Morgunblaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRUAR 1978 3 Óskar Vigfússon: Sjómenn geta ekki verið með vegna sérstöðu sinnar „Framkvæmdastjórn Sjómanna- sambandsins í samfloti með Far- manna- og fiskimannasamband- inu mótmælti þessum lögum á sínum tíma og skoraði á aðiidar- félög sfn að segja upp launaliðum kjarasamninganna," sagði Óskar Vigfússon, formaður Sjómanna- sambands Islands, en hann sat hjá við atkvæðagreiðslu í mið- Óskar'Vigfússon stjórn ASI um fyrirhugaðar verk- fallsaðgerðir. „Sjómannasamband Islands er aðili að ASÍ. Ég hef sem formaður Sjómannasambandsins athugað alla möguleika á því að sjómenn tækju þátt í þessum aðgerðum, en i miðstjórn ASl taldi ég mig ekki sem fulltrúa sjómanna geta rétt upp höndina og samþykkt aðgerð- Þórhallur Halldórsson ir, sem minir félagar geta ekki framkvæmt. Sérstaða sjómanna er sú, að þeir geta ekki lagt niður vinnu úti á sjó, þar sem alræðisvald skip- stjórans ræður lofum og lögum. Ég varð því að sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu, enda þótt persónulega væri ég hjartanlega sammála þessum aðgerðum." Guðmundur H. Garðarsson AUOLÝSINGASIMINN ER: 22480 kjí1 IHorgunblabit) Pétur Sigurðsson Jónas Bjamason: Jónas Bjarnason Stjórn BHM stendur ekki að aðgerðum „ÞAÐ ER launamálaráð rfkis- starfsmannadeildar BHM, sem ákvað að vera með í fyrirhuguð- um aðgerðum verkalýðshreyfing- arinnar, en stjórn bandalagsins stendur ekki að þeim," sagði Jónas Bjarnason, formaður BHM, í samtali við Mbl. „Til þessa hefur stjórnin ekki tekið aðra af- stöðu en þá að benda á að þetta sé bara ákvörðun launamálaráðs- ins.“ „BHM eru ekki aðeins laun- þegasamtök," sagði Jónas, „þann- ig að innan þess eru mjög mis- munandi skoðanir. Mín persónulega skoðun er sú, að endurheimt samninganna í þessari stöðu, sem nú er, sé að sjálfsögðu mikið mál, en ekki nægileg forsenda til ólöglegra að- gerða. Menn verða að hafa fyrir augúm ákaflega skýr markmið með aðgerðunum. Igrip í kjara- samninga hafa veríð æ ofan í æ og eru í sjálfu sér ekkert nýtt fyrir- brigði. Málefnamarkmiðið yrði að vera að beina geiri sínum að grundvallaratriðum, sem eru at- vinnuleg uppbygging og skipan fjárfestingarmála. Gagnrýni á lagasetninguna nú beinist áð mín- um dómi ekki að kjarna vanda- málanna." Guðmundur H. Garðarsson: Leggjum áherzlu á að landslög séu vírt „Það var haldinn fundur í stjórn og trúnaðarmannaráði Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur á miðvikudag og þar var samþykkt að leggja tillögu fyrir félagsfund á mánudagskvöld um að kaup- gjaldsákvæðum samninganna verði sagt upp með eins mánaðar fyrirvara eins og samningarnir kveða á um,“ sagði Guðmundur H. Garðarsson, formaður VR. ,,A þessum fundi kom ekki fram ein einasta rödd um það að efna ætti til ólöglegra verkfalla og forysta félagsins mun ekki hvetja til slíks, heldur leggur hún áherzlu á, eins og stjórn Landssambands verzlunarm. að landslög séu virt.