Morgunblaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRUAR 1978 Tillaga til þingsályktunar: Hagstofnun launþega og vinnuveitenda Starfssvið sáttasemjara Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra, mælti nýverið fyrir stjórnarfrumvarpi um kvikmyndasafn og kvikmyndasjóð. Hér sést hann ásamt samgönguráðherra, Halldóri E. Sigurðssyni, og Frið- jóni Þórðarsyni, þingmanni Vestlendinga. Máske eru þeir að ræða um brúna yfir Borgarfjörð? Tveir þingmenn Sjálfstæð- isflokksins, Jóhannes Árnason ok Pétur Sigurðs- son, flvtja eftirfarandi til- lögu til þingsályktunar um hagstofnun launþega og vinnuveitenda, sáttastörf í vinnudeiium o.fl. t grein- argerð segja flutnings- menn að hún fjalli um eitt brýnasta verkefnið, sem levsa þurfi hér á landi í dag, og einskis megi láta ófreistað til að vinna að viðunandi lausn þess. Tillagan hljóðar svo: Alþingi ályktar að skora á ríkis- stjórnina að beita sér fyrir þvi, að sett verði á fót sameiginleg hag- stofnun launþega og vinnuveit- enda, er hafi það markmið að efla sáttastarf í vinnudeilum, sætta vinnu og fjármagn og bæta að öðru leyti samskipti launafólks og atvinnurekenda. Skipa skal 7 manna nefnd til að semja frumvarp til laga um þessi efni. Skal frumvarpið m.a. fela í sér eftirtalin atriði: 0 Starf ríkissáttasemjara verði gert að aðalstarfi og skal hag- stofnun launþega og vinnu- veitenda heyra undir embætti hans. Að öðru leyti verði starf ríkissáttasemjara sem sjálf- stæðast. Hann hafi með hönd- um það verkefni að stuðla að vinnufriði í landinu og starfi í nánum tengslum við samtök launþega og vinnuveitenda. 0 Ríkissáttasemjari skal að stað- aldri fylgjast með ástandi og horfum í atvinnumálum og með þróun iauna- og kjara- mála. Hann hafi vakandi auga með þvi, ef vinnudeila er í uppsiglingu, og beiti áhrifum sínum, svo sem verða má í Jóhannes Arnason. Pétur Sigurðsson. tæka tíð, til þess að samkomu- lag náist. 0 Hagstofnun launþega og vinnuveitenda skal vera aðilum vinnumarkaðarins tii ráðuneytis um hagfræðileg efni við undirbúning og gerð kjarasamninga og stuðla að því að kjarasamningar á hverjum tíma færi launþegum raun- verulegar kjarabætur, án þess ' að koma þurfi til ófriðar á vinnumarkaðnum og vaxandi verðbólgu af þeim sökum. 9 Stofnunin skal að staðaldri vinna að rannsóknum og til- lögugerð um leiðir til að sætta vinnu og fjármagn, bæta sam- skipti launþega og vinnuveit- enda i hinum ýmsu greinum atvinnulífsins og stuðla á þann hátt að meiri festu í þróun kjaramála og bættum lífskjör- um alls almennings í landinu. 0 Stofnunin skal eiga náið sam- starf við Þjóðhagsstofnun og skal í störfum sinum eiga að- gang að þeim skýrslum, sem Þjóðhagsstofnun semur um þróun þjóðarbúskapar og horf- ur í þeim efnum, þar á meðal um framleiðslu, neyslu, fjár- festingu, viðskipta- og greiðslujöfnuð, verðlag og kaupgjald, atvinnu og tekjur almennings, afkomu atvinnu- veganna og fjármál hins opin- bera og eiga aðild að söfnun upplýsinga um þessi efni og úrvinnslu þeirra, eftir því sem þörf krefur og nánar verður ákveðið. Enn fremur skal stofnunin eiga samstarf við aðra þá aðila er fást við rann- sóknir og meðferð kjaramála í landinu, svo sem Kjara- rannsóknarnefnd, eftir því sem tilefni þykir vera til. Nefndin skili áliti fyrir næsta reglulegt Alþingi. Kostnaður við störf nefdarinn- ar greiðist úr ríkissjóði. Greitt fyrir gerð kjarasamninga I greinargerð segir m.a.: „Tilgangur þessarar þingsálykt- unartillögu er að stuðla að frið- samlegri lausn á vinnudeilum með auknu sáttastarfi og nánara samstarfi launþega og vinnuveit- enda en verið hefur við undirbún- ing og gerð