Morgunblaðið - 16.03.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1978
25
Ávarp „lýðrædissinnadra kommúnista” í Austur-Þýzkalandi
5. hluti
Hnípin
Þjóð
í vanda
í þessum síðari
hluta ÁVARPS
„Samtaka lýð-
ræðissinnaðra
kommúnista44 lýsa
Austur-Þjóðverjar
ástandinu í eigin
þjóðfélagi.
Mælikvarðinn
Hvers vegna breikkar alltaf
bilið milli framleiðni í helztu
framleiðslugreinum Aust-
ur-Þýzkalands og Vest-
ur-Þýzkalands? En einmitt
þetta atriði var samkvæmt
áliti Lenins sá mælikvarði,
sem' skar endaniega úr um
yfirburði eins þjóðskipulags
yfir öðru.
Hvers vegna er ekkert lát á
umsóknaflóðinu um leyfi til að
flytjast úr landi, og hvers
vegna allar þessar stöðugu
tilraunir fólks til áð flýja frá
Alþýðulýðveldinu, jafnvel þótt
menn viti, að það getur auð-
veldlega kostað þá lífið?
Flótti frá
veruleikanum
Hvers vegna leggja 94%
allra þegna þýzka Alþýðulýð-
veldisins — og þar með er þá
einnig talinn mikill meirihluti
hinna pólitísku starfsmanna
Flokksins — á andlegan flótta
frá Alþýðulýðveldinu kvöld
eftir kvöld og horfa eingöngu á
sjónvarpssendingar frá Vest-
ur-Þýzkalandi?
Það er sökum þess, að hin
pólitíska og hugmyndafræði-
lega ógnaröld og hið sálræna
kvalræði, er orðið fólkinu með
öllu óbærilegt, og þessi daglegi
flótti yfir í annan heim er
orðinn hrein nauðsyn til þess
að lifa ósköpin af.
Róandi lyf
Hvers vegna eykst lyfja-
notkun langtum meir í Alþýðu-
lýðveldinu en í öðrum löndum,
og hvers vegna er notkun
róandi lyfja um sex sinnum
meiri hérlendis en notkun
annarra lyfja?
Hvers vegna eiga þegnar
Alþýðulýðveldisins heimsmet í
tölu hjónaskilnaða, einnig í
fjöida sjálfsmorða og misnotk-
un áfengis ?
í hverju liggja hinir miklu
misbrestir í þessu þjóðfélagi?
Hvernig stendur á þessari
miklu fíkn í að eignast sinn
eigin sumarbústað, fíkn sem er
oðin einskonar aðalinntak
lífsins?
Flokkurinn falsar
hagskýrslur
Við gætum borið fram fleiri
spurningar um einstaka þætti
í mannlegu lífi, og í þeim fælist
nákvæmlega jafn mikill áfellis-
dómur yfir hinu pólitíska
forystuliði Flokksins, jafnvel
þótt þetta sama forystulið léti
falsa hagskýrslur Alþýðulýð-
veldisins ennþá meira en það
gerir nú. Höfuðorsakir þessara
dapurlegu staðreynda, sem
gerir hinn svokallaða „nýja
sósíalíska rnann" að hreinu
aðhlátursefni, eru að finna í
hinni pólitísku yfirstjórn, sem
drottnar án lýðræðislegra leik-
regla, og orsakanna er einnig
að leita í þeim hneykslanlega
mismuni, sem er á siðgæðis-
kenningunni og ómannúðlegri
framkvæmd flokksstefnunnar.
Ennfremur má leita orsak-
anna í því misræmi, sem er á
milli framleiðnigetu og fram-
leiðsluskilyrða.
Þýzka Alþýðulýðveldið er
lítið annað en 16. sambandslýð-
veldið í Ráðstjórnarríkjunum,
og þýzk nákvæmni gerir það að
verkum að allar hinar nei-
kvæðu hliðar
ráðstjórnarfyrirkomulagsins
stinga ennþá meir í stúf í
þjóðfélagi okkar.
