Morgunblaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 25. FEBRUAR 1»78 raöauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar fundir — mannfagnaöir | i ýmislegt Knattspyrnufélagið Þróttur heldur árshátíð síná föstudaginn 3. marz í Átthagasal Hótel Sögu og hefst hún með borðhaldi kl. 19.30 Ómar Ragnarsson skemmtir Lúdó og Stefán leika fyrir dansi til kl. 2 e m. Aðgöngumiðar seldir í Litnum, Síðu- múla 1 5 og í Klausturhólum, Lækjargötu. Nefndin. i i Mjög stór brúnn hestur bmarkaður tapaðist frá Króki í Árnessýslu ágúst í sumar. Þeir sem verða varir við ;tóran brúnan hest í högum hjá sér sem Deir kannast ekki við, eru beðnir að láta /ita í síma 40363 eða 76656 sérstaklega ar fólk í Árnes- og Rangárvallasýslu beðið að huga að hestinum. Laxveiðimenn Tilboð óskast í lax- og silungsveiðirétt í Langadalsá, Nauteyrarhreppi, N- ísafjarðarsýslu. Tilboðum sé skilað til Jóns Ebeneserson- ar, Fremri-Bakka, Nauteyrarhreppi fyrir 4. marz n.k. Uppl. veittar á sama stað Stjórnin. — Hyllir Sadat Framhald af bls. 1. sem ákvörðun þín bar vott um. Ég votta saiTiúð fjölskyldum þeiira huKrökku manna, sem féllu í sameiginlefíri baráttu gegn hryðjuverkum, um leið og ég sendi kveðju þeim, sem þátt tóku f leiðangrinum." Egypzkum fjölmiðlum hefur orðið tíðrætt um orðsendingu Carters, en Sadat hefur þakk- að kveðjuna og „stuðninginn í baráttunni gegn öllum þeim, sem eru fullir haturs og standa í vegi fyrir öryggi og friði“, eins og sagði orðrétt í skeyti hans til Carters. — Breytingar Framhald af hls. 19 Rafael Calvo verði verkamálaráð- herra. búfræðingurinn Jaime Lamo de Espinosa landbúnaðar- ráðherra og verkfræðingurinn Salvador Sanehez Teran sam- gönguráðherra. Suarez gerði siðast breytingar á stjórn sinni í júli eftir fyrstu kosningarnar á Spáni i rúm 40 ár. Stjórnin var skipuð sérfræðing- um og stuðningsmönnum Mið- flokks Suarezar. Búizt er við að nyja stjórnin taki við á mánudag. - Ætla að semja Framhald af bls. 19 maður sagði að Owen mundi reyna að fá Nkomo og Mugabe til -að viðurkenna þörfina á friðsam- legu samkomulagi en ekki veita þeim neitunarvald. Breytingin á afstöðu Breta kom fyrst. í Ijós þegar James Callaghan sagði á þingi í gær að allír aðilar yrðu að standa að endanlegri lausn í Rhodesíu. Jafnframt var enn reynt í dag að finna leiðir til að bjarga við- ræðum Smiths og hófsömu blökkumannaleiðtoganna í Salis- bury úr þeim ógöngum sem þær hafa komizt í vegna ágreinings um samsetningu bráðabirgða- stjórnar. Smith vill að hvítir menn og svartir fái jafnmarga ráðherra en hann sjálfur verði oddamaður þannig að völdin verði í höndum hvitra. Blökku- menn vilja að samningsaðilarnir fjórir hafi jafnmarga ráðherra þannig að völdin v«rði í höndum blökkumanna. — Belgrad Framhald af bls. 18 frá 1975 um bætta sambúð austurs og vesturs og mannréttindi síðan í októ- ber í fyrra. Hinjíað til hafa Austúr-Evrópuríkin ein- drejíið la«zt jíe«n því að á nokkurn hátt verði reynt að vega og meta hvernig þau hafi staðið við mann réttindaákvæði Helskinki- sáttmálans. — íþróttir Framhald af bls. 38. Sigurðsson 4. Páll Bjorgvmsson 4 (2 v). Þorbergur Aðalstemsson 2 Steinar Birgisson 2. Skarphéðinn Óskarsson 1 , Ólafur Jónsson 1 Mörk Fram: Árni Sverrisson 4 (2 v). Jens Jensson 3 (2 v), Arnar Guðlaugs- son 2(1 (1 v), Sigurbergur Sigsteins- son 1. Magnús Sigurðsson 1. Atli Hilmarsson 1 Birgir Jóhannesson 1. Pétur Jóhannsson 1 Valur — Ármann 25:16 Mörk Vals: Þorbjörn Guðmundsson 7. Jón H Karlsson 4. Bjarni Guðmunds- son 4. Stefán Gunnarsson 3. Steindór Gunnarsson 2. Gisli Blöndal 2. Björn Björnsson 1. Gisli Arnar Gunnarsson 1 Mörk Ármanns: Björn Jóhannesson 5. Jón Viðar Sigurðsson 3. Pétur Ingólfsson 2 Þráinn Ásmundsson 2 v. Friðrik Jóhannsson 2. Einar Þórhalls- son 2 v —áij — Alþingi Framhald af hls. 16 Þjóðhagsstofnun og aðra þá aðila, sem fást við rannsóknir og með- ferð kjaramála í landinu, svo sem Kjararannsóknarnefnd, varðandi söfnun upplýsinga og úrvinnslu þeirra. Við undirbúning þessa máls kemur til athugunar, hvort væntanleg stofnun á vegum sátta- semjara ætti að taka við störfum kjararannsóknarnefndar. Þessi nýja hagstofnun á að öðru leyti að vera sjálfstæð og byggð upp gagngert og sameiginlega af aðilum vinnumarkaðarins, þ.e. annars vegar samtökum vinnu- veitenda og hins vegar hinum fjölmennu samtökum launafólks í landinu, sem aðilum að frjálsum samningum um kaup og kjör á vinnumarkaðnum. Með þessu móti mætti koma á mjög nánu samstarfi aðila vinnumarkaðarins sjálfra um þá hagfræðilegu og að öðru leyti sérfræðilegu star'fsemi, sem er óhjákvæmilegur þáttur í undirbúningi og gerð kjara- samninga á vinnumarkaðnum í nútímaþjóðfélagi. Ef vel tekst til, ætti slíkt fyrirkomulag og sam- starf. byggt á faglegum grund- velli, að geta stuðlað að gagn- kvæmu trausti launþega og vinnuvetenda við lausn jafn- þýðingarmikilla mála og kjara- samningar eru fyrir allan almenn- ing í landinu, eðlilega þróun at- vinnuvega landsmanna og þjóðar- hag. í þessu sambandi er grund- vallaratriði að greiða fyrir gerð kjarasamninga á þann veg, að þær kjarabætur sem um er samið á hverjum tíma, nái tilgangi sín- um og komi launþegum raunveru- lega til góða.“ — Minning Jóhannes Framhald af bls. 29. Margir munu minnast hans með þökk nú þegar leiðir skilja um stund. Starfsfólki sínu, sem margt starfaði í Rammagerðinni í tugi ára, reyndist hann hinn besti fé- lagi og hollur ráðgjafi. A tyllidög- um á heimili þeirra hjóna var starfsfólkið alltaf fyrstu gestirnir sem boðnir voru og segír það sína sögu. Samhentari hjón en Jóhann- es og Guðríði hefi ég ekki þekkt og erfitt er að hugsa um annað þeirra án hins. Jafnvel nú, þótt vík sé milli vina, finnst mér hinn samofni lífsþráður þeirra aldrei hafa verið sterkari en nú. í dagsins önn stóð konan hans við hlið hans og tók virkan þátt i starfinu, og eftir að starfsdegi Jóhannesar lauk heldur hún ótrauð áfram. En þung hljóta spor herinar oft að hafa verið undan- farin fjögur ár. Einatt á faralds- fæti með ástvin sinn eða i heim- sóknir til hans. En él birtir upp um siðir. Minningar — ljúfar minningar — munu lifa og ylja um ókomin ár. Innilegar samúðarkveðjur sendum við hjónin þér, kæra Guðríður börnunum ykkar, Kol- brúnu, Svanhildi og Bjarna og öðrum ástvinum Jóhannesar Bjanasonar. Með virðingu og þökk kveðjum við góðan vin. Ö.A. — Minning Örnólfur Framhald af bls. 30 soninn. Arið 1956 var tekið það örlagaskref að selja húsið og flytj- ast búferlum suður á Akranes. Þar keyptu þau ágætt hús og Örn- ólfur fékk nóg að starfa. En hann festi aldrei rætur syðra, hugurinn var alltaf fyrir austan og fór hann austur á hverju sumri meðan heilsa leyfði. Arið 1962 missti hann konu sína en bjó búi sfnu áfram. Oft kom hann yfir sundið, eins og hann kallaði það, og þá var erindið oftast að ná sér í góða spýtu og líta á verkfæri ef eitt- hvað nýtt væri á boðstólum. Og svo að koma