Morgunblaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 40
Al'íiLÝSINíiASÍ.MINN EK:
22480
ALíiLÝSINGASIMINN ER:
22480
JWírgunblníiiti
LAUGARDAGUR 25. FEBRUAR 1978
ASI og BSRB;
Hvetja til ólöglegra
verkfalla 1. marz
Vardar refsiábyrgd og launafrádrætti
— segir fjármálaráduneyti
A annarri myndinni sést
kokkurinn á Guðmundi RE
virðir hcr fyrir sér skemmdir
er urðu í borðsal skipsins.
A hinni myndinni sjást
skemmdir á stefni Erlings
Arnars VE.
Ljósm. Sigurgeir.
MIÐSTJORN Alþýðusambands
fslands og svonefnd 10 manna
nefnd þess hefur samþykkt að
skora á aðildarsamtök ASl og
félagsmenn þeirra að leggja
niður vinnu 1. og 2. marz n.k. sem
„fyrstu aðgerðir til að mótmæla
þeirri gífurlegu kjara- og rétt-
indaskerðingu, sem felst í lögum
þeim um cfnahagsráðstafanir,
sem meirihluti Alþingis hefur
nýverið samþykkt fyrir forgöngu
ríkisstjórnarinnar" að því er seg-
ir í fréttatilkynningu ASl. Að því
er talsmaður ASl upplýsti í
Morgunblaðinu 17. febrúar sl. eru
ákvæði í samningum ASl um
mánaðaruppsagnarfrest. Þá hefur
stjórn BSRB sent frá sér ávarp,
þar sem segir, að stjórn BSRB
„hvetur alla til þátttöku í aðgerð-
unum en getur ekki fyrirskipað
slíkt“.
1 viðtali við Morgunblaðið hinn
17. febrúar sl. sagði Kristján
Thoriacius, formaður BSRB, að
„okkar samningstimi er lögbund-
inn til 1. júlí 1979. 1 kjarasamn-
ingnum er ákvæði um endurskoð-
unarrétt á launaliðum á samn-
ingstímanum en honum fylgir
ekki verkfallsréttur".
Matthfas A. Mathiesen, fjár-
málaráðherra, kallaði Kristján
Thorlaeius, formann BSRB, og
Jónas Bjarnason, formann BHM,
á sinn fund f gær og skoraði á þá
að hætta við hinar fyrirhuguðu
aðgerðir, sem ráðherrann kvað
ólöglegar og varða þá, sem þátt
tækju í þeim bæði refsiábyrgð og
frádrætti á launum, að því er seg-
ir í fréttatiikynningu fjármála-
ráðuneytis. Samband ístenzkra
bankamanna hefur lýst þvf yfir,
að það muni ckki hvetja félags-
menn sína til þátttöku í þessum
aðgerðum.
A blaðamannafundi, sem efnt
var tii á skrifstofum ASl í gær,
iýsti Ingólfur Ingóifsson fullum
stuðningi Farmanna- og fiski-
mannasambandsins við þessar að-
gerðir og Jón Hannesson, for-
maður launamálaráðs BHM,
sömuleiðis. A blaðamannafundin-
um létu forráðamenn þeirra sam-
taka, sem hér eiga hlut að máli
eftirfarandi ummæli falla:
Kristján Thorlacíus: „Við telj-
um það algera nauðvörn að
standa fyrir þessum aðgerðum
gegn þeirri mjög svo óréttlátu lög-
gjöf sem nú hefur verið samþykkt
og vegur svo þungt gegn launþeg-
um, en það er alger nauðsyn að
varna því að núgildandi samning-
ar verði rofnir.“
Ingólfur Ingólfsson: Lýsti full-
um stuðningi Farmanna- og fiski-
mannasambandsins við þær yfir-
lýsingar sem formannaráðstefnur
ASt og BSRB hafa gefið út og
sagði jafnframt að þeir myndu
taka að fullu þátt í væntanlegum
mótmælaaðgerðum.
Jón Hannesson: Lýsti einnig
fullum stuðningi BHM við þær
yfirlýsingar sem þegar hafa kom-
ið frá ASÍ og BSRB og kvað BHM
ætla að taka þátt í væntanlegum
aðgerðum til að mótmæla hinni
nýju löggjöf ríkisstjórnarinnar.
Þá kom það fram á fundinum að
Samband íslenzkra bankamanna
sem tekið hefði þátt í starfi sam-
starfsnefndar launþegasamtak-
anna hefði lýst þvi yfir að stjórn
Framhald á bls. 22.
LOÐNUSKIPIÐ Guðmundur RE og netabáturinn Erlingur Arnar VE lentu í árekstri um kl. 5 í
fyrrinótt skammt austur af Bjarnarey í Vestmannaeyjum. Guðmundur RE var á vesturleið með 700 af
loðnu en Erlingur Arnar var á leið austur að vitja um net. Ekki er vitað um tildrög árekstursins þar
sem sjóprófum var ekki lokið seint i gærkvöldi i Vestmannaeyjum, en stefni Erlings Arnars lenti á
bakborðshlið Guðmundar og laskaði brúna og borðstokkinn. Meðal annars skekktust innréttingar í
borðsai, og urðu meiri skemmdir á Guðmundi en Erlingi Arnari.
