Morgunblaðið - 16.03.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.03.1978, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1978 Ólafur B. Thors: „ Tillögufhitningurinn er sýndarmennska vegna kosninganna” Frá borgar- stjórn Rætt um tillögu Björgvins Guðmundssonar í borgarstjóm BjörKvin Guömundsson (A) flutti tillögu um atvinnulýðræði í borgarrekstrinum á fundi borgar- stjórnar 2. marz. I tillögu Björg- vins segir m.a.: „1. Starfsfólk borgarfyrirtækja er hafa að jafn- aði 40 starfsmenn eða fleiri í þjónustu sinni fái að kjósa 1—2 Íulltrúa í stjórn þeirra. 2. í lorgarfyrirtækjum er hafa færri en 40 starfsmenn í þjónustu sinni, í borgarf.vrirtækjum er ekki hafa sérstaka stjórn svo og í stofnunum borgarinnar skal komið á fót samstarfsnefndum eftir því, sem við verður komið. Skulu sam- starfsnefndir þessar skipaðar 4 mönnum, 2 tilnefndum af borgar- yfirvöldum og 2 kosnum af starfs- fólki hlutaðeigandi fyrirtækja og stofnana." Björgvin sagði, að svo virtist sem það væri borin von, að atvinnulýðræði yrði til eftir um- ræður aðila vinnumarkaðarins og yrði því aðeins komið á fyrir tilstuðlan Alþingis og sveitar- stjórna. Hér í Reykjavík kæmi vel til greina að starfsfólk BÚR fengi fulltrúa í útgerðarráð. Björgvin sagði, að hið sama gæti gilt um SVR, HR, RR og fleiri fyrirtæki. Samkvæmt lögum um heilbrigðis- þjónustu frá 1973 eiga fulltrúar starfsfólks sæti í stjórn sjúkra- stofnana og sagði Björgvin, að þar mætti segja, að komið hefði verið á fót atvinnulýðræði. Björgvin BjörKVÍn Dnvíð GuðmundBHon OddHHon eignaraðildin fyrir hendi. Davíð sagði, að ekki hefðu allir verið sammála um það að aðild og áhrif að fyrirtækjum og rekstri þeirra sé launþegum til góðs og sumir héldu því fram, að slíkt gæti veikt stöðu þeirra í kjarabaráttunni. í umræddri bók kemur fram, að ekkért sé sannað um aukin afköst við atvinnulýðræði en hins vegar *sé ef til vill meiri starfsánægja. í máli Davíðs kom fram, að í bókinni Atvinnulýðræði er ekkert fjallað um atvinnulýðræði innarí sveitarstjórna. Davíð sagðist draga í efa, að sveitarstjón geti án lagabreytinga afsalað sér valdi og ábyrgð í borgarstofnunum. Þess vegna þurfi að koma til lagabreyt- ing ef koma ætti því fyrirkomulagi á sem Björgvin Guðmundsson vildi að gert yrði í borgarkerfinu. Enda væri svo, að í sjúkrastofnunum þar sem borgarfulltrúi Alþýðu- flokksins vitnaði til, væri stuðst við sérstakt lagaákvæði. Davíð sagðist telja, að ailar vinnumark- aðarins væru alfarið á móti því, að sett verði lög um þessi efni, áður en þeir hafi sjálfir í frjálsum samningum komið sér saman um hvernig standa eigi að málinu. Þá bæri að geta þess, að ekkert hefði heyrst frá starfsmannafélagi borgarinnar um þetta mál. Þorbjöm Ólafur Broddamn B. Thors sagðist nokkrum sinnum áður hafa hreyft hugmyndum um at- vinnulýðræði í borgarstjórn og var m.a. skipuð nefnd til að kanna hvar í borgarkerfinu koma mætti á atvinnulýðræði. Þessi nefnd hefði hins vegar starfað Htið og lognast út af eftir litið starf. Hins vegar lægju fyrir ýmis gögn um málið nú sem ekki hefðu verið til áður m.a. bók um Atvinnulýðræði. Þess