Morgunblaðið - 25.02.1978, Side 17

Morgunblaðið - 25.02.1978, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRUAR 1978 17 Prófkjör Sjálfetæð- isflokksins til borg- arstjórnar í Rvík PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnarkosninga I Reykjavfk verður dagana 4. og 5. marz n.k. og verður kosið á sjö stöðum í borginni. Þeir eru: KR- heimilið, Grófin 1, Kassagerð Reykjavíkur, Kleppsvegi, Kaffi- stofa Kóka kóla við Stuðlaháls, Seljabraut 54 í Breiðholti og Val- höll, Háaleitisbraut 1. Stendur kosningin yfir kl. 14—17 báða dagana. Mánudag 6. marz verður kosið í Valhöll kl. 15:30—20:30. Utankjörstaðakosning fer fram í dag, laugardag, kl. 10—15 í Val- höll og á morgun, sunnudag, kl. 14—17 og verður einnig hægt að kjósa næstu viku kl. 17—19. Fer sú kosning einnig fram í Valhöll á 2. hæð. Prófkjörið er opið öllum stuðn- ingsmönnum Sjálfstæðisflokks- ins er hafa kosningarétt svo og öllu flokksbundnu sjálfstæðis- fólki. Listinn er þannig skipaður: Albert Guðmundsson stórkaup- maður, Asgrímur P. Lúðviksson bólstrarameistari, Baldvin Jóhannesson símvirki, Bessi Jóhannsdóttir kennari, Birgir ísl. Gunnarsson borgarstjóri, Björg- vin Björgvinsson lögregluþjónn, Davíð Oddsson skrifstofustjóri, Eggert Hauksson iðnrekandi, Elín Pálmadóttir blaðamaður, Garðar Þorsteinsson stýrimaður, Grétar H. Óskarsson flugvéla- verkfræðingur, Guðmundur Guðni Guðmundsson iðnverka- maður, Guðríður Guðmundsdóttir verkstjóri, Gunnar Hauksson verzlunarmaður, Gústaf B. Einarsson verkstjóri, Hilda Björk Jónsdóttir verzlunarmaður, Hilm- ar Guðlaugsson múrari, Hulda S. Valtýsdóttir húsmóðir, Jóhannes Proppé deildarstjóri, Kristinn Jónsson prentsmiðjustjóri, Kristján Ottósson blikksmiður, Magnús Asgeirsson viðskipta- fræðinemi, Magnús L. Sveinsson skrifstofustjóri, Margrét S. Einarsdóttir ritari, Markús Örn Antonsson ritstjóri, Ólafur Jóns- son málarameistari, Ólafur B. Thors forstjóri, Páll Gíslason læknir, Ragnar Júliusson skóla- stjóri, Sigríður Asgeirsdóttir lög- fræðingur, Sigurður E. Haralds- son kaupmaður, Sigurjón A. Fjeldsted skólastjóri, Skúli Möller kennari, Sveinn Björnsson kaupmaður, Sveinn Björnsson iðnaðarverkfræðingur, Valgarð Briem hæstaréttarlögmaður, Þór- ólfur V. Þorleifsson bifreiða- stjóri, Þórunn Gestsdóttir hús- móðir, Þuriður Pálsdóttir söng- kona. Á myndinni sést hvernig fólksbfllinn var útleikinn eftir áreksturinn við strætisvagninn. Hörku árekstur og slys HÖRKUÁREKSTl'R varð laust fyrir klukkan 7 i gær á mótum Breiðholtsbrautar og Stekkja- bakka. Þar var strætisvagni ek- ið yfir gatnamótin til suðurs og staðnæmdist vagninn þar milli eyja til að komast yfir á ak- brautina. I sama mund var fólksbifreið ekið yfir gatnamót- in og skipti engum togum að bifreiðin rakst á afturenda vagnsins sem stóð út á akbraut- ina sem fólksbflnum var ekið eftir. Þrennt var f fólksbilnum og slasaðist annar farþeginn og ökumaðurinn. einkum þó hinn siðarnefndi, sem hlaut mikla andlitsáverka. Annað slys varð fyrr í gærdag á móts við Sundlaugaveg 20. en þar varð lítil telpa fyrir tengi- vagni aftan i bíl. en ekki er vitað nánar um tildrög slyssins. Litla telpan lærbrotnaði. Þá varð einnig mjög harður árekst- ur í gær á Langholtsvegi, þegar fólksbíl var þar ekið inn undir pall vörubíls, sem bakkað var út úr innkeyrslu. onn Taktu þér hlé frá daglegum störfum um stund og fáðu þér mjólkurglas. Engin fæða uppfyllir betur þau skilyrði að veita þér flest þau næringarefni, sem nauðsynleg eru lífl og heilsu. Slakaðu á smástund frá starfi og streitu dagsins og byggðu þig upp til nýrra átaka um leið.x Drekktu tnjólk t dag - og njóttu þess. Næringargildi í lOOg áf mjólk eru u.þ.b Prótín 3,4 g A-vítamín 80 *Fita 3,5 g B,-vítamín 15 Kolvetni 4,6 g D-vítaipín $ Kúlk 0,12 g B.-vítamín 0,2 Fo\for 0.09 g C-vítamín 1,5 Járil 0,2 mg Hitaeiningkr 63 nd okkar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.