Morgunblaðið - 17.02.1978, Side 36

Morgunblaðið - 17.02.1978, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRUAR 1978 iHpööur 2. sunnudag í föstu GUÐSPJALL DAGSINS: Matt.: 15 Kanverska konan LITUR DAGSINS: Grænn, litur vaxtar og þroska DÓMKIRKJAN Skátamessa kl. 11 árd. Séra Hjalti Guðmunds- son. Föstumessa kl. 2 síðd. Séra Þórir Stephensen. LANDAKOTSSPITALI Messa kl. 10 árd. Séra Þórir Stephen- sen. ARBÆJARPRESTAKALL Barnasamkoma í Arbæjarskóla kl. 10:30 árd. Guðsþjónusta í skólanum kl. 2. Séra Guðmund- ur Þorsteinsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Messa kl. 2 e.h. í Breiðholts- skóla. Séra Lárus Halldórsson. BOSTAÐAKIRKJA Barnasam- koma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 2. Altarisganga, barnagæzla. Organisti Guðni Þ. Guðmunds- son. Séra Ólafur Skúlason, dómprófastur. DIGRANESPRESTAKALL Barnasamkoma í safnaðar- heimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogs- kirkju kl. 11. Séra Þorbergur Kristjánsson. FELLA- OG HÓLAPRESTA- KALL Barnasamkoma í Fella- skóla kl. 11 árd. Guðsþjónusta í safnaðarheimilinu að Keilufelli 1 kl. 2 síðd. Séra Hreinn Hjartarson. GRENSASKIRKJA Barnasam- koma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 2, altarisganga. Organisti Jón G. Þórarinsson. Séra Halldór S. Gröndal. HATEIGSKIRKJA Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Séra Tómas Sveinsson. Messa kl. 2. Séra Arngrímur Jónsson. Síðdegis- guðsþjónusta og fyrirbænir kl. 5. Séra Tómas Sveinsson. DOMKIRKJA Krists konungs Landakoti. Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lág- messa kl. 2 síðd. Alla virka daga er lágmessa kl. 6 síðd., nema á laugardögum þá kl. 6 síðd. SIGFOS Þorleifsson, fyrrver- andi utgerðarmaður á Dalvfk, varð áttræður mánudaginn 30. janúar. I tilefni afmælisins kom Sigfús til Reykjavíkur til dvalar með börnum sfnum, sem búsett eru syðra, um mánaðar- skeið. Morgunblaðið náði tali af Sigfúsi og ræddi við hann stuttlega um ævi hans og störf. „Ég er fæddur í Syðra-Holti í Svarfaðardalshreppi árið 1898“, sagði Sigfús „Foreldrar mínir voru Þorleifur Sigurðs- son bóndi þar og Kristín Gunn- laugsdóttir. Ég var einbirni frá seinna hjónabandi föður míns, en átti fimm hálfsystkini. Ég ólst upp í heimahúsum til 16 ára aldurs að ég hélt til Akureyrar að læra járnsmíði. Þar var ég síðan í fjögur ár og hugðist þá snúa aftur til Dal- víkur og setja upp járnsmíða- verkstæði. Það kom þó snemma f ljós að ekki myndi ég lifa af því svo brátt sneri ég mér að útgerð. I þá daga varð maður að byrja smátt og minn fyrsti bátur var fjögurra tonna tré- bátur. Nokkrum árum síðar eða um 1930 keypti ég svo stærri bát, u.þ.b. 10 tonn og kostaði hann á þeim tíma 5200 krónur. Um þetta leyti fór ég að gera út KARSNESPRESTAKALL Barnasamkom» í Karsnesskóla kl. 11 árd. Guðsþjónusta 1 Kópa- vogskirkju kl. 2. Séra Árni Pálsson. LAUGARNESKIRKJA Barna- guðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 2, altarisganga. Æskulýðssam- koma kl. 20:30. Séra Jónas Gíslason dósent talar. Þröstur Eiríksson og Laufey Oddsdóttir segja nokkur orð. Æskulýðskór K.F.U.M. og K. syngur. Sóknar- prestur. NESKIRKJA Barnasamkoma kl. 10:30 árd. Guðsþjónusta kl. 2 e.h. Séra Frank M. Halldórs- son. Barnaguðsþjónusta kl. 5 síðd. Séra Guðmundur Öskar Ólafsson. K.F.U.M. Amtmannsstíg 2b. Sunnudagaskóli fyrir öll börn klukkan 10.30 árd. ELLI- og HJtJKRUNARHEIM- ILIÐ Grund. Messa. Séra Þor- steinn Jóhannesson. Fél. fyrrv. sóknarpresta. HALLGRf MSKIRKJA Messa kl. 11 árd. Lesmessa n.k. þriðju- dag kl. 10.30 árd. Beðið fyrir sjúkum. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. LANDSPÍTALINN Messa kl. 10 árd. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. LANGHOLTSPRESTAKALL Barnasamkoma kl. 10:30 árd. Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Séra Arelíus Níelsson. FRtKIRKJAN í Reykjavík. Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guðni Gunnarsson. Messa kl. 2 síðd. Séra Þorsteinn Björnsson. FlLADELFfUKIRKJAN Almenn guðsþjónusta kl. 8 síðd. Einar J. Gíslason. SELTJARNARNESSÓKN Barnasamkoma kl. 11 árd. í fé- lagsheimilinu. Séra Guðmund- ur Óskar Ólafsson. ÁSPRESTAKALL Messa kl. 2 síðd. að Norðurbrún 1. Séra Grímur Grímsson. á síld, enda óð hún þá upp í fjörusteina eins og menn höfðu sjaldan séð áður. Þá voru í rauninni ekki enn hafnar síld- Sigfús Þorleifsson veiðar frá Dalvík fyrir alvöru. Við vorum þrir, sem sinntum þeim þar í byrjun og gerðum út þrjá báta saman, Júlíus Björns- son , Loftur Baldvinsson og ég. Það var hins vegar um og eftir 1935 að farið var að salta síld á HJALPRÆÐISHERINN Helgunarsamkoma kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 2 síðd. Hjálpræðissamkoma klukkan 8.30 síðd. Lautinant Evju. MOSFELLSPRESTAKALL Lágaféllskirkja. Barnasam- koma kl. 10:30 Messa kl. 2 síðd. Séra Bragi Ásgeirsson. KAPELLA Stl Jósefssystra Garðabæ. Hámessa kl. 2 síðd. FRlKIRKJAN Hafnarfirði Barnasamkoma kl. 10:30 árd. Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Séra Magnús Guðjónsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA Barnasamkoma kl. 11 árd. Séra Gunnþór Ingason. Guðsþjón- usta kl. 2 síðd. Séra Sigurður H. Guðmundsson. Þriðjudaginn 21. febr. Bænastund kl. 8.30. síðd. Séra Gunnþór Ingason. NJARÐVlKURPRESTAKALL Guðsþjónusta í Stapa kl. 2 síðd. Séra Páll Þórðarson. KEFLAVlKURKIRKJA Sunnudagaskóli kl. 11 árd. — Munið skólabílinn. Guðsþjón- usta kl. 2 síðd. Safnaðarfélagið heldur fund í Kirkjulundi að lokinni guðsþjónustu. Rætt verður um trúmál og stjórnmál. Sóknarprestur. GRINDAVlKURKIRKJA Messa kl. 2 siðd. Menn frá Gideonfélaginu flytja ávarp og kynna starfsemi félagsins. Sóknarprestur. HVALSNESKIRKJA Messa kl. 2 síðd. Sóknarprestur. EYRARBAKKAKIRKJA Guðs- þjónusta kl. 2 síðd. Altaris ganga. Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA Barnasam- koma kl. 10.30 árd. Messa kl. 2 síðd. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Séra Björn Jónsson Dalvik. Fyrir þann tima var þó vinnsla hafin f Hrisey. Á þess- um árum fengum við nótina fyrir 300 tunnur af síld. Mér er ætið minnistætt þegar við fengum fullan bát í fyrsta skipti og vissi ég vart mitt rjúk- andi ráð með hvert ég ætti að snúa mér. Þá söltuðu þeir Lúð- vík Muller og Stefán Stefáns- son í Hrfsey og var það einna næst. Þangað fór ég og bað þá um að veita síldinni viðtöku. Þetta var áður en síldar- söltunartímabilið hófst. Höfðu þeir þá saltað einu sinni fyrir tímann og setið uppi með óselj- anlega síld. Voru þeir af þess- um sökum óviljugir að salta á eigin ábyrgð. Ég ákvað því að láta slag standa og fór þess á leit við þá að þeir söltuðu á mína ábyrgð sem þeir og gerðu. Þvi lyktaði öllu vel og var varla lokið við að salta en hinir tveir bátarnir lögðu upp bermifullir af síld. Um miðjan ágústmánuð sama ár hætti svo síldin að vaða. Eg gerði út á síld í þrjú sumur siðan frá Dalvík. Veiðin var fremur dræm og framan af kunnu menn satt að segja lítið til verka við síldarsöltun á Dal- vík. Voru fjórar alvanar stúlk- ur því fengnar anhars staðar að til að salta. 