Morgunblaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRUAR 1978 Rússar flytja vopn leynilega til Eþíópa Napóir, 24. febr. AP. SOVETMENN FLYTJA nú vopnabirgðir í stórum stíl til Eþíópíu í almennum flutningavélum yfir Tyrkland og í flutningaskipum, sem fara um Svartahaf, í gegnum Dardenellasund og Súez-skurð að sögn háttsettra embættismanna innan Atlantshafsbandalagsins. Tyrkir eru, eins og kunnugt er, aðilar að bandalaginu. Harold E. Shear, aðmírall og yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins i Suður-Evrópu, skýrði fréttastofunni „Assoeiated Press“ frá því i viðtali að Sovétmenn sendu nú gifurlegar birgðir með verzlunarflota sínum undir fölsku yfirskyni. Legðu skipin upp í Svartahafi, sigldu síðan um Dardenellasund og inn á Miðjarðarhaf. Þaðan færu skipin svo gegnum Eyjahaf og Súez-skurð í átt til hafna Eþíópíumanna við Rauðahaf. Annar em- bættismaður upplýsti að Sovétmenn flyttu einnig vopn og efni i venjulegum flutningavélum til Eþíó- piu gegnum lofthelgi Tyrkja. Það kom hins vegar fram að ekki er vitað hvort sovézk yfirvöld hafa tjáð stjórnvöldum í Tyrklandi og Egyptalandi hvers eðlis flutningarnir væru. Einnig væri óvissa varðandi lagalega hlið málsins. Embættismenn Nato greindu frá því að litið væri á tyrknesku sundin sem óhindraðar alþjóðlegar siglingaleiðir og væri bersýnilegt að Sovétmenn færðu sér það í nyt með því að fela hernaðarlegan farm í verzlunarflota sínum. Má því líta svo á að Egyptar láti viðgangast að stuðningsmenn Eþíópíu- manna færi þeim hergögn í baráttunni við Sómala, sem Egyptar sjálfir hafa lýst yfir stuðningi við. „Hvað sem kann að gerast á þessu Afríkuhorni, „sagði Shear,“ þá skiptir það mjög miklu máli fyrir Atlantshafsbandalagið." Hann benti á að ef Sovét- mönnum tækist að koma sér upp aðstöðu við Rauða- haf gætu þeir hæglega sett aðildarrikjum banda- lagsins stólinn fyrir dyrnar með að flytja olíu til heimahafna. Shear sagði að Atlantshafsbandalagið hefði af gefnu tilefni aukið umsvif sín á nærliggj- andi svæðum og aukið flota sinn. Einnig kom fram í viðtalinu við Shear að það væri forráðamönnum Atlantshafsbandalagsins áhyggjuefni að Möltubúar hefðu ákveðið að binda enda á veru brezkra herja á eynni og hefði það verið gert með 13 mánaða fyrirvara. Hins vegar sagði Shear að horfur væru góðar með tilliti til sátta milli Grikkja og Tyrkja i Kýpurdeilunni og í sambandi við flugumferð og réttindi til olíurann- sókna. Hann sagði að eðlileg samskipti þessara ríkja skiptu miklu fyrir Atlantshafsbandalagið. Kvað hann fyrirhugaðan fund Ecevits forsætisráðherra Tyrkja og Karamanlis, forsætisráðherra Grikkja, góðs viti í þessu efni. Schmidt:Stórtjón af njósnum kommúnista í Vestur-Þúzkalandi Bonn 24. feb. Reuter KANSLARI V-Þý/.kalands, Helmut Schmidt. skýrói frá þvf I dag að njósnahringur kommúnista innan v-þýzka landvarnaráðuneyt- isins hefði unnið þjóðinni stórfellt tjón en þó hefði tekizt að fyrirbyggja að hann kæmist á snoðir um hernaðarleyndarmál. sem lúta að kjarnorku. Sagt hefur verið frá að höfuð- paurinn í njósnamálinu. Renate Lutze, ritari i landvarnaráðu- neytinu hafi e.t.v. tekið Ijósrit af meira en 1000 mikilvægum skjölum og komið þeim yfir til A-Þýzkalands. A meðal þeirra er talið að hafi verið gögn. er fjalla um hvernig bregðast má við árás kommúnista í Evrópu. Kanslarinn sagði frá því í greinagerð er hann flutti þing- nefnd. sem i áttu sæti fulltrúar allra flokka. að tjón það er orðið hefðí af völdum njósn- anna yrði metið til fullnustu eftir að réttarhöld í málinu hefðu farið fram. Hann sagði að meira hefði verið höggvlð að öryggi V-Þjóðverja en Atlants- hafsbandalagsins i heild. ..Eng- um kjarnorkuleyndarmálum' var uppljóstrað." sagði Helmut Sehmidt. 1 svörum Sehmidts fyrir nefndinni kom fram að hann hefði strax i upphafi gert sér grein fyrir mikilvægi málsins og sagði að yfirvöldum Atlants- hafsbandalagsins hefði verið gert viðvart um leið og uppvíst varð um njósnahringinn. Hann sagðist aldrei hafa kyniist frú Lutze. sem tekin var höndum 1976 ásamt eiginmanni sfnum og öðrum grunuðum útsendara kommúnista. Það var þetta sama njósna- hneyksli. sem varð til þess að landvarnaráðherra V- Þýzkalands. Georg Leber. ne.vddist til að segja af sér f.vrr í þessum mánuði. Hann hafði verið sakaður um að reyna að hylma yfir njósnamálið. Málamiðlunartillaga til umræðu í Belgrad Belgrad. 