Sjómenn, verzlunarmenn,
bankamenn o.£L hafna ólög
legum verkfallsaðgerðum
FJÖLMENNAR stéttir
munu ekki taka þátt í verk-
fallsaðgerðum þeim, sem
miðstjórn ASÍ og stjórn
BSRB hafa hvatt til 1. og 2.
marz n.k. Sjómenn, banka-
menn, verzlunarmenn og
fjölmargir aðrir launþega-
hópar hyggjast ekki taka
þátt í þessum aðgerðum að
því er fram kemur í viðtöl-
um Morgunblaðsins í dag
við forsvarsmenn launa-
þegafélaga víðs vegar um
landið.
Matthías Á. Mathiesen, fjármálaráðherra:
Með ólöglegum aðgerðum fjöl-
mennra almannasamtaka er vegið
að rótum okkar litla samfélags
Morgunblaðið sneri sér f gær-
kvöldi til Matthiasar A. Mathie-
sen, fjármálaráðherra, og leit-
aði álits hans á þeirri ákvörðun
stjórnar BSRB og launamála-
ráðs B.H.M. að skora á opinbera
starfsmenn að taka þátt f ölög-
legum verkfalisaðgerðum hinn
1. og 2. mars n.k.
Fjármálaráðherra sagði, að
eins og fram kæmi í fréttatil-
kynningu, sem fjármálaráðu-
neytið hefði sent frá sér, hefði
hann fyrr um daginn átt við-
ræður við Kristján Thorlacíus,
formann BSRB, og dr. Jónas
Bjarnason, formann BHM. Ég
gerði þeim grein fyrir því, að
fyrirhugaðar aðgerðir BSRB og
launamálaráðs BHM væru brot
á þeim lögum, sem giida um
samningsrétt opinberra starfs-
manna.
Ég hvatti þá til þess að
falla frá fyrirhuguðum aðgerð-
um, og benti þeim á þau viður-
lög, sem gilda um óheimila fjar-
veru opinberra starfsmanna frá
störfum sínum þ.e. frádrátt
frrá launum, og auk þess gæti
það varðað refsingu. Það getur
vissulega verið umdeilaniegt,
hvernig á að taka á þeim efna-
hagsvanda, sem við íslendingar
eigum við að glíma, sagði Matt-
hías A. Mathiesen. Hitt getur
ekki verið umdeilt, að grfpi
fjölmenn almannasamtök til
ólöglegra aðgerða eða hvetja
fólk til lagabrota er vegið að
rótum okkar litla samfélags. Ég
treysti því, að sú þjóðhollusta
ríki meðal opinberra starfs-
manna, að þeir láti ekki glepj-
ast og hafni áskorun þeirra,
sem í orði krefjast aðgerða
gegn verðbólgu, en eru reiðu-
búnir til þess að nota samtök
sem þeim hefur verið trúað
fyrir gegn ríkisstjórn og meiri-
hluta Aiþingis sem nú beita sér
fyrir virkum aðgerðum til
lausnar þess vanda.
Öskar Vigfússon, formaður Sjó-
mannasambands íslands, sat hjá
við atkvæðagreiðslu í miðstjórn
ASÍ um þessar aðgerðir. Hilmar
Jónsson, formaður Sjómanna-
félags Reykjavíkur, segir, að sjó-
menn séu undir sjólögum og geti
ekki brotið þau lög og Sjómanna-
félag Reykjavíkur geri ekki ann-
að en það sem löglegt sé. Garðar
Þorsteinsson, ritari FaVmanna- og
fiskimannasambands islands, seg-
ir, að Ingólfur Ingólfsson, formað-
ur FFSl, hafi ekkert umboð til að
lýsa yfir stuðningi samtakanna
við aðgerðir ASÍ og BSRB.
Sólon Sigurðsson, formaður
Landssambands bankamanna,
segir, að sambandið muni ekki
hvetja til ólöglegra aðgerða. Guð-
mundur H. Garðarsson, formaður
Verzlunarmannafélags Reykja-
víkur, segir, að forysta félagsins
muni ekki hvetja til ólöglegra
verkfalla.
Jónas Bjarnason, formaður
BHM, segir það sína skoðun, að
ekki sé nægiieg forsenda til ólög-
legra aðgeröa. Hersir Oddsson, 1.
varaformaður BSRB, segist ekki
geta tekið þátt í að hvetja menn
til aðgerða, sem varða við lands-
lög.
Þessi viðhorf koma fram i
viðtölum, sem Morgunblaðið átti i
gær við forystumenn fjölmargra
launþegafélaga um áskorun ASÍ
og BSRB um ólögleg verkföll hinn
1. og 2. marz. Viðtöl þessi birtast á
bls. 3 og miðopnu Morgunblaðsins
í dag.