Morgunblaðið - 16.03.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.03.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1978 5 „Sigga Vigga og tilveran” Guðmundur í 3.-5. sæti á Santa Fe-mótinu Bogota, Kólumbíu, 15. marz, AP. GUÐMUNDUR Sigurjónsson er í 3.-5. sæti á Santa Fe-skákmótinu í Bogota með einn og hálfan vinning að loknum þremur um- ferðum af 13. Efstir á mótinu eru Gildardo Garcia og Carlos Cuartas frá Kólumbíu, en hvor um sig hefur hlotið tvo vinninga. Guðmundur, Guillarmo Garcia frá Kúbu og Oscar Panno frá Argentínu eru í 3.-5. sæti. Sovézki stórmeistarinn Efim Geller er í 6.—10. sæti ásamt kólumbískum og argentískum skákmönnum með einn vinning. Geller vann í gær Garcia, en tapaði í fyrstu tveimur umferðun- um. Aðeins fjórir af 14 keppendum eru stórmeistarar, þeir Guðmund- ur Garcia, Panno og Geller. ÚT ER komin í fyrsta sinn hérlendis myndasagnabók með íslenzkum persónum, „Sigga Vigga og tilveran", eftir Gísla J. Ástþórsson, blaðamann, en útgefandi bókarinnar er Bókaútgáfan Bros. í frétt útgefanda segir m.a., að Gísli sé velþekktur fyrir ritstörf sín og teikning- ar, sem hann vinni jafnhliða blaðamennskunni. Af teikni- syrpum hans sé Sigga Vigga eflaust kunnust svo og hið vikulega „Þankastrik", en hvort tveggja birtist í Morgunblaðinu. Þá segir, að benda megi á að baksvið sögunnar sé sótt í höfuðatvinnuveg þjóðarinnar og komi þar greinilega fram, að höfundur er öllum hnútum þar vel kunnugur. Ekki þarf að kafa djúpt á stundum í söguna til að finna þar lúmskan brodd eða jafnvel ádeilu. Að lokum segir í frétt útgefenda, að greinilega megi sjá, að Gísli leggi mikla vinnu í teikningarnar, þó þetta hafi í upphafi einungis verið hugsað sem tómstunda- gaman. En þetta sé nú orðið ein elzta og lífseigasta myndasagan, sem hér hefur birzt eftir Islending. .r Oskar Magnússon heldur til veiða Bilunin í Óskari Magnússyni EA, nýsmíði Slippstöðvr ~innar á Akureyri, reyndist smávæg.'eg og hefur þegar verið gert við hana. Átti skipið að halda í sína fyrstu veiðiferð í gærkvöldi. kvöldvak bls. 2.. FÁLKIN N Hér syngur Herbert tólf gullfalleg og melódísk eigin lög, við undirleik einnar fremstu hljómsveitar í dag, hljómsveitarinnar Eik. Herbert hefur mikla reynslu að baki sem söngvari með Tilveru, Eik og Pelican. Hann hefur mótast í að verða prýðis söngvari og lagasmiður. Hér er á ferðinni plata sem enginn pop, rock eða country unnandi má missa af. (Einnig fáanleg á kassettum). BETRA SEINT EN ALDREI Loksins er hún komin “splunku'ný tólf laga plata Herbert Guðmundssyni. herbebt guðmundsson Loftleiðaflugmenn: Deilan ekki tilkomin vegna kröfu um launahækkanir „SÚ krafa okkar að Loftleiðaflug- menn taki að sér flug Air Bahama-flugfélagsins, sem er meirihlutaeign Flugleiða og flug- vcl félagsins er skráð á íslandi, er fyrst og fremst gerð til þess að skapa okkur meira atvinnu- öryggi og meiri breidd, en ekki á neinn hátt krafa um hærri laun. Við getum án verulegra erfið- leika tekið allt Air Bahama-flugið að okkur án þess að við færum fram úr umsömdum flugtíma á mánuði. en eins og málin eru í dag erum við alls ekki fullnýttir,“ sagði Þórður Finnbjörnsson, flugstjóri hjá Loftleiðum, á blaða- mannafundi sem Félag Loftleiða- flugmanna boðaði til f gær að Ilótel Loftleiðum. Þá kom fram á fundinum, að eins og fram hefði komið, hefði Félag Loftleiðaflugmanna boðað til vinnustöðvunar frá og með 16. þessa mánaðar, en samningar milli félagsins og Loftleiða h.f. hafa verið lausir síðan 15. október s.l. Á félagsfundi í gær hefði hins vegar verið ákveðið að aflýsa boðaðri vinnustöðvun og samtímis ákveðið að draga til baka allar undanþágur um leiguflug, er