Morgunblaðið - 16.03.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.03.1978, Blaðsíða 23
 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1978 23 Erítrea: Stjórnarherinn ad hef ja sókn? Róm — 15. marz — Reuter. T?—HERMENN stjórnar- hersins í Eþíópíu hafa byrjað meiriháttar hernaðaraðgerð- ir í því skyni að komast út úr borginni Asmara, sem er stærsta borg héraðsins, en umsátur aðskilnaðarsinna, sem hafa Erítreu að mestu leyti á valdi sínu, hefur nú staðið í marga mánuði. Frá þessu stkýrði talsmaður að- '■kilnaðarsinna í Rómaborg í dag. Hann sagði aðaðskiln- aðarsinnum hefði tekizt að hefta sókn stjórnarhersins og hrekja hann aftur inn í borgina. Hér er um að ræða óstaðfesta fregn, en síðan stjórnarherinn náði yfirhöndinni í Ogaden, hefur verið búizt við því að stjórnarher- inn sækti í sig veðrið í Erítreu. Aðskilnaðarsinnar fullyrða að í Asmara sé um 25 þúsund manna lið. Elízabet II Bretadrottning sést hér á myndinni ásamt gesti sínum, Tító Júgóslavíuforseta, í veizlu í Buckinghamhöll á föstudagskvöld. Ilægra megin við drottninguna má sjá eiginmann hennar. hertogann af Edinborg. en milli drottningar og Títós er James Callaghan. forsa-tisráðherra Breta. Dökkar horfur í V-Þýzkalandi 55 fangar létust í Buenos Aires Bonn, 15. marz, Reuter. LEIÐTOGAR verkalýðsfélaga og atvinnurekenda hunzuðu í dag tilmæli stjórnvalda um að hverfa aftur að samningaborðinu í tveimur meiriháttar vinnudeil- um. sem mjög hafa spillt sambúð- Fœddist með byssukúlu við mœnuna Bordeaux, 15. marz, Reuter. LÆKNUM tókst í dag að bjarga ungabarni sem fæddist með byssukúlu rétt við mæn- una. að því er talsmaður sjúkrahúss í Bordeaux skýrði frá í dag. Barnið var tekið með keisaraskurði snemma á sunnudag, en skömmu áður hafði slysaskot hlaupið úr skammbyssu föður þess í maga móðurinnar. Móðurinni og barninu heils- ast vel, að því er skýrt var frá á sjúkrahúsinu. ínni á vinnumarkaðnum ur-Þýzkalandi. Aðeins nokkur dagblöð komu út í öllu Vestur-Þýzkalandi í kjölfar verkbanns útgefenda á prentara og u.þ.b. 100,000 málmiðnaðar- menn lögðu niður vinnu í Stutt- gart og nágrenni eftir að kom til verkfalls í morgun. Þótt horfur á sáttum í deilum þessum séu allt annað en bjartar hefur ríkisstjórnin neitað að skerast í leikinn milliliðalaust af ótta við að skerða sjálfsforræði verkalýðsfélaga og atvinnurek- enda í samningaviðræðum. Meira en ein milljón málmiðn- aðarmanna í Baden-Wurtemberg og Norður-Wetfalen hafa hótað að fara í verkfall ef nauðsyn krefur. Veður víða um heim Amsterdam 8 rigning Apena 15 skýiað Berlín 12 skýjað Brussei 9 skýjaö Chicago 3 skýjað Frankfurt 11 rigning Genf 9 skýjað Helsinki -1 heiöríkja Jóh.borg 25 sólskin Kaupm.h. 6 skýjað Lissabon 17 sólskin London 11 skýjað Los Angeles 21 skýjað Madrid 15 sólskin Málaga 18 heiðskírt Miami 26 heiðríkja Moskva 2 skýjað New York 12 heiðríkja Ósló 3 snjókoma París 12 skýjað Palma 15 skýjað Róm 15 heiðríkja Stokkh. 