Morgunblaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRUAR 1978 Kveðja: ---- , Guðmundur Oli Þorláksson Fæddur 21. júní 1928. Dáinn 29. nóvember 1977. Kveðja frá fósturdætrum. Viö viljum með örfáum orðum þakka þau fáu ár sem við dvöld- um saman. Guðmundur hóf búskap með móður okkar árið 1974, og strax frá fyrsta degi kynningar okkar við hann, fundum við ástúð og hlýju streyma frá honum. Mikil var hamingja hans og móður okkar. Þau eignuðust tvo drengi saman, eru þeir tveggja og þriggja ára gamlir. Umhyggja hans fyrir þeim var slík, að ekki verður með orðum lýst. Þeir skilja ekki af hverju pappi kemur ekki. Oft talaði hann um dætur sínar, þær Elsu, Guðnýju og Jónu Siggu. Tryggð hans og ást til þeirra kom ætíð fram. Guðmundi getum við aðeins þakkað með því að vera litlu ASÍ: Snorri tekur við forseta- störfum vegna veikinda Bjöms SNORRI Jónsson, varaforseti ASÍ, hefur tekið við störfum for- seta sambandsins, í veikindafor- föllum Björns Jónssonar, sem liggur nú þungt haldinn í sjúkra- húsi eftir alvarlegt hjartaáfall, sem hann fékk á laugardag. Selfangari mótmælir mútuásökun Stokkhólmi 24. feb. Reuter. GÓÐKUNNUR norskur selfang- ari komst svo að orði í dag að aðdróttanir f þá átt að ákveðin norsk hagsmunasamtök hcfðu mútað kanadískum embættis- mönnum til að fá að veiða fleiri seli væru tilhæfulausar dylgjur. „Þetta er fáránlegur hugar- burður,“ sagði Christian Rieber, formaður selveiðifélags í Bergen á blaðamannafundi í Paris í dag. Einnig vísaði hann á bug staðhæfingum um að selir væru iðulega flegnir lifandi, en þessu hafa andstæðingar selveiða hald- ið fram. Það kom fram hjá Rieb- er, að árlegar tekjur Norðmanna af selveiðum næmu um 25 milljónum norskra króna (um 1.15 milljörðum ísl. kr > \l M.VSIV.ASIMINN Klt: 22480 JRorjstuiMnÖiti drengjunum, Víði Óla og Guð- mundi Gauta, sú stoð í lífinu sem við megum. Blessuð sé minning hans. Fósturdætur, Lovísa, Asgerður og Hermína. Kveiktu í tveimur strætis- vögnum Kóm 24. febrúar AP: GRÍMUKLÆDDIR ungiingar, ^ennilega hægrisinnar, kveiktu i tveimur strætisvögnum í gær- kvöldi og lumbruðu á pólitískum andstæðingi þegar lögreglan í Róm hafði bannaó fund sem hægrimenn ætluðu að halda. Skömmu síðar olli kröftug sprengja tjóni í skrifstofum blaðs- ins Corriera della Sera. Skrifstof- ur blaðsins voru lokaðar og því sakaði engan í sprengingunni. Fyrr í vikunni beið næturvörður í skrifstofum Feneyjablaðsins II Gazzettino bana í sprengingu. — Hvetja til Framhald af bls. 40 sambandsins gæti ekki hvatt félagsmenn til þátttöku í væntan- legum aðgerðum launþega til að mótmæla kjaraskerðingarlöggjörf ríkisstjórnarinnar. En þó með því fororði að sambandið kæmi hugs- anlega inn í myndina á síðari stig- um aðgerða ef til kæmi. Kristján Thorlacius svaraði þannig fyrirspurn varðandi það, hverjir myndu taka þátt í verk- falli af hálfu samtakanna, að það væri undir hverjum félagsmanna komið hvort hann tæki áskorun stjórnar bandalagsins og það væri eftir sem áður stefna þeirra, að ekki ætti að koma til stöðvunar heilsugæzlu og öryggisþjónustu. Snorri Jónsson sagði það alveg ljóst að þessar frumaðgerðir laun- þega myndu engan veginn duga til aó knýja fram baráttumál þeirra en um frekari aðgerðir væri enn ekki búið að taka neinar ákvarðanir. Þá sagði Snorri að hér væri verið að ganga á svig við réttarvitund almennings í land- inu og hefði aldrei verið önnur eins samstaða meðal launþega eins og nú að mótmæla þessum ólögum ríkisstjórnarinnar. Að lokum kom það fram að inn- an vébanda þeirra launþegasam- taka sem að þessu stæðu væru í dag 65 þúsund manns. Hér fer á eftir í heild fréttatil- kynning sú, sem fjármálaráðu- neytið sendi frá sér i gær: Fjármálaráðherra hefur 1 dag í