Morgunblaðið - 16.03.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.03.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1978 Gísli V. Einarsson: Þjóðfélagsleg upplausn, ef verðbólguskeiðinu linnir ekki r Setningarræða á aðalfundi Verzlunarráðs Islands Hcr ícr á eftir setningarra'ða Gísla V. Einarssonar á aðalfundi Vcrzlunarráðs íslands hinn 23. febrúar sl. Ræðan hefur beðið birtingar um skeið eins og marfjvíslegt annað efni. vegna tafa af sökum verkfalls í lok febrúar og byrjun marz. íslenzkt atvinnulíf hefur nú í nokkur ár horfzt í augu við þrjú vandamál, sem eru að brjóta niður atvinnureksturinn í landinu, lama afköst hans, skerða efnahagslegar framfarir og vonir þjóðarinnar um batnandi lífskjör. Við, sem hér erum, þekkjum þessi vandamál: • í fyrsta lagi er hagnaður á undanhaldi í atvinnurekstri á sama tíma og óarðbærum fjár- festingum fjölgar. • í öðru lagi er verðbólgan að grafa undan grundvelli til at- vinnurekstrar í landinu, og • í þriðja lagi torvelda höft á níörgum sviðum starfsemi fyrir- tækja og skerða möguleika þeirra að uppfylla óskir iieytenda og skapa landsmönnum batnandi lífskjör. Hagvöxtur Arðsamur atvinnurekstur og arðbærar fjárfestingar er upphaf- ið að vaxandi þjóðartekjum og batnandi lífskjörum, en Iélegt útsæði skapar rýra uppskeru. Þetta vitá góðir búmenn. Það hlýtur því að vera mönnum áhyggjuefni, þegar við íslendingar verjum nær þriðjungi þess, sem við framleiðum til fjárfestingar án þess að uppskera samsvarandi vöxt þjóðartekna og aðrar vest- rænar þjóðir af svipaðri fjárfest- ingu. Þessi niðurstaða á þó ekki að koma okkur á óvart, því að arðsemi hefur ekki um langt árabil verið leiðarljós í fjárfest- ingarmálum okkar. Stór hluti af fjárfestingu einka- aðila grundvallast á því, að fjárfestingin haldi verðgildi sínu, en arðurinn skapist vegna verð- rýrnunar þeirra lána, sem fjár- mögnuðu fjárfestinguna. Frjáls peningalegur sparnaður í banka- kerfinu hlýtur að dragast stórlega saman við slíkar aðstæður og sú hefur orðið raunin. Inneignir landsmanna í bankakerfinu og geta þess til útlána sýnir það. Til að viðhalda sparnaði til fjárfestinga hefur orðið að beita lögboði og skattheimtu. Ríkisvald- ið hefur á þeim grundvelli skapað sér vald til að ráða miklu um þá farvegi, sem þessi þvingaði sparnaður leitar eftir út í þjóð- félagið til fjárfestinga. Á undanförnum árum hefur okkur verið ljóst, að fiskiskipa- stóllinn er orðinn stærri en hagkvæmir nýtingarmöguleikar fiskimiðanna bjóða. Samt spáir Þjóðhagsstofnun, að fjárfesting í fiskveiðum hafi aukizt að magni til um 123% á síðasta ári. Okkur er einnig ljóst, að landbúnaðar- framleiðslan er umfram þarfir og hefur kallað á vaxandi útflutn- ingsuppbætur. Fjárfesting í land- búnaði mun þó hafa aukizt á síðasta ári. Fjárfesting í öðrum atvinnuvegum; iðnaði, samgöng- um, verzlun og þjónustu stendur hins vegar í stað. Ef þessari fjárfestingarstefnu stjórnvalda í atvinnulífinu heldur áfram, fara lífskjör manna í þessu landi versnandi, er tímar líða. Þverrandi hagnaður í atvinnu- lífinu er annað áhyggjuefni varð- andi atvinnuöryggi og batnandi lífskjör í þessu landi. Á s.l. 15 árum hefur hlutur launþega í hreinum þjóðartekjum vaxið stór- lega. ár hlutur launþega í hreinum þjóðartekjum 1962-1966 65% 1967-1971 70% 1972-1976 73% Á síðustu árum hefur hlutur launþega jafnvel farið upp í tæp 76% af hreinum þjóðartekjum og í fáum löndum mun hlutur laun- þega í þjóðartekjum vera meiri en hér. Þessi aukning hefur að sjálfsögðu orðið á kostnað vaxta, eignatekna og hagnaðar. Spurningin er sú, hversu mikið má skerða þessa tekjuþætti án þess að tefla atvinnuöryggi og lífskjörum