Morgunblaðið - 16.03.1978, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.03.1978, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1978 v1K> <s ( \T\ MORö'Jlv-N % rafr/Nu ' rY__ O M' í xaTkvöldi? — Það voru ljósir punktar — því ertu að spyrja? Að auðga verzlunina? Ilún stóð svo lenjíi yfir kæli- borðinu! 2. tölublað „Svart á hvítu” er komið út Næst skemmta Beppó-bræður og lögregluhundarnir þeirra! Margrét Ólafsdóttir sendir aftur nokkrar línur í framhaldi af bréfi sínu, er birt var hér fyrir stuttu, þar sem hún ræðir frekar um aðgerðir ríkisstjórnarinnar, en bréfið sendir hún sem frekari skýringu á ummælum sínum í fyrra bréfi: „Það er alls ekki mín skoðun að heildsalar séu þeir einu sem komist hafi áfram í lífinu, langt því frá. Eg tel einmitt að allir sem hafa getað og viljað notfæra sér hina miklu möguleika til frjáls framtaks í okkar þjóðfélagi hafi komist áfram i hvaða stétt sem þeir eru. Ég þykist líka vita þó að ég hafi ekki kynnt mér fortíð alþingismanna okkar, að þeir hafi haft ýmis ólík störf með höndum áður en þeir gerðust alþingismenn, og jafnvel átt fyrirtæki eða hluta í þeim. Og þá er ég eiginlega komin að uppþafi fyrra bréfs míns. Orsökin fyrir spurningu minni var sú, að hvar sem ég hefi verið stödd á meða) fólks með ólíkar stjórn- málaskoðanir undanfarið, hefur heyrst rödd sem segir eitthvað á þá leið að allar aðgerðir stjórnar- innar miðist við það að auðga verzlunina, „enda séu meðlimir hennar allir heildsalar í einhverri rnynd". Það má vera að einhverjir stjórnarmanna eigi hlut í heild- verzlunum, en tæplega allir. Ekki skal ég leggja dóm á það hvort meira er gert fyrir verzlunina en aðrar atvinnugreinar, til þess hef ég einfaldlega ekki þekkingu á hlutunum, en hitt sé ég í hendi mér að ekki er hægt að ætlast til að menn fyrirgeri því sem þéir hafa unnið að með eigin viti og höndum þó svo að þeir gerist alþingismenn. Og umfram allt finnst mér það voðalegt að fólk skuli sífellt vera að rægja þá menn sem hafa verið kjörnir á lýðræðis- legan hátt til þess að stjórna landi okkar. Þeir eru einfaldlega að vinna sitt verk sem þeir eru sannarlega ekki öfundsverðir af. Og ef siðferðiskennd okkar á ekki að logriast út af verðum við að treysta því að þeir vinni sitt verk samkvæmt beztu samvizku hvar í flokki sem þeir standa. Sjálfsagt hefi ég orðað fyrra bréf mitt óskynsamlega og þetta kannski líka en ég vona að það skiljist nú samt. Margrét Ólafsdóttir.“ • Sósíalisminn í framkvæmd „Þegar ég var að lesa bókina 7- MAÐURINN Á BEKKNUM Jóhanna Kristjónsdóttir islenzkaði ÍJT ER komið 2. tölublað af tímaritinu „Svart á hvítu". sem gefið er út af Gallerí Suðurgötu 7. _ í ritinu er m.a. viðtal við Magnús Pálsson, m.vndlistarmann, grein um kveðskap Megasar eftir Skafta Halldórsson, grein sem heitir „Byggt umhverfi" eftir arkiteklana Stefán Thors og Hráfn Hallgrímsson, grein um brezka samtímatónlist eftir Örn Jónsson, Eggert Pétursson og Ingólf Arnarson. Þá eru tvær þýddar greinar, skáldskapur eftir Megas, Stefán Snævarr, Einar Kárason, o.fl. Þá eru í tímaritinu myndverk eftir ýmsa þá er standa að Gallerí Suðurgötu 7. Ritiö er 68 síður og prýtt fjölda m.vnda. „Svart á hvítu“ mun koma út ársfjórðungslega og er næsta tölublað væntanlegt í maímánuði. 