“ Pétur Sigurðsson: Sjómenn taka ekki þátt í vinnustöðvuninni A FUNDI fulltrúaráðs verkalýsð- félaganna í Reykjavík nýlega var samþykkt tillaga þar sem hvatt var til stuðnings við verkfallsað- gerðir ASI1. og 2. marz n.k. Pétur Sigurðsson, sem sat þennan fund, sagði í samtali við Mbl., að á hon- um hefðu verið ákaflega fáir, eða um 60 manns, þar sem hefðu átt að vera jafnvel nokkur hundruð. „Það kom fram hjá nokkrum for- mönnum verkalýðsfélaga að þeir vöruðu við að fara i ólögleg verk- föll og tel ég að ekki eigi að leggja niður vinnu. Ég benti á fundinum á að sjómannastéttin gæti vart tekið þátt i slíkum verkföllum þar sem t.d. væri framundan vikulöng róðrastöðvun i byrjun marzmán- aðar og benti ég jafnframt á ástandið í fiskvinnslufyrirtækj- unum hér á Suðurnesjum og i Eyjum og að vertíðin hér syðra hefði ekki verið það góð, að búast mætti við að sjómenn tækju þátt i vinnustöðvuninni, nema af þeirri ástæðu að ekki yrði unnið við löndun þessa daga. Þórhallur Halldórsson: Tel að mitóll meirihluti félagsmanna telji sér skylt að virða landslög „Það má vel vera að skoðanir kunni að vera eitthvað skiptar innan félagsins I afstöðunni til þessara fyrstu aðgerða sem boðað- ar eru, það er að segja vinnu- stöðvunar 1. og 2. marz næstkom- andi,“ sagði Þórhallur Halldórs- son, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar." Ég tel þó að mikill meirihluti félagsmanna St. Rv. telji sér skylt að virða lands- lög, þrátt fyrir aðför ríkis- stjórnarinnar að nýgerðum kjara- samningum opinberra starfs- manna, en með þeirri ákvörðun er verið að grafa undan trausti launþega á gildi kjarasamninga og skuldbindinga I landinu yfir- leitt með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum. Það er skoðun min, að Hersis Oddsson, fyrsfi varaformaður BSRB, og aðalfulltrúi bæjar- starfsmannafélaganna í stjórn samtakanna, hafi með mótat- kvæði sínu gegn ályktun stjórnar BSRB fyrst og fremst verið að mótmæla þvi, að opinberir starfs- menn skuli vera hvattir til þátt- töku i ólöglegu verkfalli. Á sameiginlegum fundi stjórn- ar og fulltrúaráðs félagsins næst- komandi mánudagskvöld mun félagið marka sjálfstæða afstöóu til máls þessa." ÚTSÝNARKVÖLD verður sunnudagskvöld 26. febrúar að Hótel Sögu, Súlnasal | Grísaveizla ] f ■ -jf Kl. 1 9.00 Húsið opnað — Sangria og aðrir lystaukar. j Kl 1 9 30 Hátíðin hefst stundvíslega I Matseðill: p Spánskur veizlumatur , Verð aðeins kr 2.850.— Ferðaáætlun Útsýnar 1978 lögð fram og kynnt. Tizkusýning — Modelsamtökin sýna Danssýning — Nemendur Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar sýna nýjustu dansana. Fegurðarsamkeppni — „Ungfrú Utsýn 1978" — Forkeppni Ferðaverðlaun að upphæð kr 1 000.000,— Ferðabingó. Spilað verður um 3 sólarlanda- ferðir með Útsýn fyrir tvo Skemmtiatriði: Hinn frá- bæri Ómar Ragnarsson skemmtir af sinni al- kunnu snilld ■jt Dans — Hin vinsæla hljómsveit Ragnars Bjarnasonar og Þuríður leika og syngja Missið ekki af óvenju glæsilegri og spennandi en ódýrri skemmtun. Hátíðin hefst stundvislega og borðum verður ekki haldið eftir kl. 19.30. Munið. alltaf fullt hús og fjör hjá Útsýn. Tryggið ykkur borð hjá yfirþjóni á föstudag frá kl. 1 5.00 i sima 20221. Verið velkomin — Góða skemmtun. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.