kjarasamninga með það sjónarmið í huga að koma á meiri festu í þróun kjaramála og öðrum þeim samskiptum aðila vinnumarkaðarins, er verða mætti til úrbóta i þessum efnum til lengri tíma. Árið 1925 voru sett lög um sáttatilraunir í vinnudeilum. Arið 1938 voru þau lög felld inn í lög nr. 80 frá 11. júni 1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, með nokkrum breytingum. Arið 1926 var sáttasemjari ríkisins fyrst skipaður. Dr. Björn Þórðarson, siðar forsætisráðherra, gegndi því starfi frá 1926 til 1942, Jónatan Hallvarðsson, frá 1945. AlHr hafa þessir sáttasemjarar notið óskor- aðs trausts jafnt launamanna sem vinnuveitenda fyrir samvisku- semi þrautseigju og réttsýni. Sáttasemjárastarfið hefur alla tið verið aukastarf við hliðina á annasömu embætti. Það er skoðun flutningsmanna þessarar tiliögu, að nú sé orðið tímabært að gera starf ríkissáttasemjara að fullu starfi. Kjaramálin eru orðin svo umfangsmikill og mikilvægur þáttur i þjóðfélaginu, að æskilegt er, að ríkissáttasemjari geti helg- að sig þeim alfarið. Tillagan gerir því ráð fyrir, að starf ríkissátta- semjara verði gert að föstu starfi, aðalstarfi. Nauðsynlegt er, að sáttasemjari sé sjálfstæður og óháður embættismaður og hafi aðstöðu til þess að haga svo störf- um sínum, að hann njóti fulls trúnaðar hjá báðum aðilum vinnumarkaðarins. Þarf að búa svo að starfinu, að þessum til- gangi verði náð. Sáttasemjari þarf að starfa allt árið og fylgjast að staðaldri með ástandi atvinnumála og þróun í Iaunamálum. Aðilar eiga að geta leitað aðstoðar hans og fyrir- greiðslu á hvaða stigi mála sem er, þótt ekki hafi slitnað upp úr samningaumleitunum eða vinnu- stöðvun verið boðuð, Eins á sátta- semjari að geta boðið fram aðstoð sína og milligöngu hvenær sem er, þótt ekki sé í hnút komið. Samkvæmt 6. tölulið 2. gr. laga nr. 54 frá 21. mai 1974, um Þjóð- hagsstofnun og breyting á lögum nr. 93/1971, um Framkvæmda- stofnun ríkisins, er gert ráð fyrir þvi að meðal verkefna Þjóðhags- stofnunar sé að veita aðilum vinnumarkaðarins upplýsingar um efnahagsmál og annast fyrir þá hagfræðilegar athuganir, eftir því sem um semst. Tilgangur þessarar þings- ályktunartillögu er enn fremur nánari útfærsla á þessu laga- ákvæði á þann veg, að í stað þess að aðilar vinnumarkaðarins, hvor í sínu lagi, fái upplýsingar um efnahagsmál frá Þjóðhagsstofn- un, sem er rikisstofnun, og vinni hvor i sínu lagi að þessum málum, þá komi sérstök stofnun eða deild, sameiginleg fyrir báða aðila, er starfi við embætti ríkis- sáttasemjara og undir hans stjórn sem hlutlauss aðila. Jafnframt er gert ráð fyrir nánu samstarfi við Framhald á bls. 26 Þingfréttir í stuttu máli Sveitarstjórnarkosn- ingar á laugardegi? Vísindaleg rannsókn á lifnadarháttum ædarfugls Breyting á sveitarstjórnarlög- um./Kosið á laugardegi. Fjórir þingmenn: Gunnlaug- ur Finnsson (F), Ólafur G. Einarsson (S), Magnús T. Ólafsson (SFV) og Páll Péturs- son (F) flytja frumvarp til breytinga á sveitarstjórnarlög- um. Frumvarpið gerir ráð fyrir tvenns konar breytingum. I fyrsta lagi er gert ráð fyrir að kjördagur verði einn og hinn sami um allt land, en eins og nú er er kjördagur annar i minnstu sveitarfélögunum en í þéttbýli. Þá er lagt til að hverfa frá þeirri hefð að kjósa á sunnudegi. 1 1. frv.gr. segir: „Almennar sveitarstjórnar- kosningar skulu fara fram fyrsta laugardag í júnímán- uði“. Sú breyting er m.a. rök- studd með því, að starfsmenn við kosningar, sem og þeir, er vaki eftir úrslitum, mæti þá betur fyrirkallaðir til vinnu en ef kosið er á sunnudegi. — 1 öðru lagi er lagt til að gerðar verði breytingar á framkvæmd óhlutbundinna kosninga. Frv. stefnir að þvi að gera kleift að kjósa aðalmenn og varamenn á sama kjörfundi. I frv. greininni segir: „Þeir eru kjörnir aðal- menn í hreppsnefnd sem flest atkv. fá í sæti aðalmanna. 