Morgunblaðið - 16.03.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.03.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1978 11 Margþætt starf- semi Verndar Myndin er úr vatnssvítu Pjeturs Þ. Maack. Listasafn íslands kaupir ljósmyndir Félagasamtökin Vernd héldu aðalfund sinn á Gimli við Lækjar- götu 16. febrúar s.l. Frú Þóra Einarsdóttir gerði grein fyrir starfsemi samtakanna, sem hafa starfað með svipuðum hætti og ávallt áður. í starfsem- inni má greina nokkra þætti og eru þessir helstir: 1. Ileimsóknir að Litla Hrauni og í fleiri fangelsi. Skrifstofustjóri samtakanna Davíð Þjóðleifs- son, annast þessar heimsóknir. Allflestir fangar nota sér þar viðtalstíma við fulltrúa Verndar um margvísleg málefni sín. 2. Skrifstofa Verndar er opin fyrir hádegi mánud. —föstud. að Gimli við Lækjargötu. Þar er tekið á móti fyrrverandi föngum. Reynt er að útvega þeim húsnæði, atvinnu og þeim veitt margs konar aðstoð og ráð. Einkum þurfa margir hjálp í sambandi við skattamál sín. 3. Fataúthlutun annast Jóhanna Jóhannesdóttir til skjólstæð- inga Verndar og fleiri einstæð- inga. Fataúthlutunin er að Grjótagötu 9 í húsnæði sem Félagsmálastofnun Reykjavík- urborgar lætur Vernd í té endurgjaldslaust. Fjölmargt velviljað fólk hefur samband við skrifstofu Verndar og óskar eftir að gefa föt sem þakksam- lega eru þegin. 4. Hátíðasamkoma Verndar á aðfangadagskvöld er orðinn fastur liður í starfsemi samtak- anna og mjög vinsæl hjá öllum sem til þekkja. Nú annaðist frú Hanna Johannessen yfirumsjón þessa fagnaðar sem er í salar- kynnum Slysavarnafélags Is- lands á Granda vestast í borginni. Þarna kóma árlega um 60 einstæðingar og úti- gangsmenn sem njóta góðra veitinga og helgistundar ásamt góðum gestum. Margir leggja þarna hönd að verki, allt frá þeim, sem gefa mat og fjármuni og til prestsins, sem talar, og kvennanna sem annast fram- reiðslu og þjónustu í salnum. 5. Vistheimilið á Ránargötu 10 hefur nú verið starfrækt í nokkur ár. Hefur það gefið góða raun. Nú hefur Öryrkjabanda- lagið, sem á húsið en hefur lánað það án endurgjalds, boðið Vernd það til kaups á sann- gjörnu verði. A aðalfundinum var skipuð, nefnd til að kanna þetta verk- efni og mjög hvatt til kaupa. Þarna gæti orðið hornsteinn framtíðarstarfsemi á vegum Verndar. Frú Sigríður Magnússon lézt á Kökubasar í Hlíðaskóla Foreldrafélag Hiíðaskóla í Reykja- vík efnir na-stkomandi laugar- dag. 18. mars. til kiikubasars í skólanum. og byrjar hann kl. 14.00. I Hlíðaskóla eru sem kunnugt er við nám hreyfihömluð börn, bæði í sérdeildum og úti í skólanum. Foreldrafélagið einbeitir sér nú að fjáröflun til tækjakaupa fyrir þá kennslu. Er kökubasarinn liður í henni. Hefur foreldrafélagið áður haft kökubasar á þessum árstíma í skólanum og tekist mjög vel. síðast liðnu ári og var hennar minnzt af formanhi með fögr- um orðum. Hún var ein af stofnendum Verndar og frábær félagi. 6. Arsrit Verndar er nú í prentun og mun koma út bráðlega. Það er stutt af fjölda kvenfélaga um allt land og raunar fleiri stofnunum. Af útkomu ritsins er alltaf nokkur hagnaður. Félagasamtökin Vernd eru studd til starfa af ríkinu og nokkrum bæjar- og sveitarfélögum auk aðildarfélaga sinna. Skal öllum þakkað. Allt þetta starf fer fram undir stjórn frú Þóru Einarsdóttur sem verið hefur formaður Verndar af lífi og sál alla tíð. í stjórn voru kosnir fyrir næsta starfstímabil: Frú Þóra Einars- dóttir formaður, sr. Arelíus Níels- son, Pétur Jónsson viðskiptafr. Bjarki Elíasson