Morgunblaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRUAR 1978 Veitingabúö Cafeteria Suöurlandsbraut2 Sími 82200 Húnvetningafélagið í Reykjavík heldur 40 ára afmælisfagnað í Átt- hagasal Hófel Sögu laugardaginn 4. marz og hefst kl. 7. Ávarp Halldóra ísberg. formaður. Karlakór Húnvetningafélagsins syngur. ..Þaðan er maðurinn í umsjá Ingþórs Sigbjörnssonar. Jón Gunnlaugs- son skemmtir. Veislustjóri Ragnar Björnsson. Aðgöngumiðar seldir i félagsheimilinu Laufásvegi 25, miðvikudags- kvöld kl. 8 — 10. SKÁKSTYRKIR ERU SKATTFRJÁLSIR Siarún Jónsdóttir frá SKÁKSAIMBAIND . giro 625000 íslands Jjlclstttð — Minnuig Hinn 16. febrúar s.l. andaðist á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja frú Sigrún Jónsdóttir frá Melstað þar i bæ. Sigrún var fædd að Vilborg- arstöðum í Eyjum 10. febrúar árið 1886. Æviganga hennar var þvi 92 ár hér i heimi. Foreldrar Sigrúnar vðru Þór- unn Þorsteinsdóttir, f. 19/4 1850 d. 15/3 1903, frá Hrauni og maður hennar Jón Einarsson útvegs- bóndi þar, f. 26/3 1851 d. 3/8 1924. Ættir Sigrúnar stóðu mest um Suðurland, traustur stofn og gott fólk um marga ættliði. Ung giftist Sigrún Sigurði Her- mannssyni skipstjóra og útgerðar- manni, ættuðum frá Mjóafirði austur. Sigurður var dugnaðar- maður er setti markið hátt og stefndi langt. En snöggt dregur ský fyrir sólu. Sigurður drukknar af báti sinum og þá verður Sigrún ekkja með börn sín ung. Sigrún fékk því að vita hvað lifið er. Aður hafði dauðinn Skólar — Skíðaferðir Vegna forfalla er Skíðaskáli K.R., Skálafelli laus til leigu fyrir skóla 1. — 3 marz. Upplýsingar í síma 30833 Skíðadeild K.R. p FERDAKYNNING: Oenidorm Skiphóll Hafnarfirði Sunnudagskvöld kl. 19.00. Kvöldverður. Ferðakynning: Benidorm Skemmtiþáttur: Baldur Brjánsson Ferðabingó: 3 umferðir Danssýning: Sæmi og Didda Tískusýning: Karonsamtökin sýna tískufatnað frá versluninni Herraríki og versluninní Urður, Kópavogi Dans: Hljómsveitin Dominik Borðapantanir eftir kl 16 í síma 52502 laugardag og sunnudag Ferðamiðstöðin hf. Aðalstræti 9 Simar 11255 12940 Starfsfólk í heimilisþjónustu Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar óskar að ráða starfsfólk til heimilisþjónustu (ellilífeyris- þegar). Nánari upplýsingar veitir forstöðumað- ur heimilisþjónustu, Tjarnargötu 11, sími 18800 MF| Felagsmálastofnun Heykjavíkurborgar W Vonarstræti 4 sími 25500 Dagvistun barna, Fornhaga 8, sími 27277 Forstaða leikskóla Frá 1. april n.k. er laus staða forstöðumanns leikskólans Fellaborg. Laun samkvæmt kjarasamningi borgarstarfs- manna Umsóknarfrestur er til 13 marz Umsóknir skilist til skrifstofu dagvistunnar Fornhaga 8. Reykjavík V______________________________________V f ■! Felagsmalastofnun Reykjavíkurborgar Stjómunarfélag íslands ER KERFIÐ í LAGI? Framleiðslustýring og verksmiðjuskipulagning Stjórnunarfélag Islands gengst fyrir nám- skeiði i framleiðslustýringu og verk- smiðjuskipujagningu dagana 1.