Morgunblaðið - 25.02.1978, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRUAR 1978
31
Minning:
Svavar Pálsson
framkvœmdastjóri
Svavar Pálsson framkvæmda-
stjóri Sementsverksmiðju Rikis-
ins andaðist að morgni 14.
febrúar, eftir stranga hríð og
þunga legu á sjúkrahúsi, og fór
útför hans fram 22. febrúar frá
Dómkirkjunni. Hann varð aðeins
58 ára gamall og féll því langt um
aldur fram. Hans er sárt saknað
af fjölmennum hópi ættingja og
vina en Svavar var maður mikill-
ar gerðar og höfðu hærri en flest-
ir menn, bæði í eiginlegri og óeig-
inlegri merkingu.
Svavar var yngstur barna merk-
ishjónanna Páls Bergssonar og
Svanhildar Jörundsdóttur, er
lengi sátu rausnargarð mikinn að
Syðstabæ í Hrísey. Páll var kaup-
maður og útgerðarmaður fyrst i
Ólafsfirði og siðan i Hrisey. Mikill
athafnamaður og vinsæll. Svan-
hildur kona hans var dóttir Jör-
undar Jónssonar í Hrisey, Há-
karla-Jörundar, en hann var nafn-
togaður nyrðra á sinni tið, frábær
sjósóknari og aflakóngur, stór-
brotinn maður, bæði á sjó og
landi.
Þau Syðstabæjarhjón eignuðust
13 börn. Af þeim komust 11 til
fullorðnisára, en tvö dóu mjög
ung. Syðstabæjarsystkinin voru
glæsilegt dugnaðarfólk og eru
mörg þeirra þjóðkunn. Elstur vjjr
Svavar ejdri, en hariD Jécl í®20
22ja ára uarmdauði þeim,
er_+-e*rirru hann segja mér gamlir
Hriseyingar. Þá var Eva gift
Jóhann Kröjer, Akureyri, Hreinn,
söngvari og siðast forstjóri Oliu-
verzlunar Islands kvæntur Lenu
Figved, Gestur leikari og lögfræð-
ingur kvæntur Dóru Þórarins-
dóttur, Bjarni vélfræðingur síðast
kvæntur Matthildi Þórðardóttur,
Guðrún kennari gift Héðni Valde-
marssyni, Gunnar skrifstofustjóri
kvæntur Ingileif Hallgrimsdótt-
ur, Jörundur listmálari og arki-
tekt kvæntur Guðrúnu Stefáns-
dóttur, Margrét gift Jóhannesi
Halldórssyni skipstjóra, Bergur
skipstjóri kvæntur Jónínu Sveins-
dóttur og loks Svavar yngri
kvæntur Sigríði Stefánsdóttur.
Af þessari upptalningu sést að
hér voru engir aukvisar á ferð,
þar sem þau systkin voru, en
dauðinn hefur verið stórhöggur I
þessum garði því að nú eru aðeins
þrjú systkinanna á lífi, Guðrún,
Jörundur og Bergur.
Afkomendur þessara systkina
er stór og friður hópur eins og
vænta má og ekki veit ég betur en
að allt sé það ágætisfólk, eins og
það á kyn til.. .
Svavar lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri 1938
en kandisataprófi i viðskipta-
fræði 1941. Hann varð löggiltur
endurskoðandi 1945. Hann stofn-
aði eigin endurskoðunarskrif-
stofu 1953 og rak hana þar til
fyrir fáum árum að hann varð
framkvæmdastjóri Seméntsverk-
smiðju Rikisins, en þvi starfi
gegndihann til dauðadags. Svavar
tók virkan þátt i opinberum mál-
um, skrifaði allmikil um við-
skipta- og skattamál. var iðulega
trúnaðarmaður hins opinbera í
sambandi við úttekt og endur-
skoðun á hag atvinnuveganna,
einkurn sjávarútvegs, hann átti
sæti i Kjaradómi um hrið, var i
stjórn Öryrkjabandalagsins og
formaður landsmálafélagsins
Varðar um skeið. Hann var auka-
kennari og síðan dósent við Há-
skóla íslands í nokkur ár. Svavar
var mikill starfsmaður og allsstað-
ar var eftir honum tekið. Hvert
það starf, sem hann tók að sér
vann hann með elju og dugnáði og
á verkum hans voru engin vettl-
ingatök.
Svavar Pálsson var meðal aðal-
hvatamanna að stofnun Styrktar-
félags lamaðara og fatlaðra 1952.
Hann var á stofnfundi kosinn for-
maður félagsins og gegndi því
starfi samfleytt i 20 ár eða þangað
til hann tók við starfi hjá Sem-
entsverksmiðjunni og þurfti þess-
vegna að dvelja langtimum saman
á Akranesi. Og þó að Svavar fengi
Garðar Olafsson
tannkeknir minning
ýmsa góða menn i lið með sér var
hann sjálfur burðarásinn i öllu
starfi félagsins og framkvæmd-
um. Örfáum árum eftir stofnun
félagsins braust hér út lömunar-
veikkisfaraldur og gat félagið
veitt hjálp sína hinum mörgu.
sem þá áttu um sárast að binda.