vegna væri mun auðveldara að taka ákvörðun um málið í dag en áður. Atvinnulýðræði færði verkafólki aukin réttindi sem því beri vegna vinnuframlags þess. Að vísu fylgdi þessum réttindum aukin ábyrgð, en Björgvin sagðist hyggja, að starfsfólk fyrirtækj- anna risi vel undir þeirri ábyrgð. Hann sagðist því vænta þess að tillaga sín yrði samþykkt svo mikið framfaramál sem hún væri. Davíð Oddsson (S) sagði, að það væri alis ekki með sanni sagt að launþegahreyfingin hafi sett þetta mál á oddinn sem sitt stærsta mál. Davíð sagði þær umræður sem orðið hefðu um atvinnulýðræði hefðu einkum orðið innan einka- rekstursins og þá á tvo vegu. Hvernig starfsmenn gætu fengið eignaraðild að fyrirtækjum og hins vegar hvernig stjórnunar^ aðild starfsmanna kæmi til. I þessu tilfelli hjá borginni er Davíð Oddsson flutti síðan eftirfarandi tillögu frá borgarfull- trúum Sjálfstæðisflokksins. „Borgarstjórn telur ekki efni til þess að taka nú ákvörðun um, að starfsfólk einstakra borgarstofn- ana kjósi fulltrúa í stjórnir þeirra. I því sambandi er ástæða til að vekja athygli á sérstöðu stjórn- unarnefnda sveitarstjórna, sem kosnar eru hlutfallskosningu af sveitarstjórn, samkvæmt almenn- um reglum sveitarstjónarlaga. Hugmyndir um atvinnulýðræði hafa ekki hlotið þann byr á undanförnum árum sem búizt hafði verið við, er þær komu fyrst til umræðu. í ágúst 1973 skipaði félagsmálaráðherra nefnd til að skoða mál þetta og hefur hún ekki lokið störfum enn. Þó má fullyrða að aðilar vinnumarkaðarins eru einhuga um að fyrsta skrefið í átt til atvinnulýðræðis skuli stigið með frjálsum samningum þeirra á milli og að ekki sé eðlilegt að opinberir aðilar hefji með valdboði tilraunastarfsemi í þeim efnum. Hins vegar er eðlilegt og æskilegt ^iö einstakar stjórnir stjórnar- nefndir efni til funda með starfs- fólki eða fulltrúum þess, eftir því sem þurfa þykir og óskað kann að vera eftir. Tillögu Björgvins Guðmunds- sonar og breytingartillögu Þor- björns Broddasonar er vísað frá. Þorbjörn Broddason talaði einnig og flutti breytingartillögu við 2. lið tillögu Björgvins Guð- mundssonar. I breytingartillögu ÞBr. segir m.a. að kjörnir skuli tveir borgarfulltrúar til samstarfs við Starfsmannafélagið vegna málsins. Þorbjörn Broddason sagði, að reynsla og sjónarmið starfsmanna geti verið til góðs í borgarkerfinu. Hann sagði,að til- laga Björgvins Guðmundssonar næði ekki nógu vel sjónarmiðum launþega. Þorbjörn taldi, að sveit- arstjórn væri ekki að afsala sér neinu valdi þó svona tillaga yrði samþykkt. Eftir semm áður kæmu fundargerðir og s-amþykktir ýmissa ráða, nefnda og borgar- stofnana til endanlegrar af- greiðslu í borgarstjórn. Að lokum sagði Þorbjörn Broddason, að endanlegt lýðræði fælist í, að verkamennirnir réðu sköpun framleiðslunnar — hefðu yfirráðin f.vrir framleiðslutækjunum. Björgin Guðmundsson sagðist ekki fráhverfur hugmynd um að setja upp undirbúningsnefnd til umræðna um málið. Tillaga Þor- björns Broddasonar um þetta væri hins vegar sjálfstæð. Ólafur B. Thors (S) tók næst til máls og sagði málflutning Björg- vins Guðmundssonar með