tilefni af opinberri hvatningu stjórnar BSRB og Launamálaráðs BHM til starfsmanna ríkisins um að leggja niður vinnu þann 1. og 2. mars n.k., átt viðræður við Kristján Thorlacius, formann BSRB, og Jónas Bjarnason, for- mann BHM. A viðræðufundum þessum skoraði ráðherra á for- mennina að hætta við hinar fyrir- huguðu aðgerðir, sem væru ólög- legar og varða þá sem þátt í þeim tækju bæði refisábyrgð og frá- drætti á launum. Ráðherra benti á að í lögum um réttindi og skyld- ur starfsmanna ríkisins eru ákvæði, sem kveða á um frádrátt frá launum vegna óheimilla fjar- vista starfsmanna, en auk þess geta þær varðað refsingum. Fjármálaráðuneytið 24.febr. 1978. Með fréttatilkynningu fjár- málaráðuneytisins fylgdi meðf. lagagrein: 30. gr. — Starfsmenn skulu koma stundvíslega til starfa, hvort heldur er að mörgni eða eftir hlé. Skrifstofustjórar og aðr- ir .yfirmenn skulu fylgjast með stundvísi starfsmanna. Hafa skal stimpilklukkur í skrifstofum og vinnustofum, þar sem því verður við komið, og halda skrá um hvernig starfsmenn koma til vinnu. Starfsmanni er skylt að vinna án endurgjalds yfirvinnu allt að tvöföldum þeim tíma er hann hef- ur verið frá starfi án gildra for- falla eða hlíta því að dregið sé af launum sem því nemur. Nú sýnir starfsmaður óstund- visi og vanrækslu í starfi sínu og lætur ekki skipast við áminningu yfirboðara og varðar það brott- vikningu um stundarsakir eða fyrir fullt og allt ef miklar sakir eru. Fréttatilkynning miðstjórnar ASÍ og 10 manna nefndar er birt á miðopnu í dag í heild. Avarp stjórnar BSRB er birt i heild á miðopnu. Yfirlýsing launamála- ráðs BHM er birt í heild á bls. 23. Yfirlýsing Vinnuveitendasam- bands islands er birt í heild á bls. 2. — Blaðamenn sömdu Framhald af bls. 2 og það væri mjög til hagræðis. í annan stað kváðst Kjartan vilja vekja athygli á að nú væri í fyrsta sinn í samningi blaðamanna ákvæði um gildi háskólamenntun- ar og prófs frá blaðamannaskóla en það væri virt á við 2ja ára starfsreynslu á blöðunum sjálf- um. Loks mætti benda á gildis- tima samningsins, sem væri til 1. júní 1979. Verkfalli blaðamanna var frest- að þegar eftir að samningar höfðu verið undirritaðir með venjuleg- um fyrirvara en félagsfundur samþykkti þá síðan með 74 at- kvæðum gegn 17 en 5 seðlar voru auðir. — Tekur til sinna ráða Framhald af bls. 1. námasamsteypan gangi að skil- málum, sem námaverkamenn gerðu við sjálfstætt námafyrir- tæki í byrjun vikunnar, en þessar tilraunir hafa ekki borið árangur. Fyrr í dag leit svo út að deilan væri að komast á lokastig, og samningar tækjust án þess að for- setinn beitti sér. Bandaríska atvinnumálaráðu- neytið skýrði frá því í dag að í þessari viku væru horfur á áð allt að 67 þúsund manns hefðu tekið þátt í verkfallinu. Þess eru dæmi að alríkisstjórn- in hafi tekið stjórn kolanáma í sínar hendur. Það gerðist árið 1946 og settist Truman forseti þá að samningaborðinu í stað náma- eigendanna, en alríkisstjórnin sá um rekstur námanna þar til samn- ingar höfðu tekizt. _ — Enginn klofningur... Framhald af bls. 1. við alvarleg veikindi að stríða. Sannleikurinn væri hins vegar sá að innan flokksforystunnar og annarra stjórnarstofnana væri allt í sátt og samlyndi og engar meiriháttar breytingar á skipan í mikilvægar stöður væru á döfinni. „Forysta flokks okkar er sameinuð og heil- steypt," sagði Husak, „og á að fagna fullum og eindregnum stuðnjngi gjörvallrar þjóðar- innar.“ Hann bætti því við að söguburður um hið gagnstæða væri til þess ætlaður að sverta 30 ára stjórn kommúnista í Tékkóslóvakíu í augum þjóóa Vestur-Evrópu og draga þannig úr áhrifum sósíalista á stjórnir ríkjanna þar. „En til er arabisk- ur málsháttur, sem er á þessa leið: Lofum hundunum að gelta, lestin mun halda áfram. Þetta er einmitt það, sem við ætlum að gera,“ sagði Husak. 