Morgunblaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRUAR 1978 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 1 700.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. r r Askorun ASI og BSRB um ólöglegar verkfallsaðgerðir Alþvðusamband tslands og BSRB hafa tekið ákvörðun um að hvctja fclagsmcnn aðildarfclaga sinna til ólöglcgra vcrkfallsaðgcrða um næstu mánaðamót. Sagt cr, að Farmanna- og fiskimannasamband tslands standi að þcssari áskorun cn cins og fram kcmur í Morgun- blaðinu í dag hcfur stjórn FFSl ckki veitt formanni sínum nokkurl umboð til þcss að laka þátt í þessum ólöglcgu aðgcrðum í nafni samtakanna. Einnig kcmur fram.að launamálaráð BIIM standi að þcssum áskorunum, cn þá cr þcss að gæta, að stjórn BHM hefur ckki lýst stuðningi við þær, formaður BIIM lýsir cindrcginni andstöðu við ólöglcgar aðgcrðir í viðtali við Morgunblaðið í dag og við atkvæða- grciðslu í launamálaráðinu sátu þrír fulitrúar hjá. Einn af varafor- mönnum BSRB grciddi atkvæði gcgn þessum aðgerðum í stjórn BSRB og í miðstjórn ASÍ ríkir cngin samstaða um þau lögbrot, scm meiri- hlutinn hyggst hafa í frammi I. og 2. marz. Eins og sjá má af þcssu ríkir engin samstaða mcðal þeirra, sem sagðir cru standa að áskorun til launþcga um óiöglcgar aðgerðir á vinnumarkaðnum um næstu mánaðamót. Til viðbótar því cr svo alveg Ijóst, að fjölmcnnar starfsstéttir í þjóðfclaginu munu hafa þcssi hvatningarorð ASl- og BSRB-forystunnar að cngu. Þannig cr bersýni- lcgt af ummælum forystumanna sjómanna í Morgunblaðinu í dag, að sjómcnn hyggjast ckki hcfja óliiglegar vcrkfallsaðgcrðir um næstu mánaðamót. Þá kcmur einnig fram í viðtöium við forsvarsmcnn vcrzlunarmanna, að þcssi fjölmcnni launþegahópur hyggst ekki taka þátt í þessum verkfallsaðgcrðum. Bersýnilegt cr, að miklar cfasemdir ríkja mcðal fjölmcnnra starfs- hópa annarra og undirtcktir launþcga á landsbyggðinni cru grcinilcga afar dræmar við áskorun ASt- og BSRB-forystunnar, svo að ekki sc mcira sagt. Það cr því Ijóst nú þegar, að engin samstaða ríkir mcðal forystumanna launþcgasamtaka um hinar áformuðu ólöglcgu aðgcrðir um næstu mánaðamót. Mætti það vissulcga verða þeim forystumönn- um launþcgasamtaka, scm hafa tckið frumkvæði um ólöglegar vcrk- fallsaðgerðir, umhugsunarcfni og cr óskandi að þcir sjái að sér og falli frá þcim lögbrotum, scm þeir nú hvetja fólk til að fremja. Kjarni þcssa máls cr cinfaldlcga sá, að vcrkalýðshrcyfingin á tslandi gctur ckki tckið lögin í sínar hcndur. Mcð áskorunum um lögbrot er vcgið að rótum okkar litla samfélags, eins og Matthías Á. Mathiesen, fjármálaráðherra, segir í viðtali við Morgunblaðið í dag. Við höfum bvggt upp þjóðfélag, scm b.vggir á ákvcðnum leikreglum. t þeim fclst ma.a, að við kjósum okkur þing á fjögurra ára frcsti. Þctta þing hcfur liiggjafarvaldið í landinu og það cr ekki í höndum nokkurs annars aðila. Þett'a þing kýs rtkisstjórn. Ef þcssi lagagrundvöllur þjóðfélags okkar cr brotinn niður mun stjórnlcysi taka við. Þcss vcgna verðum