Félagið setti upp endurhæf-
ingastöð að Sjafnargötu 14 og rak
hana þar í nokkur ár eða þangað
til að nýtt hús reis að Háaleitis-
braut 13 og flutti þá endurhæf-
ingastöðin þangað.
Félagið keypti hús og land í
Reykjadal í Mosfellssveit og setti
þar upp sumardvalarheimili fyrir
fötluð börn og rak þar siðan i
nokkur ár skóla að vetrinum fyrir
hreifihefta unglinga. Svanhildur
dóttir Svavars veitti skólanum
forstöðu. Þessi skóli bætti úr
brýnni nauðsyn á sinum tíma og
var brautryðjendastarf á sama
hátt og endurhæfingastöðin. Öllu
þessi hratt Svavar af stað. Nærri
má geta hve miklum tíma hann
varði til þessara mála án þess að
ætlast til launa fyrir, annarra en
þeirra að sjá hugsjónir sinar ræt:
ast og vera þess megnugur að'
létta þjáningum sarnferðamahna
sinna Um Stör/ svavars að þess-
um liUm»r- og mannúðarmálum
Trtætti skrifa langt mál. þó að það
verði ekki gert hér. Þetta var snar
þáttur i lífsstarfi hans og mun
þess minnst um langan aldur. En
m.a. vegna brautryðjendastarfs
hans og félaga hans er nú kominn
annar skilningur hjá stjórnvöld-
um og öltum almenningi á rétt-
indum og þörfum þessa fólks, sem
veikindi og slys hafa lostið og
óneitanlega virðist bjartara i
þessum efnum framundan. En nú
er það þeirra, sem við þessi mál
fást að láta ekki merkið falla. það
merki, sem Svavar Pálsson reisti
af svo miklum skörungsskap og
hugsjónaeldi.
Svavar Pálsson var mikill
hamingjumaður i einkalífi sinu.
Hann kvæntist frábærri konu Sig-
ríði dóttur Stefáns vatnsveitustj.
á Akureyri og konu hans Bjarn-
þóru Benediktsdóttur. Þau
Svavar og Sigriður eignuðust 7
börn, 6 eru á lífi en eitt dó ungt.
Börnin eru Margrét lyfjafræðing-
ur, Stefán viðskiptafræðingur og
löggiltúr endurskoðandi. Páll
skrifstofumaður, Árni vélstjóri,
Svanhildur kennari og yngstur er
Svavar 15 ára gamall.
Heimili þeirra var mikið
rausnarheimili og húsráðendur
úrvalsfólk. Þau hafa vissulega
misst mikið og þvi er harmurinn
sár en „aldrei er svo svart yfir
sorgarranni, að ekki geti birt
fyrir eilifa trú" og sannlega legg-
ur guð alltaf likn með þraut. Eg
votta Sigriði og börnum og barna-
börnum hennar mikillar samúðar.
Þegar ég nú mæli eftir Svavar
Pálsson er mér tungu tregt að
hræra ekki siður en Agli forðum.
Við vorum miklir vinir. Við vor-
um bekkjarbræður og stundum
herbergisfélagar öll menntaskóla-
árin, og við fylgdumst að i Há-
skóla og örlögin höguðu þvi þann-
ig að við fengum svipuð vandamál
að glima við i lifinu sjálfu og oft
héldumst við í hendur. Svavar var
yngstur okkar bekkjarsystkin-
anna frá M.A. 1938, en ég var með
þeim eldri. Það hefði þvi verið
eðlilegra að hann mælti eftir mig.
— en enginn ræður sinum örlög-
um. Við bekkjarsystkinin þökk-
um Svavari fyrir samfylgdina, á
hana bar engan skugga. Þvi þó
menn geti stundum verið gust-
kaldir i orðum ristir það ekki
djúpt. A milli okkar er sá^treng-
ur, sem ekki slitnar fyrr en við
erum öll. Hann er ofinn úr 29
þáttum. nú hafa 6 þeirra gefið sig.
Við hin reynum að halda í vaðinn
á meðan við megum. unz hinn
bleiki gandur ber okkur á eftir
þér til þeirra hulinsheima. sem
þú gistir nú.
Guð blessi þig Svavar.
Friðfinnur Olafsson
Kveðja frá Kvennadeild Styrktar-
félags lamaðra og fatlaðra
Félag okkar minnist með þökk
og virðingu Svavars Pálssonar,
fyrsta formanns Styrktarfélags
lamaðra og fatlaðra, en þvi starfi
gegndi hann í 20 ár og sat í fram-
kvæmdaráði þess til dauðadags.
Hann var á besta aldri er hann
lést, 58 ára, langt um aldur fram.
