Morgunblaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRUAR 1978 Guðmundur Bjarna- son—Minningarorð Guðmundur Bjarnason, fyrrum bóndi að Hæli í Flókadal, verður jarðsunginn frá Reykholtskirkju í dag. Hann lézt í Borgarspítalan- um að morgni laugardags fyrir viku. Hann var á nítugasta og öðru aldursári. Ég tel það mikla gæfu, að hafa fengið að kynnast honum og njóta vináttu hans. Guðmundur Bjarnason var fæddur 28. desember 1886 að Hömrum í Reykholtsdal. F'aðir hans, Bjarni Sigurðsson, sem þar bjó, lézt, þegar Guðmundur var á níunda ári. Þremur árum síðar, flutti móðir hans, Ingibjörg Odds- dóttir, með börn sín fimm að Hæli í Flókada) til Þórðar Sigurðsson- ar, sem þar bjó en hann var föður- bróðir Guðmundar. Um ættir Guðmundar Bjarna- sonar segir Jón Ivarsson í af- mælisgrein, sem hann ritaði um Guðmund niræðan I Tímann: „Ingibjörg var dóttir Odds bónda á Brennistöðum, Bjarnasonar, bónda í Vatnshorni í Skorradal, Hermannssonar og er mikil ætt og fjölmenn frá Bjarna í Vatnshorni komin. Bjarni bóndi á Hömrum, faðir Guðmundar, var sonur Sig- urðar bónda þar, Bjarnasonar. Hann var á sinni tíð einn af fremstu bændum sveitarinnar og söngmaður mikill enda forsöngv- ari í Reykholtskirkju. Kona hans var Margrét Þórðardóttir, afasyst- ir Halldórs bónda á Kjalvarar- stöðum er Iézt nær hálftíræður 1961. Sonur hans er Helgi Jósef, cand. mag. ... Faðir Sigurðar á Hömrum var Bjarni bóndi, sama stað frá 1814—1845, en hann var fæddur á Akranesi. Kona hans var Guðrún Pétursdóttir, bónda I Hvítanesi og Ósi og konu hans Margrétar Jónsdóttur er var syst- urdóttir séra Jóns Grímssonar I Görðum á Akranesi, en sonur hans var Grímur amtmaður og dóttir Ingibjörg, „húsfreyja á Bessastöðum", móðir Gríms Thomsens, skálds og alþingis- manns.“ Guðmundur átti fjögur systkin. Oddur Bjarnason, skósmiður á Vesturgötu, sem eldri Reykvík- ingar muna eftir, var einn bræðra Guðmundar. Af honum er komin stór fjölskylda hér I Reykjavík og nágrenni. Annar bróðir Guð- mundar, Sigurður, bjó myndarbúi að Oddsstöðum I Lundarreykja- dal. Hann var kvæntur Vigdísi Hannesdóttur frá Deildartungu. Ég kom oft að Oddsstöðum á ungl- ingsárum mínum og man vel eftir þeim hjónum. Vigdís á Oddsstöð- um lézt I hárri elli á sl. hausti. Þar búa nú dætur þeirra Sigurðar ásamt eiginmönnum. Þá er ónefndur Júlíus Bjarnason, sem lengi bjó að Leirá I Leirársveit. Hann er hinn eini, sem eftir lifir þeirra systkina. Systur Guðmund- ar, Helgu, sem búsett var á Akra- nesi, kynntist ég aldrei. Mér var komið i sveit að Hæli sumarið 1950. Guðmundur Bjarnason var þá hættur búsfor- ráðum en sonur hans og tengda- sonur höfðu tekið við búinu. Sjálfur hafði Guðmundur tekið við búskapnum á árinu 1912 af föðurbróður sinum. Það ár gekk hann I hjónaband. Kona hans var Helga Jakobsdóttir frá Varma- Iæk. Um hana segir Jón Ivarsson í fyrrnefndri afmælisgrein: „Helga var jafnan talin ein hin álitleg- asta af hinum borgfirzku ung- freyjum, vel gefin og hin gervi- legasta. ..