Morgunblaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRUAR 1978 19 w Breytingar á stjórn Spánar Madrid, 24. febrúar. AP. Reuter. ADOLFO Suarez forsætisráðherra undirbjó f dag brevt- ingar á spænsku stjórninni til að binda enda á deilur sem hafa stofnað efnahagsmálastefnu stjórnarinnar í hættu. Brezhnev lýsir áhyggjum sínunt Moskvu. 24. feb. Reuter. Samkvæmt heimildum i stjórn- inni ætlar forsætisráðherrann að leggja niður embætti efnahags- málaráðherra sem prófessor Enrique Fuentes Quintana gegndi unz hann sagði af sér fyrr i vikunni og skipa nýja menn í embætti iðnaðarráðherra, verka- málaráðherra, landbúnaðarráð- herra og samgöngumálaráðherra. Búizt er við að Fuentes Quintana haldi áfram störfum sem ráðu- nautur forsætisráðherra i efna- hagsmálum. Tilgangurinn með þessum breytingum er að fjarlægja and- stæðinga þeirrar stefnu Fuentes Quintana að þjóðnýta orkuver Spánar og kæfa þá gagnrýni kaupsýslumanna að stjórnin að- hafist ekkert til að bæta efna- hagsástandið. Blaðið Informaciones segir að með breyt- ingunum færist efnahagsmála- stefna stjórnarinnar örlítið til hægri. Fuentes Quintana hefur stjórn- að baráttu stjórnarinnar gegn verðbólgunni og það hefur fengið á hann að hann hefur sætt harðri gagnrýni samráðherra og ráðu- nauta forsætisráðherrans ekki siður en andstæðinga stjórnarinn- ar. Hann hefur komið á verðlags- eftirliti og gert ýmsar sparnaðar- ráðstafanir til að reyna að ráða bót á efnahagsástandinu. Samkvæmt heimildunum verð- ur kaupsýslumaðurinn Augustin Rodriguez iðnaðarráðherra i stað Alb^rto Oliart. sem hefur aðal- lega gagnrýnt stefnu Fuentes Quintana. Lögfræðingurinn Framhald á bls. 26 Veður New Vork. 24. feb. AP. staður hiti Amsterdam 12 skýjað Aþena 17 sólskin Berlfn 10 skýjað Briissel 12 bjart Chicago +2 skýjað Frankf. 8 skýjað Genf 10 skýjað Helsinki +4 skýjað Kaup.h. 0 snjókoma Lissabon 16 rigning London 15 sólskin Los Angeles 23 skýjað Madrid 14 rigning Miami 17 skýjað Moskva +12 skýjað New York 3 bjart Ósló +8 snjókoma Parfs 16 skýjað Róm 19 bjart Stokkh. +3 skýjað Tel Aviv 17 skýjað Tókfó 8 skýjað Vancouv. 9 skýjað Vín 9 skýjað FORSETI Ráðst jórnarríkjanna, Leonid Brezhnev. lét í dag í Ijós áhyggjur með gang vopnavið- ræðna milli stórveldanna tveggja, Ráðstjórnarríkjanna og Banda- ríkjanna, og hvatti til að nýju blóði yrði hleypt I þær. Það var á fundi forsætisnefnd- ar æðstaráðsins, sem Brezhnev sagði, að löndin tvö gætu unnið betur saman en þau hefðu gert fram að þessu en bætti því við, að alls kyns ljón væru því miður enn í veginum. Sem dæmi benti Brezhnev á andstæðinga „det- ente“-stefnunnar, viðræðurnar um vopnatakmarkanir (SALT), nifteindasprengjuna og verzlun rikjanna. Sagði hann að það kynni að hefta mjög framrás við- ræðpanna ef Bandaríkjamenn gerðu alvöru úr þeirri fyrirtælun sinni að framleiða nifteinda- sprengjuna og koma henni fyrir i V-Evrópu. Kom fram hjá honum, að Sovétmenn væru reiðubúnir að leggja bann við smiði sprengunn- ar gerðu Bandarikjamenn slíkt hið sama. Einnig lét forsetinn í það skína í ávarpi sínu á fundinum að helztu erfiðleikarnir, sem við væri að etja, væru sprottnir af ákvörðunum bandariska þingsins „sem við réttilega túlkum sem tilraun til að sletta sér fram í okkar innanríkismál", sagði hann. Þykir ljóst að Brezhnev hafi hér verið að ýja að Jackson-Vanik breytingartillögunni, sem sam- þykkt var varðandi viðskipta- samning landanna 1974, en þar er kveðið á um hagkvæmari skilmála til handa Sovétmönnum þvi að- eins að þeir létti hömlum á út- flytjendur frá Sovétrikjunum. LARNAKA-ÁRÁSIN FIMMTAN Egyptar féllu I árásinni scm egypzk vfkinga- sveit varð fyrir af hendi her- manna Kýpurstjórnar þegar hún réðst um síðustu helgi á farþegaflugvél Kýpur- flugfélagsins á Larnakaflug- velli skammt frá Nikósiu til þess að bjarga 15 gfslum tveggja palestínskra flugvéla- ræningja. Gislunum var bjargað, en ríkisstjórnirnar i Karíró og Nikósiu hafa skipzt á orðsend- ingum með ásökunum um hver hefði borið ábyrgðina á blóð- baðinu á flugvellinum. Egyptar héldu því fram að þeir hefðu tilkynnt Kýpurstjórn fyrirfram að þeir ætluðu að reyna að bjarga gislunum. Strax daginn eftir árásina krafðist Kýpurstjörn þess, að egypzki hermálafulltrúinn á Kýpur yrði kallaður heim, og Egyptar svöruðu