24, febr. Reuter. FULLTRÚAR vesturveldanna og kommúnistaríkjanna á Belgradráðstefnunni hðfu viðræður í dag um málamiðlunartillögu hlutlausra ríkja um orðalag á lokavfirlýs- ingu ráðstefnunnar sem hefur verið í sjálfheldu f marga mánuði. Fleiri fundir eru ráð- gerðir um helgina til að reyna að ná samkomulagi um yfirlýsingu sem báðir aðilar geti sætt sig við. Aðalfulltrúi Rússa á ráð- stefnunni, Yuli Vorontsof, kom ráðstefnunni á óvart fyrr í dag er hann sagði, að Austur-Evrópuríkin væru reióubúin í grundvallar- atriðum að samþykkja skjal sem níu hlutlaus Evrópuríki hafa lagt fram. í þessu skjali hlutlausu ríkjanna er forðast að víkja beint að mannrétt- indamálum sem vestur- veldin krefjast að talað sé um í lokayfirlýsingunni. Talsmaður bandarísku sendinefndarinnar sagði að uppkast hlutlausu ríkjanna væri óviðunandi í núver- andi mynd. Hann sagði að ef samkomulag tækist ekki um itarlegra skjal þar sem minnzt væri á mannrétt- indi yrói að neyða Banda- ríkin til að styðja ómerki- legt plagg sem yrði eins og hver önnur fréttatilkynn- ing. Ráðstefnan hefur fjallað um Helsinki-sáttmálann Framhald á bls. 26 CARTER Bandaríkjaforseti hefur nú í fyrsta skipti ákveðið að selja Egyptum orrustuflugvélar. En jafnframt þvi sem forsetinn ákvað að selja Egyptum 50 vélar af gerðinni F-5E. sem sjá má neðst á myndinni, neitaði hann þeim um vélar af gerðinni F-15. sem sjá má á miðri mynd, og F-16, efst á myndinni. Báðar þessar vélar hefur Carter ákveðið að selja Israelsmönnum. Hættir Carter við að selja flugvélar til M-Austurlanda? Washington, 24. feb. Reuter. Utanrfkisráðherra Bandaríkj- anna. Cyrus Vance, lét I veðri vaka I dag að stjórn Carters Bandarfkjaforseta kvnni að draga til baka áform sfn um að selja flugvélar til Mið-Austurlanda að jafnvirði 4.8 milljarða Banda- rfkjadollara sæti þingið áfram við sinn keip og gerði upp á milli einstakra landa í þessu efni. Aformin kveða á um sölu á full- komnum orrustuflugvélum af gerðinni F-15 til Saudi-Arabtu og Israel, sprengjuflugvélum af gerðinni F-16 til fsrael og ófull- komnari sprengjuflugvélum af gerðinni F15E tilEgypta. Sú ætlun stjórnarinnar að selja Saudi-Aröbum og Egyptum vélar hefur mætt mikilli andstöðu í bandariska þinginu og hafa kom- ið fram tillögur þess efnis, að Israelsmönnum einum yrðu seld vopn. í spurningatima í þinginu var Vance að þvi spurður hver yrðu viðbrögð stjórnarinnar næðu slikar tillögur fram að ganga. Hann svaraði: „Mér virðist einu ur Hermanns Görings, yfir- manns flughers Hitlers, að því er talsmaður fjármálaráðu- neytisins f Bæj- aralandi skýrði frá í dag. Dagbækurnar skutu upp koll- inum hjá upp- boðsfyrirtækinu Þjóðverjar vilja Sotheby í Lond- fá aftur dagbæk- on í fyrra. ráðstafanirnar. sem hægt væri að grípa til undir slíkum kringum- stæðum, vera að draga áformið til baka í heild.“ I greinargerð utanrikisráðherr- ans kom fram að hann teldi að það gæti orðið til að auka likur á friðarsamningum næði vopnasal- an fram að ganga. Sagði hann að hún myndi ekki raska núverandi hernaðarjafnvægi i Mið- austurlöndum. Formaður rannsóknarnefndar, sem fjallar um aðstoð við erlend riki, Clarence Long, veittist harð- lega að stjórninni fyrir fyrirhug- aða vopnásölu og sagði að þótt hann hefði flutt meira en 68 ræð- ur til stuðnings Carter Banda- ríkjaforseta meðan hann keppti að embættinu þá sæi hann mjög eftir þvi nú. „Ég hef orðið fyrir hörmulegum vonbrigðum," sagði hann. Long hefur borið fram til- lögu i þá átt að þingið neiti að samþykkja frumvarp stjórnarinn- ar um að selja flugvélar til Mið- austurlanda. Tillagan mun verða tekin til afgreiðslu eftir páska- leyfi þingmanna i marz. Hcrmann Göring. Ónafngreindur aðili bað um að þær yrðu seldar. sagði, að fyrir- tækið héfði fall- izt á að bíða þar til dómur gengi f málinu. Stjórn- in í Bæjaralandi hefur beðið cnskan lögfræð- ing að flytja mál sitt f réttarhöld- unum sem hefj- ast Ifklega fyrir mánaðamót í London. Styr um dagbæk- ur Görings Mlinchen, 24. feb. AP. Vestur-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.