Morgunblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRUAR 1978 19 (Öþarflega léttur vinningur hjá stórmeistaranum. Ekki verður annað sagt en að Jón hafi fengið lexíu að læra hjá þeim Larsen og Hort í síðustu tveim umferðum.) Eftirfarandi staða kom upp í skák þeirra Ögaard — Browne eftir 18. leik svarts h6? Hvftt: Ögaard Svart: Browne Framhaldið varð þannig: 19. Bxh6 (Sterkur leikur sem Browne hefur yfirsézt). 19.. .. Hd6 (Svartur má ekki þiggja biskupinn 19. . . . gxh6 vegna 20. Bbl og svartur er óverj- andi mát). 20. Bg5 — d4 (Svartur byrjar nú göngu d-peðsins sem á eftir að koma skemmtilega við sögu). 21. Bbl (Trúlega var einna bezt að leika hér. 21. h4 sem gerir hvorttveggja í senn að valda bisk- upinn á g5 og búa til loftgat fyrir kónginn á h2). 21.. . . g6, 22. Df4 — d3 (D-peðið verður ótrúlega ógnandi). 23. Dh4 — d2, 24. Hc4 (Eini leikurinn). 24.. .. He8, 25. He4 — Re5 (Skemmtilegur millileikur sem erfitt er að svara, sérstaklega í tímahraki eins og farið var að hrjá keppendur). 26. Hxe5 — Bxf3. 27. Hxe7 — Bxdl, 28. h3 — Bb3, 29. Gefið. 9. umferð. Hvítt: Browne Svart: Hort Tartakov-afbrigðið 1 drottningar- bragði. I. d t — d5, 2. c4 — e6, 3. Rc3 — Rf6, 4. Bg5 — Be7, 5. Rf3 — 0-0, 6. e3 — h6, 7. Bh4 — b6, 8. Hcl — Bb7, 9. Bxf6 — Bxf6, 10. cxd5 — exd5, 11. b4 (Þannig tefldust 2. skákir í einvíginu Korch- noj—Spassky framhald annarrar var svipað og í þessari skák, hvít- ur heidur smá frumkvæði og meira rými. Browne benti á að ef til vill sé best að leika hér 11. — Rc6). II. — c6, 12. Be2 — Dd6, 13. Db3 — Rd7, 14. 0-0 — a5, 15. a3 — Hf-e8, 16. Hfdl — Be7, 17. Hbl — Bf8, 18. Rel — Ha7 (áætlun Horts er ailtof hægfara, betra er Ha-d8, 19. Rd3 — með smá frum- kvæði fyrir hvitan). 19. Rd3 — He-a8, 20. Bf3 — axb4 (sennilega er betra að leika b5 — Rd7, b6 — c4, þótt hvítur eigi samt sem áður betri möguleika). 21. axb4 — Ha3, 22. Db2 — Rf6 (betra er f5, þótt hvítur hafi samt sem áður tögl og hagldir á stöð- unni). 23. b5 — g5 (örvænting, skást er Hb8). 24. bxc6 — Bxc6, 25. Re5 (þessi staða sýnir vel hve mark- visst Browne hefur teflt). 25. — Re4 (svartur tapar nú skiptamun, betra var Hb8, þótt stöðuyfirburtfir hvíts tryggja hon- um unnið tafl.) 26. Bxc4 — dxe4, 27. Rc4 — Df6, 28. Rxa3 — og svartur vann. S.Bj. Verk grísku harmleikaskáldanna Reykjavík, 15. febrúar Hr. ritstjóri. í heiðruðu blaði yðar í dag skrifar sá mæti maður Jón Gísla- son skólastjóri hugleiðingar vegna þess að fyrir dyrum stend- ur að frumflytja eitt af öndvegis- verkum heimsbókmenntanna í ís- lenskum búningi í Þjóðleikhús- inu. Dr. Jón er sem kunnugt er há- menntaður maður i klassiskum fræðum og hefur á vandaðan hátt reynt að kynna Islendingum þessa gömlu fjársjóði með því að snúa nokkrum verkum hinna grísku harmleikaskálda i óbundið mál á islensku. Þó að Grímur Thomsen, Sigfús Blöndal og jafn- vel aðrir hafi áður fengist við að kynna einstök verk eða hluta þeirra í bundnu máli, munu þó margir tslendingar ekki hafa kynnst þeim fyrr en dr. Jón hófst handa. Hann á því þakkir skilið fyrir atorku sína. En svo verður að segja hverja sögu eins og hún er. Flestum leik- húsmönnum og bókmenntamönn- um mun þykja sem skemmri skírn sé að flytja þessa harmleiki í óbundnu máli. Skáldin völdu nú einu sinni bundið form fyrir þessi verk sín og þar í felst still þeirra og reisn þegar ölga tilfinninga og hugsana meitlast i hrynjandi bragsins. Mörgum meiri háttar verkum bíðum við enn eftir á íslensku. Ég nefni sem dæmi leikskáld eins og Cald.eron og Marlowe að ekki sé minnst á Racine og Corneille; meira að segja sum fremstu verk Moliéres eru hér ókunn. Hins veg- ar höfum við Islendingar nú á síðari árum borið gæfu til að eign- ast afburðaþýðara, Helga Hálf- danarson, sem íslanskað hefur mörg öndvegisverk af í senn trú- mennsku við stíl höfundar og af óvenjulegu valdi yfir íslensku máli. Þetta rýrir að sjálfsögðu ekki brautryðjendastarf dr. Jóns, enda er mér kunnugt um að nákvæmni hans hefur verið Helga Hálfdán- arsyni oft að leiðarljósí. Með þökk fyrir birtinguna Sveinn Einarsson Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Reykjavik Simi 38900 Hafirðu verið í vafa um kosti hins nýja Chevette, þá hefur reynsla fjölda ánægðra eigenda Chevette hér á landi sannað yfirburði þessa fjölhæfa fjölskyldubíls. Erlendis hefur Chevette unnið marga glæsilega sigra í „rally“-keppnum. Hann er búinn 68 ha. vél 1255 cc, 4ra gíra alsamhæfðum gírkassa, Deluxe innréttingu, upphitaðri afturrúðu, góðri miðstöð o.m.fl. Þú þarft ekki að vera í vafa lengur. Chevette er líklega einn sá besti. Enn á góðu verði. Sýningarbíll í salnum. VAUXHALL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.