Morgunblaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRUAR 1978 MORödKí-- KAFFINU * <f?p' V'l 1 S~>. GRANI göslari Hvcr hefurgcfið honun hvftlauk? Þú gætir orðið afkastamciri ef þú tckur ofnan af vélinni fyrst? Mundu að nú cr ég yfirmaður- inn hér! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson t spili dagsins, sem er fremur létt varnaræfing, finnur norður ekki besta útspilið að þvf er virðist. Vestur gaf en norður og suður eru á hættu. Og vestur vcrður sagn- hafi í fjórum spöðum cftir þcssar sagnir: Vestur Norður Austur Suður 1 S pass 2 G pass 3 S pass 4 S allir pass Norður spilar út hjartatíu og þá lítum við á hendur austurs og suðurs. Austur S. G72 H. D765 T. ADG L. K52 Suður S. A86 H. A T. 98532 L. ÁD93 Með þessa sátu í andlitinu, og að láta mig borga brennivínið er þetta vonlaust fyrir þig. Hávaðatónlist eða eitthvað annað? Borist hefur bréf er fjallar um tónlist í útvarpi og sjónvarpi og má segja að bréfritari sé ekki beint aðdáandi tónlistar: „Það er leiður og furðulegur siður hjá útvarpi og sjónvarpi að spila iðulega á hljóðfæri á sama tíma og talað orð er flutt. Þessi tónlist, hljómlist, garg eða hávaði eða hvað nú á að kalla það en ég nefni það einu nafni hávaða, því þannig lætur það f eyrum þegar það er að trufla annan flutning í þessum fjölmiðlum. Það er al- gengt að þulur tilkynnir að nú hefjist einhver þáttur, sem fluttur á að vera í mæltu máli, þá byrjar þessi hávaði og stendur góða stund, sfðan heyrist eitt- hvert tal sem gæti verið að verið væri að varpa kveðju á hlustend- ur, síðan heldur hávaðinn áfram góða stund og það jafnvel eftir að ræðumaður er byrjaður að flytja sitt mál. Stundum er t.d. í sjón- varpi framleiddur þessi hávaði stöðugt á meðan hið talaða orð er flutt og spillir það fyrir mörgum að geta notið góðs efnis. 1 fimmt- án mínútur fyrir fréttir f sjón- varpinu er leikið af plötum og er það dágóð auglýsing fyrir þær hljómsveitir, sem hlut eiga að máli og ódýr, a.m.k. ekki 102 þús- und kr. fyrir mfnútuna eins og þessi menningarstofnun krefst af öðrum, eftir þvf sem heyrst hefur. Margir mundu óska þess að vera lausir við þessar truflanir á með- an hið talaða orð er flutt og ef endilega þarf að koma þessum Við fáúm fyrsta slaginn á hjartaás en vestur lætur tvistinn.. Sjá lesendur nokkurn möguíeiká til að hnekkja spilinu? Við getum greinilega ekkí búist við iniirgum háspilum á hendi norðurs. Við sjáum þrjá slagi og sumum kann að detta í hug, að norður eigi hugsanlega einspil í tíglí. En hann gat þá spilað þvi út í byrjun. Við sleppum þvi þeim möguleíka. Hvað á sagnhafi marga slagi? Eftir útspilið vitum við um þrjá á hjarta. Þrjá slagi sjáum við á tígul og hann á minnst fjóra á tromp. Róttækar ráðstafanir eru því nauðsynlegar. Og hafi lesendur ákveðið að spila laufdrottningunni í 2. slag fá þeir hæstu einkunn. NORÐt'K S. 43 II. 10984.1 T. 107 t„ t;;«4 VKSTI'R s. K 1)1095 II. KU2 T. KB4 1.. 108 Sl'Ðl'R S. ,V8« II. V r. »85:i2 L. A 1)9.1 Al'STl'R s. «72 ii. i>;«5 t. Aix; I. K52 Og án nokkurrar áhættu hefur þá verið búin til innkoma á hendi norðurs á laufgosa. Eftir spaðaás- inn spilum við lágu laufi og trompum síðan hjartaspilið frá norðri. Okkur er þá sama hversu marga slagi sagnhafi getur tekið við, við höfum náð okkar fjórum. HÚS MÁLVERKANNA Framhaldssaga eftir ELSE FISCHER Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 74 við, en hún orkaði það ekki. Hún varð að komast heim og hugsa sig um, áður en hún tæki ákvörðun um þetta. Hún varð Ifka að fara og hitta Hendbergs- hjónin að máli. En fyrst varð hún að fara heim. Heim, þang- að sem hún hafði bfl sem gat flutt hana á braut frá skelfandi dimmum og cinmana eyðileg- um húsum. 