Þegar tuttugasta öldin var
hálfnuð var ekki til neinn félags-
skapur, sem beitti sér fyrir þvf að
rétta fötluðum hjálparhönd, og
með tilliti til þ'essa skyldu menn
bwgréjða, að djarfhuga frumherj-
ar þurftu að heyja baráttu fyrir
skilningi á þessu hugðarefni sínu,
og það sem mönnum þótti draum-
órar og loftkastalar þá, þykja
sjálfsagðir hlutir og þjóðþrifa-
störf i dag, þótt enn séu mikil
verkefni óunnin til hjálpar fötluð-
um.
Þótt mönnum finnist tilvist
Styrktarfélags lamaðra og fatl-
aðra eðlileg og nauðsynleg nú,
Framhald á bls. 26
Aðfaranótt föstudagsins 17.
febr. s.l. lézt í Sjúkrahúsinu í
Keflavik, Garðar Ólafsson,
tannlæknir. Hann verður kvadd-
ur hinstu kveðju i Fossvogskap-
ellu í dag, föstudaginn 24. febr.
Garðar Ólafsson var Vestfirð-
ingur að ætt, fæddur á isafirði 14.
júní 1914. Foreldrar hans voru
Hólmfriður Oddsdóttir og Ólafur
Einarsson. Á ísafirði ólst Garðar
upp til tólf ára aldurs. Þá fluttist
hann til Reykjavíkur með móður,
sinni og var fyrstu árin með henni
ásamt móður ömmu sinni og afa,
en þau voru hjónin Jónina Jóns-
dóttir og Oddur Gíslason. Bróðir
Hölmfríðar var Jón Oddsson, sem
Iengi var togaraskipstjóri i Eng-
landi, velþekktur maður og virt-
ur. Þau voru af Lokinhamraætt-
inni, og þekkt fyrir dugnað og
drengskap. — Síðan var Garðar
sín æskuár hjá móður sinni og
stjúpa Guðjóni Mýrdal, sem
reyndist honum sem bezti faðir.
Garðar vaxð stúdeflt frá
Menntaskólanum í Reykjavik vor-
ið 1935. Hann las síðan læknis-
fræði við Háskóla Islands í 2 ár.
Fór síðar til Bandarikjanha og
nam tannlækningar við háskól-
ann í Portland í Oregon. Þaðan
útskrifaðist hann 1950.
Árið 1941 kvæntist Garðar eftir-
lifandi konu sinni, Ragnhildi
Árnadóttur, úr Reykjavík. Hún
dvaldi með honum úti í Banda-
ríkjunum meðan hann var þar við
nám. Þau áttu einn son, Odd, er
hann enn i heimahúsum.
Ekki festi Garðar yndi úti i
Bandarikjunum að námi loknu,
þótt hann ætti kost á góðri læknis-
stöðu þar. Hann þráði Island og
átti þá heitustu ósk að komast
heim. Þar átti hann líka kæra
móður, og hann var hennar einka-
barn. A þessum tímamótum hefur
sinni hans verið svipað og hjá
Grími forðum, þegar hann kveður
til fósturjarðarinnar:
I áltha^anu andinii leilar.
Þóll ei sé loðið þar IiI beitar
«K forsælu þar finnur hjartad
þóll fálækl sé um skóf>arhÖKK-
Sá er beztur sálargróóur.
sem aó vex í skauti nióður,
en rólarslitinn visnarvisir,
þó vökvisl hlvrri mörKundöj,%
Vorið 1950, að loknu námi var
haldið heim til Islands. Þá tók það
lengri tíma en nú að ferðast á
milli heimsálfanna. Það tók
nokkrar vikur með Tröllafossi.
Þegar heim kom var leitað eftir
Framhald á bls. 26
STORGLÆSILEG STEREO SAMSTÆÐA
frá
RADIÖNETTE
Þetta glæsilega Stereotæki er búið öllum þeim kostum, sem þurfa að
prýða gott heimilistæki.
Magnari:
2x20 wött Sinus, sér tónstillir fyrir hvora
rás, diskant og bassastillir. Low filter. stilli
til dýpkunar á bassa Innbyggt 4 rása
kerfi
UtvarpiS:
Utvarpstækið er búið langbylgju, mið-
bylgju og FM bylgju Tilbúið til móttöku á
stereo sendingum
Plötuspilarinn:
Úrvals plötuspilari með stilli fyrir hárrétt-
an snúningshraða, Silikondempuðum
vökvalyftum armi og anti-skating
Magetísk Pickering hljóðdós með bursta
eftir vali
Annað:
Úttak fyrir heyrnartæki, 4 hátalara. 2
styrkmælar Glæsilegir tekk eða palisand-
er viðarkassar Hátalarar eftir vali
Verð kr 1 94 545 — án hljóðdósar
Pickering hljóðdós Magnetisk verð frá
3 435 -
Hátalararfrá kr 30 475 —
Mjög góðir greiðsluskilmálar
EINAR FARESTVEIT & CO. HF.
BERGSTAÐASTRÆTI I0A - SlMI I699S