Morgunblaðið - 16.03.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.03.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1978 31 á víðavangi Parmesson og pípulagnir annast Vermir s/f. Öllum þessum aðilum treysti ég fullkomlega og efast um að ég hefði valið öðruvísi ef á það hefði reynt. í umræddri grein er drepið á allháa upphæð úr reikningum DvalarheiTnilisins 1976 og er þar teiknikostnaður sem er þar komin á 5. milljón af 30,5 milljóna kr. framkvæmdakostnaði. Víst er það að þessi kostnaður er hár, og yfirleitt alltof hár við þessar stóru byggingar okkar, en þetta er kostnaður sem við ráðum því miður lítið við. Hitt er líka að athuga að þessi kostnaður leggst alltaf tiltölulega þyngst á fyrri hluta byggingarinnar. Áætlað var að framkvæma fyrir 100 milljónir á yfirstandandi ári og ljúka uppsteypu á byggingunni. Af þeirri upphæð var deilt niður á eigendur 31.340 þús., annað er lánsfé sem aflað hefur verið með miklum dugnaði. Oft hefur verið þörf að byggja hratt, en nú er nauðsyn, þar sem verðbólgan er komin upp úr öllu valdi og má það undur heita, ef sú áætlun sem gerð var í byrjun árs hækkar ekki um 20—30% á árinu vegna verðbólg- unnar. Von mín er sú að þeir aðilar sem þarna hafa verið faldir verkþættir skili þeim þannig að allir eignar- aðilar geti vel við unað. Ritað í desember 1977. Stefán Óskarsson, Rein, Reykjahverfi. Athugasemd vegna póst- flutninga til Bíldudals Laugardaginn 3. marz sl. var lesin upp í ríkisútvarpið bókun, er gerð hafði verið á fundi hreppsnefndar Suðurfjarðahrepps 28. feb. þ. á. Þá er birt fréttaviðtal við sveitar- stjórann í Suðurfjarðahreppi í Mbl. 7. marz sl. Bæði í nefndri bókun og fréttaviðtalinu er vikið að póstflutningum milli Reykja- . víkur og Bíldudals, og þykir mér rétt að gera athugasemd við'það, sem þar kemur fram. Vafalaust má finna dæmi þess, að póstur sé allt að viku að berast frá Bíldudal til Reykjavíkur, en ég hygg, að slíkt sé nokkuð þekkt fyrirbæri um mikinn hluta lands- ins við þau veðurskilyrði, sem verið hafa undanfarnar vikur. Að öðru leyti er þetta að segja um póstflutninga til og frá Bíldudal: Flugfélag Islands heldur uppi reglubundnum áætlunarferðum frá Reykjavík til Sandoddaflug- vallar við Patreksfjörð þrisvar í viku. í beinu sambandi við þetta áætlunarflug gengur bíll um Patreksfjörð og -Tálknafjörð til Bíldudals og flutur hann póst fram og til baka. Þrátt fyrir hinn mjög svo erfiða fjallveg Hálfdán, hefur tekizt með ólíkindum vel að halda uppi þessum ferðum, þar eð vegur þessi er á vetrum tíðum tepptur af snjóalögum og sjaldnar ruddur en æskilegt væri (tvisvar í viku þá bezt Jætur). Má þakka það dugnaði þess manns, er þessa flutninga annast, hversu vel þeir þó hafa gengið. Það er rétt, að Vængir fljúga á Hvassnesflugvöll, en aðeins tvisvar í viku. Það þykir því heppilegra að geta fengið póst og sent póst þrisvar í viku hverri (oftar að sumarlagi), heldur en sæta tveimur ferðum í viku. Vélar beggja þessara félaga standa að sjálfsögðu jafn illa að vígi, þegar um er að ræða ófært veður. Þá segir í nefndu viðtali: „Við höfum óskað eftir því, að Vængir fái að taka að sér póstinn, en ekki hefur verið orðið við þeim óskum." Mér er með öllu ókunnugt um, að slíkt erindi hafi borizt til Póst- og símamálastofnunarinnar. Bíldudal 9. marz 1978 Sigurður Guðmundsson stöðvarstj. pósts og síma. Dvalarheimili aldr- aðra á Húsavík í dagblöðum okkar birtist grein þann 30. sept. s.l. með undirskrift- inni „Steypustöðin Bjarg h/f Húsavík". Þar sem ég er nú í forsvari fyrir félag þetta, tel ég mig tilneyddan til þess að bæta ögn um hana og svara henni að nokkru leyti. í fyrsta lagi vil ég taka það fram að ég var ekki kominn í stjórn Bjargs h/f þegar steypuútboð það, sem um er rætt, fór fram, og var mér því ókunnugt um það sem þar fór fram, nema það sem ég hef verið að reyna að afla mér vitneskju um síðan. Þar stangast ýmis atriði töluvert á og læt