1. varamaður er sá kosinn er flest atkv. hlýtur í 1. sæti á lista fyrir varamenn, að viðbættum þeim atkv. sem hann fékk á lista yfir aðalmenn, hafi hann ekki náð kosningu sem aðalmaður". Kosning annarra- varamanna ákvarðast á sama hátt. Breyting á umferðarlögum. Ellert B. Schram (S) og Eyjólfur K. Jónsson (S) flytja frv. til breytinga á umferðar- lögum. Lagt er til að 3 mgr. 5. gr. gildandi laga falli niður. Hún kveður á um þá skyldu, að í fólksbifreiðum, sem flytja megi yfir 30 farþega, skuli vera ökuriti, er sýni farna vegalengd og hraða bifreiðar á hverjum tíma. Ennfremur að geyma skuli árituð eyðublöð tækisins í eitt ár. Akvæði þetta mun ekki hafa verið virkt í framkvæmd. 2. frv.gr. fjallar um að lengd almenningsbifreiða til fólks- flutninga megi vera allt að 13 m miðað við tveggja öxla bifreið- ar. Sé bifreið búin þremur öxl- um má lengd hennar vera meiri. Dómsmálaráðherra kveði nánar á um þetta efni í reglugerð. Vfsindaleg rannsókn á lifnaðar- háttum æðarfugla. Þorleifur K. Kristmundsson (F) og Ingi Tryggvason (F) flytja tillögu til þingsályktunar um vísindalega rannsókn á lifnaðarháttum æðarfugls. í greinargerð segir að ekki sé vansalaust, að vísindaieg rann- sókn af þessu tagi hafi ekki farið fram i landi, þar sem æðarfugl hafi verið eða hlunn- indi af honum „þáttur í afkomu Islendinga". Beztu upplýsingar um æðarfugi hér á landi sé að fá í grein eftir Eyjólf Guð- mundsson á Illugastöðum á Vatnsnesi (Skirnir) og bækl- ingi eftir sr. Sigurð Stefánsson í Vigur frá 1914. Vikið er að fækkun æðarfugls og minnkun dúntekju. Meðalútflutningur á dún á árunum 1864 til 1913 mun hafa verið um 3400 kg en hún var um 2200 kg 1977. Mikil röskun hafi orðið á lifi æðar- fuglsins. Fela þurfi náttúru- fræðingum víðtæka vísindalega rannsókn á lifnaðarháttum hans við Island. Embættisgengi kennara og skólast jóra. Fram hefur verið lagt stjórn- arfrv. til laga um embættis- gengi kennara og skólastjóra. Nánar verður greint frá frv. þegar menntamálaráðherra mælir fyrir því. Vegur í Mánárskriðum við Siglufjörð Eyjólfur Konráð Jónsson (S) hefur beint þeirri fyrirspurli til samgönguráðherra, hvað líði áætlunargerð um nýtt vegar- stæði í Mánárskriðum á Siglu- fjarðarvegi. Vegurinn um Mán- árskriður liggur það hátt (ofan sjávarmáls) að hann teppist oftar en vera þyrfti, ef lægi á láglendi. Reglugerð um lágmarksstærðir fisktegunda Guðlaugur Gíslason "(S) hef- ur beint eftirfarandi fyrir- spurnum til sjávarútvegsráð- herra: „1. I reglugerð nr. 262 6. júlí 1977 segir svo: „Skylt er að hirða allan fisk af eftirtöldum tegundum, sem kemur í veiðar- færi íslenskra fiskiskipa: Þorskur, ýsa, ufsi, skarkoli og karfi“. Spurt er: Hvernig er háttað framkvæmd og eftirliti með reglugerðinni að því er þetta ákvæði hennar varðar? 2. Hve mikið var á s.l. ári gert upptækt af fiski undir Iág- marksstærð samkvæmt 6. gr. reglugerðarinnar?" Rfkið virkur aðili í kjarasamn- ingum Tveir þingménn Framsóknar- flokksins, Gunnar Sveinsson og Ingvar Gíslason, flytja tillögu til þingsál.vktunar, svohljóð- andi: „Alþingi ályktar að fcla félagsmálaráðherra að undir- búa í samráði við aðila vinnu- markaðarins frumvarp til laga er fe.li í sér að ríkisstjórnir séu á hverjum tíma virkur aðili að heildarsamhengi um kaup og kjör í landinu, ásamt aðilum vinnumarkaðarins". Tillögunni fylgir ítarleg greinargerð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.