3 skýjað Tel Aviv 18 heiðríkja Tókýó 12 sólskin Vancouver 9 heióríkja Vínarborg 13 skýjað Buenos Aires, 15. marz, Reuter - AP. FANGELISYFIRVÖLD í Buenos Aires skýrðu frá í dag, að 55 fangar hefðu látizt og þrír særzt í fanga- uppreisninni í Villa Devoto-fangelsinu í gær- morgun. Skýrt var frá því, að fangarnir hefðu ekki fallið fyrir byssukúlum held- ur látizt af brunasárum. Sagt var að fimm fangaverð- ir hefðu særzt 1 óeirðunum. Kona sem var í heimsókn í fangelsinu er óeirðirnar brutust út, segir að byssuhvellir hefðu kveðið við í fangelsinu, líkt og skotið væri úr vélbyssum. Lögregl- an skýrði svo frá j dag, að fangarnir hefðu kveikt í dýnum sínum og teppum í innganginum að álmu þeirra. Lögreglan sagði, að engin kúlnasár hef^u fundizt á líkum fanganna 55, þeir hefðu dáið vegna brunasára eða úr reykeitr- un. Lögreglan segir hermenn, fangaverði og lögreglu hafa skotið úr byssum sínum upp í loftið. Bandaríkin: Nýtt bráðabirgðasamkomu- lag í námaverkfallinu ERLENT Charleston, V-Virginíu — 15. marz — Reuter. FORVÍGISMENN kola- námamanna eru fremur bjartsýnir á að lausn sé skammt undan í lengsta námaverkfalli í Bandaríkj- unum til þessa. í gær náðist bráðabirgðasamkomulag um lausn verkfallsins, sem tekur til 160 þúsund verka- manna. en það hefur nú staðið í 100 daga. Ef samkomulagsdrögin verða samþykkt gengur endanlegt sam- komulag í gildi í fyrsta lagi eftir 10 daga. Fyrst verður 39 manna ráð samtaka kolanámamanna að samþykkja drögin, en síðan fer fram allsherjaratkvæðagreiðsla. Hingað til hafa kolanámamenn tvívegis fellt samningadrög sem samninganefndin hefur samþykkt. Ekki er vitað um efnisatriði þess samkomulags, sem nú liggur fyrir, en Cecil Roberts, einn helzti forvígismaður námamanna, sagði í dag að námaeigendur hefðu slakað verulega á í afstöðu sinni til kröfugerðarinnar. Roberts sagði að samningurinn nú væri margfalt hagstæðari en fyrsta bráðabirgðasamkomulagið, sem gert var. Treglega hefur gengið að fá námamenn til að snúa aftur til starfa eins og Taft-Hartleylöggjöfin mælir fyrir um, en Carter forseti hefur beitt henni í því skyni að, binda enda á verkfallið. Nokkuð hefur verið um átök og erjur meðal verkamanna vegna ágreinings um það hvort lögunum skuli hlýtt, en ekki hefur komið til alvarlegra átaka. Kólera í Kenýa Nairobi, 15. marz, AP. KÓLERA, sem orðin er að far- aldri á afmörkuðum svæðum í Tanzaníu, gerir nú vart við sig í Kenýa. Barst veikin frá Tanzaníu með konu er var í heimsókn í Kenýa. Heilbrigðismálaráðherra Kenýa, James Osogo, skýrði frá því í blaðaviðtali í gær að fyrsta fórnarlamb veikinnar væri látið. Hann sagði að grunur léki á um nokkur fleiri kólerutilfelli og hafa þrír menn verið sendir í einangrun á sjúkrahús. Yfirvöld í Tanzaníu hafa skýrt frá því, að 300 manns hafi látizt úr kóleru þar í landi, en óstaðfest- ar fregnir herma þó að sá fjöldi sé meiri. Tongsun Park gefur upp nöf n Washington, 15. marz, Reuter. SUÐUR-kóreski auð- kýfingurinn Tongsun Park hefur látið rannsóknarnefnd