Morgunblaðið - 16.03.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1978
19
Kjartan Eggertsson tónlistarkennari leiðir blokkflautunemendur fyrstu sporin í nótnalestrinum: „Muna að horfa
á nóturnar".
Ráðlegg tónlistaríólki að
aíla sér þessarar reynsln
— segir Kjartan Eggertsson
FRÁ ÞVÍ um síóustu áramót hefur
verið starfandi á Bíldudal tónlistar-
kennari, en ekki hefur verió fastráö-
inn tónlistarkennari par í fuHu starfi
um skeið. Hann heitir Kjartan Egg-
ertsson og er úr Reykjavik, en hann
segist kunna vel vió sig í fámenninu:
„Ég kom til að afla mér reynslu,"
segir Kjartan „reynslu sem kórstjórn-
andi, orgelleikari og kennari á hin og
þessi hljóöfæri."
Hver eru hin og pessi hljóðfæri?
„Það er nánast allt sem til fellur,
mest hef ég lært á gítar, en einnig
kenni ég á blokkflautu í hóptímum,
píanó og hef einnig hóptíma í hljóm-
fræði og fyrirhugað er aö koma hér
upp lúðrasveit."
Hvar hefurðu fengið pina tónlistar-
menntun?
„Ég útskrifaöist s.l. vor frá Tónskóla
Sigursveins D. Kristinssonar og hafði
þá lært á gítar frá unga aldri og
reyndar hef ég kennt á hann frá því ég
var 17 ára. Flingað er ég svo fastráðinn
á vegum sveitarfélagsins í fullt starf og
hef ég ákveðið að vera hér í a.m.k. eitt
og hálft ár.“
Hvernig atvikaðist paö að pú réðst
hingað?
„Mér var bent á að á Bíldudal
vantaöi tónmenntakennara og ég var
ákveðinn að reyna að gera eitthvað
annað en að kenna í Reykjavík og ég
hef ekki áhuga á að fara í framhalds-
nám erlendis alveg strax a.m.k. Má
segja að ég fari dálítiö aðra leiö í
þessum efnum en flestir aðrir, sem
fara utan strax eftir að hafa lokið námi
hér heima, en ég tel mjög nauðsynlegt
að öðlast vissa reynslu í sem fjöl-
breyttustum störfum áður áöur en
haldið er í nám erlendis."
Þekktirðu eitthvað til hér eða
hafðirðu komiö hingað áður?
„Nei, ég þekkti engan hér og hafði
aldrei komið á Vestfirði áður og kann
ég mjög vel við mig hér. Fólk hefir
tekiö vel á móti mér og ég er kominn
á kaf í alls kyns störf, kenni flesta daga
frá kl. háftíu á morgnana til hálftíu á
kvöldin og æfi kirkjukórinn um helgar.
Þ'á er í uppsiglingu blandaður kór, sem
reyndar átti fyrst að vera karlakór, en
svo vildu konurnar endilega fá að vera
með, þannig að hann verður blandað-
ur.
Hér á Bíldudal hefur ekki verið
tónmenntakennari ' fullu starfi um
árabil að ég held, fyrrverandi skóla-
stjóri grunnskólans kenndi að vísu
nokkuð, en enginn hefur haft þetta
sem aðalstarf."
Finnst Þér ekki öóru vísi að starfa
hér en í péttbýlinu?
„Það er nokkuð á annan veg, en ég
er þó nokkuð vanur fámenninu þar
sem ég hefi nokkur sumur dvalist í
Breiðafjarðareyjum þar sem fjölskyld-
an er löngum. Að vísu fannst mé lítið
til staðarins koma í fyrstunni, en um
leið og ég fór að kynnast honum og
skynja umhverfið hér og þekkja það þá
hef ég kunnað verulega vel við mig.
