Morgunblaðið - 16.03.1978, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1978
Akranesi 15. marz.
VÍKINGUR AK 100, Bjarni Ólafs-
son AK 70 og Skírnir AK 16 komu
hingað tíl Akraness í nótt með 800,
700 og 320 lestir af loðnu til
vinnslu í Síldar- og fiskimjölsverk-
smiðjunni. Á yfirstandandi loðnu-
vertíð hafa verksmiðjunni borizt
alls 4000 lestir með afla þessara
þriggja skipa. Þess má geta að
etta er í fyrsta sinn sem Bjarni
afsson hinn nýi leggur afla á
nd hér á Akranesi.
Togararnir voru hér um síðustu
helgi. Haraldur Böðvarsson með
114 lestir og Krossvík með 63 lestir
af blönduðum fiski. Afli í net og
línu hefur verið tregur.
— Júlíus.
Frá verðlaunaafhendingu í unglingakeppni Fáks 1977i Talið frá
vinstrii Kristjana Kristinsdóttir, Þórður Þorgeirsson og Tómas
Ragnarsson er hlaut 1. verðlaun.
Hestamennskunámskeið
fyrir ímgfínga á vegum Fáks
Hestamannafélagið Fákur
gengst á næstunni fyrir námskeið-
um fyrir börn og unglinga á
aldrinum 10—15 ára. Eru nám-
skeið þessi ætluð unglingum sem
sjálf hafa hross til umráða. Það er
unglinganefnd Fáks sem stendur
fyrir þessu námskeiðahaldi, en
umsjón með því hefur Kolbrún
Kristjánsdóttir.
Á námskeiðunum er þátttakend-
um veitt leiðsögn í undirstöðuatr-
iðum hestamennsku, farið er í
sameiginlega útreiðartúra og
INNLENT
haldnir verða kvikmynda- og
fræðslufundir. Gert er ráð fyrir að
síðar verði farið yfir keppnistil-
högun í unglingakeppni Fáks sem
haldin verður um hvítasunnuna og
í framhaldi af því verði valinn
flokkur unglinga til keppni á
landsmóti hestamanna í Skógar-
hólum í sumar.
Að sögn Ragnars Tómassonar,
sem sæti á í unglingnefnd Fáks,
vill félagið með þessu reyna að
koma til móts við þann mikla
fjölda unglinga sem nú iðkar
hestamennsku, en þessi hópur
hefur vaxið mjög á hverju ári.
Ragnar sagði að ætlunin væri að
námskeiðið færi aðallega fram
eftir hádegi á laugardögum auk
einstakra fræðslufunda í miðri
viku. Þátttakendur þurfa ekki að
greiða neitt þátttökugjald en þeir
þurfa hins vegar að tilkynna
þátttöku sína til skrifstofu Fáks
fyrir helgi.
Erindi og kammertón-
list í Norræna húsinu
NORSKA tónskáldið Ketil Sævar-
ud er um þessar mundir gestur
Norræna hússins og heldur hann
þar erindi á föstudaginn kl. 20:30
um hið þjóðlega í tónlistinni. Að
erindinu loknu flytja Kammer-
sveit Reykjavíkur og blásara-
kvintett tvö verk eftir tónskáldið.
Ketil Sæverud, sem fæddur er
1939, lagði stund á tónlistarnám í
Bergen, Stokkhólmi og London og
starfar nú við Tónlistarháskólann
í Bergen. Hefur hann samið
hljómsveitarverk, konserta fyrir
einleikshljóðfæri og hljómsveit.
hann sagt að hann og faðir hans,
tónskáldið Harald Sæverud, hafi
aldrei notað einn einasta lagstúf
úr norskri þjóðlagatónlist.
Ljósm. Rax.
Talið frá hægrii H.C. Kerruish, B.Q. Hanson, E. Lowey og R.B.M. Quayle.
Sendinefnd frá Mön:
*
Kemur til Islands til að kynn-
ast framkvæmd hátíðarhalda
Á N/ESTA ári verður þess minnzt
á eynni Mön í írlandshafi að þing
þeirra hefur starfað í eitt þúsund
ár. Er nú unnið að undirbúningi
hátíðarhaldanna þar og er stödd
hérlendis um þessar mundir
sendinefnd frá eynni til að kynna
sér hvernig háttað var hátíða-
höldum hér á iandi árin 1930 og
1974.
I gær var fyrsti heili dagur
sendinefndarinnar hérlendis og
var farið í kynnisferð til Þingvalla
og sögðu fulltrúar í sendinefndinni
að mjög sérstakt hefði verið að
koma þangað, þar hefði þeim
fundizt þeir vera staddir á mjög
sérstökum stað. Á fundi með
fréttamönnum í gær sögðu þeir að
í eitt þúsund ár hefði verið haldið
þing í Tynwald, á opnu svæði, og
væri það þing mjög hliðstætt því
sem hefði verið á Þingvöllum, en
að því ieyti sérstætt að enn væri
það haldið árlega, og þar færu
fram hátíðahöld á hverju sumri.
