Morgunblaðið - 16.03.1978, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.03.1978, Blaðsíða 48
ior$nmM®fofíÍi> MOSAIK HARDVIOAR- PARKET Nýborg c§D BygaingamarkaOur Armúla 23 ■. 8*755 FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1978 Saksóknaraembættið í Frankfurt: Enn er ófundinn einn aðili Lug- meier-málsins VESTUR-ÞYZKU rann- sóknar-lögreglumennirnir Dieter Ortlauf og Heinz Georg eru að rannsaka á íslandi þætti varðandi 'mál Ludwig Lugmeiers að því er saksóknaraembættið í Frankfurt skýrði frá í gær. Frá Islandi munu þeir halda til Bandaríkjanna síðar í vikunni, „þar sem enn er ófundinn einn aðili málsins". Frekari upplýsingar fengust ekki og lögreglan í Frankfurt kvaðst engar upplýsingar vilja gefa um ferðir rannsóknar- lögreglu- mannanna tveggja. „Ég hef ekkert að segja,“ sagði Dieter Ortlauf, er Mbl. spurði hann í gær út í rannsóknir þeirra félaga hér á landi. „Við erum hér sem ferðamenn." Ortlauf sagði óvíst, hvenær þeir héldu áfram för sinni. Narfi RE 13 seld- ur til Eskifjarðar HRAÐFBYSTIHÚS Eskifjarðar hefur keypt togarann Narfa af Guðmundi Jörundssyni útgerðar- manni. Samkvæmt upplýsingum Aðalsteins Jónssonar, fram- kvæmdastjóra á Eskifirði, mun Narfi hljóta nafnið Jón Kjartans- son. en útgerðin á Eskifirði mun taka við skipinu 30. apríl og þá mun það þegar halda á kol- munnaveiðar á miðunum milli Færeyja og íslands. Kaupverð Narfa er 650 millj. kr. með öllum veiðarfærum og þar á meðal nýrri nót. Narfi er nú gerður út sem loðnuskip og lestar mest um 1100 lestir, en skipið er búið bæði fyrir troll og nótaveiðar. Narfi er 18 ára gamalt skip en nýuppgert. Það var áður síðutog- ari, en var síðar breytt í skuttog- ASIog virniu- veitendur á fundi í dag VIÐRÆÐUNEFNDIR Alþýðu- sambands Islands og Vinnuveit- endasambands íslands munu halda fund í Reykjavík kl. 2. í dag en sá fundur er í framhaldi af fyrri viðræðum þessara aðila að undanförnu. ara og nú síðast í loðnuskip. Aðalsteinn sagði í samtali við Mbl., að skipið væri klárt fyrir þorskfiskveiðar einnig, því kæli- kerfi fylgdi skipinu og því væri mjög auðvelt að setja kassafisk í lestar skipsins sem breytt var f.vrir loðnuútgerðina. bessi mynd var tekin í Ilnífsdal í fyrradag þegar slökkvilið staðarins var að fást við eldinn í Smjörlíkisgerð ísafjarðar, en miklar skemmdir urðu á húsi og vélum eins og sagt var frá í Morgunhiaðinu í gær. I samtali við Magnús Sigurðsson, forstjóra Smjörlfkisgerðarinnar, er brunabótamat húss og véla um 20 millj. kr„ en hann kvað matsmenn vinna að mati á tjóni í eldsvoðanum. Magnús kvað framtíðaráætlanir fyrirtækisins fara eftir mati og ástandi véla og húss. Ljósmynd Mbl. Úlfar Ágústsson. Togarar selja í Hull og Þýzkalandi TVEIR togarar, Ólafur Jónsson frá Sandgerði og Sigluvíkin frá Siglufirði, munu væntanlega selja afla sinn i Hull í næstu viku. Bæði skipin eru á veiðum enn þá. Þá munu tveir togarar selja í Þýzkalandi 20. og 21. marz, en togararnir eru Karlsefni og Rán. Fjársvikamálið í Landsbankanum; Deildarstjórinn