“ Mér varð oft starsýnt á stóra mynd af þessari konu á stofuveggnum á Hæli. Helga Jakobsdóttir lézt 16 árum eftir að þau Guðmundur hófu hjú- skap sinn. Börn þeirra þrjú eru: Jakob, bóndi á Hæli, Ingibjörg, húsfreyja á Hæli, en hennar mað- ur er Ingimundur Ásgeirsson frá Reykjum i Lundarreykjadal og Herdís húsfreyja að Þverfelli í Lundarreykjadal, gift Birni Daviðssyni, bónda þar. Síðari kona Guðmundar Bjarna- sonar var Stefanía Arnórsdóttir. Þau slitu samvistum en milli þeirra hélzt góð vinátta og man ég eftir heimsóknum Stefaníu að Hæli. Þau eignuðust eina dóttur, Margréti Guðmundsdóttur, leik- konu. Sumarið 1950 var Guðmundur Bjarnason hátt á sjötugs aldri en ég nýorðinn 12 ára. Löngu seinna sagði annar lífsreyndur maður við mig, að dóttir mín hefði gott af að kynnast rósemi þeirra, sem ekki vænta sér meira af lífinu. Ekki veit ég hvort það var slík rósemi, sem á unglingsárum tengdi mig Guðmundi Bjarnasyni svo sterkum böndum, en hitt er víst, að fáum mönnum hef ég kynnzt, sem hafa haft slík áhrif á mig sem hann. Guðmundur Bjarnason var mikill persónuleiki. Hann bjó yfir höfðinglegri reisn. Andlit hans var rist rúnum þeirrar kynslóðar, sem fæddist til fátæktar en barðist atram at prautseigju þar til hún skilaði af sér þeim arf, sem við njótum í dag. Hann var skemmtilegur maður og fjörmik- ill. Ég held ég gleymi aldrei þeim sérkennilega glampa, sem brá fyrir í augum hans, þegar hann gerði að gamni sinu, alveg sér- staklega í návist kvenna, en félagsskap þeirra kunni hann vel að meta. Það sem öðru fremur einkenndi þó Guðmund Bjarna- son var jákvæð afstaða hans og góðvild. Ég hygg, að fátt sé börn- um og unglingum mikilvægara en vera undir handarjaðri fólks, sem hefur jákvæða afstöðu til manna og málefna. í KVÖLD (LAUGARDAG) KL. 20.00. NÝR ÍSLENZKUR ÞURSAFL0KKUR EGILL ÓLAFSSON ÞÓRÐURÁRNASON TÓMAS TÓMASSON RÚNAR VILBERGSSON ASGEIR ÓSKARSSON Konsert í tónleikaformi að Kjarvalsstöðum fyrir krónur 700. — Boðsmiðar gilda ekki. LjósmyndQSýnmg KjQrvolsstödum 16.-28. febr. 1978 opid monud.-föstud. 16-22 laugard.- sunnud. M -22 Gestur sýningorinnor Jón Koldcil Flókadalur er sá Borgarfjarðar- dala, sem fæstir þekkja. Mér hef- ur jafnan þótt hann fallegastur blettur í Borgarfirði. Fáir munu taka undir þá skoðun. En þar sem manni hefur liðið vel i æsku þykir manni fallegt. Þegar ég kom að Hæli var vélvæðing landbúnaðar- ins hafin, jafnt i Borgarfirði sem annars staðar. Ingimundur og Jakob voru, sem ungir bændur, að byggja jörðina upp af kappi. Sumar eftir sumar risu nýjar byggingar og túnin stækkuðu. En gamli tíminn var ekki alveg horfinn. Mjaltavélar höfðu ekki verið teknar i notkun, enn var heyjað á engjum, slegið með orfi og ljá og heyið flutt í böggum á hestum. Það var ómetanleg lifs- reynsla að komast í sveit á þess- um mörkum gamals tíma og nýs. Við þessar aðstæður kenndi Guðmundur Bjarnason mér að vinna. Með góðviljaðri leiðsögn, hvatningu, hrósi, ef vel var gert en hughreystingu, ef illa tókst til, fékk hann því áorkað, að það varð verulegt metnaðarmál að standa sig vel. Fimm sumur í sveit hjá fólkinu á Hæli er bezti skóli, sem ég hef gengið í og sá sem haft hefur varaniegust áhrif á mig. Seinni ácin hefur þráfaldlega sótt að mér umhugsun um hvílíka ævi það fólk hefur átt, sem náð hefur aldri Guðmundar Bjarna- sonar. Þegar Island fékk heima- stjórn var hann 18 ára gamall og 32 ára, þegar þjóðin öðlaðist full- veldi sitt. Við stofnun lýðveldis á Þingvöllurh var hann nær sextug- ur og hafði þá í raun lokið fullu ævistarfi, þótt hann væri ^sívinn- andi éftir það i meira en þrjá áratugi, svo lengi sem heilsa og kraftar leyfðu. Á svo langri ævi hefur þó ekki aðeins orðið stjórn- arfarsleg bylting, heldur einnig atvinnu-, lífskjara- og lifshátta- bylting. I raun og