með því að kalla heim starfsmenn egypzka sendiráðsins í Nikósíu og skipa fulltrúum Kýpur i Kairó að fara heim. Síðan hafa klögu- málin gengið á víxl. Egypzka stjórnin fagnaði egypzku víkingahermönnunum sem þjóðhetjum þegar þeir komu aftur til Kaíró og sæmdi þá heiðursmerkjum. Sadat lýsti því yfir að hann viðurkenndi ekki lengur Spyros Kyprianou sem forseta Kýpur, en kvaðst vona að ekki kæmi til stjórn- málaslita. Siðan hafa Egyptar hótað að viðurkenna stjórn Tyrkja á eynni. Astæðan til þess að Egyptar ákváðu að láta til skarar skríða gegn flugvélarræningjunum var sú að þeir myrtu einn gísl- anna sem var náinn vinur Sad- ats forseta og ritstjóri blaðsins Al-Ahram, hálfopinbers mál- gagns egypzku stjórnarinnar. Kýpurstjórn neitaði að fram- selja hryðjuverkamennina Egyptum. Hryðjuverkamennirnir sjást á annarri myndinni (þeir eru annar og fjórði talið frá vinstri) þegar þeir voru færðir i fangelsi eftir árásina á flug- vélina. Kýpurstjórn sagði að viðkvæmar samningaviðræður hefðu verið á lokastigi þegar árásin var gerð. A hinni' myndinni sést einn egypzku hermannanna liggja i blóði sinu á Larnaka-flugvelli eftir árásina á farþegaþotuna. Ætla að semja við Nkomo og Mugabe London, 24. febrúar. Reuter. AP. BRETAR ætla að gera nýja tilraun til að fá skæruliða- leiðtogana Joshua Nkomo og Robert Mugabe til að fallast á friðsamlega lausn í Rhodesíu að því er gefið var í skyn í London í dag. Þetta virðist vera árangur Þetta gerðist 1975 — Gerald Ford, Bandarikjaforseti, var- ar við því að Kambódía kunni að falla i hendur kommúnista samþykki bandaríska þingið ekki að styrkja varnir landsins. 1971 — Richard Nixon, Bandarikjafor- seti, segir að hernaðar- leg. aðstoð Banda- rikjanna kunni að vera nauðsynleg til að hefta framrás kommúnista i Laos og Kambódíu. 1969 — Ungur Tékki kveikir í sjálfum sér á torgi i Prag í mótmæla- skyni við 21 árs yfirráð kommúnista i Tékkó- slóvakiu. 1956 — Nikita Krushchev fer hörðum orðum um forvera sinn og einræðisherra. Jósef Stalin, á þingi kommúnistaflokksins i Moskvu. 1954 —Gamal Abdel Nasser, herforingi, hrifsar völd í Egypta- landi og verður for- sætisráðherra. 1948 — Kommúnistar taka völd i Tékkó- slóvakiu. 1885 — Þjóðverjar slá eign sinni á Tanganyika og Zanzibar. 1779 — Herir Breta gefast upp fyrir Banda- ríkjamönnum undir forystu George Clark i Vincennes i Indiana- fylki. 1713— Karl XII, Svíakonungur, er tek- inn höndum af Tyrkj- um. 1570 — Elisabet 1„ Englandsdrottning, er bannfærð af Píusi V páfa. Afmæli eiga f dag: Pierre Augusto Renoir, franskur listamaður, (1841—1919), Enrieo Caruso, ítalskur óperu- söngvari (1873—1921), Anthony Burgess, brezkur rithöfundur (1917— ), George Harrisson brezkur gítarleikari og fyrr- verandi félagi i „Bítlun- um". þriggja daga viðræðna David Owens utanríkisráðherra og séra Ndabaningi Sithole sem er einn þeirra þriggja hófsömu blökku- mannaleiðtoga sem hafa komizt að samkomulagi í grundvallar- atriðum við stjórn Ian Smiths. Nkomo og Mugabe eru leiðtogar Föðurlandsfylkingarinnar sem hefur bækistöðvar sínar utan Rhodesiu og neituðu að taka þátt i viðræðunum við Smith. Owen hefur hingað til sagt að samkvæmt tillögum Breta og Bandaríkjamanna verði að standa að hvers konar samkomulagi sem náist, en í dag varð vart nokkurr- ar áherzlubreytingar hjá Bretum þannig að framundan virðast vera nýjar tilraunir til að sameina sam- komulagið sem hefur náðst i Rhodesíu og tillögur Breta og Bandarikjamanna. Eftir viðræðurnar við Sithole leggja Bretar til dæmis áherzlu á að bæði samkvæmt bráðabirgða- samkomulaginu og tillögum Breta og Bandaríkjamanna sé gert ráð fyrir nýjum kosningum og meiri- hlutastjórn og að margt sé sam- eiginlegt með samkomulaginu og tillögunum. Brezkur embættis- Framhald á bls. 26 Sýknaðir í Shanghai Belgrad, 24. febrúar. AP. NOKKUR hundruð vísindamenn og sérfræðingar í Shanghai hafa verið hreinsaðír af ásökunum um njósnir í þágu kínverskra þjóð- ernissinna og brezku leyniþjón- ustunnar samkvæmt júgóslavn- eskri frétt frá Peking i dag. Vísindamennirnir voru hand- teknir i valdatið „hinna fjögurra þrjóta“ og neyddir til að játa sam- kvæmt fréttinni sem blað í Pek- ing er borið fyrir. Nokkrir þeirra létust i fangelsi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.