yfirlögregluþjónn, Lára Sigurbjörnsdótir, Alfreð Gíslason læknir, Hanna Johannes- sen, Jón Grétar Óskarsson lektor og Ásgeir Jóhannesson forstjóri. LISTASAFN fslands keypti í fyrsta sinn ljósmyndir fyrir safnið á sýningunni LJÓS á Kjarvalsstöðum. Keypti safnið myndir eftir alla ljósmyndar- ana. Kaldal, Kjartan B. Kristjánsson, Gunnar S. Guðmundsson og Pjetur Þ. Maack. Ljósmyndasýningin var ágæt- lega sótt og margar myndir seldust. Þær myndir sem — ista- safn íslands keypti heita Stöpull eftir Kjartan, Hurðarlöm eftir jgunnar og Bliki eftir Pjetur, en ekki er ákveðið hvaða mynd Kaldals verður keypt. Alþjóðleg sýning á smávefnaði í London Heimilisiðnaðarfélagi fslands og Listiðn hafa borizt boð um sýningu á „smávefnaði" (miniature textiles) er halda á í London á sumri komanda í ágúst og septem- ber. Fyrir sýningunni stendur brezka listiðnaðarmiðstöðin en ráðgert er að hún verði einnig í Portúgal, Austurríki, Sviss, Noregi. íslandi og Svíþjóð. Stærð verkanna skal vera mest 20 sm á hvern veg og er efnisval frjálst, skal senda til vals sýningar- muna 8 litskyggnur af mest 4 verkum ásamt upplýsingum og fást spurningalistar hjá Heimilis- iðnaðarfélaginu og Listiðn. Að loknum sýningunum verður öllum óseldum verkum skilað svo og skyggnum og greiðslu fyrir seld verk. Nánari upplýsingar er að fá hjá fyrrgreindum félögum. Þú byggir upp lánamöguleika tína Iðnaðarbankinn hefur opnað nýjar leiðir fyrir alla þá sem vilja undirbúa lántöku með því að spara um lengri eða skemmri tíma. Um tvenns konar lán er að ræða: IB-lán, sé stefnt að lántöku eftir 6 eða 12 mánuði. Og IB-veðlán, sé stefnt að háu láni innan 2-4 ára. Könnum þau nánar: Iðnaðarbankinn lánar þér jafnháa upphæð og þú hefur sparað með því að leggja ákveðna upphæð inn á IB-reikning mánað- arlega. Lánið hækkar því í réttu hlutfalli við tíma og mánaðarlega innborgun. Sparað er í tvö, þrjú eða fjögur ár. Tökum dæmi: 35.000 kr. eru lagðartilhliðar í 3 ár. Innstæðan verður þá orðin 1.260.000 kr. Bankinn lánar sömu upphæð. Með vöxtum af innstæðunni hefur þú þá til ráð- stöfunar 2.900.766 Lánið er endurgreitt með jöfnum greiðslum afborgana og vaxta á jafnlöngum tíma og sparað var. Fyrir IB-veðláni þarf fasteignaveð. Síðast en ekki síst: Hámarksupphæð mánaðargreiðslu má hækka einu sinni á ári í hlutfalli við almennar verðlagsbreyt- ingar. Þannig er hægt að tryggja að lánið komi að þeim notum sem ætlað var í upp- hafi. Taflan sýnir nánar þá möguleika sem felast í IB-veðlánum. Sýnd er hámarksupphæð í hverjum flokki og þrir aðrir möguleikar. Velja má aðrar upphæðir. Allar frekar upplýsingar veita IB-ráð- gjafar Iðnaðarbankans. SPARNAÐAR TfMABIL MÁNAfíARLFXI INNBORGUN SPARNAOUR f LOK TÍMABILS ÍONAOARBANKINN LÁNAR RÁÐSTÖFUNARFÉ MÁNAOARLKG ENDURGREIOSLA MEO VrtXTUM ENDUR GREIÐSLU TfMABII. 24 mán 10.000 20.000 30.000 40.000 240.000 480.000 720.000 960.000 240.000 480.000 720.000 960.000 522.727 1.047.443 1.571.660 2.096.376 12.930 25.860 38.789 51.719 24 mán 36 mán 15.000 25.000 35.000 50.000 540.000 900.000 1.260.000 1.800.000 540.000 900.000 1.260.000 1.800.000 1.242.120 2.071.688 2.900.766 4.144.877 21.757 36.261 50.766 72.522 36 mán 48 mán 20.000 30.000 40.000 50.000 960.000 1.440.000 1.920.000 2.400.000 960.000 1.440.000 1.920.000 2.400.000 2.337.586 3.507.140 4.676.680 5.846.720 32.368 48.552 64.736 80.920 48 mán Banki þeirra sem hyggja að framtíðinni 4 Iðnaðarbankinn Lækjargötu 12, Sími 20580

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.