Hér er allt öðruvísi en í þéttbýlinu og
það er svo aö verði ekki næg atvinna
hér flytur fólk e.t.v. burt, en meðan fólk
hefur vinnu og hefur líka eitthvað að
starfa að í tómstundum og er ekki
bundið um of yfir sjónvarpinu þá er
ýmislegt að gera, hór er starfandi
leikfélag og starfið í kórnum verður
vonandi smám saman öflugt og þegar
lúðrasveitin er komin í gang verða án
efa mikil not fyrir hana. Þá má geta
þess að við erum með það í huga að
æfa upp hljómsveit sem á að spila á
skemmtun hér en meðlimir hennar eru
m.a. fyrrverandi meðlimir hljómsveit-
arinnar Facon sem átti lög á vinsæld-
arlistum áður fyrr."
Er mikill áhugi á tónlist hér á
Bíldudal?
„Já, hann er mikill og fólk vill
gjarnan tjá sig á þann hátt, bezt væri
ef fólk gæti tjáð sig á fleiri en einn veg,
en tónlistin er það mál sem flestir
skilja. Það bendir e.t.v. nokkuð á
áhugann hér að í fyrstunni ætlaði ég
mér ekki að kenna nema fáeina tíma
auk þess að hafa kórinn og vera
organisti en tímarnir hjá mér eru orðnir
nálægt 50 á viku og segja má að
maður sé á kafi í menningunni með
fólkinu hérna langt fram á nætur. Þetta
er hreinlega ævintýri líkast og ég er
óhræddur við aö ráöleggja fólki,
ungum tónlistarmönnum, að afla sér
svona reynslu áður en farið er út í nám
erlendis," sagöi Kjartan Eggertsson að
lokum og hvarf þar með til starfa
sinna, en hann átti næst að sinna 7 og
8 ára börnum sem voru aö koma til
hans í hóptíma í blokkflautunáminu.
Alls sagðist Kjartan vera með 21
nemanda í blokkflautunámi og 31 í
gítarnámi og til samanburðar má geta
þess að nemendur skólans eru alls
rúmlega 60 þannig áð mikill hluti
þeirra stundar nú tónlistarnám.
Lýsi og mjöl;
Hreinsitækin sett
upp síðla sumars
STEFNT er aö því að lokið verði
við að setja upp hreinsitæki í
íiskimjölsverksmiðjunni Lýsi &
Mjöl í Hafnarfirði í júh'-ágúst n.k.
IIuKmyndina að þessum hreinsi-
búnaði á Jón Þórðarson á Reykja-
lundi. en f.vrirtækið hefur K<“rt
samninK við fyrirtækið Loft-
hreinsun hf. um framkvæmdina.
Kostnaður við tækjakaupin er um
60 milljónir króna en að auki
mun koma til tæplega 30 milljón
króna framkvæmd á vegum verk-
smiðjunnar sjáifrar.
Framkvæmdastjóri fyrirtækis-
ins, Arni Gíslason, kom nýlega á
fund bæjarráðs í Hafnarfirði og
gerði þar grein fyrir gangi þessa
máls. Fulltrúar meirihluta bæjar-
ráðs, Árni Grétar Finnsson og
Árni Gunnlaugsson, fögnuðu þess-
um aðgerðum fiskimjölsverk-
smiðjunnar til mengunarvarna og
kváðust vonast til að þær mundu
bera fullnægjandi árangur en
töldu rétt að gefa bæjarstjórn kost
á að tjá sig á ný um málið áður
en tekin yrði ákvörðun um fram-
kvæmd á samþykkt bæjarstjprnar
frá því fyrr í vetur.
Fulltrúi minmhlutans, Kjartan
Jóhannsson, kvaðst fagna þeim
vilja er kæmi fram af hálfu
stjórnar fyrirtækisins til
mengunarvarna en taldi hins
vegar að mjög óljóst væri um
árangur af þeim og taldi því brýnt
að bærinn léti fram fara sjálf-
stæða athugun á stöðu þessa máls.
Frekari afgreiðslu málsins var
síðan frestað.
Guðmundur Þ. Jónsson
kjörinn formaður Lands-
sambands iðnverkafólks
ÞRIÐJA þing Landssambands
iðnverkafólks var haldið á Ilótel
Loftleiðum í Reykjavík um helg-
ina. 38 fulltrúar sátu þingið frá
4 félögum. Forseti þingsins var
kosinn Jón Ingimarsson frá
Akureyri og varaforsetar Bjarni
Jakobsson. Reykjavík. og Guðrún
Ilaraldsdóttir. Hellu. *
Fráfarandi forseti Landssam-
bandsins, Björn Björnsson, gaf
ekki kost á sér til endurkjörs, en
hann hefur verið formaður þess
frá stofnun 1973. Voru Birni
þökkuð margháttuð störf fyrir
iðnverkafólk í áratugi.
