.: „Hér er ekki um endanlegt skipulag að ræða, eins og rang- túlkað hefur verið af ýmsum þeim, sem mælt hafa gegri þessu skipulagi. Endanleg ákvörðun skipulagsins kemur aftur til með- ferðar í skipulagsnefnd, borgar- ráði og borgarstjórn, þegar nánari útfærsla þess hefur farið fram og nánara útlit svæðisins mótast bet- ur f meðförum skipulagsmanna og arkitekta, sem vinna munu á vegum einstakra lóðareigenda og húseigenda. A þessu stigi felur tillagan því ekki í sér ákvörðun um niðurrif á neinu húsi né ákvörðun um endanlegt útlit þessa svæðis.“ Á fundinum í borgarstjórn I gær lá frammi undirskriftarskjal með nöfnum 38 arkitekta, þar sem óskað var eftir að afgreiðslu tillögunnar yrði frestað þar til almennur félagsfundur Arki- Reiðubúin til samráðs um framtíðarskipan verðbóta GEIR Hallgrímsson. forsætisráðherra lýsti þvf yfir í efri deild Alþingis f gær. að ríkisstjórnin hefði ákveðið að fella niður úr frumvarpi þvf um efnahagsráðstafanir ákvæði um að frá og með næslu áramótum skuli óheinir skatlar ekki hafa áhrif á verðbótavísitölu eða verðbótaákvæði kjarasamninga. Sagði forsætisráðherra að ríkisstjórnin teldi rétt að taka verðhótaákvæði í kjarasamningum til allsherjar endurskoðunar og þar með vfsitölugrundvöllinn og vildi ríkisstjórnin vinna að þessu máli í samráði við samtökin á vinnumarkaðnum. þannig að ný skipan geti komið til framkvæmda við upphaf næsta árs. MEIRI hluti fjárhags- og við- skiptanefndar efri deildar Al- þingis — þ.e. fulltrúar stjórnar- flokkanna — lögðu í gær fram breytingartillögu við stjórnar- frumvarp um efnahagsmál, þess efnis, að 3ja grein frumvarpsins, sem hefur verið umdeild, einkum meðal forsvarsmanna launþega- samtaka, verði felld úr frumvarp- inu. Frumvarpsgreinin fjallaði um það, að ,,frá og með 1. janúar 1979 skuli óbeinir skattar ekki hafa áhrif á verðbótavísitölu eða verðbótaákvæði kjarasamninga. Ennfremur að kauplagsnefnd ætti að meta, hvað telja skuli óbeina skatta í þessu skyni. Geir Hallgrímsson, forsætisráð- herra, kvaddi sér hljóðs í upphafi þessa fundar, þar sem frv. var til 2. umræðu, eftir að hafa hlotið samþykki neðri deildar Alþingis, og flutti eftirfarandi yfirlýsingu, f.h. ríkisstjórnarinnar, þar sem m.a. er lögð áherzla á allsherjar- endurskoðun verðbótaákvæða kjarasamninga og vísitölugrund- vallar í samráði við samtök vinnu- markaðarins, þannig að ný skipan geti komið til framkvæmda frá upphafi næsta árs. Yfirlýsing for- sætisráðherra var svohljóðandi. „Miklar umræður hafa spunn- ist um 3. gr. í frv. rfkisstjórn- arinnar um ráðstafanir f efna- hagsmálum, en þar er lagt til, að frá og með 1. janúar 1979 skuli óbeinir skattar ekki hafa áhrif á verðbótavísitölu eða verðbótaákvæði í kjarasamn- ingum. Fulltrúar launþega- samtaka hafa af ýmsum ástæð- um lýst ákveðinni andstöðu sinni við þetta ákvæði. Skoðun og rök ríkisstjórnar- innar fyrir þessari tillögu eru skýr og þarf ekki að endurtaka þau. Núverandi vísitöluákvæði hafa óæskileg áhrif á stefnuna í skattamálum, auk þeirrar hættu á víxlhækkun kaup- gjalds og verðlags, sem þau fela í sér. Það er athyglisvert, að nær allir, sem til máls hafa tekið f umræðu um þetta mál, telja vísitölukerfið meingall- að. Ríkisstjórnin telur því rétt að taka verðbótaákvæði í kjarasamningum til allsherj- Framhald á bls. 26 Framhald á bls. 27 Verkfall á blöðunum? ÞEGAR Morgunblaðið fór í prentun i gærkvöldi stóð enn yfir samningafundur sátta- semjara ríkisins með fulltrú- um blaðaútgefenda og hlaða- manna. en boðað verkfall blaðamanna átti að koma til framkvæmda í nótt. Hafi samningar ekki tekizt í nótt eða árdegis í dag mun Morgun- blaðið ekki koma út fyrr en samkomulag hefur tekizt. Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra, í viðtali við Morgunblaðið: Trúi því að launþegar meti meir atvinnuöryggi og góð lífskjör -en atvinnuleysi, kaupmissi og hömlulausa verðbólgu Krefjast verður þess að farið verði að lögum landsins GEIR Hallgrímsson, for- sætisráðherra, sagði í samtali við Morgunblað- ið í gærkvöldi í tilefni af yfirlýsingum ASl og BSRB í gær, að þess yrði að krefjast, að menn færu eftir lögum lands- ins. Forsætisráðherra kvaðst trúa því, að laun- þegar mætu meir at- vinnuöryggi og góð lífs- kjör en atvinnuleysi, kaupmissi og hömlu- lausa verðbólgu. Geir Hallgrímsson sagði ennfremur, að verkalýðshreyfingin gæti ekki í senn krafizt samráðs en haldið því fram þegar tekið væri til- lit til sjónarmiða hennar, að um undanhald væri að ræða. Forsætisráðherra var í upphafi spurður álits á viðbrögðum forystu- manna ASÍ og BSRB við yfirlýsingu hans á Al- þingi í gær um 3.gr. frumvarps ríkisstjórnar- innar um efnahagsráð- stafanir og hann sagði: — Forvígismenn ASl og BSRB hafa að meginefni til fundið frumvarpi ríkisstjórnar- innar til foráttu ákvæði þessi um kaupgjaldsvísitölu og af- nám óbeinna skatta úr vísitöl- unni. Ríkisstjórnin hefur nú komið til móts við þá gagnrýni, sem launþegasamtökin settu fram á fundum sínum í gær og í fyrradag með því að fella niður úr frumvarpinu annað megin gagnrýnisefni launþegasamtak- anna, ákvæði 3. greinar frv., en eftir ummælum forystumanna þeirra að dæma nú, hafa þeir ekkert meint með því, sem þeir hafa sagt um þetta ákvæði frumvarpsins. — Forystumenn launþega- samtakanna hafa túlkað yfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar á Al- þingi í dag um 3.gr. sem merki um undanhald. — Hér er um svo strákslegt orðalag að ræða, að ekki ber vitni um mikla ábyrgðartilfinn- ingu hjá forvígismönnum helztu Iaunþegasamtaka í land- inu. Annars vegar er krafizt Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.