ein- dæmum. Eins og borgarfulltrúar vissu þá kæmi varla mál til umræðu í borgarstjórn án þess að fulltrúi Alþýðuflokksins héldi ræðu um, að Alþýðuflokkurinn hefði fyrir löngu rætt málið í borgargtjórn eða jafnvel flutt tillögu. Olafur sagðist vilja nefna þetta nú, vegna þess, að hann vildi algjörlega mótmæla því, sem borgarfulltrúi Björgvin Guð- mundsson sagði um starf þess starfshóps, sem kallaður var saman eftir viðræður á árinu 1971 um þessi sömu mál. Það væri að vísu rétt að starf hópsins hefði ekki orðið mikið að vöxtum en það hafi ekki verið vegna þess, að . borgarfulltrúi Ólafur B. Thors hafi ekki haft áhuga á þessu máli — í því sambahdi bæri að benda á, að umræddur starfshópur hafði til meðferðar tillögu sem Björgvin Guðmundsson flutti hér í borgar- stjórn, hann hafi verið annar af borgarfulltrúunum sem í nefnd- inni voru. Nefndin hafi ekki kosið sér formann en svo virtist sem Björgvin Guðmundsson hafi talið sér skylt hafi ugglaust talið sér hollast að skipa sér undir merki mín, sagði Ólafur. Umrædd nefnd hafi ekki gert mikið vegna þess, að borgarfulltrúi Björgvin Guð- mundsson hafi haft afskaplega lítinn áhuga á málinu. Ólafur sagði það satt og rétt hjá Björgvin Guðmundssyni; Alþýðuflokkurinn hefur haldið þessu máli vakandi á Alþingi og í borgarstjórn, það hafi flokkurinn gert innan þingsalanna og innan borgarstjórnar, en þegar út fyrir sé komið þá horfi málið öðru vísi við, þar séu engir blaðamenn og þar séu engir áheyrendur heldur aðeins þetta venjulega daglega líf og þá er kannski ekki jafn nauðsynlegt að halda málinu vakandi eins og ella. Ólafur sagðist vilja leyfa sér að efast um, að Björgvin Guðmunds- son hefði eins mikinn áhuga á málinu og hann vildi vera láta, ef áhuginn hefði í raun verið fyrir hendi þá hefði hann vissulega getað stuðlað að því sem nefndar- maður í umræddum starfshóp að starf hans hefði orðið meira. Ólafur B. Thors sagði nauðsynlegt, að þetta kæmi fram sögunnar vegna. Hann sagðist lýsa fullkom- inni ábyrgð á hendur Björgvin Guðmundssyni til jafns við sjálfan sig um það, að ekki kom út úr þessu meira starf. Það væri því algjörlega þýðingarlaust fyrir Björgvin að fara tala um, að hann (Ólafur) í þriggja manna nefnd hafi drepið málið slíkt væri fjarstæðukennt. Ólafur sagðist skora á Björgvin Guðmundsson, að væri þetta honum svo mikið hjartans mál, sem hann vildi vera láta þá sýndi hann á því raunhæf- ari áhuga heldur en hann hafi gert' fram að þessu, og láti ekki nægja rétt fyrir kosningar að draga málið fram og dusta af því rykið, þetta væri sýndarmennska og ekkert nema sýndarmennska. Albert Guðmundsson (S) tók næst til máls og sagðist vilja taka undir orð Ólafs B. Thors, að Björgvin sýndi málinu meiri áhuga. Davíð Oddsson tók næst til máls og sagði, að Björgvin Guðmunds- syni hafi tekizt heldur óhöndug- lega að bera af sér, að eftir nefndarskipanina 1971 hafi allur áhugi hans dottið niður, hann hafi sagt, að hann og vinnumálastjóri hafi verið áhugamenn um þetta, en svo hafi minnihluta nefndarinnar tekizt að drepa málið niður. Skárri væri það mátturinn. Það væri með þetta mál eins