1 síðustu tvö skipti sem valda- töku kommúnista hefur verið minnzt með hátíðarhöldum í Tékkóslóvakíu, árið 1968 og 1973, var Leonid Brezhnev við- staddur ásamt öðru stórmenni frá nánustu vinátturíkjum Tékkóslóvakíu, en að þessu sinni eru engar sendinefndir frá Austur-Evrópu viðstaddar hátíðarhöldin. Líka hefur vakið athygli að heillaóskaskeyti, sem Husak og Strougal forsætisráð- herra hefur borizt frá hinum sovézku starfsbræðrum, Brezhnev og Kosigyn, eru óvenju stuttorð og hafa ekki að geyma hefðbundin ummæli um framfarir, sem orðið hafi í Tékkóslóvakíu, undir persónu- legri handleiðslu Gustavs Husaks. Þá hefur komið á óvart að á útifundinum í dag flutti Husak ekki fyrirfram undir- búna ræðu eins og venja hefur verið, heldur talaði hann blaða- laust. Ræðan tók aðeins hálf- tima í flutningi, en i dag- skránni hafði verið gert ráð fyrir að hún tæki 90 mínútur í flutningi. — Frakkland Framhald af bls. 1. Milli 7 og 9 hundruð þúsund manns, eða nærfellt fimm prósent vinnandi manna í landinu, eru í láglaunahópi þeim, sem þessar launahækkanir kæmu til góða. Barre forsætisráðherra telur að 2.400 franka markinu sé hægt að ná með áfangahækkunum í síð- asta lagi árið 1983, en annar leið- togi samsteypustjórnarinnar, Servan-Schreiber, sem er i Rót- tæka flokknum, telur að þessu marki megi ná mun fyrr, eða árið 1979. Enn benda skoðanakannanir til þess að vinstri menn muni sigra í þingkosningunum, og muni þeir fá yfir helming atkvæða. Franska stjórnin hefur firrzt mjög við ummæli tveggja danskra ráðherra, og hefur séð ástæðu til að gagnrýna þau harðlega. Lét Anker Jörgensen forsætis- ráðherra í Ijós vonir um sigur Mitterands í ræðu, sem hann hélt í Washington í gær. Þá hefur ver- ið haft eftir K.B. Andersen utan- ríkisráðherra Dana, að innan Efnahagsbandalagsins væru Frakkar eins og fögur en dutt- lungafull ævintýraprinsessa. Hef- ur franska stjórnin krafizt skýr- inga af hálfu dönsku stjórnarinn- ar á þessum ummælum ráðherr- anna. — Dollarinn Framhald af bls. 1. einnig um hálfan af hundraði. Gjaldeyrismarkaðurinn í Evrópu lamaðist þegar fréttin barst um ráðstafanir svissneska landsbankans. Viðskipti lögðust niður um tíma, en síðan var aftur tekið til óspilltra málanna og dollarinn tók að hækka öfugt við það sem hafði verið uppi á teningnum um daginn. Að vísu batnaði staða dollarans nokkuð gagnvart vestur-þýzka markinu þegar tilkynnt vari dag, að. greiðsluafgangur Vestur- Þjóðverja í janúar hefði verið minni en við var búizt. En dollar- inn lækkaði gagnvart svissneska frankanum, ítölsku lírunni og franska frankanum og staða hans gagnvart pundinu breyttist litið. Um tíma leit út fyrir í Frank- furt að dollarinn færi niður fyrir tvö mörk sem er sálfræðilega mikilvægur þröskuldur, en hann 'seldist lægst á 2.0155 mörk og hækkaði í 2.0188 þegar fréttist að vestur-þýzki greiðsluafgangurinn væri minni en við var búizt. 1 Japan hélt Japansbanki áffam að styðja dollarann og keypti um 200 milljónir dollara. Japans- banki hefur keypt mikið af dollurum síðan i síðustu viku þegar hann féll niður fyrir 240 yen. Dollarinn seldist í dag á 238.00 yen. Dollarinn seldist fyrir 4 mörk fyrir átta árum og 2.30 mörk í júlí i fyrra. Greiðsluafgangur Vestur- Þjóðverja i janúar var 1.899 milljarðar marka miðað við 4.221 milljarð í desember og 1.985 mill- jarða marka í janúar 1977. — Kúbanskir hermenn... Framhald af bls. 1. sovézkum Mig-þotum væri beitt í bardögum á þessum slóðum. Hann kvað hinn sovézka hers- höfðingja aðallega hafa eþíópska hermenn undir sinni stjórn. Brzezinski telur ekki ástæðu til að vantreysta yfirlýsingum um að stjórnarherinn i