Stjórn Landssambands iðn-
verkafólks til næstu 2. ára skipa.
Formaður: Guðmundur Þ. Jóns-
son. Varaformaður: Jón Ingimars-
son. Ritari: Bjarni Jakbosson.
Gjaldkeri: Sigríður Skarphéðins-
dóttir. Meðstjórnendur: Kristín
Hjálmarsdóttir, Sigurbjörg
Sveinsdóttir, Gunnlaugur Einars-
son. Varamenn: Guðrún Erlings-
dóttir, Hallgrímur Jónsson, Stein-
grímur Steingrímsson. Endur-
skoðendur: Guðmundur Guðni
Guðmundsson, Höðkuldur
Stefánsson. Varaendurskoðandi:
Olafur Þorbjörnsson.
Þingið samþykkti ýmsar álykt-
anir. Mótmælt var tilefnislausum
árásum á samningsrétt og lífskjör
alls launafólks í landinu, sem
felast í lögunum um ráðstafanir í
efnahagsmálum, eins og það var
orðað. Segir m.a. í ályktun um
kjaramál að næsta verkefni launa-
fólks sé að knýja ríkisvaldið og
atvinnurekendur til að viðurkenna
samningana eða raungildi þeirra.
Guðmundur Þ. Jónsson
í ályktun um iðnaðarmál segir
m.a. að næsta lítil breyting hafi
orðið á afstöðu valdhafa til
innlenda iðnaðarins þrátt fyrir
fögur orð á nýliðnu iðnaðarári.
Stjórnvöld eru hvött til að taka
upp jákvæðari stefnu í málefnum
iðnaðarins en verið hefur til þessa
og jafnframt eru allir landsmenn
hvattir til þess að hafa það
hugfast að efling innlenda iðnað-
arins sé snar þáttur í sjálfstæðis-
baráttu okkar.
Loks ályktaði þingið um
fræðslumál og hvatti til aukinnar
fræðslu iðnverkafólks og þess að
margra ára reynzla og starfsþjálf-
un yrði metin til jafngildis iðn-
námi hvað laun snerti.
Umf. Biskupstungna
sýnir leikritið „Gísl”
Skálholti í marz.
UNGMENNAFÉLAG
Biskupstungna frumsýndi
föstudaginn 3. marz leikrit-
ið „Gísl“ eftir írska skáldið
Brendan Behan í þýðingu
Jónasar Arnasonar. Leik-
stjóri var Sunna Borg.
Leikritið fjallar um frelsisstríð
íra, ólíkustu manngerðir, þrá og
berjast fyrir frelsinú. Gæti verið
holl lexía að hugleiða oftar þvílík
guðsgjöf allra það frelsi er, sem
okkur Islendingum hefur hlotnast.
Sýningin tókst með afbrigðum vel,
hvergi var að finna veikan hlekk.
Hlutverkin eru 16, mjög niisstór
en hafa öll sína þýðingu og voru
þau ákaflega vel af hendi le.vst. I
leikritinu eru nokkrir söngvar við
létt og falleg írsk lög. Komust þau
vel til skila og settu góðan svip á
sýninguna. Söngvana hefur Sig-
urður Erlendsson æft og hann lék
einnig undir á píanó. Leikstjóran-
um og leikendum ber heiður og
þökk fyrir frábæra>sýningu. Blóm-
in og undirtektir áhorfenda
undirstrika þetta ra’kilega.
Þetta viöamikla verkefni er
tekið til sýninga í tilefni af 70 ára
afmæli Ungmennafélagsins, sem
verður á sumardaginn fyrsta.
Leiklistin hefur verið snar þáttur
í starfi félagsins frá upphafi ogf
þar koma rnargir við sögu. Fróð-
legt yfirlit yfir leiklistarsögu
félagsins er að finna í leikskrá.
— Björn.