ég þeim sem um þetta fjölluðu eftir að komast til botns í þeim málum. En hitt vil ég taka fram að ég skil afstöðu múrarameistara bygg- ingarinnar að krefjast niður- lagningamanna á steypu sem treystandi væri, en hvort Bjarg Athugasemd við opið bréf í tilefni af „Opnu bréfi til byggingarnefndar Dvalarheimilis aldraðra s.f. á Húsavík, “ sem birtist í dagblöðum hinn 30. september s.l. viljum við undir- ritaðir taka eftirfarandi fram. Það sem að í dagblaði þessu birtist í dag leiðrétting og um leið svar við áðurnefndri grein sem undirrituð var „Steypustöðin Bjarg h.f. Húsavík" sjáum við ekki ástæðu til ítarlegra svara. Þó skal eftirfarandi tekið fram: í grein Stefáns Óskarssonar á Rein, odd- vita Reykjahrepps, sem er nú- verandi stjórnarformaður Bjargs h.f., kemur fram að hann telur sig þurfa að „bæta ögn um hana 'og svara henni að nokkru leyti". Þetta er drengilega mælt af stjórnarfor- manni Bjargs h.f. og undirstrikar það álit okkar að hann hafi ekki verið höfundur greinarinnar frá 30. september s.l. En þar sem „bréfið" var aðeins undirritað „Steypustöðin Bjarg . h.f.“ varð strax ljóst að höfundur kaus að láta nafns síns ekki getið af einhverjum ástæðum og gat nánast verið hvpr sem var. Ábyrgðin á skrifunum var hins vegar ótvíræð svo lengi sem þau stóðu athugasemdarlaus af hendi stjórnar Bjargs h.f. Hver tilgangur þessara skrifa hefir verið er ekki gott að segja með vissu en ljóst er að þau stuðla ekki að sameiningu og samstöðu héraðsbúa um þessa byggingar- framkvæmd en vekja hins vegar tortryggni í garð þeirra sem að framkvæmdinni standa. Það skal þó upplýst að engin leynd hvílir yfir henni og til marks um það má benda á að allar fundargerðir trúnaðarráðs dvalarheimilisins eru sendar öllum oddvitum aðild- arhreppa. Það eru því hæg heima- tökin hjá héraðsbúum að fá hjá oddvita sínum eða stjórnarmönn- um allar þær upplýsingar sem þeir þurfa, áður en þeir hefja blaða- skrif sem byggjast á getgátum. Ársreikningar fyrir 1976 hafa einnig verið sendir öllum eignar- aðilum og svo verður einnig um ársreikninga fyrir 1977 þegar þeir hafa verið samþykktir af stjórn og eignaraðilum dvalarheimilisins á næsta aðalfundi. Þar mun væntan- lega koma fram hvort illa hefir verið á fjármálum haldið og þar með hvort illa hefir til tekist með framkvæmdina, það sem af er. Látum við svo útrætt um „opið bréf “ á vettvangi dagblaða enda er hér um að ræða héraðsmál en ekki landsmál. T?—Húsavík, 15. janúar F.h. trúnaðarráðs Dvalarheimilis aldraðra s.f. formaður trúnaðarráðs Egill Olgeirsson framkvæmdast. byggingar Jón Armann Árnason h/f hefði ekki getað útvegað þá læt ég ósagt. Um tilboð almennt vil ég segja þetta. Það er mín reynsla að útboð eigi sér hæpnar forsendur nema horfur séu á atvinnuskorti, sem ég get ekki séð að sé eða hafi verið til staðar á Húsavík að undan- förnu, að minnsta kosti eru alltaf að koma til mín menn með verkbeiðnir, sem segjast vera búnir að bíða 2—4 ár hjá verktök- um á Húsavík. Hitt tel ég happa- drýgra, ef hægt er að ráða hæfan og reyndan mann sem fram- kvæmdastjóra, eins og ég vil telja að núverandi framkvæmdastjóri Dvalarheimilis aldraðra sé, þá sé það æskilegaasta lausnin. Legg ég samt áherzlu á að fenginni eigin reynslu að ekki er æskilegt fyrir framkvæmdastjóra verks sjálfan að hafa mikinn atvinnurekstur á staðnum. Það sem ég veit réttast um ráðningu starfsmanna þarna á byggingarstað er að byggingin sjálf hefur alla verkamenn ráðna hjá sér. Trésmiðir eru frá fyrir- tækjunum Trésmiðju Jóns og Haraldar og Trésmiðju Jóns Ármanns, rafverktakar frá Raftækjavinnustofu Gríms og Árna, múrarameistari er Sigurjón argus I^Láttð ekki bðrn leika sér Plastumbúðir ero| f mefctPlastdúk eða plastpoka. Notið þær á réttartbátk-*- ; ekki plastumbúðum og stuðliö stð pryggL hreinlæti og umhverfisvernd. Plasf eyðislviðsólarl jós! Plastprent 1958^1978

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.