Eþiópíu hygðist ekki fara yfir landamæri Sómalíu, um leið og hann kvað það skoðun Bandaríkjastjórnar að Sómalíuher ætti að láta undan siga og hverfa inn fyrir landa- mærin. Þá lýsti öryggismálaráð- gjafinn þeirri skoðun sinni, að friðargæzla hlutlausra aðilja yrði nauðsynleg við landamæri ríkj- anna, og kæmi einkum til greina að fela Einingarsamtökum Afríkuríkja slíkt hlutverk. Sagði hann Bandaríkjastjórn mæla með því við Sómali að þeir hyrfu nú úr Ogaden-eyðimörkinni, um leið og hann sagði að hin erlenda íhlutun yrði að taka enda. Talsmaðúr bandaríska utan- ríkisráðuneytisins sagði i dag, að Bandaríkjastjórn styddi frum- kvæði Nígeríu-stjórnar að því að koma á vopnahléi milli, Eþíópíu og Sómalíu f því skyni að friðar- viðræður gætu hafizt. Þá skýrði Brzezinski frá því að Carter for- seti mundi ræða leiðir til að út- kljá málið í heimsókn sinni til Nígeriu í apríl-mánuði n.k. Af hálfu aðskilnaðarsinna í Erí- treu var frá því skýrt í Róm í dag, að um 2 þúsund kúbanskir her- menn hefðu komið flugleiðis frá Angóla til borgarinnar Asmara i Erítreu til liðs við stjórnarher- menn, sem enn hafa borgina á sínu valdi. Fullyrti forsvarsmað- ur samtakanna EPLF, að hér væri um að ræða hermenn en ekki ráð- gjafa.________ __________ — íþróttir Framhald af bls. 39 sókninni. en Jón Karlsson dró sigurinn í land með góðum mörkum í lok leiks- ins Dómarar i þessum leik voru þeir Bjarni og Gunnar Gunnarssynir og dæmdu þeir sæmilega FH-ingar voru ekki seinir á sér að kalla þá Vikingsdómara og vist er að þessi úrslit voru þægileg fyrir Víkinga, sem nú hafa tveggja stiga forystu i 1 deildinni. Mörk FH Janus Guðlaugsson 6, Guðmundur Magnússon 4 (1v), Geir Hallsteinsson 4 (3v). Árni Guðjónsson 3. Guðmundur Á Stefánsson 2. Tóm- as Hansson 1 Mörk Vals Gísli Blöndal 9. Þor- björn Guðmundsson 5. Jón H Karls- son 4, Björn Björnsson 2. Stefán Gunnarsson 1 Misheppnuð vítaköst: Brynjar Kvaran varði vítakast frá Geir Hall- steinssyni, Jón Breiðfjörð frá Guð- mundi Magnússyni og auk þess gerði Geir ógilt i vitakasti og Janus Guð- laugsson skaut i stöng' Valsmenn fengu ekki viti í leiknum Brottvísanir i leiknum: Steindór Gunnarsson, Bjarni Guðmundsson. Gísli Blöndal. Guðmundur Magnússon og Guðmundur Árni Stefánsson i 2 minútur hver — áij. - Aukafundur SH Framhald af bls. 2 að önnur neyðist til að hætta rekstri á næstunni. Þessa óheilla- þróun verður að stöðva og gera nú þegar ráðstafanir til að þessi mikilvægu framleiðslutæki i vinnslu sjávarafurða verði nýtt. Með tilliti til þessara aðstæðna lýsir fundurinn undrun sinni á þeirri töf sem orðið hefur á ákvörðun nýrra afurðalána út á framleiðsluna frá s.l. áramótum. Ennfremur að vextir af lánum eru stórhækkaðir og lánafyrir- greiðsla þrengd, meðal annars með því að bankarnir taka nú vexti af afurðalánum fyrirfram fyrir þrjá til fjóra mánuði i senn. Hér við bætist að lán Fiskveiða- sjóðs út á framkvæmdir fisk- vinnslufyrirtækja hafa lækkað hlutfallslega og jafnframt hefur orðið verulegur dráttur á af- greiðslu lánanna. , Vegna þröngrar afkomu, óða- verðbólgu, vaxtahækkana og mjög takmarkaðra útlána hvíla nú óbærilegar vanskilaskuldir á mörgum fyrirtækjum, og er því óhjákvæmilegt að grípa nú þegar til róttækra ráðstafana til að bæta rekstrarfjárstöðuna, t.d. með því að breyta lausaskuldum í föst lán. Fundurinn vill vekja athygli á því að s.l. haust gáfu stjórnvöld fyrirheit um 500 milljón króna lánafyrirgreiðslu til hagræðingar í vinnslu fyrstihúsanna. Engin lán hafa enn verið afgreidd í þessu skyni. Aukafundurinn felur stjórn S.H. að ganga á fund ríkisstjórn- arinnar til að gera henni grein fyrir stöðu frystihúsanna og horfum næstu mánuði.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.