öldungadeildar bandaríska þingsins í hendur lista yfir nöfn öldungadeildarþing- manna, sem hann fjármagn- aði meðan á kosningarbar- áttu þeirra stóð. Park skýrði frá því á þriðjudag, að hann hefði gefið upp nöfn innan við sex öldungadeildarþingmanna og hefðu greiðslur hans til þeirra verið fullkomlega löglegar. Millj- ónamæringurinn, sem fyrrum verzlaði með hrísgrjón, gaf blaða- mönnum þessar upplýsingar eftir að hafa svarað spúrningum siða- nefndar þingsins fyrir luktum d.vrum. Auðmaðurinn hefur viðurkennt að hafa borgað hundruð þúsunda Bandaríkjadollara til ýmissa aðila í Bandaríkjunum. Hann tók þó fram, að mjög lítill hluti fjársins hefði runnið í vasa öldunga- deildarþingmanna. Yfirheyrslum vfir Park verður haldið áfram. Þetta gerðist Þjóðverjar hafa að undanförnu reynt að lappa upp á dollarann. En allt virðist koma fyrir ekki. Dollar á sömu braut London, 15. marz, AP. DOLLARINN hjarnaði heldur við á gjaldeyrismörkuðum í Evrópu á miðvikudagsmorg- un, en fór síðan að dala á ný þegar leið á dag. Að sögn verðbréfasala var mikill handagangur í öskjunni eftir að það spurðist út, að japönsk yfirvöld hefðu ákveðið að lækka forvexti, auka bindi- skyldu og takmarka sölu yen- hlutabréfa til útlendinga. Japanski aðalbankinn mun að sögn halda fund til að taka ákvörðun um lækkun forvaxta um þriðjung úr prósenti, niður í 3,5%. Bindiskylda mun að öllum líkindum verða aukin úr 50% í 100%. 1976 — Harold Wilson segir áf sér sem for- sætisráðherra Breta. 1968 — Öldungar- deildarþingmaðurinn Robert F. Kennedy seg- ist ætla að keppa að útnefningu sem forseta- frambjóðandi Denió- krataflokksins til að reyna að breyta þvi sem hann kallaði háskalega stefnu Bandaríkja- manna í Yíetnam og í innanríkismálum. 1915 — Japanir gefast upp gagnvart Banda- ríkjamönnuni á Iwo Jinta á Suður-Kvrrahafr. 1939 — Þjóðverjar taka að sér „vernd" Slóvakíu og Ungverjar slá eign sinni á Rúmeníu. 1935 — Þjóðverjar neita að taka (il greina. af- vopnunarákvæði Ver- salasáttmálans, sem batt enda á heims- styrjöldina fyrri. 1931 — Samningur undirritaður í Róm miili Itala. Austurríkismanna og Ungverja um Dónár- bandafag gegn vina- bandalagi Tékka. Rúmena og Júgóslava. 1921 Herir banda- manna taka Konstantín- ópel. 1917 — Níkulás II Rússakeisari segir af sér völdum og Georg Ivov, prins, Paul Milikov og Alexander Kerensky mynda ráðuneyti í Rúss- landi. 1812 — Austurríkis- menn, r bandalagi við Frakka, samþykkja að sjá Napoleón Bonaparte fyrir hernúmnuni. 1690 - Lúðvík XIV Frakkakonungur sendir her til írlands til að berjast við James II. 1531 — Englendingar slita öllu samhandi við páfadóm rófnversk-ka- þólsku kirkjunnar. 1521 — Portúgalski sæfarinn. Ferdinand Magellan, kemur til .Filippseyja. Afmæli eiga t dag. James Madison, fyrr- verandi forseti Banda- ríkjanna (1751 — 1836) Hugleiðing dagsins. „Sigurinn er þeirra, sem þrauka lengst“. Napoieon Bonaparte (1769 - 1821) L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.