Morgunblaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRUAR 1978 5 Villtist 700 míl- ur af leið SA EINSTÆÐI atburður gerðist á þriðjudagskvöld að flugvél lenti á Keflavíkurflugvelli, sem hafði villst 700 sjómílur af leið. Vélin var á leið frá Bermuda til Luton, skammt utan við London, með hluti í tölvur og taldi flugmaður- inn að hann væri staddur yfir Shannon á frlandi, en var í raun skammt undan ströndum lslands. Það var um klukkan 21.08 að flugvélin kom fyrst fram á ratsjá loftferðaeftirlitsins. Var vélin þá 75 milur suður af Keflavík, og stefndi i norðaustur eða í átt til Norður-Noregs. Var þegar í stað reynt að ná sambandi við flugvél- ina og tókst það tiu mínútum síð- ar. Kom þá í ljós að flugmaðurinn taldi sig vera staddan yfir Shann- on á Irlandi. Eftir að hafa fengið uppgefið hvar hann væri staddur, bað flugstjórinn um leyfi til flugs til Bretlands, en guggnaði er hann var kominn langleiðina til Víkur í Mýrdal og bað um lend- ingarleyfi á Keflavíkurflugvelli. Var það leyfi veitt og lenti hann þar klukkan 22.29. Daginn eftir gaf flugstjórinn skýrslu og bar því við, að skekkja hefði verið í áttavita flugvélarinn- ar og leiðsögutæki verið biluð. Svo reyndist þó ekki vera er starfsmenn Flugleiða athuguðu tæki flugvélarinnar, en er spyrja átti flugstjórann nánar út í bilun tækjanna, kom í ljós að hann hafði forðað sér til Bandaríkj- anna ásamt áhöfn sinni á morgni miðvikudagsins. Eftir urðu fjórir eigendur flugvélarinnar og eru þeir allir frá Bermúda. Síðdegis sama dag kom áhöfn frá Bret- landi f einkaþotu og flaug vélinni til Luton. I viðtali við Mbl. sagði Grétar Öskarsson flugumferðarstjóri, að svo hefði virst sem flugstjóri vélarinnar hefði alls ekki kunnað á tæki flugvélarinnar. Flugstór- inn væri vanur að fljúga yfir Bandaríkin, þar sem flugvitar væru á hverju strái en hefði sennilega sjaldan flogið yfir út- haf. Grétar sagði að leiðsögutæk- in hefðu verið i góðu lagi, þau hefðu Flugleiðamenn athugað, en hann hefði einnig beðið brezku áhöfnina sem flaug vélinni til Bretlands, að votta það að öll tæki væru i góðu lagi. Grétar sagði ennfremur að send hefðu verið skeyti um atburðinn til flugum- ferðarstjórnar Bandarikjanna, en þaðan er flugstjórinn, Bermúda og Trinidad, þar sem vélin er skráð, en skrifleg skýrsla yrði sennilega send síðar. Kvaðst hann búast við að flugmaðurinn missti flugleyfi sitt. Urskurður kjaradóms Kjaradómur hefur fjallað um málefni sérsamninga BSRB er vísað var til hans eftir aðalkjarasamningana s.l. haust og lauk hann störfum í gær. Hefur máls- aðilum verið sendur úr- skurðurinn. sjonvorp eru meira en bara falleg mynd I hvert tæki af hinum nýju gerðum Luxor sjónvarpstækja eru nú eingöngu notaðir transistorar, sem þýðir ekki aðeins minni orku notkun, minni hita og skjóta upphitun, heldur miklu minni viðgerðarþjónustu. Þegar þú nýtur ánægju af sjónvarpi hlustarðu jafnt og horfir á og til þess að vera viss um að eyrað sé jafn ánægt og aug- að, hefur hvert Luxor- tæki bestu gæða há talara að styrkleika ekki minni en 5 vött og sum tæki senda jafnvel sömu gæði og bestu hljómtæki með tveggja hátalara- kerfi. Önnur atriði sem vert er að minnast á af nýjungunum eru innbyggð myndastilling sem tryggir bestu gæði, Ijósi á baki sem gerir myndina skírari og þreytir ekki augun, einfalt stjórnborð og inn- stunga fyrir segulband, auka hátalara og heyrnartæki. Komið og sjáið LUXOR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.