Hollt er
heima hvað
Austur-þýzkur verkamaður
getur verið nákvæmlega jafn
vel gefinn, útsjónarsamur og
flínkur eins og hinn vest-
ur-þýzki starfsbróðir hans. En
vill hann það? Á hann til að
bera þann metnað að auka
afköstin? Er honum veitt
hvatning til að vinna sér inn
meiri peninga á heiðarlegan
hátt með því að auka verulega
Eftir birtingu hins harðorða
ávarps „lýðræðissinnaðra
kommúnistau gerast hin póli-
tísku veður öll válynd í Aust-
ur-Þýzkalandi, og sjálfur
Fiokksformaðurinn Erich
Honecker verður að læðast með
veggjum, — því hve lengi
horfir Moskva þegjandi á?
vinnuafköst sín? Eða á hann
ekki frekar að nota krafta sína,
nota efni og verkfæri frá
vinnustaðnum sínum til þess
að vinna fyrir sjálfan sig að
loknum opinberum vinnudegi.
Hver og einn einasti maður,
sem vinnur að iðnaði, landbún-
aði, í heilbrigðisþjónustu við
samgöngur, við verzlunarstörf
eða sem lágtsettur ríkisstarfs-
maður, hann sér: Þeir, sem
ekkert vinna, þeir lifa við bezt
lífskjör. Er ekki bezt að fara að
þeirra dæmi?
Milljónatap
Svo er látið heita, að skortur
sé á vinnuafli í Alþýðulýðveld-
inu, en oft á tíðum er ekki unnt
að fullnýta starfskrafta fag-
manna á skynsamlegan hátt, af
því að skortur er á efni, orku,
flutningsgeta ekki fyrir hendi
eða eitthvað álíka vantar.
Áætlunin er bara uppfyllt með
blýantsstriki í vinnuskýrslu
verkhópsins, afköstin fölsuð til
þess fá full vinnulaun greidd.
Þannig kemur til milljónataps.
Þá er vinnandi fólki argað út
í aukavinnu, sunnudaga- og
helgidagavinnu til þess að ná
þeim heildarafköstum, sem
áætlunin gerði upphaflega ráð
fyrir. Launagreiðslur fyrir
þessa aukavinnu fara svo langt
fram úr hinum fyrirfram
ákveðna launasjóði, og með
auknum launagreiðslum eykst
loks enn bilið, sem er milli
framboðs og eftirspurnar á
vörum í landinu.
Leitin að
varahlutum
Það skortir varahluti sem
eru kannske nokkurrar peninga
virði, en af því að þeir eru ekki
fyrir hendi lamast stundum
hlutar af heilum framleiðslu-
greinum. Þá er haldið af stað
og ætt um landið þvert og
endilangt til þess að ráða bót
á helztu vandræðunum, en við
það glatast feikna mikill tími
og vinnukraftur og vinnugleðin
dvínar. Aftur gufa milljónir
marka upp. Hver einasti at-
vinnurekandi í auðvaldsríki
færi á hausinn með svona
rekstri. Hjá okkur greiðir
verkamaðurinn og bóndinn
fyrir hæfnisskort skriffinna-
kerfisins með lakari lífskjörum
heldur en á vesturlöndum.
Óþolandi öngþveiti
I hinu opinbera riti „nýtt
efnahagskerfi til áætlunar-
gerðar og stjórnunar þjóðar-
þúsins“ er hægt að lesa hina
herfilegustu gagnrýni á það,
hvernig kerfið hefur gjörsam-
lega brugðist. Hér er ekki um
neinn fjandsamlegan áróður að
ræða, heldur hefur þessi lesn-
ing að geyma hina opinberu
ríkis- og flokkskenningu. Það
sem gerzt hefur er, að stjórn
Honeckers, sem gaspraði svo
digurbarkalega um að hún
ætlaði að bæta úr öllu, hefur
magnað svo mjög hið skipu-
lagða öngþveiti, að það er orðið
óbærilegt. Aldrei áður í sögu
þýzka alþýðulýðveldisins hefur
þvílíkt djúp verið staðfest milli
áaétlunar og veruleika. Aldrei
hefur verkalýðurinn verið arð-
rændur jafn ákaft og núna.
Fjölskyldunni
tvístrað
Við spyrjum: Var verkalýður
Austur-Þýzkalands að berjast
fyrir átta stunda vinnudegi eða
fyrir kerfisbundinni, stanz-
lausri vaktavinnu? Fjölskyld-
um er tvístrað jafnt á degi sem
nóttu með vaktavinnu, en
Flokkurinn hefur upp vandlæt-
ingarfingur sinn: „Alið börnin
ykkar upp meir sósíalískt, þau
eru of laus í rásinni!"