1. kapituii Margret átti auðvelt með að muna daginn. það ar afmælis- dagur mágkonu hans. 19. oktú- ber. Og það var mánudagur. Mánudagar vtiru honum jafnan hugleiknir. því að á Quai des Orfevres og það almenn revnsla að fólk lætur sjaldan myrða sig á mánudiigum. Og aukinheldur var þetta fyrsti verulegi haustdagur ársins. Það hafði rignt allan sunnu- daginn. kaldri fíngerðri rign- ingu og giiturnar gliimpuðu enn aí vætunni og gulleit þokan virtist þrengja sér gegn- um allt og frú Maigret hafði sagt við hann. — Ég verð víst að tala við einhvern og láta þétta glugg- ana. Síðustu fimm ár hafði Maigret lofað því á hverju hausti að setja nv ja gluggalista na'sta sunnudag. — I»ú ættir að fara í þvkka frakkanum þfnum. — Hvar er hann? Ég skal ná í hann. Kiukkan var hálfttíu og það sló geymslulykt fyrir vit Mai- gret þegar hann var kominn í frakkann og lagði af stað. Hvorki Lucas. Janvier eða Lapointe ungi hiiíðu verið á skrifstofunni. þegar stminn hringdi. Það var Santoni Kor- síkumaður sem var nýr í gla padeildinni. en hafði starf- að innan ýmissa annarra deilda hennar í tíu ár. — Það er Nevoa úr 3. hverfi. Hann spyr hvort hánn megi tala við yður sjálfan. Mér heyrist honum vera töluvert niðri fvrir. Maigret greip tólið. — Maigret hér! — Ég hringi frá krá við Saint Martin. Við vorum að íinna mann sem hefur verið stunginn hnífi. — V giitunni? — Nei. í oins konar blind- giitu út frá honni. Neveau sem var gamall og gróinn í starfinu hafði strax getið sér tii um hvað Maigret hugsaði. Ilnífsstunga í þéttbýlu hverfi er sjaldan áhugavekj- andi. Oftast er þar um að ra'ða slagsmál á milli fyllirafta. oftast Spánverja eða manna frá Norður-Afríku. Neveau flýtti sér því að hæta við. — Málið kemur mér ein- kennilega fyrir. Kannski væri bezt af þér gaúuð komið hing- að. Það er á milli stóru gimsteinabúðarinnar og gervi- blómaverzlunarinnar. ' — Ég skal koma hið bráð- asta. { fyrsta sinni tók lögreglu- foringinn Santoni með sér og þegar þoir sátu saman í lög- reglubílnum. fann hann til óþaginda vegna ilmvatns- lyktarinnar sem frá manninum lagði. Ilann var lágvaxinn en gekk alltaf á háhæluðum skóm og bar marga hringi á fingrum og sjálfsagt voru steinarnir í þeim öllum gervisteinar. Þcir sem framhjá gengu voru eins og dimmir skttggar og fótatakið endurkastaðist á blautri gangstéttinni. Ilópur manna. líklega um þrjátíu taisins. sem tveir lögreglumenn reyndu að halda í skefjum. kom í ljós á Saint Martin Boulcvard. Neveau sem hafði beðið cftir Maigret opnaði bíldyrnar. — Eg bað la-kninn að bíða þangað til þér varuð húnir að koma. Það var á þossum tíma dagsins sem umferðin á þessum þéttbý la stað er í hámarki. Stór klukka yíir gimsteinahúðinni sýndi að klukkan vartuttugu mínútur vfir fimm. Búðin með gcrvihlómunum var illa lýst og virtist fjarskalega litlaus og jafnvel hálf rykug. svo að ekki var gerlegt að ímynda sér að fólk tre.vsti sér til að stíga þangað inn fæti. Milli verzlananna tveggja var eins og hálfgerð hlindgata sem var þó svo mjó að lá við horð maður tæki ekki eftir henni. í reynd var það aðeins dimmur undirgangur inilli tveggja húsa og lá va ntanlega inn í hakhús. Neveau ruddu Maigret braut- ina. Inni í undirganginum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.