—3. mars nk. A námskeiðinu verður farið i: framleiðsluáætlanir. skipulagstækni (minnislistar, Knattkort, örvarit, notkun rafreikna o.fl ), staðsetningu fyrirtækja. heildarskipulagningu á nýju fyrirtæki og endurskipulagningu vinnustaðar. Námskeiðið á erindi til forstjóra, framleiðslustjóra og verkstjóra. sem umhugað er um að auka hagræðingu i fyrirtæki sinu Leiðbeinandi verður Helgi G. Þórðarson verkfræðingur Vinsamlegast tilkynmð þátttoku til skrifstofu félagsins að Skipholti 3 7, i sima.82930 höggvið djúpt og nærri henni, þegar ísleifur bróðir hennar fórst af völdum slyss, er hann varð fyrir við fýlatekju í Dufþekju í Heimakletti þegar jarðskjálftarn- ir miklu dundu yfir í ágústmán- uði 1896. Þessi reynsla mótaði Sigrúnu, velgerða og trausta konu. Bar hún harma sina sjálf, en flíkaði þeim ekki á torgum. Hélt jafnvægi og stöðuglyndi og gat huggað aðra með þeirri huggun er hún hafði af Guði hlotið. Hinn 7. febrúar 1926 giftist Sig- rún seinni manni sínum, Agústi Ulfarssyni frá Fljótsdal i Fljóts- hlíð Rangárþingi. Samleið þeirra varaði því meira en 50 ár. Ágúst gekk börnum Sigrúnar, þeim Þór- unni og Þorsteini, í föður stað. Sigrún eignaðist tvö börn með Ágústi, Sigurð Þóri og Astu Sigur- laugu, f. 1927 og dáin sama ár. Ágúst, sem nú dvelur á Hraun- búðum, er vel gefinn maður, til hugar og handa. Stundaði útgerð fyrrum, velvirkur smiður, bóka- maður og glöggur ættfræðingur. Sigrún er síðust barnanna frá Hrauni, er kveður lifið. ísleifur sem áður er minnst, Jóhanna er gift var Ara Guðmundssyni, siðast fiskkaupmanni hér i Reykjavík, og lést hér fyrir fáum árum og Þorsteinn Jónsson skipstjóri og útgeröarmaður frá Laufási. Hann var kvæntur Elinborgu Gisladótt- ur. Þau hjón gerðu sinn garð frægan um árabil, me útgerð og skipstjórn Þorsteins, eins og al- þjóð er kunnuet. Sigrún stóðst eldraunir og gat að öllu yfirunnu sigrað. Hún átti góð börn, er öll giftust vel. Þór- unn eignaðist Jón Ölafsson, bankagjaldkera. Mikið valmenni og mörgum kostum búinn. Jón var í fremstu röð Eyjaliða, i íþróttum, fylgdist þar að reglu- semi, snerpa og dugnaður, svo til fyrirmyndar var. Hann var öllum harmdauði er hann lést á besta aldri. Þorsteinn kvæntist önnu Jóns- dóttur frá Hólmi. Sinnir hann miklum umsvifum í Eyjum, sem stofnandi og brautryðjandi i út- gerð og framleiðslumálum útgerð- arinnar. Hann er framkvæmda- stjóri Fiskimjölsverksmiðjunnar hf. í Eyjum. Sigurður var yngstur systkin- anna frá Meistað er upp komust. Hann nam ungur járnsmíði, síðan flugvirkjun vestan hafs. Hann var mjög vel fær i störfum sínum, hugvitssamur uppfinn'ingamaður. Hann giftist Oddrúnu Pálsdóttur. Byggðu þau hjón sér einbýlishúsi að Sogavegi 78 hér í Reykjavik og stóð heimili hans þar, til ársins 1975, að Sigurður andaðist harm- aður og tregaður af öllum er þekktu hann. Sá er þetta ritar var ekki gam- all, er komió var að Melstað. Enda ekki steinsnar milli æskuheimilis míns og Melstaðar. Þekkti ég því heimili Ágústs og Sigrúnar. „Viska kvennanna reisir húsið,“ sagði hinn vísi Salómon. Rættist það með heimilishald þeirra á Melstað. Undanfarin ár hafði Sigrún átt við vanheilsu að stríða. Brottför hennar var því lausn. Friðelsk- andi kona hefir kvatt lífið, sátt við Guð og menn. Ágústi og syst- kinunum frá Melstað og . öllu venslafólki bið ég blessunar Drottins. Guð blessi þeim bjartar og fagrar minningar um Sigrúnu Jónsdóttur. Utför hennar verður gerð í dag 25. febrúar, frá Landa- kirkju í Eyjum. Með vinarkveðjum. Einar J. Gíslason frá Árnarhóli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.