30. kafli Hún sat og gæddi sér á hnet- um, þegar hann kom heim. Grátt hárið var úfið og augun á bak við gleraugun alvöru- gefin. Hann vissi þegar hann leit á hana, að hún hafðí talað við Ðorrit. — Carl, mér fannst rétt að segja þér að ég ætla að leita til lögreglunnar. — Ég hef verið hjá lögregl- unni f ailan dag. Hann var þreyttur. Hann sett- ist við skrifhorðið og kreisti pappfrshnffinn f hendi sér. Hún leit spyrjandi á hann. — Dauði Susie ... Hann studdi höndum undir vanga sfna. — Lögreglan er ekki lengur viss um að þetta hafi verið slys ... Þeir telja ekki að hún hafi sjálf tekið of stóran skammt. Þeír halda að einhver hafi verið með henni... Að það hafi kannski verið morð... ein- hver gamall kunningi hennar frá dóptfmabilinu. — Mér Ifkar ekki það sem hér fer fram. Hún stóð upp. — Dauði Susie ... f jár- kúgun. Og eins og ég sagði ætla ég að fara til lögreglunnar. — Þetta tvennt kemur ekki hinu við. Getur ekki verið að þar sé neitt samband á milli? Hann leit upp. — Og á hvaða forsendum er kúgað út úr þér fé? Það er ekki spurning um for- sendur. Fyrir mig rfður á að vita hver gerir það. Þú hlýtur að sjá að það er kjarni málsins? — Nei, ég vil fá að vita ástæðuna. Annars verð ég þvf miður að taka sfmann og hringja til lögreglunnar og það nú strax. Ekki til hans Egon Jensens vinar þfns f þorp- inu... heldur til rannsóknar- lögreglunnar f Alaborg. Hann horfði rannsakandi á hana. Svo kinkaði hann kolli. — Já, ég býst við þú myndir gera það. En ég held ekki að þú gerir það þegar þú heyrir ástæðuna. — Þetta með hann frænda þinn... sú saga nægir mér ekki. Ef pilturinn hefur gert eitthvað af sér, þvf þá ekki að láta hann taka út refsingu fyrir það. Móðir hans deyr varla af þvf, þótt hún sé veil fyrir hjarta. — Nei. Hann hikaði. Andlit hans var fölt og rúnum rist og sem snöggvast fann hún til samúðar með honum. — Ég bfð. Hún sagði þetta ofurrólega. — Þú bfður já og þú heldur að þetta geti allt fallið f Ijúfa löð. Bara með þvf að fara til lögreglunnar. Heldurðu ekki ég hafi velt þeim möguleika fyrir mér — sfðan þessi bölv- uðu hótunarbréf tóku að ber- ast. Heldurðu ekki ég myndi leita til lögreglunnar ef ég ætti einhvern mögulcika ... en ég á engra kosta völ... eða réttara sagt ég á völina á milli manns- Iffs og fánýfra peninga. Hann dró iykiakippu upp úr vasa sfnum og opnaði skúffu f skrifborðinu. Hann skalf af hugaræsingi og tók upp bréf sem hann rétti henni. — Gjörðu svo vel. Ég hef ár- angurslaust og kannski dálftið stirðbusalega reynt að hala Dorrit utan við það versta. Hún óttaðist þá tilhugsun að hann yrði e.t.v. sendur aftur til vfg- vallarins, en þarna hefurðu málið f hnotuskurn. Og þarna er systir mfn og sytursonur. Hann sagði þetta með áherzlu. — Gerðu þér f hugarlund að f hlut ætti fjölskylda þín og hugsaðu þig örlftið um áður en þú leitar til lögreglunnar. Hún las bréfið vandlega áður en hún leit upp. — Já, en hér stendur að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.