veru getum við sem yngri erum ekki skilið það líf sem Guðmundur Bjarnason og kynslóð hans hefur lifað — en þessu fólki ber virðing okkar og þakklæti. Við Guðmundur vorum sam- herjar í stjórnmálum. Ég vissi, að hann hafði sótt landsfund Sjálf- stæðisflokksins á upphafsárum flokksins og fletti því á dögunum upp í gömlum fundargerðarbók- um. Hann var fulltrúi á lands- fundi 1933 og starfaði þar m.a. í kreppunefnd með þeim Pétri Ottesen og Jóni Sigurðssyni á Reynistað. Hann mat Jón Þorláks- son mikils. Guðmundur Bjarnason var virkur í félagsstarfi í sinni sveit. Lengi sat hann í hreppsnefnd Reykholtsdalshrepps, en þeim hreppi heyrir Flókadalur til. Hann söng í kirkjukór sveitarinn- ar í meira en hálfa öld og tók mikinn þátt i leikstarfsemi. Mér er sagt að hann hafi verið góður leikari. Jakob sonur hans hefur tekið virkan þátt í leikstarfsemi i Reykholtsdal og Margrét dóttir hans er ieikkona hjá Þjóðleikhús- inu. Þau tengsl sem urðu viö Flóka- dalinn og fólkið þar fyrir 28 árum hafa aldrei rofnað. Þvert á móti hafa þau orðið mér æ kærari með hverju ári, sem liðið hefur. Svo sterk hafa áhrif þessa gamla manns verið, sem kvaddur er í dag, að hvað eftir annað hef ég fundið hjá mér knýjandi þörf og löngun til þess að hitta hann. Alltaf hefur mér fundizt ég betri maður eftir þá fundi. Mér þótti vænt um að kona mín og dætur fengu tækifæri til að kynnast honum. Laugardagskvöld í byrjun febrúar hringdi Margrét dóttir hans til min og sagði mér þau tíóindi að faðir hennar væri kom- inn á Borgarspítalann og ætti að gangast undir uppskurð tveimur dögum seinna og langaði til að hitta mig fyrir uppskurðinn. Mér varð ljóst, að þessi gamli vinur minn taldi, að nú gæti verið kom- ið að vegamótum. „Ég kviði engu — og það er þá alveg sama," sagði hann, þegar ég kom til hans um kvöldið. Hann lézt tæpum tveim- ur vikum seinna. Sty.rmir Gunnarsson. Ráðstefna um kennaramenntun UM ÞESSA helgi munu Landssamband framhalds- skólakennara, Samband ís- lenzkra barnakennara, Félag háskólamenntaðra kennara og Félag menntaskólakenn- ara gangast fyrir opinni ráð- stefnu um kennaramenntun á íslandi. Ráðstefnan hefst í dag kl. 1 3.00 og stendur hún yfir til klukkan 17.00 og verður framhaldið á morgun á sama tíma. Hún verður hald in á Hótel Esju Fyrri daginn verður rætt um grunnmenntun kennara, þ.e.a.s. þá menntun sem fram fer í Kennaraháskóla íslands og Háskóla íslands Jónas Pálsson skólastjóri og Andri ísaksson prófessor flytja stutt inngangs- erindi, en síðan verður skipzt í umræðuhópa og fjallað um þau efni sem frummælendur brydda upp á Þá verður safn- ast í eina málstofu og niður- stöður hópa ræddar. Síðari daginn verður dagskrá mjög með sama sniði, en þá munu Pálína Jónsdóttir endur- menntunarstjóri og Peter Söeby-Kristensen lektor ræða um eftirmenntun (viðbótar- menntun) og skipulag á mennt- un starfandi kennara sem ekki hafa full kennararéttindi (Fréttatilkynning). Ólöf Harðar- dóttir á há- skólatónleik- um í dag A háskólatónleikum, sem haldnir verða í Félagsstofnun háskólans við Hringbraut í dag, laugardag, syngur Ólöf Harðardóttir sópran- söngkona lög eftir Schubert, Hugo Wolf, Richard Strauss, Mahler, Sigfús Einarsson og Sig- valda Kaldalóns. Undirleikari verður Guðrún Kristinsdóttir. Tónleikarnir hefjast kl. 5 og verða miðar seldir við inngang- inn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.