til frændfólksins og fá fréttir að austan. Örnólfur var mjög frændrækinn, hann lét sig ekki muna um að taka krók á leið sína til að heimsækja bróðurdæt- ur sínar og fá fréttir að austan. Okkar yngra fólkinu miðlaði Örnólfur af miklum fróðleik, hann var mjög minnugur og sagði skemmtilega frá með sínum hressilega orðaforða, ræddi um menn og málefni og lagði engum nema gott til. Hans er saknað. Fyrir hönd for- eldra minna og systra þakka ég samfylgdina og votta börnunum samúð okkar. Jónína Stefanía Bjarnadóttir. — Minning Garðar Framhald af hls. 31. líklegum dvalarstað til frambúð- ar. Landlæknir benti þeim á Keflavík eða Selfoss. Þau völdu Keflavík og leituðu þar fyrir sér. Þeim tókst að fá húsnæði fyrir íbúð og lækningastofu undir sama þaki að Túngötu 13, þar bjuggu þau þar til þau byggðu 1964—65, að Tjarnargötu 7. Þar áttu þau siðan heima og þar hafði Garðar sína lækningastofu meðan hann gat stundað lækningar vegna sjúkleika. Garðar Olafsson er fyrsti sérmenntaði tannlæknir- inn, sem sezt að í Keflavík. Garðar Ólafsson var sérstæður persónuleiki, sem við, er hann þekktum, gleymum ekki. Hann var glaðsinna, fróður vel og kunni vel að segja frá. Hann var nátt- úruunnandi og naut þess að ferð- ast um fjöll og óbyggðir landsins, og dveljast þar, — jafnvel einn, sem með góðum félögum. Þegar við hjónin kveðjum nú góðan vin með þökk fyrir góð kynni og margar yndislegar stundir með þeim hjónum, þá færum við eiginkonu hans og 'syni, svo og aldurhniginni móður hjartanlegar samúðarkveðjur. Ragnar Guðleifsson. Hinn 24. febrúar s.l. var kvadd- ur hinztu kveðju starfsbróðir minn og góður kunningi Garðar Ólafsson tannlæknir. Garðar fæddist 14. júní 1914 á Isafirði. Hann hefði því orðið 64 ára á þessu ári, sem ekki þykir mikill aldur nú til dags. A unglingsárum fluttist Garðar til Reykjavíkur og bjó þar, þang- að til hann fluttist til Bandaríkj- anna, þar sem hann stundaði nám í tannlækningum. Lauk hann þar námi við háskólann í Portland í Oregon árið 1950. Bauðst honum þar starf að námi loknu, en Garð- ar vissi sem var að hann mundi aldrei hafa getað unað hag sinum fjarri fósturjarðarströndum, svo sterkum böndum var hann tengd- ur íslenzkum öræfum og náttúru- fegurð þessa lands. Þegar heim kom setti hann á stofn tannlækna- stofu i Keflavik og starfaði þar æ síðan meðan kraftar entust. Fyrstu kunni mín af Garðari voru i Kaupmannahöfn árið 1959. Við hittumst þar af tilviljun og áttúm þar saman nokkra dýrðlega daga. Eftir það hittumst við alltof sjaldan, en af þessum kynnum var greinilegt að þar fór vinfastur maður, þvi ævinlega fór svo á með okkur er víð hittumst sem um langvarandi kunningsskap hefði verið að ræða. Garðar var náttúrugreindur, vel gamansamur og glettínn. Hélt hann þeim eiginleika til hinztu stundar þótt við erfiðleika væri að etja síðustu árin. Garðar naut sín bezt á ferðalögum um öræfi íslands, enda hafði hann gott auga fyrir náttúrufegurð lands- ins, og fróður var hann vel um land org þjTið. Garðari var meir um þá hiuti gefið, sem mölur og ryð fær ekki grandað. Hin síðustu 2—3 ár átti Garðar við mjög erfiðan sjúkdóm að stríða, sem að lokum bar hann ofurliði. 