Morgunblaðið - 25.02.1978, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 25. FEBRUAR 1978
29
Jóhannes Bjamason
— Minningarorð
F. 17. júní 1909.
D. 17. febrúar 1978.
Þegar líf manns er orðið aðeins
þjáning og vistin í biðsal dauðans
löng og ströng, verður dauðinn —
sem oft veldur svo sárri kvöl —
allt í einu aufúsugestur. Þó mun
hann ætíð skilja eftir sig einhver
spor, er hann fer hjá garði. Og
djúp spor skyldi hann eftir í stór-
um ástvina, systkina og vinahópí
er hann kvaddi dyra hjá
Jóhannesi Bjarnasyni. Nú drjúpir
sá hópur höfði í þökk fyrir góða
samfylgd yfir lengri eða skemmri
veg. Minningar fylla hugi. Ljúfar
minningar um elskulegan fjöl-
skylduföður, góðan bróður og
traustan vin.
Jóhannes í Rammagerðinni var
bjartsýnismaður, horfði jafnan
fram á veginn en leit sjaldan um
öxl. Hann trúði á hendur tvær og
byggði upp með þeim fyrst og
fremst. Allt sitt líf var hann að
byggja upp og treysti þar fyrst og
síðast á sjálfan sig. 1 æsku aflaði
hann sér nokkurrar menntunar,
og gegnum lífið var hann alltaf að
bæta þar við. Hann fór oft utan til
að auka við þekkingu sína á verk-
efnum sem sneru að fyrirtækinu,
og til að afla sér verzlunarsam-
banda. Hvarvetna naut hann
trausts jafnt innanlands sem
utan.
Við sem unnum hjá Jóhannesi í
Rammagerðinni, á fyrstu árum
— Minning
Sigurbjörn
Framhald af bls. 27
En nú varir trú, von og kærleikur,
þetta þrennt,
en þeirra er kærleikurinn
mestur.
Þessi orð úr Heilagri Ritningu
komu mér fyrst í hug þegar ég
frétti lát vinar míns og Fóstbróð-
ur, Sigbjörns Eiríkssonar.
Ég mun ekki rekja lífsferil Sig-
björns í þessum fáu orðum, aðrir
munu gera honum skil, en allt
sem í mér býr býður mér að skrifa
þau.
Hann var virkur og góður söng-
maður í Fóstbræðrum og Stóð
ávallt fyrir sínu í því efni sem
öðrum.
Samskipti okkar Sigbjörns voru
löng, náin og mér ómetanleg.
Báðir stefndum við að sama
marki í félagstarfi okkar.
Þar ber hæst, að við störfuðum
saman — ásamt fjölmörgum öðr-
um — að byggingu félagsheimilis
Fóstbræðra, félagsins, sem hon-
um var hugstæðast.
Óeigingirni Sigbjörns í starfi,
stöðug umhyggja og kærleikur
hans til félagsins — og söng-
bræðranna — tekur öllu fram,
sem ég hefi kynnzt i bliðu og
stríðu starfi fjölmargra beztu
drengja, sem ég hefi haft gæfu til
að kynnast. Ég veit, að allir Fóst-
bræður, sem til þekkja munu
árétta þessi orð mín, því ef nokk-
ur okkar getur með góðri sam-
vizku staðið undir fóstbræðra-
nafninu — í þess bezta og
fegursta skilningi — þá var Sig-
uppbyggingar hans á fyrirtæki
sínu, hljótum oft að hafa undrast
afköst hans og úrræði. Sistarf-
andi, oftast í erfiðustu störfunum
en tilbúinn að grípa inní þar sem
mest þurfti hverju sinni. Avallt
fyrstur til vinnu að morgni og
síðastur heim að kveldi. Allan
sinn vinnudag yar hann sami at-
hafnamaðurinn og gerði kröfur til
sjálfs sín fram á ystu nöf.
Jóhannes Bjarnason, sóttist
ekki eftir metorðum i heimi hér
en gott var að eiga hann að vini.
Ég sá oft framrétta hönd hans og
oft varð sú hönd hjálparheila.
Framhald á bls. 26.
björn óumdeilanlega okkur
fremri, svo miklu fremri að hann
hefir verið og verður, fyrirmynd
okkar allra.
Hann var óvenjulega nærgæt-
inn, háttprúður og góður maður.
Þó var hann ýtinn og óþolinmóð-
ur, þegar framkvæmdum miðaði
hægar en honum þótti við hæfi,
en svo kærl.eiksríkur í orði og æði,
að undan var ekki komizt.
Hann höfðaði til alls hins bezta,
sem í heilsteyptum manni býr. An
hans væri félag okkar mun fátæk-
ara — í fleiri en einum skilningi
þess orðs.
Það má með sanni segja, að Sig-
björn var verndari — og verndar-
engill — Fóstbræðraheimilisins.
Nú er skarð fyrir skildi, sem
enginn okkar veit hvernig fylla
skal.
A góðum og dýrmætum sam-
verustundum okkar félaganna
gladdist hann með glöðum. Þegar
hann var nærstaddur, jók nær-
vera hans á þá ánægju sem þvi
fylgir, er heilssteyptir og einlægir
menn hittast og blanda geði á
góðri stund.
Kjarkur og æðruleysi voru með-
al margra kosta Sigbjörns. Því til
staðfestingar má geta þess, að
hann ræddi oftiega um sjúkdóm-
inn, sem við og hann vissum að
mundi leggja hann að velli fyrr
en' síðar, sem eðlilegt, en frekar
afstætt fyrirbæri, og brá þá oft
fyrir sig hnyttnum skemmtiorð-
um, sem við tókum undir í léttum
dúr, þótt engum okkar væri hlát-
ur i huga.
Blessuð sé minning hans.
Eiginkonu Sigbjörns, börnum
og venzlafólki færum við hjónin
dýpstu samúðarkveðjur.
Þorsteinn R. Helgason.
VARAHUjti
SMURSTi
VERKST/Eði
Ibílagler.
bíamálun ^
BILALOKK
Berger er úrvalslakk á góóu verói.
Nákvæm litablöndun í nýjum tækjum.
BLÖNDUM LITINA SAMDÆGURS
Eigum fyrirliggjandi
þessi fallegu og
vönduðu innskotsborð
og símabekki
á mjög hagstæðu verði
Verið velkomin
Valhúsgögn Ármúla 4 I
mmmm^mmmmmmm^mmm^mmmrn
VALHUSGOGN
ÞARFTU AÐ KAUPA?
ÆTLARÐU AÐ SELJA?
Þt AtGLÝSIR tM ALLT LAND ÞEGAR
Þt AtGLÝSIR I MORGtNBLAÐINt
RENAULT
Komið og
BÍLASÝNING
Sýnum laugardag og sunnudag frá kl. 1—6
Flestar gerðir Renault bíla.
REIMAULT
skoðið vinsælu Renault bílana í húskynnum okkar að Suðurlandsbraut 20.
KRISTINN GUÐNASON Hl.
SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633