kveða á um meiri vinnu og vakttíma en um getur í aðalsamningi. Sú ákvörðun hefði verið tekin fyrst og fremst vegna þess að flugmenn töldu það hvorki sér né Loftleiðum í hag að um langvinnt stopp yrði að ræða, en það var fyrirsjáanlegt. Loftleiðamenn munu þó standa við samkomulag það er gert var varðandi flug hjá Cargolux, en það felur í sér allt að 18 tíma vinnudag. Þá var á það bent, að langt væri um liðið frá því að flugmenn hefðu bent viðsemjendum sínum á, að af því hlytist aukið hagræði í rekstri beggja félaganna, ef Loftleiðaflug- menn tækju að sér flug Air Bahama. Þessu hefði verið svarað lengi vel svo, að þetta flug færi fram með þotu, sem skráð væri í Bandaríkjunum, og væri í eigu bandarískra aðila. Þessi röksemd væri nú ekki lengur rökrétt, þar sem flugið væri nú rekið með þotu, sem skráð væri hér á landi og væri í vörzlu Loftleiða. Þá kom fram, að í desember s.l. hefði Air Bahama gert samning um vöruflutninga milli Bretlands og Indlands, og var áætlunin að flugmenn Air Bahama, sem nær allir eru Bandaríkjamenn og margir hverjir komnir á eftirlaun, önnuðust þetta flug. I framhaldi af þessu var gert munnlegt sam- komulag við Félag Loftleiðaflug- manna um að flugmenn Loftleiða tækju að sér að fljúga eina ferð í viku milli Luxerriborgar og Bahamaeyja í tengslum við venju- legt flug til Luxemborgar. Þegar til átti að taka og sett hafði verið upp áhafnarskrá reyndust flug- menn Air Bahama ófáanlegir til að taka þetta Indlandsflug að sér. Rétt er að taka það fram, að Loftleiðaflugmenn hafa að undan- förnu annað öllu því flugi, sem stjórn félagsins hefur óskað eftir. Vegna afstöðu flugmanna Air Bahama kom því ekki til þess, að Loftleiðamenn hæfu störf á flug- leiðinni Luxemborg-Nassau. Loftleiðaflugmenn hafa undir höndum skriflegt samkomulag um fyrirkomulag á flugi bæði Cargolux og Air Bahama, undir- ritaðað af fulltrúum Flugleiða, og hafa farið fram á að staðið verði við gerða samninga, að því er varðar Bahamaflugið. Loftleiða- flugmenn hafa staðið við sitt að því er varðar flug fyrir Cargolux. Félag Loftleiðaflugmanna telur sig hafa sýnt stjórn Flugleiða fram á það með óyggjandi rökum, að væru íslenzkir flugmenri fengn- ir til þess að annast Bahama-flug- ið, mætti gera það alla vetrarmán- uðina án nokkurra aukalauna- greiðslna og að verulegu leyti án aukalaunagreiðslna yfir sumar- mánuðina. Er þetta vegna þess að i samningi Loftleiðaflugmanna er gert ráð fyrir fleiri flugstundum á mánuði, en Loftleiðum hefur tekizt að nýta. Því riiá svo bæta við, að laun flugmanna Air Bahama eru verulega hærri en laun íslenzkra flugmanna. Miðað við þá yfir- vinnu, sem flugmenn Air Bahama hafa unnið að undanförnu, lætur nærri að laun flugstjóra þar séu helmingi hærri en laun íslenzks flugstjóra á sams konar þotu. Þá vildu Loftleiðaflugmennirnir leiðrétta það sem kemur fram í viðtali við Örn 0. Johnson for- stjóra Flugleiöa í Morgunblaðinu s.l. fimmtudag, þar sem hann segir að kröfur Félags Loftleiðaflug- manna gangi ekki eins langt varðandi breytingu á vinnustund- um eins og kröfur FÍA, Félags atvinnuflugmanna. Hið rétta er að Félag Loftleiðaflugmanna hefur ekki lagt fram neinar kröfur um breyttan vinnutíma. Að lokum kom fram, að síðast þegar Loftleiðir auglýstu eftir nýjum flugmönnum bárust um 70 umsóknir og sýndi það, að ástæðu- laust væri með öllu að láta erlendar áhafnir fljúga íslenzkum flugvélum í þágu íslenzkra aðila. Þá var það ítrekað, að þessi deila væri ekki til komin vegna óska um launahækkanir, heldur vegna þess, að ekki hefur verið staðið við gerða samninga um aukna vinnu fyrir íslenzka flugmenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.