landsmanna í framtíðinni í voða? Höfum við e.t.v. þegar gengið of langt? Verðbólgan Þótt þverrandi hagnaður í at- vinnulífinu og óarðbærar fjár- festingar séu verulegt áhyggju- efni, er verðbólgan sennilega verri óvinur. Ástæðan er sú, að hún Gísli V. Einarsson grefur ekki einungis undan grund- velli til atvinnustarfsemi í land- inu, heldur sýkir hún allt þjóðlífið. Fornar dyggðir eins og sparnaður, ráðdeildarsemi og fyrirhyggja víkja fyrir eyðslu, sóun og fífl- dirfsku um leið og atvinnurekstur- inn í landinu lamast smátt og smátt. Verðbólgan er þó enginn ný- græðingur í íslenzku efnahagslífi. I 40 ár hefur íslenzkt atvinnulíf orðið að þola samfellda verðbólgu. Þegar verðbólgan var minni sáu menn ekki eyðileggingaráhrifin og héldu jafnvel að verðbólgan væri af hinu góða. Eftir verðbólguöldu síðustu ára efast þó enginn, að verðbólgan er að knésetja íslenzkt atvinnulíf. Á siðustu misserum hefur margt verið rætt um orsakir, áhrif og afleiðingar verðbólgunnar og leiðir til að draga úr henni. Minna hefur hins vegar verið um raunhæfar aðgerðir á grundvelli þeirrar þekkingar á orsökum verðbólgunn- ar, sem lengi hefur verið til staðar: • Við vitum, að kjarasamningar langt umfram aukna framleiðni eða raunverulega aukningu þjóðartekna leiða til verðbólgu. Samt gerum við kjarasamninga í júní 1977 í anda þeirra, sem urðu í febrúar 1974. • Við vitum, að auknar tekjur í sjávarútvegi hafa verið sterkur aflvaki verðhækkana innanlands. Samt er Verðjöfnunarsjóði fisk- iðnaðarins beitt sem styrktarsjóði, þegar markaðsverð erlendis er í hámarki. • Við vitum, að aukin skatt- heimta hins opinbera á grundvelli óbeinna skatta og greiðsluhalla á fjármálum ríkissjóðs, fjármagnað- ur með skuldasöfnun í Seðla- bankanum, leiðir til verðbólgu. Samt hafa skatttekjur hins opin- bera aukizt úr rúmlega 34% af þjóðartekjum í 44% 1975 og 1976, greiðsluhalli hefur verið hjá ríkis- -sjóði og skuldasöfnun hefur átt sér stað í Seðlabankanum. • Við vitum, að erlendar lántökur auka peningamagnið í umferð, sem leiðir til verðþenslu. Samt hafa löng erlend lán fjórfaldast í erlendri mynt síðan 1970. (reiknuð í S.D.R. (Standard Drawing Rights), sem er mynteining Alþjóðagjaldeyrissjóðsins). • Við vitum, að óraunhæfir vextir örva fjárfestingu og neyzlu á kostnað sparnaðar í lánastofnun- um, sem leiðir til verðþenslu. Samt hafa vextir verið óraunhæfir með tilliti til verðbólgunnar árum saman, enda hafa landsmenn stórlega dregið úr innistæðum "sínum í bankakerfinu. Árið 1971' er upphaf sérstaks tímabils, stjórnleysis, ofstjórnar og óstjórnar i íslenzkum efnahags- málum. Verðbólgan undanfar.ið er til sannindamerkis um það. Ef hér á ekki að skapast þjóðfélagsleg upplausn, verður þessu verðbólgu- skeiði að linna. Nýskipan íslenzkra atvinnu- og efnahagsmála Oft er okkur sagt, að höftin hafi runnið sitt skeið á enda í lok fimmta áratugsins. Þetta er að vissu leyti rétt. Árið 1960 markaði skörp skil og árin 1960 — 1964 voru tími aukins frjálsræðis, vaxandi bjartsýni og mikilla fram- fara í atvinnulegu tilliti. Um það eru flestir sammála. Skrefið til frjáls markaðsbúskapar var þó aldrei stigið til fulls: • Nægilegt frjálsræði ríkir ekki enn í utanríkisviðskiptum. • Verðmyndun á allri vöru og þjónustu atvinnuveganna er háð verðmyndunarhöftum. • Gjaldeyrisverzlunin er ekki frjáls. • Vextir fyrir afnot af lánsfé er ekki frjáls ákvörðun lánveitanda og lántaka. Af þessum sökum hefur Verzlunarráðið talið sér skylt að setja fram tillögur um umbætur á þessum sviðum svo og í skattamál- um, fjármálum hins opinbera og stjórn efnahagsmála, sem miðuðu að því að innleiða frjálsan markaðsbúskap, sem