Morgunblaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRUAR 1978 39 VALSMENN AÐ HRESSAST, EN FH AÐ MISSA FLUGIÐ VALSMENN sóttu tvö stig til Hafnarfjarðar i hinni hörðu keppni i 1. deildinni i handknattleik er liðið vann FH 2.1:20 i baráttuleik i gærkvöldi. Hafa FH-ingar tapað tveimur siðustu leikjum sinum i deildinni og virðast vera að missa flugið eftir að hafa byrjað af miklum krafti og unnið alla andstæðinga sina i fjórum fyrstu leikjum sinum i mótinu. Valsmenn eru aftur á móti allir að hressast og geta verið ánægðir með sigurinn i gærkvöldi, þó svo að leikur þeirra hafi verið langt frá þvi að vera villulaus. Hvað eftir annað i seinni hálfleik leiksins í gærkvöldi virtist manni, sem Valur væri með gjörunninn leik í hönd- unum. en alltaf tókst FH-ingum að blanda sér i leikinn á ný og i raun máttu leikmenn Vals þakka fyrir bæði stigin í leiknum þegar allt kom til alls FH-ingar misnotuðu t d fjögur vitaköst i leiknum og hefðu þau getað riðið baggamuninn i leiknum Valur leiddi 10:8 i hálfleik. en fyrri hálfleikurinn var lengstum mjög jafn í seinni hálfleiknum sigu Valsarar fram úr og komust i 14 10. 15:11 og siðan 16:12, en þá voru 1 5 minútur til loka leiksins FH-ingar gerðu þrjú næstu mörk leiksins og munurinn var aðeins eitt mark, 16:15 Gisli Blöndal skoraði fyrir Val. en FH-ingar fengu tvö vita- skot. sem þeir misnotuðu bæði Stein- dór Gunnarsson var rekinn af velli. en meðan hann var fjarverandi skoraði Valur tvivegis, FH aðeins eitt mark Valur komst i 21:16 og enn virtist leikurinn búinn. en þá byrjuðu Vals- menn að leika eins og börn á ný og FH-ingar röðuðu mörkunum Staðan varð 21:18 og enn misnotaði FH vita- kast Leikmenn liðsins gáfust þó ekki upp og Janus breytti stöðunni i 21 20 Þá voru 2 5 sekúndur eftir af leiknum Leikmenn Vals sóttu. en allt i einu voru FH-ingar komnir i sókn og dæmt var vitakast á Val að þvi er flestir töldu Annað kom þó á daginn, þvi dæmt hafði verið aukakast á FH. sem enginn tók eftir þegar dæmt var Rann leiktim- inn þvi út meðan Valur var enn i sókn Úrslitin þvi 21 20 Beztu menn FH-liðsins voru að þessu sinni Janus Guðlaugsson og Guðmundur Magnússon Birgir Finn- bogason varði vel á milli. en sleppti siðan slökum skotum framhjá sér Árni Guðjónsson sneri nokkrum sinnum laglega á hornamenn Vals og skoraði falleg mörk Geir Hallsteinsson var elt- ur allan leikinn og mátti sin því litils Þórarinn Ragnarsson lék ekki með FH- ingum að þessu sinni Af Valsmönnum var Brynjar Kvaran i sérflokki og varði hvað eftir annað snilldarlega Þorbjörn Guðmundsson og Gisli Blöndal voru atkvæðamestir i Framhald á bls. 22. Gísli Blöndal skoraði 9 mörk fyrir Val í gærkvöldi. Staðan i leik: i 1. deildinni í handknatt- Víkingur 6 4 2 0 129:99 10 FH 6 4 0 2 121:1 15 8 Valur 7 3 1 3 134:127 7 ÍR 6 2 3 1 116:1 12 7 Haukar 5 1 3 1 92:91 5 KR 6 2 1 3 119:126 5 Fram 6 1 2 3 119:136 4 Ármann 6 1 0 5 109:132 2 FH: Birgir Finnbogason 2, Guðmundur Magnússon 3, Guðmundur Árni Stefánsson 2, Theódór Sigurðsson 2, Geir Hallsteinsson 2, Tómas Hansson 2, Janus Guðlaugsson 3, Július Pálsson 1, Valgarð Valgarðs- son 1, Árni Guðjónsson 2, Magnús Ólafsson 1, Jónas Sigurðsson 1. VALUR: Brynjar Kvaran, 4, Bjarni Guðmundsson 2, Bjarni Jónsson 1, Björn Björnsson 1, Þorbjörn Jensson 1, Gísli Arnar Gunnarsson 1, Steindór Gunnarsson 2, Stefán Gunnarsson 2, Þorbjörn Guðmundsson 3, Gisli Blondal 4, Jón H. Karlsson 3, Jón Breiðfjörð 1. Tapog sigur hjá UMFN KR-ingar nú einirátoppinum UMFN — KR 68—70 (32—39) KR-ingar standa nú með pálmann í höndunum i íslandsmótinu í körfu- knattleik eftir góðan sigur gegn UMFN á laugardaginn var. Sigurkörfuna skor- aði Jón Sigurðsson þegar aðeins 1 5 sekúndur voru eftir af leiktimanum Höfðu KR-ingar farið illa að ráði sinu á siðustu minútum leiksins. en klaufa- skapur Njarðvikinga var meiri og sigur KR var i höfn í byrjun leiksins komust Njarðviking- ar i 7—0. en yfirvegaður leikur KR- Þorsteinn Bjarnason og félagar hans I Njarðvlkurliðinu hafa staðið I ströngu að undanförnu. Þeir unnu ÍS i fyrrakvöld, en töpuðu hins vegar naumlega fyrir KR á eigin heimavelli um síðustu helgi. inga kom þeim brátt yfir og virtist óþolinmæði gæta hjá Njarðviktngum þvi KR-ingar léku vörn þeirra nokkuð grátt Njarðvikingar léku að vanda svæðisvörn, en langskyttur KR áttu góðan dag og dugðu ráð Njarðvíkinga þvi skammt í hálfleik var staðan orðin 39 — 32 KR i vil Njarðvikingar komu til seinni hálf- leiksins sem óðir væru\og skoruðu 1 3 fyrstu stig hálfleiksins ög breyttu stöð- unni i 45—39 sér i hag Rósemi KR-inga varð þó ekki raskað við þetta og tóku þeir brátt forystuna aftur með góðri hittni og sterkari vörn Njarð- vikingum tókst þó að jafna leikinn þegar u.þ.b. 5 minútur voru til leiks- loka Þegar 45 sekúndur voru til leiks- loka skorar Jónas 3 stig og jafnar leikinn 68 — 68 KR-ingum mistókst að koma boltanum i leik. en Jón Sigurðsson bætti úr mistökunum og skoraði úrslitakörfuna. 70—68 Njarðvikingum gafst færi á að jafna, en Gunnar Þorvarðarson tók skot úr þröngu færi og KR-ingar náðu boltarv um Bestir KR-inga voru Andy Piazza með 20 stig, Jón Sig með 1 5, Einar Bollason með 14 og Árni Guðmunds- son sem skoraði 10 stig Hjá Njarðvikingum voru atkvæða- mestir Jónas Jóhannesson. en hann skoraði 8 stig og var litið inná KR- ingum til happs. Kári Marisson og Þorsteinn Bjarnason. en þeir skoruðu báðir 1 6 stig Dómarar voru Erlendur Eysteinsson og Sigurður V Halldórsson og höfðu þeir góð tök á leiknum allan timann. Þór — Valur 56:75 Valsmenn flugu norður til Akureyrar um síðustu helgi og léku gegn Þór og var aldrei nokkur vafi á þvi, hvort liðið væri sterkara Sigraði Valur auðveld- lega i leiknum með 75 stigum gegn 56 Virðast Valsmenn vera i góðu formi þessa dagana og eru til alls liklegir, þó svo að þeir eigi þrjá mjög erfiða leiki eftir, gegn KR. ÍS og UMFN ÍR — Ármann 88:81 ÍR-ingar nældu ser i tvö dýrmæt stig með sigri sinum yfir Ármanni um sið- ustu helgi Var sigur ÍR mun léttari en stigatalan gefur til kynna Voru ÍR- ingar komnir 20 stig yfir en slöppuðu þá aðeins af og Ármenningar náðu aðeins að minnka muninn Virðast Ár- menningar nú ekki eiga nokkra von um að halda sér í deildinni ÍS—UMFN 93:94 (44:40) Það hefur heldur betur verið hasar í leikjum UMFN að undanförnu Um siðustu helgi urðu þeir að lúta i lægra haldi fyrir KR í æsispennandi leik. en á fimmtudagskvöldið fóru þeir með sigur af hólmi úr viðureign sinni gegn ÍS i íþróttahúsi Kennaraháskólans i leik. þar sem úrslit voru ekki ráðin fyrr en á siðustu sekúndunum Leikurinn var mjög spennandi allan timann en ekki að sama skapi vel leikinn, mikið um mistök á báða bóga. sérstaklega i fyrri hálfleiknum Njarðvíkingar byrjuðu leikinn vel og komust í 14:6 en þá vöknuðu stúdent- ar til lifsins og höfðu náð yfirhöndinni, þegar flautað var til leikhlés. 