við að virða lögin og sízt situr á fjölmennum samtökum launafólks í landinu cða öllu hcldur forystumönnum þeirra að ganga fram fyrir skjöldu mcð lagabrot. Astæðan f.vrir áskorun forystumanna nokkurra vcrkalýðsfélaga unt ólöglegar vcrkfallsaðgcrðir hinn 1. marz n.k. er ckki sú, að þeir séu haldnir hcilagri rciði vcgna aðgcrða ríkisstjórnarinnar í cfnahagsmál- um. Sjálfir kalla þeir ekki allt ömmu sína í þcim efnum. Vorið 1974, þcgar vinstri stjórnin tók vísitöluna alvcg úr sambandi, var mótmælt í orði cn ckki á borði. Þá voru ckki haldnir fundir um landið til þcss að mótmæla aðgerðum þávcrandi ríkisstjórnar. Þá var ckki haft í hótun- um um ólöglcg vcrkföll. Þó voru þær aðgerðir langtum alvarlcgri fyrir launþcga cn þær ráðstafanir, scm núverandi ríkisstjórn hcfur bcitt sér fyrir. Þcssi samanburður sýnir. að aðgcrðir verkalýðsfélaganna nú eru af pólitískum toga spunnar. Nokkrir forystumcnn þeirra ætla að reyna að misnota launþcgasamtökin í pólitískum tilgangi. Vissulcga kemur á óvart, að þeim skuli svo mjög í mun að beita vcrkalýðssamtökunum mcð þcssum hætti nú, þegar haft cr í huga, að kosningar cru á næsta leiti. Skýringin getur ckki verið önnur cn sú, að þcir scm hér cru fremstir í flokki örvænti um árangur sinn og sinna skoðanabræðra í kosningunum í vor og haldi að þctta sé leið til vinsælda en þcir munu komast á aðra skoðun. Slík vinnubrögð ciga ckki við í okkar þjóðfélagi og almcnningur cr þeim andvígur. Forystumenn verkalýðsfélaganna hafa mótmælt cfnahagsráðstöfun- um ríkisstjórnarinnar. Þcir eiga auðvcldan leik á borði að bregðast við þcim mcð löglcgum hætti. Þcir gcta sagt upp gildandi kjarasamning- um f.vrir fcbrúarlok. Þá cru, þcir lausir hinn 1. apríl. Eftir það gcta verkalýðsfélögin boðað löglcg vcrkföll hvcnær, scm þeim sýnist. Hvers vcgna liggur þeim svo mikið á nú? Þeir, sem cru þyrstir í pólitískt uppgjör, þurfa ckki að bíða ncma fram í maí og júní. Þá fara fram kosningar til þings og sveitarstjórna. Þá fclla kjóscndur sinn dóm. Þeim dómi vcrða allir að hlíta, þ.e.a.s. þcir, scm vilja virða lög landsins, en svo virðist scm virðingarlcysi gagnvart þcim komi nú úr hörðustu átt. Við íslcndingar þurfum ekki á áð halda nú á næstu vikum stjórnlcysi og upplausn. Ef launþcgar brcgðast vcl vió kalli forystumanna ASl og BSRB kallar það stjórn- lcysi og upplausn yfir þjóðfélagið. Batna lífskjör almcnnings við það? Við skulum hafna upplausnaröflum. Við skulum vfsa á bug áskorunum um lögbrot- 1. marz. Við skulum halda lögin í hciðri og gera upp okkar sakir mcð lýðræðislegum hætti við kjörborðið. Miðstjórn ASÍ og 10 manna nefnd: Fyrstu aðgerðir til að mótmæla gtfurlegri kjara og réttindaskerðingu MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Alþýðusambandi tslands: A fundi miðstjórnar Alþýðu- sambands íslands og 10 manna nefndar þess, sem haldinn var í gærkvöldi, 23. febr., var eftir- farandi ályktun samþykkt sam- hljóða: ,,Með tilvísun til ályktana miðstjórnar 10. febrúar sl., for- mannaráðstefnu