íbúar Manar eru nú um 60
þúsund og þangað koma árlega um
500 þúsund ferðamenn. Aðalat-
vinnuvegir eru landbúnaður og
fiskveiðar svo og móttaka ferða-
manna og sögðu sendinefndar-
menn að eyjaskeggjar státuðu af
mjög lágum sköttum, rúmlega
20% og væri aðeins um einn flokk
að ræða. Þá sögðu þeir að allar
venjulegar þjónustustofnanir
væru fyrir hendi og menntamál
væru á góðum vegi stödd, skóla-
skylda væri frá 5—15 ára, en hægt
væri að stunda nám til 18 ára
aldurs og eftir það yrðu nemendur
að leita til Bretlands t.d. í háskóla,
en um 10 þúsund nemendur eru nú
á skólaaldri. Þá sögðu fulltrúarnir
í sendinefndinni, að nokkuð væri
um aðaldraðfólk kæmi til eyjar-
innar til að eyða þar ellinni, ekki
sízt vegna lágra skatta.
Að lokum sögðust þeir vera
mjög ánægðir með allar móttökur
hér á landi en í ferðinni ræða þeir
við ráðamenn ýmsa og hitta Geir
Hallgrímsson forsætisráðherra í
dag og fara utan á föstudag.
Ólafur Jóhannesson endurkjörinn
formaður Framsóknarflokksins
ÓLAFUR Jóhannesson dómsmála-
ráðherra var endurkjörinn form.
Framsóknarflokksins á flokks-
þingi flokksins um síðustu helgi.
Varaformaður var kjörinn Einar
Ágústsson, Steingrímur Her-
mannsson var kjörinn ritari og
Tómas Árnason gjaldkeri.
Aðrir í framkvæmdastjórn voru
kjörnir:
Eggert Jóhannesson, Erlendur
Einarsson, Eysteinn Jónsson, Guð-
mundur G. Þórarinsson, Hákon
Sigurgrímsson, Helgi Bergs, Jónas
Jónsson, Ragnheiður Sveinbjörns-
dóttir, Þórarinn Þórarinsson.
Varamenn:
Halldór Ásgrímsson, Gerður
Steinþórsdóttir, Hannes Pálsson.
Formaður Sambands ungra
framsóknarmanna er sjálfkjörinn
í framkvæmdastjórn.
í blaðstjórn Tímans voru kjörn-
ir:
Einar Ágústsson, Eysteinn
Jónsson, Erlendur Einarsson, Jón
Kjartansson, Magnús Bjarnfreðs-
son, Ólafur Jóhannesson, Pétur
Einarsson, Steingrímur Her-
mannssón, Gerður Steinþórsdótt-
ir.
Varamenn:
Magnús Ólafsson, Halldór Ás-
grímsson.
Skáksamband
Suðumesja
stofnað
SKÁKSAMBAND Suðurnesja var
stofnað miðvikudaginn 15. marz.
Aðildaríélög eru Taflfélag Sand-
gerðis. Taflfélag Grindavíkur og
Skákfélag Keflavíkur. Félags-
menn aðildarfélaganna eru um
180. Svæði Skáksambandsins er
Gullbringusýsla og markmið þess
að efla skáklist á svæðinu. Fyrstu
stjórn Skáksambandsins skipat
Jón G. Briem forseti. Gunnar
Sigfússon varaforseti og Eyjólfur
Framhald á bls. 26
Akranes:
40001 af loðnu
til Akraness
Kammersveit Reykjavíkur hefur
flutt verk eftir hann áður, en hún
pantaði hjá honum verk og frum-
flutti það.
I erindi sínu ræðir Sæverud um
hið þjóðlega í tónlistinni og hefur
Kvöldvaka
um Alvar Aalto
Akranesi 15. marz.
NORRÆNA félagið á Akranesi
heldur kvöldvöku í Félagsheimil-
inu Rein föstudaginn 17. marz n.k.
kl. 21. Gestur félagsins verður
Guran Scheldt frá Finnlandi, en
hann mun segja frá finnska
arkitektinum Alvar Aalto og sýna
litkvikmynd um ævi hans
og lífsstarf. Þá mun formaður
félagsins, Þorvaldur Þorvaldsson
skýra frá væntanlegu vinabæja-
móti í Nerpes í Finnlandi í sumar.
Aðgangur er öllum heimill meðan
húsrúm leyfir. — Júlíus
Ketil Sæverud (fremst á myndinni) er hér á æfingu hjá Kammersveitinni.
M6sm. KAX
VEGNA bilunar í prentvél
Morgunblaðsins hófst prentun
þess um miðnætti og frétta-
skrifum því lokið mun fyrr en
vejulega.
Eru lesendur beðnir veivirð-
ingar á þessu.