grundvallar- skipulag efnahagslífsins. Tillögur um nýtt skipulag í efnahags- og atvinnumálum í þessum anda hafa verið unnar af sérstakri nefnd á vegum ráðsins og verða til um- ræðu síðar á fundinum. Það er von mín, að þessar tillögur megi verða upphafið að frjórri umræðu meðal fél^gsmanna ráðsins um umbætur á starfsskilyrðum atvinnuveganna og mikilsvert innlegg í umræður meðal samtaka atvinnuveganna um sameiginlega stefnu í efna- hags- og atvinnumálum. Fríverzlun Að undanförnu hafa kröfur um ýmis frávik frá fríverzlun og aukin höft í utanríkisviðskiptum orðið háværari en oft áður, bæði hér og erlendis. Þessar kröfur eru sér- stakt áhyggjuefni fyrir okkur Islendinga, sem öflum rúmlega 50% þjóðartekna okkar með út- flutningi vöru og þjónustu. Þessar auknu haftahugmyndir ættu einn- ig að vera öðrum þjóðum þyrnir í augum, því að aukin utanrikisvið- skipti hafa átt stærstan þátt í vaxandi þjóðartekjum og batnandi lífskjörum frá lokum síðari heims- styrjaldar. Á síðustu 30 árum hefur útflutningur í heiminum ellefufaldazt og nemur nú um 250.000 milljörðum króna. Án þessara utanríkisviðskipta væru lífskjörin í heiminum stórum verri en nú er. Rökin með fríverzlun í utan- ríkisviðskiptum eru einföld og auðlærð: Fríverzlun eykur þjóðar- tekjur, framleiðni fyrirtækja og hagkvæmni atvinnulifsins. Frí- verzlun örvar einnig hagkvæma alþjóðlega verkaskiptingu, eykur framleiðslu þjóðanna og bætir einnig lífskjörin um allan heim. Framhald á bls. 33. | radauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar Félag ungra sjálfstæðis manna í Mýrarsýslu efnir til almenns fundar í skrifstofu félaganna Borgarbraut 4, Borgar- nesi fimmtudaginn 16. marz kl. 21.00. Gestur fundarins er Jón Magnús- son, formaður SUS. Allt sjálfstæðisfólk hvatt til að mæta. Stjórnin. Reykjaneskjördæmi Aðalfundur Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokks í Reykjanes- kjördæmí verður haldinn að Fólkvangi, Kjalarnesi, laugardaginn 18. marz og hefst kl. 14. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Ákveðinn framboðslisti til alþingiskosninga. 3. Önnur mál. Stjórn kjördæmaráös. Kappræðufundur á Akureyri Samband ungra sjáltstæöismanna og^Æskulýösnefnd Alþýöubanda- lagsins halda kappræöufund í Sjálfstæöishúsinu á Akureyri laugardaginn 18. mars klukkan 14.00, um efniö: Höfuðégreiningur íslensk.a stjórnméla Efnahagsmél — utanríkismél Fundarstjórar: Björn Jósef Arnviöarson og Kristín Á. Ólafsdóttir. Ræöumenn S.U.S.: Siguröur J. Sigurösson, Haraldur Blöndal og Davíö Oddsson. Ræöumenn ÆnAb: Helgi Guömundsson, Erlingur Siguröarson og Ottar Proppé. Sjálfstæðisfólk á Akureyri og nágrenni er hvatt til aö fjölmenna. S.U.S. Siguröur J. Haraldur Blöndal Davíö Oddsson __Sigurðsson,_______________________________t Hafnarfjörður Sjálfstæöiskvennafélagiö Vorboöi heldur kokubasar í Sjálfstæöis- húsinu í Hafnarfiröi laugardaginn 18. marz kl. 2. Konur, sem vilja gefa kökur, eru vinsamlega beönar aö koma þeim í Sjálfstæöishúsiö milli kl. 10 og 1, þann sama dag. Kappræðufundur í Vestmannaeyjum Samband ungra sjálfstæöismanna og Æskulýösnefnd Alþýöubanda- lagsins boöa til kappræöufundar í Samkomuhúsinu í Vestmannaeyj- um sunnudaginn 19. marz klukkan 14.00, um efnið: Höfuðégreiningur ítlenekra ttjórnméla efnahagamél — utanrikiamél Fundarstjórar: Siguröur Jónsson og Ragnar Óskarsson. Ræöumenn S.U.S.: Hreinn Lottsson, Jón Magnússon og Árni Johnsen. Ræöumenn ÆnAb: Baldur Óskarsson, Rúnar Ármann Arthúrsson og Björn Bergsson. Sjálfstæöisfólk I Vestmannaeyjum er hvatt til aö fjölmenna. S.U.S. Hreinn Loftsson, Jón Maqnússon Árni Johnsen. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.