Um hverja helgi má heimlis-
faðirinn fara af stað í baráttu-
hópinn sinn til þjálfunar,
móðirin á að fara á æfingu hjá
heimavarnarliðinu, sonurinn í
ungherjaþjálfun en dóttirinn í
rauðakross-sveit — allt þetta
gert til verndar yfirstéttinni í
stjórnmálanefnd Flokksins.
Hin daglega
nauðung
Svo ekki sé minnzt á vinnu-
vikuna: útstilling blaðagreina
og umræður um þær, Flokks-
áróðurs-spjall, fundarhöld á
vegum Flokksins, verkalýðs-
félagsins, samtaka ung-
kommúnista, þýzk-sovézka vin-
áttufélagsins, fræðsluár
Flokksins, fræðsluár ung-
kommúnista, fræðsluár verka-
lýðsfélagsins — og alls staðar
er borinn fram sami leiðara-
vellingurinn. Hin félagslega
þvingun er orðin alls ráðandi,
því jafnvel í staðinn fyrir
sameiginlegan miðdegisverð er
kominn einhver skyldu-úti-
fundur, ef ekki skyldu-mót-
tökuathöfn, þá skyldukveðjuat-
höfn — oftast vegna einhvers
sovézks ferðalangs.
Frístundum fólks-
ins stolið
I fullri alvöru: Hættið þess-
um ótrúlega þjófnaði á alltof
knöppum frítíma fólksins, og
Framhald á bls. 26
Yiðbrögðin
Eins og við var á búast bnt~?aldhöfum Þýzka Aiþýðulýðveldis-
ins — en þeir hafa eins og kunnugt er aðsetur sitt bæði í
Austur-Berlín, og einnig austur í Moskvu — heldur betur í brún,
þegar ávarp „Samtaka iýðræðissinnaðra kommúnista" var
nýlega birt á vesturlöndum. Enda þótt aðalmálgagn Flokksins
og stjórnarinnar í Austur-Berlín,, „Neues Deutschland", kallaði
þetta nýja kommúnista-ávarp „ömurlegan falspappír", sem
saminn hefði verið í bækistöðvum vestur-þýzku leyniþjónustunn-
ar, BND, þá vita leiðtogar og mikill meirihluti félaganna í
austur-þýzka Flokknum mæta vel, að ávarpið er komið beint frá
andófsmönnum innan Flokksins. Leiðtogarnir vita nú, að
kommúnistaflokkur þeirra, SED, stendur orðið frammi fyrir
sterkri flokks- og stjórnarandstöðu, sem ekki mun láta deigan
síga, fyrr en þessir andspyrnumenn hafa náð að hri.nda yfirlýstri
stefnuskrá sinni í framkvæmd.
Ummæli einstakra háttsettra kommúnistaforingja að
undanförnu benda til, að Flokkurinn muni bregðast hart og
miskunnarlaust við þessum tíðindum, hreinsa til og koma á „röð
og reglu“ með þeim ráðum sem duga. Ótti og ringlureið hefur
gert vart við sig meðal leiðtoga Flokksins, því þeir vita mæta
vel, að ef þessari andspyrnuhreyfingu vex enn fiskur um hrygg
í Alþýðulýðveldinu, þá er ekki aðeins ferill þeirra sem leiðtogar
Flokksins fyrir bí — en sem flokksforingjar eru þeir í reynd
eigendur landspildunnar Austur-Þýzkalands — heldur kunni sú
framþróun til aukinnar hagsældar í DDR, sem greinilega hefur
átt sér stað á undanförnum árum, að bíða mikinn hnekki eins
og t.d. varð með Tékkoslóvakíu eftir innrás Varsjárbandalags.
Það fer hrollur um austur-þjóðverja við tilhugsunina um að
verða ef til vill settir á sama þrep og nágrannar þeirra tékkar
eru nú.
Stóri-Björn í Moskvu er þegar sagður hafa tekið fram
landabréfið af Austur-Þýzkalandi og sérkortið af Berlín, og
valdar sveitir úr Rauða hernum eru að sögn teknar að æfa
göngulagið á la Tékkoslóvakíu, og brynvagnarnir eru smurðir
vandlega.