Morgunblaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRUAR 1978 13 Alþýðuflokks- félag Reykja- víkur 40 ára Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur átti 40 ára afmæli 24. febr. Félagið var stofnað þann dag árið 1938. Stofnendur voru yfir 600 karlar og konur. Framhaldsstofn- fundur var haldinn 9. mars, og bættust þá 100 nýir félagar við. Félagið var stofnað vegna ágrein- ings innan Alþýðuflokksins gamla. Þeir sem stóðu að Alþýðu- flokksfélagi Reykjavíkur voru hlynntir lýðræðislegri jafnaðar- stefnu í anda frændþjóða okkar á Norðurlöndum, en andvigir bylt- ingu og kommúnisma. Fyrstu stjórn félagsins skip- uðu: Haraldur Guðmundsson for- maóur, Stefán Jóhann Stefánsson varaformaður, Arngrímur Kristjánsson ritari, Þorsteinn Einarsson gjaldkeri, Tómás Ó. Jóhannesson fjármálaritari, Guð- mundur R. Oddsson, Stefán Pétursson, Jóhanna Egilsdóttir, Erlendur Vilhjálmsson, Björn Blöndal Jónsson og Steinunn Pétursdóttir meðstjórnendur. Núverandi stjórn félagsins skipa: Emilía Samúelsdóttir for- maður, Guðlaugur Tryggvi Karls- son, Elín Guðjónsdóttir, Haukur Morthens, Jón Ivarsson, Bragi Jósefsson, Hörður Öskarsson, Þóranna Gröndal og Jóhannes Guðmundsson. Afmælisins verður minnzt sunnudaginn 26. febrúar með af- mælishátíð í ÞórsKaffi, og hefst hún klukkan 3.15. Málverka- sýning í Bald- ursbrá UNDANFARNA daga hefur verið sýning á málverkum og búningum í verzluninni Baldursbrá í Reykjavík, en hún var stofnuð árið 1919 af Kristínu M Jónsdóttur og Ingibjörgu E Eyfells. I verzluninni, sem er til húsa að Skólavörðustíg 4a. eru sýndir búningar á veg- um verzlunarinnar, málverk eftir frú Öldu Snæhólm Einarsson og kvensilfur eftir Jón Björnsson, en sýningu þessari á að Ijúka innan fárra daga. Stofnendur Baldursbrár, Kristín M. Jónsdóttir og Ingibjörg E. Eyfells. voru kennararvið Kvennaskólann Frá vinstri: Alda Snæhólm, Kristín Eyfells. Jón Björnsson og Oddbjörg Júlíusdóttir afgreiðslustúlka Ljósm. ÓI.K.Mag. á Blönduósi og varð þeim Ijós nauðsyn verzlunar sem hefði á boðstólum efni til hannyrða og verzluðu þær með slikt aðallega framan af, en fóru fljótlega að hafa á boðstólum ýmsan varning sem þarf til sauma og við- halds þjóðbúningi íslenzkra kvenna og hefur hún þróazt i að verða sérverzlun á þessu sviði. Núverandi eigandi verzlunarinnar er Kristin Ey- fells, dóttir Ingibjargar, og hyggst hún efna til ýmiss konar kynningarsýninga á líst og listiðnaði fyrir einn eða fleiri aðila samtimis ♦ Lee Cooper föt #' FÖt frá Sólídó og Lee Cotíper jakki og Adamson terelyne buxur ^ Föt frá SÓlídó LAUGAVEGI47 BANKASTRÆTI 7 APAM I Mm H Æs aJI ▼ Bb H FERMINGARSKAPI Nú fara fermingar í hönd. I Adam er úrval fermingarfatnaðar á skaplegu verði, m.a.: Lee Cooper flauelsföt Stakir Lee Cooper flauelsjakkar Stakar Lee Cooper flauelsbuxur Stakar terelyne buxur frá Adamson Flauelsföt frá Sólídó Skyrtur með axlaspcelum Úrval af slaufum (m.a. úr sama efni og í sama lit og fötin)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.