Morgunblaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRUAR 1978 37 í \ u jf Í jh ! i i h I íi! '< K f U W /s - AI | VELVAKANDI . SVARAR í SÍMA Í0100 KL. 10 — 11 1 FRÁ MÁNUDEGI hávaða á framfæri hlýtur að vera hægt að bæta honum við eitthvað af þessum mörgu liðum dagskrár- innar, sem eru fullir af þesskonar efni svo sem, Nútímatónlist, Áfangar, Svört tónlist o.fl., sem ég kann ekki að nefna en sjald- gæft er að hitta mann sem hefur hlustað á eitthvað af þessu góð- gæti, enda vandséð hverjum er ætlað og því færri sem leggja eyr- un við slíku, því betra. Það er varla vanþörf á þvi fyrir útvarp og sjónvarp að vanda efnisval og flutning ef þessar stofnaniT ætla framvegis að kalla sig menningar- stofnanir en að sjálfsögðu má virða til betri vegar tilburði í þá átt eins og sjónvarpið hefur i frammi að það bendir fólki á að visa sumum kynslóðum frá sjón- varpinu þegar á að sýna versta ósómann í viðtækjunum inni á sjálfum heimilunum, sem eru þó talin friðhelg. Hlustandi.“ Vera kann að það sé rétt hjá bréfritara að erfitt sé að greina hið talaða orð meðan leikin er tónlist, einkanlega fyrir þá sem e.t.v. heyra illa. Hinu heldur Vel- vakandi að ekki geti allir kyngt, að þættir eins og Nútimatónlist, Áfangar eða Svört tónlist séu lítt vinsælir og án efa eia þeir sinn hóp hiustenda rétt eins og aðrir þættir með tónlist eða töluðu orði. 0 Um söguþekkingu ...eða hlýta fordæmi Guð- brands góða, sem flutti inn prent- vél. . . “ (Ur Dagskrá Kvikmynda- hátíðar I Reykjavík 1978, bls. 6.) Okkur þykir vanþekking Hrafns Gunnlaugssonar á sögu Is- lendinga vera yfirgripsmikil (sbr. nýlega grein hans í Vísi þar sem hann kveður blaðamenn fjalla um ýmis mál af slikri vanþekkingu) þar eð honum tekst að koma fyrir tveimur sagnfræðilegum vitleys- um i þessum 9 orðum, eða hver skyldi Guðbrandur góði vera? Hvort er það heldur Guðmundur Arason biskup hinn góði (1161 —1237), sem var uppi löngu áður en Evrópumenn byrjuðu að framleiða prentvélar, eða Guð- \ brandur Þorláksson (dáinn 1627), biskup á Hólum, sem þekktur var fyrir bókaútgáfu sína? Eða skyldi hann eiga við Jón Arason Hólabiskup sem flutti inn fyrstu prentvél lslendinga? Stil og stafsetningu látum við að mestu liggja á milli hluta. Þó teljum við réttara af Hrafni að hlfta Stafsetningarorðabók Hall- dórs Halldórssonar Reykjavík 1968, bls. 64, en að hlýta eigin smekk. Eirfkur Rögnvaldsson. fslenskunemi f Hl Ingólfur A. Jóhannesson. sagnfræðingur f Hl. % Logandi stjarna „Við erum hérna tvær stelp- ur og okkur langar ofsalega til að sjá bíómyndina Logandi stjarnameð Elvis Presley og Bleika kafbátinn með Gary Grant. Þetta eru æðislegustu myndir sem við höfum séð. Við vonum að fleiri séu á sama máli og við. R.M.A. og A.Þ.. Húsavfk." Þessir hringdu . . . % Meiri popp- tónlist Poppunnandi hefur haft samband við Velvakanda og farið fram á að þátturinn Lög unga fólksins i útvarpinu verði lengd- ur. Segir hann að það sé undar- legt með þennan vinsæla þátt, að hann sé nú 50 mfnútur, en hafi áður verið 60 minútur og hann spyr hvort ekki sé hægt að lengja þáttinn, helzt að hann nái 60 min- útum eins og hafi verið áður fyrr. Einnig minntist hann á að það væri skoðun sin að of mikið væri spilað af lögum hljómsveitarinnar ABBA i útvarpið og væri það á kostnað annarra hljómsveita sem hann nefndi m.a. Queen, Chicago og Elo og taldi hann að úr þessu þyrfti að bæta. % Opnun sundstaða Þá hafa sundlaugargestir hringt og óskað þess að sundstaðir í Reykjavik opni örlitið fyrr á morgnana. Það sé of mikill sprett- ur fyrir fólk sem á að koma til vinnu kl. 8 og vill samt byrja á þvi að fá sér sundsprett, og væri bezt að hafa opið frá kl. 7 á morgnana og jafnvel fyrr til að fá aðeins rýmri tíma til sundiðkana. Höfðu þessir sundkappar á orði að nokk- ÞU AUGLYSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚAUGLÝSIRÍ MORGUNBLAÐINU \l GLVSIN'tiA- SIMINN KR: 22480 uð hefði þetta mál verið rætt hér i dálkunum í fyrra, en þyrfti að koma fram ótviræður vilji sund- laugargesta til að hægt væri að taka mark á þessari beiðni og þvi vildu þeir skora á aðra sundlaug- argesti að taka undir þessa skoð- un ef þeir væru henni sammála. HÖGNI HREKKVÍSI Jæja, á að halda hádegisverðarfund hér? Morgunblaðið óskar eftir blaðburðarfólki VESTURBÆR Ægissiða AUSTURBÆR Ingólfsstræti, Lindargata, Hverfisgata 63— 1 25 Hverfisgata 4—62 Barónstígur Laugavegur frá 34—80 .löíVjpiitiMafoiiíÞ .Upplýsingar í síma 35408 Stjórnunarfélag íslands Hvernig stjórnum við? LEAP-Stjómunamámskeið Stjórnunarfélag íslands gengst fyrir LEAP Stjórnunarnámskeiði 25. — 26. febrúar n.k. Námskeiðið kennir ungum og verðandi stjórnendur sex hagnýta þætti stjórnunar sem komið geta þeim að notum i daglegu starfi Þessir þættir eru; Skapandi hugsun og hugarflug. Hóplausn vandamála Mannráðningar og mannaval. Starfsmat og ráðgjöf. Tjáning og sannfæring. Hvatning. Námskeiðið er tilvalið fyrir unga og verðandi stjórnendur úr öllum greinum, atvinnulifs, hjá félagasamtökum og i opinberri þjónustu. Leiðbeinandi: Árni Árnason rekstrarhagfræðingur Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til skrifstofu SFÍ. að Skipholti 37, i sima 82930

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.