fyrr- verandi laus úr gæzlu — en í ferðabanni til 1. júní „VIÐ TÖLDUM ekki nauðsynlegt rannsóknarinnar vegna með hlið- sjón af gildandi lögum að fara fram á frekara gæzluvarðhald, en dómarinn felldi þann úrskurð um kröfu okkar. að fram til 1. júní 1978 er Hauki Ileiðari óheimilt að fara út fyrir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur. Kópavogs og Sel- tjarnarness án heimildar rann- sóknarlögreglustjóra,“ sagði Ilallvarður Einvarðsson, rann- sóknarlögreglustjóri ríkisins, í samtali við Mbl. í gær, en þá rann Línu- og togaraafli á Fáskrúðsfirði Fer á kolmunnaveiðar í maí fyrra. Tveir línubátar hafa vcrið gerðir hér út í vetur, Þorri. scm hefur aflað 160 tonn á línuna, og Sólborg. sem hefur aflað 128 tonn Framhald á bls. 26 Fáskrúðsfirði 15. marz. IIEILDARAFLI á land kominn af holfiski um mánaðamótin febrú- ar-marz var 1136 lestir, sem er 66 lestum minna en á sama tíma í út gæzluvarðhaldsvist Ilauks Heiðar, fyrrverandi deildarstjóra Landshankans. Þegar Mbl. spurði, hvort sú ákvörðun að óska ekki lengra gæzluvarðhalds þýddi, að Haukur Heiðar hefði nú veitt frekari upplýsingar, þar á meðal um það hvernig hann hefði flutt fé yfir á bankareikninga í Sviss, svaraði Hallvarður, að hann vildi ekkert meira um málið segja, nema að rannsókn þess væri ekki lokið. Hins vegar kvaðst hann vænta þess, að hann myndi innan tíðar senda frá sér einhverja greinar- gerð um málið. Úrtaksrannsókn sú, sem Ólafur Nilsson, endurskoðandi, hefur haft umsjón með innan Landsbankans mun nú langt komin, en hún hefur ekki leitt fleiri fyrirtæki en Sindra-Stál inn í málið. Rannsaka hassinn- flutning FÍKNIEFNADÓMSTÓLL- INN og fíkniefnadeild lög- reglunnar hafa nú til rann- sóknar smygl á hassi, sem talið er að átt hafi sér stað á þessu ári. Liðlega tvítug stúlka hefur verið úrskurðuð í al!f að 30 daga gæzluvarð- hal<! gna málsins en áður hai últur á sama aldri veri úrskurðaður í gæzl rðhald. Bruni radarflugvélarinnar á Keflavíkurflugvelli: Margar sprengingar urðu sem þey ttu braki af miklu afli — tveir slökkviliðsmenn hætt komnir er framhluti vélarinnar féH á þá Sjá frásögn á hls 3 „HÆGRI vængur flugvélarinn- ar sprakk í loft upp og við það rifnaði hægri hlið flugvélar- skrokksins og hann varö alelda. Margar sprengingar urðu í eldinum, sem þeyttu braki af miklu afli, meðal annars lenti tætla af súrefnisgeymi í bílnum hjá mér og munaði litlu, að hún færi í gegn. En við lögðum aðaláhersluna á að verja vinstri Liðsmenn slökkvlliöf ins á Keflavíkurflugvelli slökkva í braki flugvélarinnar. Ljósmyndi Ljósmyndastofa Suðurnesja. vænginn og það tókst. Tveir slökkviliðsmenn voru hætt komnir, er framhluti vélarinnar féll á þá, en þeir sluppu sem betur fer lítið meiddir," sagði Sveinn Eiríksson, slökkviliðs- stjóri á Keflavíkurflugvelli, er Mbl. ræddi við hann í gær, en í gærmogun kom upp eldur í radarflugvél varnarliðsins á Keflavíkurflugvelii. Áhöfnin, 17 manns, bjargaðist öll heil á húfi. Framhald á bls. 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.