44 40 Þeir höfðu einnig frumkvæðið nær allan siðari hálfleikinn. voru þetta 6 — 8 stig yfir lengst af. en Njarð- vikingarnir voru ekki á þeim buxunum að gefast upp frekar en fyrri daginn og á lokaminútunum var mikill darrað- ardans Stúdentar höfðu þá misst þá Kolbein Kristinsson og Bjarna Gunnar Sveinsson út af með 5 villur og er ekki ósennilegt. að það hafi ráðið úrslitun- um Njarðvíkingar reyndust svo sterk- ari á lokasprettinum og sigruðu 94:93 Lið UMFN var mjög jafnt að vanda. en fremstan má telja Jónas Jóhannes- son. sem átti nú sinn langbezta leik i vetur. bæði i vörn og sókn Þá var Gunnar Þorvarðarson mjög góður og var mjög furðulegt. hvað honum var haldið lengi útaf i siðari hálfleik Hjá IS voru þeir Steinn Sveinsson og Jón Héðinsson beztir. en Dirk Dun- bar gerði óvenju mörg mistök, þó svo að hann ætti góða spretti Þá var Kolbeinn Kristinsson mjög góður Dun- bar var stigahæstur stúdenta með 26 stig. en Jónas. 1 7 stig. og Gunnar 1 6 stig, hjá UMFN Dómarar voru Sigurður V Halldórs- son og Erlendur Eysteinsson og bitnuðu þeirra mörgu mistök meira á ÍSenUMFN ÁG/GG STAÐAN 1 u t KR 10 9 1 VALUR 11 9 2 UMFN 11 9 2 ÍS 11 8 3 ÍR 11 4 7 ÞÓR 10 2 8 FRAM 11 2 9 ÁRMANN 11 0 11 munur að stig meðalt meðalt. 935:786 18 93,5:78.6 14,9 972:858 18 88,4:78,0 10,4 956:843 18 86.9:76.6 10,3 1012:945 16 92.0:85,9 6,1 938:984 8 85.3:89.5 4.3 735:815 4 73.5:81,5 8.0 854:954 4 77,6:86,7 -9.1 867:1085 0 78.8:98.6 19.8 Úrslit í 1. deild kvenna á morgun ÞRlR leikir verða I 1. deild I karla í handknattlcik uni helg- ina. en hjá kvenfólkinu verður einn leikur og eigast þar við I topplið deildarinnar, FH og Valur. Leikir helgarinnar i efstu dcildunum verða sem [ hér segir: Laugardagur: Laugardalshöll kl. 15.30, 1. d. karla: Fram — IR Laugardalshöll kl. 16.45, 2. d. karla: Þróttur — Leiknir. Sunnudagur: Hafnarfjörður kl. 19, 1. d. kvenna: FH — Valur Hafnarf jörður kl. 20, 1. d. karla: Haukar — KR Hafnarfjörður kl. 21.15, 1. d. karla: FH — Armann Hjálmur vann skjöldinn HJALMUR Sigurðsson úr Vík- verja sigraði í Skjaldarglfmu i Armanns síðasta sunnudag. Eftir að keppendurnir, sem I voru átta talsins, höfðu glimt hver við annan voru þeir þrlr jafnir að vinningum Hjálmur, Guðmundur Ölafsson og Guðmundur Freyr Halldórs- son báðir úr Armanni. Varð því að fara fram aukaglíma á milli þeirra þriggja. Hjálmur vann Guðmund Ólafsson, en síðan gerðu nafnarnir jafnt. j Hjálmur hélt síðan jafnglími á móti skjaldarhafa sfðasta árs. I Guðmundi Frey, og nægði það [ Vlkverjanum til sigurs í | þessari 66. Skjaldarglfmu Ar- manns. Itölsk tölva spáir sigri Brasilíu ITÖLSK tölva, mötuð með upplýsingum frá ftölskum knattspyrnufréttamönnum og brezkum veðmöngurum, spáir | Brasilfu öruggum sigri í úrslit- um heimsmeistarakeppninnar í Argentínu f júnímánuði nk. I Tölvan spáði því að 59% likur væru á sigri Brasilfumanna f úrslitaleik keppninnar á móti| núverandi heimsmeisturum V- Þý-zkalands. • > I leik um þriðja sætið spáði tölvan því að gestgjalfar Argentfnu hefðu betur í veður- eigninni við Hollendinga. Robcrto Bettega, einn sterk- asti leikmaður ttala sagði um þessa spádóma að þeir væru „alltof rökrétlir". Ekki væri gert ráð f.vrir að neitt kæmi á óvart í keppninni og fleiri [ voru á því að lið eins og Skot- land og Ungverjaland hefðu | verið vanmctin. Niðurstaða tölvunnar var I tekin mjög alvarlega á ttaliu og haft f huga að fyrir HM i| Mexfkó var tölva látin spá um úrslitin og fór þá mjög nærri | um það, sem síðar varð. Tölvan j gerði ekki mikið úr möguleik- um ttala f keppninni i sumar j og reiknaði með að ttalfa yrði i á eftir Argentfnu f undanriðli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.