ASÍ 15. febrúar sl., samráðsfunda samtaka launa- fólks og þeirra ráðstefna sem haldnar hafa verið í öllum lands- hlutum undanfarna daga, sam- þykkir miðstjórn Alþýðusam- bands íslands og 10 manna nefnd þess, að skora á öll aðildarsamtök ASÍ og félagsmenn þeirra að leggja niður vinnu 1. og 2. mars næstkomandi, sem fyrstu aðgerðir til að mótmæla þeirri gífurlegu kjara- og réttinda- skerðingu sem felst í lögum þeim um efnahagsráðstafanir sem meirihluti alþingis hefur nýverió samþykkt fyrir forgöngu rikis- stjórnarinnar. Kjörorð baráttunnar er: Samningana í gildi.“ í ályktun miðstjórnar ASI frá 10. febr. s.l., sem til er vitnað í Snorri Jónsson, varaforseti ASt ofangreindri ályktun, segir meðal annars: „Það er staðfast álit miðstjórn- ar Alþýðusambands íslands, að það sé .frumskylda stjórnvalda að halda í heiðri löglega gerða kjara- samninga aðila vinnumarkaðarins og haga efnahagslegum aðgerðum sínum í samræmi við það og að slikt sé ekki aðeins skylt heldur og fullkomlega fært nú, þrátt fyrir þau stórfelldu mistök sem gerð hafa verið og ríkisvaldið ber ábyrgð á. En um þessi efni hefur Alþýðusambandið ásamt BSRB og fulltrúum þriggja stjórnmála- flokka lagt fram ýtarlegar og raunhæfar tillögur. . .“ I ályktun miðstjórnar frá 10. febrúar s.l. segir einnig: „Þá lýsir miðstjórnin því yfir að hún telur að með þvi að allar heiðarlegar leikreglur varðandi sambúð verkalýðssamtakanna og atvinnurekenda og rikisvaldsins eru þverbortnar með fyrirhugaðri lagasetningu, að verkalýðsfélögin og allir einstaklingar innan þeirra séu siðferðislega óbundnir af þeim ólögum, sem rikisvaldið hyggst nú setja.“ Formannaráðstefna Alþýðu- sambands islands, sem haldin var 15. febrúar sl., samþykkti álykt- un, þar sem mótmælt var harð- lega lagasetningu þeirri sem þá var fyrirhuguð. Í þéssari ályktun segir meðal annars: „Ráðstefnan ítrekar fyryi áskor- anir verkalýðssamtakanna til ríkisstjórnarinnar um að stöðva framgang frumvarpsins. Verði ekki orðið við þeim eindregnu til- mælum, samþykkir ráðstefnan að fela miðstjórn ásamt stjórnum eða fulltrúum BSRB og FFÍ að skipuleggja sameiginlega baráttu- aðgerðir og skal miða við að þær hefjist 1. mars nk.“ Avarp stjórnar BSRB: Hver einstakur verður að taka ákvörðun um hlutdeild sína og samstöðu með öðrum HÉR fer á eftir í heild ávarp það, sem stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja sendi frá sér í gær: Formannaráðstefna BSRB hef- ur falið stjórn bandalagsins að leita samstarfs við önnur samtök launafólks um aðgerðir til að hrinda þeirri árás á frjálsán samningsrétt, sem hin nýju lög um efnahagsaðgerðir fela i sér. Er i samþykkt formannaráð- stefnunnar bent á, að launafólk sé knúið til aðgerða til verndar samningsréttinum nú og i fram- tíðinní. Siðan segir orðrétt: „Ef nauðsyn krcfur og sam- staða næst við önnur launþcga- samtök um aðgcrðir, felur for- mannaráðstefnan stjórn BSRB að gangast fyrir víðtækri þátttöku félagsmanna Bandalags starfs- manna rikis og bæja i þeim. — Komi til