1 þessum erfiðleikum riaut hann í ríku mæli umönnun- ar eiginkonu sinnar Ragnhildar Arnadóttur. Henni og syni þeirra Oddi sendum við star.fsbræður Garðars einlægar samúðarkveðj- ur og biðjum guð að blessa þau og styrkja. Sverrir Finarsson. — Minning Svavar Framhald af hls. 31. þurfti djörfung og áræði til að stofna það á sínum tíma og vinna hugsjón þess fylgi. Sú hugsjón nær raunar langt út fyrir málefni fatlaðra, eins og stofnun hlið- stæðra samtaka um málefni ann- arra, sem ekki ganga heilir til skógar, ber vitní um. I ljósi þessa sést, hve mikið gildi brautryðjendastarf Svavars Pálssonar og þeirra, er að stofnun félagsins stóðu hafði, og hve mik- ið happ það var að eiga kost á slíkum frumherja á hinum erfiðu frumbýlisárum, þegar sækja þurfti á brattann og vinna göfug- um hugsjónum fylgi. Það þurfti hæfileika, hugrekki og fórnfýsi, sem hann var gæddur i ríkum mæli til þess að hrinda af stað þeirri bylgju, sem síðar hefur orðið til ómældrar blessunar á mörgum sviðum. Svavar var einn þeirra manna, sem var eftirsóttur til starfa vegna hæfni sinnar og mannkosta, og hann átti þess kost að Iáta til sín taka við margvísleg hugðarefni og ná þar langt. Segir það sina sögu um manninn, að hann skyldi leggja út í tvísýnt og erfitt brautryðjendastarf, þegar honum buðust heillandi mögu- leikar á sviðum, sepr lágu betur vio. Eins og fyrr er getið, þá var Svavar miklum mannkostum og hæfileikum búinn eins og ætt- menni hans. Hann eignaðist mikilhæfa eiginkonu," Sigríði Stefánsdóttur, sem studdi hann í hvívetna í blíðu og striðu. Þau eignuðust 6 börn. Fimm þeirra eru gift, eitt þfeirra, Svanhildur stjórnaði skólastarfi fyrir fatlaða, en hið yngsta, 15 ára sonur, er í heimahúsum. Barnabörnin eru nú orðin 8. Öllu þessu fólki, svo og tengdamóður hans, Bjarnþóru Benediktsdóttur, sem nú sér á eft- ir kærum tengdasyni og nokkru eftir lát manns síns fluttist í íbúð í sama húsi, en milli þessara heimila hefur ætið ríkt gagn- kvæm ástúð og umhyggja, svo og tengdafólki vottar Kvennadeildin dýpstu samúð og biður algóðan Guð að styrkja þau f þeirra miklu sorg. Blessuð sé minning Svavars Pálssonar. Jónína Þorfinnsdöttir. Miðvikudaginn 22. febrúar s.l. var til moldar borinn frá Dóm- kirkjunni í Reykjavik Svavar Pálsson cand. oecon., löggiltur endurskoðandi, forstjóri Sem- entsverksmiðju rikisins. A kveðjustundu minnist ég Svavars sem eins mætasta manns, er ég hefi kynnst, manns, sem var stærri í sniðum ert samferða- mennirnir flestir. Svavar var atgervifemaður til líkama og sálar. Hann var mynd- arlegur á velli, svo eftir var tekið og sópaði að honum, hvar sem hann fór. Að andlegu atgervi þó eftirtektarverðari. Hann var skarpgreindur, íhugull og hafði þann hæfileika í ríkúm mæli að greina strax kjarnann frá hism- inu, aðalatriði frá aukaatriðum. Honum vannst því vel, hann tók strax á vanda þeirra verkefna, sem hann fékkst við en eyddi ekki tímanum í ónýtisumstang. Eg kynntist Svavari fyrst haust- ið 1954, er ég hóf endurskoðunar- nám og störf hjá honum, en hann hafði þá skömmu áður stofnað eigin endurskoðunarskrifstofu. Það er vissa mín, að á þeim vett- vangi, sem ég þá vuldi mér, gat ég ekki vistast betur. Náið samstarf okkar stóð í fjórtán ár eða þar til Svavar gerðist forstjóri Sements- verksmiðju ríkisins. Það var lán ungs manns að njóta Ieiðsagnar Svavars í námi og starfi, þroska- vænlegt að eiga við hann orða- stað, hvort heldur var um fagleg málefni eða önnur viðfangsefni daglegs lífs. Megi eiginkona hans, börn, barnabörn og aðrir ástvinir finna huggun harmi gegn í minning- unni um góðan dreng, sem með lífi og starfi reisti sér óbrotgjarn- an minnisvarða. Atli Hauksson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.