Morgunblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRUAR 1978 Benedikt Stefánsson, Hvalnesi: Kvittað fyrir bréf Herdísar Hvalnesi, 9/2 1978. Heil og sæl, Herdís! Það er talin sjálfsögð kurteisi á landi hér, að svara bréfum. Þess vegna sezt ég nú við að hripa þér fáeinar línur, þá sérð þú, að bréfið þitt hefur komizt til skila, þó að heimilisfang mitt sé ekki alveg rétt, fremur en sumt annað, sem þar er að finna. En fyrst og fremst þakka ég þér fyrir myndina af þér, því hún er bara reglulega falleg, að minum dómi, það eina í bréf- inu, sem eitthvað er út i varið. En hvers vegna í ósköpunum hefur þú bréfið opið? Það inni- heldur ekkert, seni fólk hefir áhuga á að sjá, nema þá myndina. Það verst við bréfið er, að það er að rnestu utan þeirra marka, sem jólakveðjan þín fjallaði um og var ástæðan fyrir þvi, að ég kvittaði fyrir hana með nokkrum orðum. Það er, að landbúnaðarvörur væru svo dýrar, að fólk gæti ekki keypt þær, og þessvegna ætti að „krefj- ast þess“, að þær væru fluttar inn. — Aftur á móti verður þér nú titt rætt um kosningar og þingmenn og eru því þessi skrif okkar komin út fyrir þann ramma, sem þú markaðir í jólakveðjunni. — Já, þú gerir ekki tilraun til þess, að hrekja þau dæmi, sem ég kom með um, að verðlag á landbúnaðar- vörum væri ekki óhagstæðara, gagnvart kaupgjaldi, en það hefur verið á undangengnum árum, heldur vist ekki gott að gera. En þér til nánari fróðleiks um þetta efni, vil ég benda þér á samanburð á þessu, sem Eyþór Þórðarson á Neskaupstað hefur gert, og er að finna í Austra, 4. tbl. þessa árs. (Ég held, að Eyþór hafi aldrei stundað búskap, svo að þessi samaneurður ætti að vera örugg- ur). Þá þótti mér mjög slæmt, að þú gefur mér engar upplýsingar um, hvaða verð yrði á innfluttum landbúnaðarafunjum. Þetta er nú ekki vel gert af þér, því þú hlýtur að hafa þetta hjá þér, þar sem þú svo kröftuglega fórst fram á inn- flutning á þeim í jólakveðju þinni. Að þessu athuguðu, finnst mér þessar bréfaskriftir vera búnar að tapa tilgangi sínum. — En eitt finnst mér skrýtið, og það er, að í bréfinu til mín, talar þú oft um þig i fleirtölu, ýmist sem „fólkið á mölinni", „hinir“ og jafnvel „okk- ur“, sem ég á að hafa ófrægt í grein minni, en allir geta séð, sem grein mína lesa, að hún er aðeins svar við jóiakveðju þinni og ekki sveigt þar á nokkurn hátt, að einu né neinu, nema þessum skrifum þínum, (jú, fyrirrefðu, ég orðaði víst líka aðeins læriföður þinn í landbúnaðarvísindum, Jónas ritstjóra). — þess vegna get ég ekki skilið, hvers vegna þú marg- faldar þig svona.— Þú segir, að ég kalli þig fávita, en þarna ferð þú ekki með rétt mál, því ég sagði, að þú hefðir „ekki þekkingu og þar af leiðandi ekki vit“, til þess að skrifa um landbúnaðarmál og við það ætla ég að standa. Og hvernig í ósköpun- um er hægt að ætlast til þess, að þú hafir fram yfir alla aðra svo ofurmannlegar sálarfur, að þú get- ir skrifað um það, sem þú hefir ekki snefil af þekkingu á, en allir vita, að þekking þín á þessum mál- um, er engin, (eða þá bara pínu, pínu lítil) og er þá hægt að vonast eftir því, að þessi skrif þín verði annað én ein óskiljanleg vitleysa? Hve vizkulegt heldur þú, að það mundi vera, ef ég færi t.d. að skrifa um bæjarmálefni Eskifjarð- ar? — Þess vegna endurtek ég, að skrif þín um landbúnað eru byggð á „fávizku (þ.e. þekkingarleysi), rangfærslum og lítilsvirðingu" á sveitafólki, lífi þess og störfum, og þegar ég læt þessa skoðun i ljósi, þá er það vegna þess, að ég veit, að ég „geri rétt“ og „þoli ei órétt“. Þú biður mig, að „huga að þvi, að ef við eigum að halda uppi sjálfstæðu þjóðfélagi, megi bændastéttin ekki haga sér gagn- vart hinum (!!) eins og hún gerir í dag“ —. Herdís, ég bara skil ekki þessi þín spaklegu orð, nema þú eigir við það, að sveitafólk eigi að þín- um dómi engan tilverurétt í land- inu, fremur en argasti flugvargur eða villiminkur og því eigi sem fyrst að afmá það. Ég veit ekki til þess, að bændur hafi gert annað ljótt af sér gagn- vart „hinum“, en fara fram á, að fá að lifa í landinu, svipað og t.d. þú gerir. — En þetta er víst nægileg útrýmingarsök í þínum augum (samanber jólaboðskap þinn, þar sem þú taldir þá, sem í sveitum búa, ekki fólk). — Mér er þetta því meira torskilið, þar sem að í bréfinu þínu hrekkur úr penna þínum, að sveitafólk þurfi að fá að lifa (þetta hefur e.t.v. komið óvart hjá þér), en að þínum dómi þarf