1 kringum 1940 fór ég svo til Vestmannaeyja og keypti þar 24 tonna bát af Gísla Johnsen útgerðarmanni þar fyrir 3500 krónur. Þá var skipstjóri hjá mér Sigvaldi Þorsteinsson. Ég keypti síðan 34 tonna bát fimm árum siðar. Það var mjög góður bátur og er enn gerður út hér Framhald á bls. 31 Við útgerð í hálfa öld BLÓNI VIKUNNAR VMSJÚN: ÁB. ® Endíng afskor- inna IRIS Helstu afskornu blómin sem fáanleg eru um þessar mundir eru ýmis laukblóm. ber þar mest á túlípönum, páskaliljum og öðrum hátíðaliljum, íris og riddarastjörnu (Hippeastrum). Auk þess örlar á hinum skemmtilegu gul- blómstrandi forsythíugreinum og mímósu. Úrvalið er því fremur fábrotið eins og reyndar er við að búast þegar tekið er mið af árstímanum. Litasamsetning er þó margbreytileg og eiga túlipanarnir þar stærstan þátt Ending afskorinna blóma er mjög breytileg og fer það að sjálfsögðu talsvert eftir tegundum, en meðferð þeirra i höndum fólks ræður ekki síður miklu um hversu langlif þau geta orðið Sérhver sá sem eignast blóm gerir sér vissulega ætíð vonir um að þau endist sem lengst en til þess að svo megi verða þarf að fara vel með þau og sýna þeim svolitla hugulsemi eins og öðru sem lifandi er. Hér skal i fyrsta lagi á það bent að þegar laukblóm eru keypt er best að þau séu sem minnst útsprungin Veljið fremur túlipana sem rétt aðeins eru að byrja að sýna eðlilegan lit heldur en þá sem komnir eru i fulla blómgun. Hugsanlega mun sumum finnast slik blóm heldur óþroskuð einkanlega til gjafa af ákveðnu tilefni á ákveðinni stund, en fyrir móttakandann geta þau ekki verið betur á sig komin en áður var sagt. Og hvað gerir þá til þótt þau séu ekki alveg á fullu blómgunarskeiði nákvæmlega á því augnabliki sem þau eru gefin? Svipuðu máli gildir um páskaliljur og aðra nákomna ættingja þeirra Þessi blóm eru ferskust og best rétt í þann mund að blómblöðin eru rétt að byrja að opnast og eiga þá lengstu lífdaga fyrir sér Iris er einnig bestur á svipuðu stigi. Getur munað nokkrum dögum hvað blóm á þessu skeiði endast lengur en fullútsprungin blóm. Riddarastjarnan er á besta sölustigi á meðan blómh|ífarblöðin eru enn alveg lokuð eða aðeins að byrja að aðskiljast Öll blóm á umræddu blómgunarstigi opna sig fljótt eftir að þau koma í stofuhita og litur þeirra eykst og styrkist snarlega ef meðferð þeirra er rétt. REGLUR Svo fljótt sem auðið er skal koma afskornum blómum fyrir í vatni Veljið hentugan blómavasa, sem skola þarf vandlega úr sápuvatni, hafi það ekki verið gert eftir siðustu notkun Setjið ylvolgt vatn í vasann en hafið það ekki mikið fyrir laukblóm Látið „plöntufæðu" í vatnið en sé hún ekki fyrir hendi þá 1 tesk af sykri og annað eins af ediki i hvern Vi litra, það tefur fyrir gerlagróðri og lengir þannig líf blóm- anna Skera skal lítið eitt af neðsta hluta stöngulsins á hverju blómi. Á túlípönum og hátíðaliljum skal alveg nema burt þann hluta stöngulsins sem kann að hafa verið i lauknum, en oftast eru það 2—4 sm Skerið á ská, sárflöturinn verður þá stærri og vatnsupptakan greiðari enda auðveldar nýr skurður vatnsupptöku. Eins nemur þá aðeins blábroddur stöngulsins við botn vasans en þarer jafnan örust sú gerlastarfsemi sem komið getur i veg fyrir eðlilega vatnsupptöku. Fjarlægið öll blöð sem kynnu að lenda undir vatnsyfirborði ella flýta þau fyrir eyðileggingu blómanna. Séu túlipanar mjög linir við móttöku er best að vefja þá i dagblað og setja þá djúpt i vatn yfir nótt á svalan stað Ganga síðan frá þeim að morgni. Þetta hentar einnig fyrir önnur blóm sem kunna að linast upp í vasa. Geymið afskorin blóm á svölum stað á næturna og munið að hagræða þeim aldrei í námunda við hitagjafa að degi né heldur þar sem dragsúgs gætir. Endurnýið vatn á blómunum annan hvern dag. Ó.V.H.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.