og svo mörg önnur sem Björgvin Guðmundsson flytti hér í borgarstjórn, því væri hróflað upp óathuguðu. Varðandi það, að ekki megi 'taka fram fyrir hendurnar á aðilum vinnu- markaðarins. Davíð sagði, að Alþýðuflokkurinn hefði ekki verið að leita til starfsmanna borgar- innar í sínum röðum þegar velja hefur átt fulltrúa í nefndir. Davíð sagði, að Þorbjörn Broddason hafi talað um að orðið atvinnulýðræði ætti ef til vill ekki vel við í þessu tilfelli. Slíkt sé að vissu marki rétt. Með svona atvinnulýðræði væri valdið tekið úr höndum kjósand- ans og fært til aðila sem kjósand- inn geti síðan ekki dregið til áb.vrgðar beint eða óbeint. Adda Bára Sigfúsdóttir (Abl) sagði, að tilraun hefði verið gerð varðandi þetta í lögum um heil- brigðisþjónustu og stjórn heil- brigðisstofnana. Þar hafi verið gott að geta kynnzt umræðum um málefni stofnana eins og til dæmis á Borgarsjúkrahúsinu, hvar starfsmenn eiga fulltrúa í stjórn. I stað þess að benda á ágæta bók, Atvinnulýðræði, og lesa hana vildi hún leyfa sér að benda á, hvað gert hafi verið. Björgvin Guðmundsson sagðist telja, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði slæma samvizku. Sjálf- stæðisflokkurinn gæti stuðlað að þessu, væri viljinn fyrir hendi. Hér hafi Davíð Oddson komið upp í sínu venjulega gervi sem brandarakarlinn, málflutningur hans hafi verið þannig. Björgvin gat þess, að formaður Veríta- kvennafélagsiris Framsóknar væri varamaður í Útgerðarráði, mætti þar oft á fundum og tjáði sig um aðstöðu verkafólks hjá BÚR. Þorbjörn Broddason sagði, að sér dytti nú í hug bókin „Litla gula hænan", en þar hefðu aðilar sagt „ekki ég“. Hér hafi Ólafur B. Thors staðið og sagt „ekki ég“. Hér hafi Björgvin Guðmundsson sagt „ekki ég“. Varðandi vald kjósandans væri að segja, að málið snerist einungis um þá þætti nefnda og ráða er lúta að innra starfi. Grundvallarforsenda fyrir vellíð- an á vinnustað væri að menn fengju að ráða einhverju sjálfir. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins var síðan samþykkt, með níu gegn sex. Kristján Benedikts- son gerði grein fyrir atkvæði sínu og lét frá sér fara bókun og gat þess að hún væri nokkuð í samræmi við, það sem Þorbjörn Broddason hafi sagt. Skipulagsstofnun höfuð- borgarsvæðisins til umræðu Broddason sagði málið brýnt nú og yrði eitt, af meiri málum á næstu kjörtímabilum. Birgir ísleifur Gunnarsson sagði, að inn í samn- inginn vantaði frágang á peninga- hlið málsins. Nú væri verið að ganga frá samþykktu aðalskipu- lagi til útgáfu og Skipulags- stofnunin yrði ef til vill að raunveruleika um næstu áramót, en á þessu vildi hann þó hafa fyrirvara. Skipulagsstofnun höfuðborgar- svæðisins kom til umræðu á fundi borgarstjórnar 2. marz. Tilefnið var, að á fundi borgarráðs 17. febrúar lýsti ráðið sig reiðubúið til samstarfs um skipulagsmál við sveitarstjórnir á höfuðborgar- svæðinu, þannig að sérstök skipu- lagsstofnun færi með undirbúning aðalskipulags höfuðborgarsvæðis- ins, þegar gengið hefur verið frá samningum um slíka stofnun milli syeitarfélaganna. Þorbjörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.