það ekki kaup- hækkun, til þess að svo geti verið. Þú telur, að við getum rétt lifað vel, þó að verð á framleiðslu okkar væri í dag eitthvað svipað og það var fyrir 10—20 árum. Þetta er nú það, sem þú hefir verið að predika á löngum ritferli, en hve margir skilja þessa hagfræði þína, skal ég ósagt láta. Annars er ég hissa á því, að þú skul ekki hafa, eins oj ég gerði, leigt þér kot fyrir löngu og lifað á loftinu, svona eins og að einum þriðja, eins og þú telur að við getum gert, varla er það af því, að þú óttist, að „línurnar" aflagist! Ég skal feginn rétta þér hjálpar- hönd við þetta, svo sem ég get, ef þú hefúr áhuga. — Og svo eru það nú væntanlegar kosningar og þingmennirnir. Þú biður mig að upplýsa þig um, hvaða „stétt eigi flesta menn á þingi“. — Þetta hef ég nú ekki athugað, en held nú þó, að löglærð- ir menn séu þar fjölmennastir. Annars getur þú efalaúst fengið betri upplýsingar um þetta hjá hagstofunni, ef þú þarft á þeim að halda, vegna skrifa þinna um land- búnaðarmál. Ég gerði því hvergi skóna í grein minni, „að þú hugs- aðir til þingsætis. En það fara nú að renna á mig tvær grímur, þegar þú segir í bréfinu til mín, að þeir sem hafi skoðanir á hlutunum, eins og þú hefur, „vilji þeir ekki á þing“. „Því rniður". — Já, þetta eru nú ljótu vandræðin Herdis. Hvað er þá til ráða fyrir þig? Ég tek heilshugar undir hrós- yrði þín um Sigurlaugu Vest- fjarðaþingmann, þær mættu að minu mati, gjarnan vera einar 30—40 slíkar á þingi. — Ég held, ég hafi lesið flestar ræðurnar, sem hún hefur haldið þessi tæp fjögur ár, sem hún hefur verið þingmað- ur, og með vaxandi ánægju og áhuga. — Það er rétt, að sem betur fer, þorir hún að hafa sjálfstæða skoðun á málum, en „því miður“ fyrir þig Herdís, skoðanir ykkar á landbúnaðarmálum fara á engan hátt saman, þessvegna finnst mér óþarfi af þér, að jafna þér, eða málflutningi þínum, við hana, þar sem þú talar um að „þeir vilji ekki hætta á, að fá inn á þing annan slíkan að austan". Já, það er nú meinið Herdís, ég held, að þú verð- ir aldrei nein Sigurlaug Austur- lands, því miður fyrir þig og flokk- inn. Það er ekki rétt, að ég hafi „krafizt þess“, að Mogginn birti ekki ritsmíðar þínar, til þess hef ég heldur engan rétt, því ekki á ég hlut í því félagi, sem á blaðið. En ég benti réttilega á, að þessi rit- verk þín eru ekki í anda Sjálfstæð- isflokksins og blaðinu (og þér), vægast sagt, ekki til virðingarauka og þau orð mín standa óhögguð. — Þú minntist á það, að svo merki- lega hafi viljað til „fyrir nokkrum árum“, að þú hafir heyrt í hún- vetnskum bændum, sem hafi verið þér að skapi. Þessvegna er það táknrænt, að rétt þegar ég er að ljúka þessum línum til þín, sé ég, að þú færð þakkargrein í Mbl. frá húnvetnskum bónda, fyrir Jóla- kveðju þína, sem virtist við lestur hennar, alveg öfugt við mig, þó að við séum sammála um innihald hennar, hafa komizt í reglulegt jólaskap. Ég vona nú, að þessi ummæli Geitaskarðsbóndans hafi fallið þér betur en mín, og Agúst bóndi (og efalaust aðrir í Húnaþingi) séu þér eins að skapi og bændurnir forðum, eins og þú „hugsaðir þá, frá fornu fari“. Nú fer daginn að lengja og Framhald á bls. 31 MOItCUNBLADID. MUPJUDACUIHl JANUABIBTB UprHíB Hermóðadóttir: Opið bréf til Benedikts Stefánssonar, Hvalsnesi I _■ h„l hað hefur «ýnl - Það rr 17 janúir IBTB <Ht »« il Þr« fyr»i bl*«a afl i framfvn. þráii fyniín„jl)le|! uibrryiinx En vilan þyrfll hvrrji nlmaili BmrHikl'S' ÞM þurfa b»míur o* *vniaf6lki« irm M« a« uobi. a« »•*'• «'1* J |,f, vómas.mlrRu llfi rm. « un,rrfni vóAan málvlaft •« vrr)a. trm árrf) ... undanfornum vili ) að *anna það rin* lr orðið vilnl að En i vrrði *rm nii rr á framlriðslu ,oru barndur. *rm *lofnuðu nrra. rr það rkln of lá«u vrrði k,upfrlOrin o| það rm b»ndur Tað hlyiuf »«• H*r »Í.J' HrrðUHrrmððaððlllr NÝR 432X0X7132/2000 Fíat 132 árgerð 1978 hefur tekið miklum breyt- ingum.í vélarhúsinu getur að líta 2 lítra kraft- mikla og spameytna vél. Ef litið er inn í bílinn má sjá einhverja glæsilegustu innréttingu sem um getur og myndi sóma sér vel í miklu dýrari bílum. Allar klæðningar hafa verið endurbættar svo segja má að ekki heyrist nokkurt vélarhljóð. Sætin hafa aldrei verið þægilegri né glæsilegri Sólskyggni falla vel inn í toppinn. Rafknúnar framrúður,5 gíra kassi,kraftbremsur og kraftstýri, ásamt rafeindakveikju eru „standard”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.