vinnustöðvunar erstjórn handalagsins falið að taka þátt í stjórnun hcnnar af þcss hálfu". Vinnustöóvun 1. og 2. mars 1978. Þar sem meirihluti Alþingis virti að vettugi allar aðvaranir og áskoranir launþcgasamtaka um að hætta við að samþykkja ákvæði um riftun samninga, þá er það ákvörðun samtakanna að boða til vinnustöðvunar á upphafsdegi kjaraskerðingarákvæðanna. Samstaða hefur tekist um, að vinnustöðvun verði boðuð að þessu sinni miðvikudaginn 1. mars og fimmtudaginn 2. mars. Stjórn BSRB hvetur alla til þátttöku í aðgerðunum en getur ekki fyrirskipað slikt. Hver ein- stakur verður að taka ákvörðun um hlutdeild. sína og samstöðu með öðrum. Kristján Thorlacfus, formaður BSRB Er vinnustöðvun lagabrot? Nei — þvert á móti er hún yfirlýsing um, að fullkomlega skuli staðið við lög um kjarasamn- inga BSRB — en þau hafa ekki verið numin úr gildi. Samkvæmt ófrávikjanlegu skil- yrði rikisstjórnarinnar er það tek- ið fram i lögum nr. 29/1976, að kjai asamningar skuli eigi gerðir til skemmri tíma en tveggja ára. Gildistími þess samnings, sem fj irmálaráðberra undirritaði f.h. rikissjóðs og staðfestur var i nóv. f.l., var til 1. júli 1979. — Með llutningi frumvarps um skerð- ingu vísitöluákvæða löglegs kjarasamnings hefur ríkisstjórn- in sjálf rofið þennan samni'ng. Það gæti meira að segja verið úrskurðaratriði hjá óháðum dóm- stólum, hvort hún hefur ekki með þessu brotið 17. grein laganna, sem er þannig: „Aðilar kjarasamnings bcra fé- bótaábyrgð á samningsrofnm þcim scm þcir sjálfir cða lögmæt- ir fulltrúar þeirra gcrast sekir um I störfum sfnum fyrir þá.“ Krafa BSRB er éinfaldlega að undirritaður kjarasamningur og lögin um kjarasamninga haldi fullu gildi. Afstaða BSRB BSRB setti fram þá kröfu vid gerð kjarasamningalaganna, og endurtók hana i siðustu samningsgerð, að segja mætti upp kaupliðum samnings, ef röskun yrði á umsaminni visitölutrygg- ingu eða veruleg rýrnun á kaup- mætti. Þessu var neítað af þeim sömu stjórnvöldum, sem nú hafa rofið samninga við opinbera starfs- menn. Vinnustöðvunin cr algjör nauð- vörn samtaka, sem meinað hefur verð að semja við sina viðsemj- endur á jafnréttsgrundvelli. Takist ekki að hrinda þeirri árás, sem nú er gerð á nýfenginn samningsrétt BSRB og aðildar- félaga þess, þá virðist næsta til- gangslitið að efna til viðræðna og samningagerðar i framtíðinni við ríkisvaldið og sveitastjórnir. Það er því sjálf tilvera stéttar- samtaka okkar sem er í húfi. Neyðarréttur Með endurtekinni riftun lög- mætra kjarasamninga er vegið að frjálsum samningsrétti alls launa- fólks. Opinberir starfsmenn eiga fulla samstöðu í þessum efnum með öðrum launamönnum. Allt launafólk er knúið til að nota nú þann neyðarrétt sinn, sem viðurkenndur er í lýðfrjáls- um löndum, til að hrinda þeirri árás, sem gerð er á frjálsan samn- ingsrétt. — Stöndum órofa vörð um sam- tökin okkar — rjúfum ckki samstööuna mcð stéttasystkinum — sameinumst um kröfuna: Samningana f gildi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.