Morgunblaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRUAR 1978 15 „ Organistastarfið er göfgandi" — segir Jóhanna Vigfúsdóttir á 50 ára afmœli sínu sem organisti í Ingjaldshólskirkju 1 DAG eru liðin fimmtfu ár frá því að sextán ára gömul stúlka á Hellissandi tók að sér organ- istastarf f Ingjaldshólskirkju. Jóhanna Vigfúsdóttir mun halda hálfrar aldar starfsaf- mæli sitt sem organisti hátíð- legt með því að fara upp í kirkj- una og æfa fyrir messu á morg- un, sunnudag. Jóhanna er fædd 11. júní 1911 á Hellissandi. Foreldrar hennar voru Vigfús Jónsson frá Elliða í Staðarsveit og Kristín Jónsdóttir. Er Jóhanna elzt þrettán barna þeirra. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Jóhanna m.a.: „Mér finnst ótrúlegt að það sé liðin hálf öld frá því að ég tók við organistastarfinu. Þetta hefur verið stór hluti af lífi mínu og ég er ákaflega þakklát fyrir að hafa getað veitt þessa þjónustu. Organistastarfið hefur bæði veitt mér gleði og lífsfyllingu. Ég hef aldrei fundið til leiða í því eins og svo margir aðrir organistar, þótt oft á tíðum hafi verið erfitt að sameina starfið stóru heimili." En Jóhanna og eiginmaður hennar, Hjörtur heitinn Jónsson fyrrv. hrepp- stjóri á Munaðarhóli, Snæfells- nesi, áttu átta börn og eru sjö þeirra á lífi. Jóhanna kveðst aldrei hafa verið fjarverandi frá starfi sínu orgelleik og býst ég sjálf við þvi að liði að því að ég fari að hætta, þótt eitthvað haldi ég áfram enn. Ég hef alla tíð verið það lánsöm að hafa unnið með samvinnuþýðu fólki á söngloft- inu í Ingjaldshólskirkju, og bið ég á þessum tímamótum fyrir kveðjur til þess alls. Ég hef starfað með fjórum prestum, sr. Magnúsi Guðmundssyni, sr. Hreini Hjartarsyni, sem jafn- framt er sonur minn og er nú prestur i Fella- og Hólasókn í Breiðholti, sr. Agústi Sigurðs- syni og núverandi presti í Ingj- aldshólskirkju, sr. Arna Bergi Sigurbjörnssyni. Jóhanna Vigfúsdóttir. um jól og segir að hún hlakki alltaf jafn mikið til að fara til kirkju. „Það er mikið atriði fyrir organista að vera vinnufús og vinnuglaður, jafnvel þótt að- eins sé um hversdagslega messu að ræða. Eg reyni alltaf að vanda mig jafn mikið. Væri ég ung i annað sinn mundi ég hiklaust leggja fyrir mig organistastarfið og notfæra mér þá fræðslu sem nú er á boðstólum. Ég lærði orgelleik hjá Sigfúsi Einarssyni tónskáldi í fjóra mánuði, og var kölluð heim til starfa þegar fyrirrennari minn Ingjaldshólskirkja. Ef ég lit yfir farinn veg finn- ast mér fermingarguðsþjónust- urnar einna eftirminnilegastar og jólaguðsþjónusturnar. Þá er það mér mjög í minni þegar sonur minn Hreinn messaði i fyrsta sinn og var það um jól hér í kirkjunni okkar. Það var afskaplega stór stund fyrir mig sem móður. Fjöldi sóknarinnar hér er um sex hundruð manns og er það ósköp svipuð tala og þegar ég lék hér fyrst 25. febrúar 1928. Ég lit á þetta starf sem skyldu mína og vil hvetja ungt fólk til að læra á orgel. Organistastarf- ið er göfgandi." fluttist á brott. Ég, sextán ára stelpan, hafði litið vit á því hvað ég var að taka að mér, nema áhuginn var fyrir hendi. Það var mikið um söng í for- eldrahúsum, við systkinin byrj- uðum snemma að æfa saman og radda sönginn og það var alltaf hljóðfæri á heimilinu. Yngsti bróðir minn, Erlingur, er óperusöngvari við óperuna í Köln. Ég sakna þess hversu lít- ið er um söng á nútíma heimil- um og hversu lítið fólk gerir af þvi að koma saman til þess að taka lagið. Þvi miður hefur ekkert af mínum börnum lagt fyrir sig Nú er rétti tíminn til þess að huga að nýjum hjólbörðum undir dráttarvélarnar FRAM (einnig undir jeppann) 600 x16/6 650 x 16/6 750 x 16/6 AFTUR AUOBREKKU 44-46 - KOPAVOGI - SÍMI 42600 Barum er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.